Vísir - 24.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru komn- ar á markaðinn. J?ær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri liita en aðrar bifreiðaoliur. pessar olíur er hyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að hafa reynt þær á bifreiðunum og á efnarannsóknarstofum sínum. Jóh. Ólafsson & Co. íml 584. Reykjavik. Sími 584. Fywpliggjandi; „GUGGENHIMES” Rfislnnr í pðkkum á 9 og 15 onz. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstig 37. Sími 2035. Nýtt úrval i barnasokkum frá 65 aura pariS. Hinsvegar liafa bændur átt jnjög ógreiðan aðgang að lán- um með þolanlegum kjörum, iil þess að bæta jarðir sínar og auka bústofninn. — Vitantega .eru lang-fæstir bændur svo <efnum búnir, að þeir geti int . af höndum mikil verk jörðum 'SÍnum til bóta, án hjálpar frá MnsstofnunUm eða öðrum. Margar jarðir víðsvegar um : sveitir landsins eru svo illa iiýstar enn i dag, að furðu gegnir, að fólk skuli geta liald- ..jst við á þeim. Og sumstaðar ,.eru túnin karga-þýfð, eins og fyrir hundrað árum, og ógirt með öllu. Þetta tekur þó að sjálfsögðu ekki til efna-lieim- ilanna, en þau eru ekki ýkja- mörg í hverri sveit, þar sem , eg þeklci til. Allur þorri bænda á við þröngan liag að búa, og i hverri sveit er eittlivað af ör- .snauðum mönnum. Skylt er að geta þess, að dá- lítið hefir verið til þess gert á síðustu árum, af liálfu þings og stjórnar, að hlynna að land- búnaðinum, svo sem með jstofnun „Ræktunarsjóðsins“. .En því er þó svo kynlega liátt- afi um Ræktunarsjóðinn, að hann bætir einna sist úr nauð- syn þeirra manna, sem mesta hafa þörfina fyrir góða hjálp. — Annars vill það ol’tast nær brenna við, að því er mér virð- ist, að þeir, sem undir liafa orð- ið í lífsbaráttunni eigi einna þrengstan veginn að hjálpar- lindunum og fæsta talsmenn- ina. — Islendingum hefir fjölgað á- litlega siðasta mannsaldurinn. En öll hefir sú fjölgun og meira til lent i lcaupstöðum og sjáv- arþorpiun. — Ungviðið fer til sjávarins og í sollinn, undir eins og það er fært og fleygt. Það býst við lietri atvinnu þar, meiri lífsþægindum, fleiri skemtunum. Líklega fer þó svo, að mölin reynist því ekki öllu mjúk og notaleg, þegar til lengdar laitur. — Mér er að sönnu kunnugt um, að sumir ungir menn fara nauðugir úr sveitinni. Þeir vilja gerast bændur, en þeir geta það ekki. — Þrátt fyrir fólksleysið í sveitunum er það nú svo, að jarðir liafa ekki legið á lausu. Hvert kot hefir verið sctið og meiri hlutinn af fátækum ein- yrkjum. En stóru jörðunum, með víðum lendum og góðum í allar áttir, liefir ekki fengist skift í smærri jarðir, og satt að segja hefir mér alla tíð þótt það leiðinleg tilhugsun, ef höf- uðbólin yrði bútuð niður í margar smá-jarðir. — En þó að þeim fengist skift, þá Iiefir hvergi til þessa tima fengist eins eyris lán, auk heldur meira, til stofnunar nýbýla, húsagerðar o. s. frv. — Vera má, að Byggingar- og land- námssjóður bæti að einhverju leyti úr þessu framvegis. — Ungir bændasynir hafa blátt á- fram, sumir að rninsta kosti, verið neyddir til að flyljast úr sveitinni eða gerast vinnumenn clla, en vinnumaður vill enginn vera nú á þessari miklu frels- is-öld. — Þeir gæti að vísu ver- ið lausamenn, lieimilisfastir í sveitum, en þann kostinn kjósa fæstir. — En livað seni þessu liður, þessum undantekning- um, þá er þó