Vísir - 10.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 10.08.1928, Blaðsíða 3
VlSIR BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035. Stórt úrval af ódýrum — barnasokkum. — Austur I Fljótshlfð fer bíll á laugardaginn. Nokkur sœti laus. Uppl. í Bifreiðast Bifrðst, Bankastræti 7. Sími 2292. anum í Askov. — Eg veit aS ]jað er satt, því aö kennarinn seni „strykaöi“, sagöi mér það sjálfur. — Og í Ringköbing sagði frú nokkur sama ár er hún heyrði hvaðan ég var: „Hvad for noget, han ser ud som andre Mennesker!“ — — — En ekki var fróðleikur- ínn meiri um vora hagi i Noregi. og Svíþjóð á þeim árum, aö ég nú ekki nefni fjarlægari þjóöir. „í hve nrörgum kirkjum mega prestar tala á íslensku hjáykkur?" spuröi mig stórkaupmaöur í Krist- jánssandi þetta sama ár. Hann keypti mikiö af kjöti frá Norður- landi og. víssi nokkuð um íslenska verslun, en svona var hann kunn- ugur íslenskum þjóöernismálúm! i— Og ég var svo ungur og óreynd- ur aö ég misti matarlystina, er hann spurði umi þetta viö kvöld- veröinn. En sá er munurinn, aö nú vita Danir meira um vora hagi en nokkur önnur þjóð i heimi, og vit- lausu spurningarnar gömlu hefi óg ekki heyrt i 3 síöustu skiftin, sem ég hefi komiS til þeirra. En sænskur kaupsýslumaður spuröi mig í sumar meö mikilli kurteisi: „Er rnáliS, sem þiS taliS á Islandi mikiS skylt grænlensku?“ -----NorSmaSur spurSi mig aS öSru, nærri því enn vitlausara, og annar þeirra steingleymdi aS ís- land var til, þegar hann flutti er- índi „um NorSurlönd“. — Og þetta var nú í sumar, en ekki um aldamótin. En þó er ])ekking á íslandi gull- væg um öll NorSurlönd, hjá því hún er alment'þegar sunnar dreg- ur.----- 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæSi kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- iS gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæSa sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað aS VERO er rniklu betri og drýgri en nokkur annar kaffihætir. Notið að eins V E R O. J?að marg borgar sig. f heildsölu hjá IIALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík. Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st. ísa- firði 9, Akureyri 9, Seyðisfirði 9, Vestmannaeyjum 11, Færeyj- um 8, Júlíanehaab 12 (engin skeyti frá Angmagsalik), Jan Mayen 5, Iijaltlandi 10, Tyne- mouth 14, Kaupmannahöfn 14 st. — Mestur hiti liér í gær 13 st., minstur 9 st. Úrkoma 0,1 mm. — Loftvog hæst fyrir sunnan land, en nálega jafnliá um alt land. -— HORFUR: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: í dag og nótt hæg vest- læg átt. Skúrir á stöku stað. í öllum öðrum landshlutirn eru liorfur sem liér segir : í dag og nótt hreytileg átt. Hægviðri. Að rncstu þurt. Norður til Siglufjarðar fer Súlan á sunnudag og verður nyrðra til aðstoðar við landhelgisvörslu og leit að síld. Tæki til loftskeytasendinga liafa verið sett í Súluna, svo að hún geti sent fregnir til varðskip- anna. Súlan flaug til Stykkishólms í gær og liingað aftur. Farþegar voru Pétur J. Thorsteinsson og frú Guðrún Olga Ágústsdóttir. Frú Lula Mysz-Gmeiner syngur í Gamla Bíó kl. 7x/2 í kveld með aðstoð Kurt Haeser. Þess mun langt að híða, að bæjarbúar eigi kost á að heyra jafn ágætan söng. Vatnið í sundlaugunum þykir óhreinkast fljótt, en rangt mun það, að skaðlegar sóttkveikjur hafi fundist í því. — Sumstaðar í Þýskalandi eru menn látnir þvo sér úr volgu sápuvatni áður en þeim er leyft að fara í sundlaugarnar. Hvern- ig væri að taka