Vísir - 04.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Besta Cigarettan i 20 stk pökknm, sem kostar 1 krónu er Commander, Westmiaster. Tirgiiit, cigarettnr Fást t öllnm Terslnnnm. Fyrirliggjand: Girðinganet. M, Benediktsson & Co« Sími 8 (fjórar linur). hf F. H. Kjartansson & Co. Höfum á lager skemtun niest við það, að hver einasli gestur sé skemtilegur og í góðu skapi. Fóthrumir, sem ekki eiga neinn flutning visan, verða að segja til sín í dag eða í fyrra- máiið í síma Elliheimilisins, 1080. Komi skilahoðin. síðar en kl. 11 í fyrramálið, má búast við að ekki sé unt að sinna þeim. petta eru lesendurnir beðnir að segja gömlu fólki, svo að enginn gleymist. Bæjarhúar eru ennfremur mintir á, að nú verður i næstu "viku byrjað á að grafa kjallara að nýju elliheimili. Aðalálma þess verður 35 metrar á lengd og 9 á breidd, en 2 hliðarálmur verða 27 metra langar og 11 metra lireiðar, og þar verður -einhverntíma rúmgott um 100 gamalmenni. — En það verða mörg dagsverk að konia því upp, og þvi veitir ekki af að þeir, sem geta, komi með góð- ar gjafir í byggingarsjóðinn á morgun. Sigurbjörn Á. Gíslason. Utan af landi. —o— Stykkishólmi 3. ágúst F. B. Verslunarmánnafélag Stykkis- hólms hélt skemtun i Iíárs- staðahotni i gær. Var þá farið í fyrsta skifti í bifreið úr Stykkis- hóhni inn að Álftafirði. Bjugg- ust menu ekki við, að vegurinn þangað væri fær bifreið. Jóna- tan porsteinsson ók bifreiðinni. Sífeldir þurkar. Grasspretta: Tún með lélegra móti,afar slæm spretta á útengi. Flestir langt komnir að hirðaaf túnum. Hafa menn hirt eftir hendinni. Nýt- ing heyja ágæt. pilskipin hafa aflað allyel. Nýlega er látinn í Bjarnar- höfn Hjalti Jónsson, sem lengi bjó i Fjarðarhorni, 84 ára gam- all, alkunnur sæmdarmaður. Nýlátin er lcona Jónasar bónda Jóhannssonar í Öxney, sæmdar og dugnaðar kona. Esja kom hingað i morgun og fór inn i Búðardal. Kemur hingað aftur í kvöld og ferhéð- an áleiðis suður í nótt. Borgarfirði, 4. ág. F. B. Almælt tíðindi. Heyskapur gengur alstaðar vel; hey eru liirt eftir hendinni. Flestir húnir að slá það í tún- um, sem slegið verður að sinni. Snöggustu lilettina hafa margir enn dregið að slá. Á Hvanneyri eru komnir upp undir 2000 hestar í hlöður. Töðufengur allmikhi minni' en vanalega. t fyrra lieyjuðust á Hvanncyri 4400 hestar, en verður varla meird en 3.400—3.500 hestar i ár. Frækilegt sund. Stúlkan Anna Gunnarsdótt- ir, frá Gíslakoti í Ásahreppi, synti nýlega yfir Borgarfjörð- inn innarlega, frá Kóngslióli, vestan fjarðarins að Ásgarðs- höfða i Hvánneýrarlandi. Út- fall var komið, er hún þreytti sundið. Straumþungi er mikill í innfirðinum, og þykir sund- þraut þessi talsvert afrek. Stúlkan er nemandi á bænda- skólanum, fyrsta stúlkan, sem stundar nám á bændaskóla á tslandi. Samgöngubætur. í Hvítá er verið að steypa stöpul þann hinn mikla, sem verður undir miðri brúnni. Á- ætlað var, að sögn, að fara mundu 1500 sementspokar til stöpulsteypunnar. Gengur hrú- arsmíðin