rótleysi og þol- levsi og flangurs-eðli ungra sveitamanna nú á dögum langt of mikið, og í raun réttri alvar- legt íhugunarefni. Um ungar stúlkur er það að segja, að þær tolla mjog illa við sveitavinnu nú orðið. Út- þráin, síldin, skólarnir og skemtanirnar toga þær að heiman. — Heimafyrir er alt dauft og kalt og einskis-virði, en i fjarska þykjast þær sjá bjarmann af gleðinni, æfi- langri gæfu og miklum lifs- þægindum. En sá bjarmi hverfur stund- um nokkuð snögglega í næð- ingum reynslunnar. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 13 st., ísa- firði 14, Akureyri 14, Seyðis- firði 11, Vestmeyjum 10, Stykk- ishólmi 14,- Blönduósi 14, Rauf- arhöfn 11, Hólum í Hornaf. 12, Grindavik 12, Færeyjum 10, Julianehaab 11, Angmagsalik 6, Jan Mayen 1, Hjaltlandi 12, Tynemouth 14 st. (engin skeyti frá Kböfn). Mestur liiti hér í gær 14 st., minstur 11 st. — Lægð skamt suðvestur af Reykjanesi, hrejdist hægt aust- ur eftir. — Horfur: Suðvestur- land: í dag og nótt suðaustan átt. Rigning öðru hverju. Faxa- flói: í dag suðaustan. Dálítil rigning sumstaðar. I nótt aust- an átt. Sennilega þurt. Breiða- fjörður, Vestfirðir, Nprðurland: í dag og nótt vaxandi suðaustan og austan. Sennilega þurt veð- ur. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: I dag og nótt sunnan og suðaustan. Skýjað loft og dálítil rigning. Skipafregnir. Brúarfoss var á Reyðarfirði í morgun. Goðafoss kemur til Vest- mannaeyja snemma á morgun. Lagarfoss kom til Khafnar á sunnudaginn. Selfoss fer héðan kl. 6 í kveld. Esja fór frá Stöðvarfirði kl. 10þo í gærkveldi. Mirá fór liéðan kl. 1 í nött vestur til ísafjarðar og aitlar þaðan til Akureyrar. Enskur botnvörpungur kom hingað í gær á leið til Grænlands. Tók liér kol, ís og vatn. Götunöfn vantar víða enn á gatnamöt- um hér í bænum, og í sumum götum rnunu alls engin nafn- spjöld vera til. pelta kemur sér mjög illa, þvi að bærinn er nú orðinn svo stór, að fáir eru svo framilun 09 Kopíeriug. Fljót og örugg afgreiðsla. Lægst verð. Sportvörnhús Reykjavikiir. (Einar Björnsson ) Sími 553. Bankastr. 1. kunnugir, að þeir þekki allar götur, enda er þess ekki að vænta, þar sem nýjar götur eru lagðar á ári hverju og stundum margar í senn. Númer eiga að vera á hverju húsi, en víða vant- ar þau, jafnvel á stórum svæð- um, við liinar nýrri götur, og sumstaðar eru þau liorfin af liinum gömlu húsum. Eg veit ekki, hverjum ber að sjá um, að ofangreind nöfn og núnier sé sett upp, en þeir liafa áreiðan- lega dottað í starfinu. Vona eg, að þeir vakni við þessa orðsend- ingu. Viator. M.s. Dr. Alexandrine fer i kveld kl. 6 til Norður- lands með fjölda farþega. — Meðal þeimi eru: Soffía Tlior- oddsen, Björn Björnsson þak- arameistari og" frú, Ölafur A, Guðmundsson kaupm., síra Páll Sigurðsson, Jórunn Norð- mann, Bjarni Benediktsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Gísli Guðmundsson gerlafr. og frú, Ásgeir þorsteinsson verkfr., Magnús Thorberg útgerðarm.. Davíð Thorsteinsson og frú, Jón pórðarson, Sigurður Jónsson og frú, Sigríður Björnsdóttir, Mar- grét Pálsdóttir, Anna Pálsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Maja ÖI- afsson, Kristján Daníelsson ís- hússtjóri frá Akranesi o. fl. Drengjamótið liélt áfram í gærkveldi. Var veðrið ekki sem hagstæðast drengjunum, og er þvi merki- legt, live árángurinn var góður. Fyrst var kept í kúluvarpi, og varð þar fyrstur Marínó Krist- insson úr Ármann; kastaði liann 21,64 m. samanlagt (nýtt met). 