upp þá aðferð hér? B/freiðir og bifhjól nr. 201—250 eiga að koma til skoðunar á morgun að tollbúðinni á austur- bakkanum i nánd við kolakran- ann. Atliygli skal vakin á því, að sektir liggja við, ef eklci er komið til skoðunar með þessi farartæki.. Gamalmennaskemtunin, er fórst fyrir á sunnudaginn var vegna óveðurs, verður á sunnudaginn kemur, ef rigning- arlaust verður, og liefst kl. 2. Allir velkomnir, einkum þó aldraða fólkið, og öll aðstoð þakklátlega þegin. S. Á. Gíslason. Skákþing Norðurlanda verður háð í Osló 18.—26. þ m. Héðan fór Eggert G. Gilfer fyrir íslands liönd og einnig Pétur Zophoníasson í erindum Skákfélagsins. Skemtiför templara. Eins og auglýst er á öðriun stað í blaðinu í dag, þá fara templarar skemtiför upp að Lækjarbotnum á sunnudaginn kemur, 12. ágúst. Lagt verður af stað frá Góðtemplarahúsinu °g er bcsí að fara með fyrstu ferðunum kl. 9 og 10. Þáð er enginn efi á þvi, að þetta verð- ur góð skemtun. Þrír íslenskir kennarar em í sumar á Englandi til þess aS'kynna sér ensk skólaniál. Hefir Vísir áSur getiS um feröalag Hall- gríms Jónssonar í þeim erindum, en á undan honum voru farin frú Anna Bjarnardóttir Ottesen og Hervaldur Bjarnarson skólastjóri. Þau fóru um miSjan maímánuS. Var Hervaldur fyrst á Skotlandi í nokkrar vikur og sótti þar skóla- sýningu mikla, er haldiu var í Glasgovv og Edinborg. ÞaSan fór hánn suSur í Yorkshire og sótti þar m. a. tíma í kennaraskólanum i Leeds, en hann er stærstur, og af mörgum talinn hestur, kennara- skóli á Englandi. Alls heimsótti Hervaldur fjórtán skóla á Skot- landi og NorSur-Englandi. — Fi ú Anna fór strax til SuSur-Englands og dvaldi einkum í Kent, en þar þykja kenslumálin sérstaklega vel rækt. Skólar eru þar alment meS nýtísku-fyrirkomulagi og margs- konar nýjungar í kenslu unn hönd hafSar. Sótti frúin aS staSaldri kenslustundir í nokkrum þeim arnaskólum, sem fremstir þykja, í Rochester og bæjúrn ]iar í grend. í júlílok er gefiS sumarleyfi i öll- um enskúm barnaskólum og eru au Hervaldur og frú Anna síöan á kennaranámskeiöi viS háskólann Lundúnum og veröa þar fram i septembermánuð. — Þessar Eng- landsferSir kennaranna sýna þaS, aö mönnum er nú fariS aS skiljast aS „víSar er guS en í GörSum" og aS hyggilegt sje fyrir okkur aS kynnast uppeldismálum fleiri þjóöa en Dana. Mun kennurum þessum virSast aS margt megi af Bretumi læra í þeim efnum Fyrir sivaxandi kröfur um kenslu í enskri tungu er þaS auk ])ess mjög æskilegt aS kennarar sæki ’meira til Englands en þeir hafa gert aS undanförnu, pnda má eflaust gera ráS fyrir aS svo veröi. K Meistaramót íslands hefst annað kveld kl. 7 V2 a íþróttavellinum (undir stjórn K. R., í umhoði í. S. I.). Kept verður alls í 17 íþróttum á þessu móti, og fær hver sigurvegari að launum meistaratitil í þeirri íþrótt, er hann sigrar i, og held- ur þeim titli árlangt. Er þetta nýbreytni hér á landi, en erlend- is tíðkast þessi siðnr mjög og þykir gefast vel til þess að við- halda áliuga manna á iþrótt- um. Þátttakendur verða um eða yfi r 30 alls og verða þar á meðal margir liinna fræknustu iþrótta- manna hjerlendra, sem völ er á. Annað kveld verður kept í þeim íþróttum, sem hér segir: ,100 metra lilaupi, langstökki, 1500 m. hlaupi, stangarstökki, spjót- kasti, kringlukasti. — Þar næst verður kept á sunnudaginn kl.' 2 e. h. og svo haldið áfram mótinu næstu daga. Verður ef- laust fjölsótt á völlinn meðan mótið stendur yfir. GuIIfoss fór frá Vestmannaeyjum kl. 8J/> i morgun og er væntanleg- ur hingað um kl. 7 í kveld. Meteor, þýska rannsóknaskipið, kom hingað í morgun. Óðinn kom í morgun. Júpíter er væntanlegur liingað i dag. Tekur hér veiða. ís og fer síðan til Karlsefni fer til veiða á mánudag og veiðir í ís. » Skátafélagið Ernfr. Óskað er að allir félagar eldri ei\ 13 ára komi á morgun í úti- legu. Félagar gefi sig fram í Tóbaksbúðinni, Austurstr. 