Vísir - 08.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1928, Blaðsíða 2
VlSIR Blandað hænsnafóður, Maís, lieilan, Maísmjöl, íslensk egg. Höfum til: Milka og ¥e!ma hib óviðjaÍDanlega átsúkkulaði frá Suehai’d. A« Ob&nhaopt Símskeyti Khöfn, 7. ágúst. F. B. Frá Kína. Frá Shanghai er símað: í Nan- king stendur yfir ráðstefna Kuomintangflokksins. Sam- komulag hefir náðst á milli Chiang Kai-sheks og Yen-hsi- shans. Hinn síðarnefndi var, sökum veikinda, forfallaður frá að taka þátt i ráðstefnunni. Ýms stórmál l>íða úrlausnar. Full- kominn innanlandsfriður ó- hdgsanleguf fyr en samkomu- lag næst við Chiang-hsu-chliang, hæstráðanda í Mansjúriu. Krassin þarfnast enn viðgerðar. Frá Tromsö er símað: Ivrass- in kom liingað í gær, fer liéðan til Stafangurs til á að giska f jög- urra daga viðgerðar á skrúfu og stýri. Frá Ólympíuleikunum. Frá Amsterdam er simað: í 400 metra kvenna-frísundi vann Marte Norelius frá Bandaríkj- unum, setti nýtt lieimsmet. I 1500 metra karla-frisundi vann Svíinn Arne Borg, setti nýtt olympíumet, annar varð Carl- ton frá Ástralíu. Utan af landi. Akureyri 7. ágúst. F. B. Á laugardaginn héldu 3 lielstu útgerðarmenn bæjarins fund með stjórn síldareinkasölunnar, og fengu hana til þess að greiða þeim, sem ekki fengu tunnur og salt hjá einkasölunni, kr. 15,00 fyrir tunnu í stað kr. 10,00 sem ákveðið var. Síldarafli tregur. Dálítið liefir. fengist liér inni á firðinum. Arngrímur Valagils hélt kon- cert hér á sunnudaginn. Aðsókn lítil. Inflúensa geisar hér. Miimingar frá Ungverjalandi. Eftir Sigurbjörn A. Gíslason. © Hægðarleikur væri að halda á- fram að skrifa um síra Gísla John- son í Búdapest, en bæ'ði hefi eg skrifað um hann í Bjarma I. ágúst, þar sem er mynd af þeim prests- hjónunum, og svo er margt annað umtalsvert af því, sem eg sá og heyrði þessa io daga í Búdapest, — og las síðar. Því a'ð góðkunn- ingjar mínir meðal ungverskra presta, er sr. Gísli ýmist fylg'di mér til, bauð til kveldverðar með mér, eða gerði boð eftir „til þess að lcynnast íslenskum guðfræðing og ritstjóra“, — sáu um að eg fengi nóg að lesa um ungversk kirkju- mál og þjóðmál. — Bjarmi flytur 15. ágúst mynd eins þeirra, síra Desider Kuthy, íramkvæmdarstjóra lúterskrar kirkju í Ungverjalandi. Eg get að eins bætt því við, að í fyrradag fékk eg 2 nýprentuð, rit sr. Gísla, aðallega ætluð velmentuð- um, trúhneigðum Gyðingum; heit- ir annað „Der Doppelprozess", og hitt „Das Selbstgesprách“. —Væri freistandi að þýða eitthvað úr þeim, ‘ til að sýna frumleik höfundarins og gerólíkt umhverfi hans því sem vér búum við. 1 bréfinu, sem fylgdi rit- unum, getur síra Gísli þess, að nú þjóni hann þýskumælandi ung- verskúm söfnuði í miðhluta borg- arinnar, í sumarfríi sóknarprests- ins, síra Broschkos, er flest sporin fór með mér í vor um elliheimilin í Búdapest. III. Búdapest. „Ungverjar ættu að koma því til vegar, að langferðamenn, sem ætla að kynnast höfuðborg þeirra, kæmu annaðhvort að suðaustan, urn höf- uðborgir Balkanríkjanna, eða að vestan skipaleið eftir Dóná. Komi þeir að