2. verðl. Ingvar Ólafsson (K. R.) 21,48 m. 3. verðl. Hákon H. Jónsson (K. R.) 17,63 m. 400 m. hlaup: 1. verðl. Ingvar Ól- afsson (Iv. R.) 59,3 sek. (nýtt met). 2. verðl. Ólafur Tryggvra- son (I. R.) 60,6 sek. 3. verðl. Ól. Guðmundsson (K. R.) 1 mín. 3 sek. Hástökk: 1. verðl. Ingvar Ólafsson (Iv. R.) 1,37 m. 2. verðl. Hákon H. Jónsson 1,34^/2 m., og 3. verðl. Ólafur Tryggvason (í. R.) 1,32 m. — í kvöld kl. 8 verð- ur kept i 3000 m. hlaupi, og á föstudagskvöldið kl. 9 verður sundið, sem er síðasti liður mótsins. St. Einingin fer skemtiferð á sunnudaginn í þrastaskóg. Sjá augl. Gjafir til Hallgrimskirkju í Reykja- vik frá konu á Rangárvöllum 10 kr. aflientar síra Bjarna Jóns- syni, og 2 kr. frá N. N. afhent- ar síra Friðrik Hallgrímssyni. Áheit á Strandarkirkju, afli. Vísi: 5 kr. frá S. Ó., 5 kr. frá Ottó Sverri. Prúðmenska og símanotkun. (Eftirfarandi grein er tekin eftir Símablaðinu. þykir Vísi rétt að birta hana, þvi óvíst er áð Símabl. berist í hendur allra þeirra, sem hér eiga hlut að máli). það hefir oft vakið eftirtekt og undrun lijá símafólki sér- staklega, hver geysi munur er að tala við suma menn augliti til auglitis eða í síma. þeir, sem eru hlíðastir þegar maður er nærri, reynast oft liinir verstu í simánum. —- Fræg leikkona ein lætur i Ijós álit sit á þessu kynduga fyrirbrigði í eftirfarandi línum: „Eg liefi oft undrast það, hversu menn, sem venjulega eru liinir þolimnóðustu og bestu, umturnast gersamlega þegar þeir taka upp heyrnartólið. Svo virðist, sem þeir tapi þolinmæð- inni alveg, strax og þeir sjá símaáhald. peir liella óhóta- skömmum yfir miðstöðvar- stúlkuna, oft áður en hún hefir liaft tíma til að endurtaka núm- erið. Eg liefi kynt mér þessi tal- síma-illfygli mjög vandlegá og komist að raun um, að þeir eru allir ruddar í hjarta sinu, eins og slíkum inönnum er títt, eru þeir einnig huglausir og þora ekki að snúa sinni verri hlið að fólki þegar þeir standa aughti til auglitis við það. Talsíma- stúlkan er þeim ósýnileg, og þvi samkvæmt eðli þessara.manna, Okeypis og burSargjaldsfritt sendum vér okkar nytsama verðlista meS myndum, yfir gúmmí, heilbrigSis, og skemtivörur. Einnig úr, bækur og póstkort. Samarlten Afd. 66, Köbenhavn, K. sjálfsagt að svala skapi sinu á lienni. í samtali við aðra er tal- siminn þeim nokkurskonar ör- yggis-hani, þar sem þeir geta ófeimnir sýnt þessa liliðina eða hina, það er svo afar þægilegt, að geta lireytt ónotum, þegar maður sést ekki sjálfur. Talsíminn er ágætur mæh- kvarði á insta eðli manna. Mað- ur, sem gengur stillilega inn i talklefann og talar i aðlaðandi málrómi við annan, lionum ósýnilegan mann, er áreiðanlega heiðursmaður í eðli sínu. Hið mikilsverða „gerið svo vel“ og „þakka yður fyrir“, ásamt kveðjubrosinu, sem þö enginn sér; mjúk og blíð rödd, sem eykur hamingju livar sem hún lieyrist, eru hnoss, sem eru þess verð, að við þau sé lögð nokkur rækt. þegar þú tekur upp heyrnar- tólið, vendu þig þá á að brosa. það mun hjálpa þér til þess aS híða þolinmóður, jafnvel þó aS svo líti út, sem talsimastúlkan hafi fengið sér blund! Ekkert tryggir eins góða afgreiðslu, eins og kurteisi og þýðlegt viðmót.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.