Vísir - 14.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1928, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R Höfum til: Rauðan, belgiskan kandíssykui* í 25 k:g. kössum — ódýran. ■ ■■■I i„.,nii.„»ll.l i ii .&i..» i i ■■»■■■ Nýkomid: KartOflomjöI Superior, brísmjöl og hrísgrjón 3 teg. A. Obenhaupt. Símskeyti Kliöfn, 13. ágúst. F. B. Jarðarför Raditch. Frá Agram í Króatíu er síni- að: Jarðarför Króataforingjans Raditcli fór fram í gær með mikilli viðhöfn í viðui*vist 100 þús. manna. Að lokinni athöfn- inni í kirkjunni talaði hinn nýi foringi króatiskra lxenda. Kvað liann Raditch hafa verið hinn ókrýnda konung Króatíu. „Vald- hafarnir í Belgrað reyndu að stytta honum aldur, en andi hans lifir áfram á meðal vor og mun leiða Króata fram til sig- urs." Frá Grikkjum. Frá London er símað: S,m- fregnir hafa borist frá Aþenu- borg, þess efnis, að 2 þingmenn, sem handfeknir voru af ræn- ingjum í Epírus, hafi verið látnir lausir, eftir að stjórnm liafði fengið að láni 1(5 þúsund sterlinspund til greiðslu lausn- arfjárins. Kosningabarátta stendur yfir í Grikklandi. Venizelos leggur mikla álierslu á, að kosningin skeri úr um, hver sé vilji þjóð- arinar um framtíðar stjórnar- fyrirkomulag í landinu. Manntjón. Frá New York er simað: Af- armikilli hitabylgju undanfarið, lyktaði í fyrrinótt með stey])i- regni samfara þrumuveðri á breiðri spildu frá austurhlula Floridaskaga norður að Law- rencflóa. 40 menn fórust. Tjón- ið ætla menn að nemi 40 milj.1 dollara. Utan af landi. Siglufirði, 13. ágúst. F. B. Um miðnætti á laugardag hafði i Siglufjarðarumdæmi verið saltað í 25822 tn., krydd- að og sykursaltað í 6885. Fremur góð rekneta- og snurpinótaveiði, aðallega á Húnaflóa. Þorskafli fremur tregur. Að vestan og norðan. Fjórir 'bátar á ísafirði eru farnir að veiða síld með reknet- um, Snarfari, Kári, Elín og Gyllir. Hafa þeir allir fengið síld og telja útlit gott með rek- netaveiði ef tíð verður hagstæð. (Vest. 31. júli). Friðrik Asmundsson Brekk- an hefir undanfarið dvahð á Akureyri, en hverfur þaðan bráðlega til Gautaborgar og þaðan til Jótlands. Frú Björg Eiríksdóttir, kona Kristjáns Gíslasonar á Sauðár- króki, andaðist að heimili sínu að kveldi þess 31. júlí úr afleið- ingum af slagi. Þann 24. júlí andaðist að Höfða við Eyjafjörð frú Guð- rún Sveinsdóttir, kona Þórðar Gunnarssonar hreppstjóra. Hirðing túna nú víðast lokið í framfirðinum (Eyjaf.). T 'iðu- fengur víðast fremur rýr, en liirðing einhver hin besta er menn muna. Votengi sæmilega sprottin, en harðvelli illa. Áfengislagabrot. Tollþjónar á Akureyri fundu áfengi í vöru- flutningaskipinu „La France“. Vinið átti aðallega 1. stýrimað- ur, en 1 brúsi hafði og fundist lijá 2. vélstjóra. Var 1. stýri- maður dæmdur í 1720 kr. sekt, vélstjóri i 200 kr. sekt. Stýri- maðurinn var rekinn af skip- inu. Áfengi fanst einnig á Ak- ureyri í skipinu „GodIieim“. Alls 14 flöskur. Átti þær 1. stýrimaður. Nýlega var farið frá Borgar- nesi til Akureyrar á mótorhjóli á 19Ví> klultkustund. Var þó tek- inn 6 stunda krókur til Sauðár- króks. Er þetta í fyrsta sinn, sem þéssi leið er farin á mótor- Iijóli. (F. B. eftir Isl. og Degi). Úr Grímsnesi, 14. ág. F. B. Menn eru langt komnir að hirða af túnum, sumir búnir. Byrjaði sláltur seint vegna afar slæmrar sprettu. Útengi illa sprottið. Skólabyggingunni á Laugar- vátni miðar vel áfram. Er nú búið að reisa, var það gert laust Rafkrónur mikið og fagurt úrval, Borð^ lampar, Kipplampar, Skraut- lampar. — Feikna birgðir nýkomnar. — Yerðið er að vanda hið ianglægsta í borginni. Versl. B. H. Bjarnason. fyrir helgina. Hefir lieyrst, að reisugildið verði haldið á fimtu- daginn kemur. Búið að aka að öllum sandi og möl, sem til byggingarinnar þarf. Smiðir voru 14, en eru eittlivað færri nú, um 10. Um- sóknir munu vera farnar að berast um upptöku í skólann fyrir nokkuru síðan. Influensa liefir gengið liér, í Biskupstungum og fleiri nær- sveitum síðan í vor og' lagðist á marga og þungt á suma. Nokkr- ir hafa fengið brjóstliimnubólgu upp úr henni. Veikin gengur enn yfir. Borgarnesi, 14. ágúst. FB. Um