suðaustán, finna þeir fljótt muninn, finna, og sjá að nú eru þeir koninir í glæsilega menningar- borg frá hiúum borgunum, sem best er að tala fátt um, ef ógæfan ræki mann þangað. Komi þeir á hinn bóginn eftir Dóná frá Austúrríki þá er innsiglingin svo fögur, að hún yfirgnæfir öll vonlirigði, sem seinna kunna að mæta vegfaranda í Ungyerjalaridi." — Eitthvað ,á Hvalup. Sporð og rengi af ungum hvölum höfum við fengið, veru- legt sælgæti. Til sölu í V ©n« Nankinsfötin allar stærðir, komin aftur í Austo^stpseti i. h í Geilisa k £9. þessa leið stendur skrifað í ágætri bók, sem enskur prestur, George Birmingham, ritaði um Ungverja- land fyrir 3 árum. „A Wayfarerún Hungary" heitir sú bók og kostar átta og hálfan shilling. — Eg gaf fyrir hana 15 pengó ungverska, og græddi ungverski bóksalinn á því um 3 krónur íslenskar. Mér þykir mjög trúlegt að aðal- hugsanirnar í þessum ráðleggingum séu réttar. — Menningin er víst i tæpu meðallagi og ýmsar siðvenjur meira en litið óviðfeldnar ókunn- ugum í Balkanríkjunum. „Tyrk- neska kaffið“ mundi t. d. sfytta mér aldur á fám dögum, ef eg fengi ekki annan ,,svaladrykk“. — Eg kom niður hálfum öðrum munn- sopa af því i fínu gistihúsi í Búda- pest, og legg ekki í slíkt aftur. Madyarar eða „hinir eiginlegu Ungverjar“ eru að vísu austrænir að ætterni og eiga ekki aðra frænd- ur í Norðurálfu en Finna og Eist- lendinga, en þöfðingjar þeirra lærðu vestræna siðu við hirð Aust- urríkiskeisara á liðnum öldum og nú líta þeir sjálfir mjög niður á „menningarleysi“ austrænna ná- granna sinna. Eg las stutta frásögn, er sýnir álit þeirra í því efni, hvort sem sag- an er bókstaflega sönn eða ekki. Við síðustu friðarsamninga fengu Rúmenar stóra sneið af aust- urhluta Ungverjalands. Rúmensk- ur hershöfðingi kom þar í gilda- skála og ávarpaði þjóninn á móður- máli sínu. Þjónninn svaraði á ungversku og kvaðst ekki skilja þetta tungu- mál. Hershöfðinginn brást reiður við og kallaði á annan þjón, — en það fór á sömu leið: „Vi'ð vitum ekki hvað þér segið.“ Hershöfðinginn barði í borðið og heimtaði að gestgjafinn væri sóttur. Þegar gestgjafinn kom, mælti hershöfðinginn af þjósti miklum: „Þér eruð rúmenskur þegn, og verðiö sannarlega að hafa vinnu- menn sem skilja rúmensku.“ Gestgjafinn klóraði sér í höfði, sem gat verið af vandræðum, eða vísbending um að hann væri ]iví miður orðinn rúmenskur þegn, og svaraði: „Það kann vel a'ð vera, en það er spauglaust að halda rúmönskum þjónurn. Við fengum einn, og þeg- ar við vorum búnir að kenna hon- um aö lesa og skrifa, þá gerðuð þið hann að prófessor við einn há- skólann ykkar.“ —• — Sagan(getur ekki um svarið, en kunnugur sagði mér, að sé samtal- SViSTIKA SPECIALS, Stórar cigarettur eru orðnar á eftir tímanum. Smekkur manna fer nú jafnan meira og meira i þá átt að hafa cigaretturnar minni. „SWASTIKA SPECIALS“ er sú stærð af cigarettum, sem nú ryð- ur sér til rúms í heiminum. 