12. Athygli skal vakin á augl. um Ung- lingaskólann í Bergstaðastr. 3. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá Mörtu, 5 lcr. frá konu, 5 kr. frá N. N., 10 kr. frá Sig. G. Kmxxmmxxxxmmxxx Tröllepli (melónur) nýkomin. írl. Aðalslræti 6. 1 1318. Simi ffimXXXmXXXKXXXXXXXKKXN KviðslitT |_ monopol-bindi. Amerísk gerð mec\ einkaleiíi. Tog- leðurbolti með sjálfverkandi, loftfylt- um púða. Engin óþægindi við nokt- un þess, þótt verið sé með það nótt °g dag. Með pöntun verðtir að fylgja mál af gildleika um mittið. Einfalt bíndi kostar 14 kr., tvöfalt 22 kr. — Myndir fást sendar. — Frederlksberg kem. Labaratorlum Box 5(0. Köbenhavn- N. Hitt og þetta. —o— Emilio Carranza, flugkapteinn, frægasti flugmað- ur í Mexílcó, flaug frá Mexíkó- borg til Washington og fleiri borga í Bandarikjunum eigi alls fyrir löngu, til þess að endur- gjalda þann heiður, er Banda- rikjastjórnin sendi Charles A. Lindbergh suður til Mexíkó. Var Carranza tekið með kost- um og kynjum í Bandaríkjun- um, og kölluðu blöðin hann ,Lindberg Mexíkó-rikis“. Hann lagði af stað heimleiðis frá Roosevelt Field á Long Island þ. 12. júlí, þrátt fyrir aðvaranir um, að vont veður væri í aðsigi. Steyptist fluga hans niður í skóg einn í New Jersey, en flug- maðurínn beið bana. (F. B.) Kostnaður við forsetakosningar í Banda- ríkjunum. Altaf, þegar forsetakosning- ar fara fram í Bandaríkjunum, er geysi miklu fé varið af hálfu flokkanna til þess að koma sin- um manni að. Hefir varla ver- ið kosinn svo forseti í Banda- ríkjunum, að þessi fjárútlát hafi ekki þótt að meira eða minna leyti lmeykslanleg. For- setakosningar standa nú fyrir dyrum í Bandaríkjunum, og kvað það liafa orðið að sam- komulagi, að hámark þess fjár, sem aðaflokkarnir mætti leggja fram væri 3 milj. dollara hver. Þessar upphæðir liafa flokkarn- ir lagt fram við forsetakosning- arnar 1904—1924. 1904 Roosevélt $ 1,900,000, Parlcer $ 700,000 (Roose- vell kosinn). 1908 Taft $ 1,655,518, Bryan $ 900,000 (Taft kosinn). 1912 Wilson $ 1,300,000, Taft $ 1,070,00, Roosevelt $ 670,000 (Wilson kosínn). 1916 Wilson $ 1,958,000, Hugh- es $ 3,829,000 (Wilson kosinn). 1920 Harding $ 5,319,729, Cox $ 1,318,374 (Harding kos- inn). 1924 Coolidge $ 3,063,952, Davis Bestu kjarakaupin gera þeir sem versla við Björn- inn. — Væntanlegt í dag: Vænt og vel verkað dilkakjöt, meS góðu verði. Svið, mör, lifur og hjörtu. Nóg er til af gulrófum og nýjum íslenskum kartöflum o. m. fl. — Alt sent lieim. Verslunin BJÖRNINN, Bergstaðastræti 35. Simi: 1091. Templarar! Skemtiferð [til Lækjarbotna snnnudaginn þ. 12. ágúst. Meðal annars til skemtunar: Stuttar raeður, mikill söngur, knattleikir, dans á nýja dans~ pallinum, kapphlaup o. fl. Myndir verða teknar af öll" um hópnum saman. Lagt verður af stað frá Good^ templarahösinu við Vonar^ stræti. 1. ferð.kl. 9 stund^ víslega. 2. ferð kl. 10 stund^ víslega o. s. frv. Þeim mun fyr sem þér komið, þvf meiri skemtun hafið þér* Umdæmisstúkan. $ 903,908, La Follette § 221,977 (Coolidge kos- inn).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.