vel. Vegagerð er um það bil að liætta í Norðurárdal. Verður iiætt, þegar vegurinn er kbm- inn yfir Sanddalsá, sem verið er að hrúa. Fara vegagerðar- mennirnir siðan að bæta verstu kaflana á Holtavörðuheiði, til þess að gcra þá greiðfærari l)if- reiðum. Ennfremur er verið að ryðja Stóravatnsskarð. Verður þá allvel fært hifreiðum alla leið úr Borgarnesi til Skaga- fjarðar. Bifrejðir fara nú úr Borgarnesi til Blönduóss eftir hverja bátsferð. — Tvisvar er nú húið að fara fram og aftur i bifreið til Stykkishólms. Er n ú verið að ryðja veginn á fjallinu, svo að hann verði nokkurn veginn fær hifreiðum. Nýtt fjós á Hvanneyri. Á Hvanneyri er nýlega bvrj- að á mikilli fjósbyggingu yfir 80 nautgripi. Á hún að verða komin upp í liaust. Vlessur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11, sira Friðrik Hallgrimsson. í Landakolskirlcju kl. 9 árd. íámessa. Engin síðdegisguðs- þjónusta. I spitalakirkjunni i Hafnar- firði: Hámessa kl. 9 árdegis. Engin síðdegisguðsþjónusta. Sjómannastofan. Bænasam- koma kl. 6. Ölafur Ólafsson trúboði stjórnar. Dr. Jón Helgason biskup fór síðastl. fimtudag i visi- tasiuferð austur í Árnessýslu og verður að heiman um liálfan mánuð. Veðrið i morgun. Hiti í Revkjavík 13 st., Isa- firði 10, Akureyri 11, Seyðis- firði 12, Vestmannaeyjum 11, Stykkisliólmi 11, Blönduósi 10, Raufarhöfn 8, Hólum í Horna- firði 12, (engin skeyti frá Grindavík og Angmagsalik), Færeyjum 11, Julianehaab 12, Jan Mayen 5, Hjaltlandi 11, Tynemouth 12, Kaupmanna- höfn 15 st. — Mestur líiti hér í gær 14 st., minstur 8 st. ■— Grunn lægð fyrir sunnan og suðvestan land. Hæð fyrir norðan. — Horfnr: Suðvestur- land: I dag og nótt austan og norðaustan átt, sennilega þurt í dag, en dálítil rigning í nótt. Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: I dag og nótt austan og norðaustan gola. Þurt veður. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: I dag og nótt aust- an átt, sumstaðar alllivass. Þokuloft og rigning. Suðaust- urland: I dag og nótt austan og norðaustan, úrkomulítið. Hassel flugmaður ætlar að gera aðra tilraun til þess að fljúga hingað. Dr .Alex- ander Jóhánnesson fekk svo lát- andi skeyti í morgun frá Frede- ricks ritstjóra í Rockford: „Flugið verður tekið upp vænt- anlega 10. ágúst. Bíðið nánari fregna.“ Brúarfoss fór áleiðis til Leith og Kauj)- mannahafnar kl. 6 í gærkveldi. Farþegar voru: Major Penni- father, Mr. Bankes, Mr. F. Smith, Mr. E. F. Smith, Dr. Sacli og l'rú, Miss Munro, frú Vigdís Blöndal, Ragnar Júlinus- son, Stefán Þorvarðsson, Mr. South, Mr. J. E. Lee, Mr. R. S. Hayes, Mr. Cooke, Mr. Douglas, Mr. Gibbon, Mr. Williams, Mr. Aghion, Mr. Roth, frú Larsen Balle, frú Harlyk, frú Daní- elsson, frú Anna Jeþpersen, Max Jepperseri, Magnús Finn- bogason, Tómas Ólafsson, Dan- iel Daníelsson, Foged, Ólafur Hansson, Mr. Duggelby, ungfrú Ilelga BjarnaSon, Mrs. Swaffi- er, ungfrú Straumfjörð. Til Vestmannaeyja fór vitamála- stj. Th. Krabbe. Húsbruni. I