það bil búið að steypa stöplana undir Hvítárbrúna; langt komið með aðalstöpulinn. Eru menn í undirbúningi með að steypa bogana. Hefir heyrst, að brúin muni verða langt kom- in eða búin í október snemma. Gott heilsufar. Stöðugar bif- reiðaferðir til Blönduóss og Skagafjarðar og öðru hvoru til Stykkishólms. Frá Egiptalandi. —o— þingi slitið um þrjú ár. Fuad konungur í Egiptalandi hefir staðið í stimabraki við þegna sína að undanförnu. Seint i júli rak liann forsætisráðlierra sinn, Nahas pasha, frá völdum, og nú hefir hin nýja stjórn (Mahmud-stjórnin) látið hann gefa út konungsúrskurð þess efnis, að þingið sé rofið um þriggja ára skeið, og að kon- ungur taki stjórn landsins í sin- ar hendur á meðan og velji sér ráðuneyti. Úrskurður þessi var birtur forsetum beggja þing- deilda 21. f. m„ og jafnframt var lögreglan látin setja inn- sigli fyrir þingliúsið, en herlið var sett til þess að gæta þess. pjóðernissinnar, eða Wafd- flokkurinn, liafa verið, og eru enn, öflugasti stjórnmálaflokk- ur í Egiptalandi. — Zaghlul pasha, sem nú er látinn, var foringi þess flokks, en Nahas paslia - tólc við forustunni að honum lútnum, og er talið, að Ný bók HeilsuMi telpna fæsthjábóksölum Kostar 1,00. Hveiti ýmsar tegundir. Haframj el (Flaked Oats). Fyripliggjandi. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. fylgi flokksms hafi aldrei verið meira en nú. Ráðgert var að stofna til allslierjarkosninga í haust, en konungur mun liafa séð, að þá kæmist þjóðemis- sinnar í meiri liluta, og þess vegna hefir verið gripið til þess ráðs að afnema þing um þriggja ára skeið. Jafnframt hefir prentfrelsi verið takmarkað, og þjóðernissinnum bannað að halda opinbera fundi. Fuad koungur þykir hlyntur Bretastjórn, en þjóðernissinnar eru þeim andvígir og jafnvel fjandsamlegir. þessi tíðindi, sem nú hafa orðið í Egiptalandi, eru Bretum talsvert áhyggju- efni. Ef þjóðemissinnar sýna stjórninni þverúð, svo að dragi til óeirða, þá geta Bretar illa setið hjá. Breskt setulið er nú í Egiptalandi, og breskir þegn- ar eru í her Egipta. Má vel vera, að þeir verði kvaddir til þess að bæla niður mótþróa þjóðernis- sinna. En ef svo færi, að þjóð- ernissinnar kæmust til valda, þá er eftir að vita, hvernig Bretum gengi að ná friðsam- legu bandalagi við þá. petta einræði egipsku stjórnarinnar eða Fuads konungs, getur þess vegna orðið Bretum örðugt við- fangsefni. Minningarorð. —o— Fallegur er Skorradalur með bröttum, skógivöxnum hlíðum, hið efra, en túnum og engjum niður með vatninu, sem liggur eftir endilöngum dalnum. Við vesturenda vatnsins, norðanvert, er Grund. Hefir sú jörð verið í eign og ábúð margra afköm- enda Árna lögmanns Oddsson- ar á Leirá. — Á Grund bjuggu merkishjónin Pétur porsteins- son og Kristín Vigfúsdóttir; þau áttu fjölda barna; komust tíu úr íesku og lifðu 46 ár samtímis, en nú eru þrjú fallin í valinn: porsteinn bóndi á Fossum, er dó fyrir rúmum tveim missir- um og nú Bjarni hreppstjóri á Grund og Hallbera húsfreyja, til heimilis í Reykjavík, og verður hennar liér að litlu getið, þvi að svo er oft, að þeirra er minna minst, sem vinna verk sin í kyrþey, en hinna, sem starfa opinberlega. Hallhera Pétursdóttir ólst upp' með foreldrum sínuinð á Grund» þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Ólafi Stefánssyni Stephensen frá Srosfelli, og eignuðust þau þrjá sonu: Pétur búfræðing, Stefán bifreiðastjóra og Hans. Hjónabandíð var far- sælt, enda reyndist ólafur hinn ramibesti eiginkonu smni. Mikil gæða kona var HaH- Ibera Pétursdóttir; það var liennar mesla yndi að rétta öðr- um hjálparhönd og svo var lika um margt ættfólk hennar. Sú saga er sögð urn frændkonu 70 ára reynsla og visindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannaS aS VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. pað marg borgar sig. f heildsölu hjá HALLDÓRI EÍRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík, ■sa % Franskt Alklæði, 3 fallegar tegundir. Silkiflauel, Silki i upphluti og skyrtur og flest annað tilheyrandi islenska þjóðbúningnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.