24 styicfei — i Izv* Þér kastið frá yður minna af þessum cigarettum en nokkrum öðrum. Þér reykið jafnmargar „Speci- als“ eins og þér reykið af öðrum stærri cigarett- um, en hver pakki endist lengur. — Og gæðin standa ekki öðrum að baki; Fást h.va:pvetixav ið rétt hermt og hafi hershöfðing- inn verið líkur öðrum rúmenskum hershöfðingjum, þá hafi hann „auð- vitað“ skotið gestgjafann. r---- Við hjónin komum hvorki að suðaustan né skipaleið að vestan til Búdápest, heldur með eimlést norð- an frá Praha (Prag) í Baíheimi, en Praha er höfuðborg 10 ára gamals lýðveldis er Czechoslovakia heitir, eins og kunnugt er. Það var stór- rigning og komið kveld, og þá auð- vitað svartnættismyrkur þar syðra, er eimlestin kom að borginni, svo að við sáum ekki fyrr en síðar, hvað sú aðkoma er sviplitil. Húsin dreifð út um alt i útjörðrunum og stórir blettir óræktaðir á milli þeirra, og ekki veri'S að reisaneinar nýj ar bygg ingar. Hefir þar svo verið síðan fyr- ir ófriðinn mikla, þegar öll fram- takssemi snerist að blóðsúthelling- um. ý Áður en hann hófst, óx borgin stórum árlega og „lóðaspekúlantar" sáu sinn hag í að reisa hús út um nágrennið. — En fyrir bragðið er borgin óþarflega stór um sig fyrir þá miljón manna, sem ]>ar búa, og sporbrautarlinur um 80 — ekki nema um 30 í Khöfn — og þó eru húsin sjálf síst þröng, en efni lítil til húsabygginga, nema þá allra síðustu árin. Frú MysZ'Gmeiner. Söngskemtun í Gamla Bíó þriðjudaginn 7. ágúst. pað er sagt um okkur Norð- urlandabúa, að við séum and- lega kaldir menn og erfitt að hita upp hjartarætur okkar, en þessi saga. sýndist næsta ótrú- leg, er maður sá og heyrði þá hrifningu og aðdáun,. senl á- heyrendur frú Mysz-Gmeiner létu í ljós á söngskemtun frúar- innar í Gamla Bíó í gær. pað er merkisviðburður í hljómlista- sögu lands vors, er söngkona með þá kunnáttu og mentun, sem frú Mysz-Gmeiner liefir yfir að ráða, sækir oss heim. Frúin hefir „Alt“-rödd mikla og fagra, þýða og innilega, sem smýgur inn í hjarta manns og gagntekur mann eins og yndis- legasti vorylur. Heift og veidi, gráti og lilátri, liatri og ást get- ur rödd frúarinnar lýst þann veg, sem stórgáfuðum lista- mönnum einum er fært. Söng- legri kunnáttu frúarinnar er ó- þarft að lýsa, hún er með svo miklum yfirbur'ðum, sem aðeias liámentaðar söngkonur liafa til að bera. Á efnisskránni hafðí frúin lög eftir Schubert, Loeve, S. Einarsson, A. Tliorsteinson og Scliumann. Einkum var ný- næmi að heyra lögin eftir Loeve svo sem „Ballade“, Herr OIuf“ (pjóðsagan um Ólaf Liljurós), sem var dásanilega sungin. Herra Kurt Haeser aðstoðaðí frúna með undirleik sínum af frábærri snild og nákvæmni. Ennfremur lék Haeser 2 „sóló“- stylcki í innpressioniskum stil, er var afhragðs vel leikið og mikil nýung að heyra. Aðsókn var góð, en ekki ná- lægt því nógu góð. pað er ekki oft, að við hér á útkjálka jarð- ar liöfum tækifæri til að heyra heimsfræga hljómlistamenn, svo það væri illa farið, ef við eklci notuðum annað eins tæki- færi og okkur nii gefst og lét- um ekkert sæti standa autt, þeg- ar frúin syngur næst. Sigurður E. Markan. karla, kvenna og harna. Regnhlífar, kasrla og kvenna,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.