gærmorgun hrann húsið „Hermes“ i Reyðarfirði, eign Kaupfélags Héraðsbúa og hjó þar porsteinn kaupfélags- Strausykur, Hveiti, Kartöflumjöl stjóri Jónsson. Fjórir menn hrendust eitthvað við björgun- artilraunir, en eklci hættulega. Mr. Sidney Roth verkfræðingur var meðal far- þega á Brúarfossi í gær á heim- leið til London, eftir 3 vikna dvöl hér. Lét hann liið besta yfir veru sinni hér og leist vel á landið, vildi kalla það „Nice- land“, en ckki „Iceland". Frú Guðbjörg Magnúsdóttir, Hverfisgötu 74 er fimtug í dag. . \ Pétur Pálsson biður Vísi að geta þess, að 'halin sé eklci höfundur að greininni „Átök Tímans“, er birtist i Morgunhlaðinu 19. f. m. með undirskriftinni P. Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur lög á Austurvelli i gærkveldi og kom þangað fjöldi manns. Meteor, þýskt hafrannsóknaskip, lcom hingað í morgun. Á því eru 111 menn. Dr. Gregori, sem verið hefir við vísindarannsóknir hér, ’i skipi. Til 15. ágúst er enn hægt að bæta við nokk- urum drengjum til lengri eða skemri dvalar i sumarbúðum K. F. U. M. í Kaldárseli. Nánari uppl. gefur Jóel Ingvarsson, Hafnarfirði og Frimann Ólafs- son, pórsgötu 25, Reykjavík. E.s. Vestri, sem áður liét Nordland, fór héðan i nótl til Vestf jarða. Skip þetta hafa nokkurir Vestfirðing- ar keypt og er skipstjóri nú Rafn Á. Sigurðsson, en stýri- menn Einar Kristjánsson og Bjarni Pálmason. tyrir bakara: RÚSÍIIUP „Sun-Maid“ Súkkat, Goðafoss fer héðan á mánudagskveld kl. 10 (en eklci kl. 8, eins og auglýst var i gær) áleiðis til Hull og Hamborgar. Vísir kemur út tímanlega á morgun. TekitJ veröur á móti auglýsingum t sunnudagsblaöiS á afgreiöslunni (sími 400) fram til kl. 7 í kveld, en eftir þann tíma og fram til kl. 9 í Félagsprentsmiöjunni (sími 1578). Sir Jatnes Charles, einn liinn kunnasti skipstjórí Cunard félagsins, andaðist snögglega 14. júlí, 63 ára að aldri. Hann hafði verið í sigl- ingum nær 50 ár og i þjónustu Cunardfélagsins siðan 1895. Hann liafði notið þar mjög mikils trausts og verið skip- stjóri hinna stærstu skipa þess, svo sem „Saxonia“, „Ausonia“, „Mauretania", „Carmania“ og „Aquitania“. Hann hafði ráðgert að hætta siglingum og var að koma frá New York á „Aquita- nia“, en veiktist áður en skipið kom til liafnar. Ekki vildi haun þó fara af verði, fyrr en skipið kæmi til hafnar, en þegar það var lagst, gekk hann til hvílu sinnar og steig aldrei á fætur úr því. Hann var borinn dauð- vona af skipsfjöl og lést fáum mínútum síðar. Banamein hans var innvortis hlæðing. Áður en hann lagði af stað frá New York, höfðu aðrir yfirmenn skipsins fært honum gjafir, Og sagði hann þá, að sér mundí reynast erfitt að skilja við skip- ið, því að sér fyndist hann vera svo gróinn við það. Þessi síðasta ferð hans var hin 77., sem hann hafði farið um Atlantshaf, Mcmdlur. Kút’eimup, Egg o. m. fi. Verðið hvergi iægpa. Nýkomið: Haframjol í pk Vs kg. — 1 kg. I. Brynjölfsson & Kvaran.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.