Vísir - 14.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1928, Blaðsíða 3
VlSlR G. M. C. (General Motors Truck). Kp. 3950,00. Kr. 3950,00 G. M. C. vörubíllinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, lofthreinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn i vélina, loft- ræstingu í krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- olíunni i vélinni mátulega kaldri og dregur gas ög sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki olíuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarhúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlíf framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund i ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á hverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur liafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met i bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú helming allra bifreiða í veröld- inni. •Pantið i tíma, því nú er ekki eftir neinu að bíða. Öll varastykki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en i Chev- rolet. Simi 584. Siml 584. Jóli, Ólafsson & Co, Reykjavik. Umboðsm. General Motoirs bila. BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Stmi 2035. Nýkomið: Silkihúfur og hettur í mörgum litum. Nýjar gerðir að hentugum og ódýrum barnatreyj- um og margt fleira. æææææææææææææææææ hennar, að liún hafi skorið nið- ur voðina úr vefstólnum til að gefa fátækling, er að garði bar, þegar eklci var annað til. Hallbera Pétursdóttir var trú- kona mikil og komu margir bestu kostir kristinnar trúar frarn í dagfarí liennar, er lýstu sér í stalcri góðgerðarsemi og brjóstgæðum til allra, sem bágt áttu og lijálpar þurftu. Hér eiga þvi við liin fögru orð: par sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Fr. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., ísafirði 10, Akureyri 10, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum 10, Stykkis- hólmi 12, Blönduósi 13, Raufar- höfn 9, Hólum í Hornafirði 9, (engin skeyti frá Grindavík og Angmagsalik), Færeyjum 10, Julianehaab s9, Jan Mayen 3, Hjaltlandi 13, Tynemouth 14, Kaupmannahöfn 16 st. Mestur liiti hér i gær 14 st., minstur 7 st. — Lægð (745 mm.) yfir Skotlandi, hreyfist hægt norð- austur og fyllist. Grunn lægð yfir Grænlandi á austur leið. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður og Vestfirð- ir: í dag hægur sunnan og skýj- að. I kveld og nótt skúrir suni- staðar. Norðurland, norðaustur- land, Austfirðir og suðaustur- land: 1 dag og nótt hægviðri og úrkomulaust. Frú Dóra og- Haraldur Sigurðs- son halda kveðjuhljómleika- i Gamla Bíó kl. 7% i kveld Pau fara af landi burt á morgun. Trúlofun sína hafa nýlega birt ungfrú Magnea Halldórsdóttir og Jó- liannes Jóhannsson kaupmað- ur. Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi og frú lians voru meðal farþega, sem norður fóru á Gullfossi í gær. Eru þau í kynnisferð til tengd i- sonar sins og dóttur, prests' jón- anna á Möðruvöllum i Iiörgár- dal. -— Þeir, sem erindi eiga \ ið heilbrigðisfulltrúann i fjarveru hans, eru beðnir að snúa sér til Halldórs verkstjóra Sigurðsson- ar, Lindargötu 36, sími 1239. Skaftfellingur fer til Vikur og Skaftáróss á morgun. Gullfoss fór noröur um land í gærkveldi. Farþegar voru þessir : Halldór Júl- íusson sýslum., Sigríöur Þorsteins- dóttir, Kr. Matthíasdóttir, Málfríö- ur Jónsdóttir, Anna Sveinsdóttir, Málfríöur Helgadóttir, Knútur Jónsson, Þorbj. Þóröarson, Sverr- ir Smith, Pétur Eggerz, Behrens, stórkaupm., Maria ólafsdóttir, Guörún Daníelsdóttir, Aðalheiöur Magnúsdóttir, Malmberg fram- kvæmdarstjóri, Óli Vilhjálmsson, Oberman og frú, Wetlesen, Magn- ús Kristjánsson ráöherra meö dótt- ur, ió knattspyrnumeim frá Vík- ing, Gunnlaugur Björnsson meö frú og 2 börn, Eva Svanlaugsdótt- ir, Jóna Finnbogadóttir, Magnea Jónsdóttir, Þórey Brynjólfsdóttir, Magnús Jónsson, Guömar Gunn- arsson, Jón Björnsson, Benjamín Jónsson og margir útlendingar Til veiða fór Karlsefni í nótt, én Maí er að búast á. veiðar. Fisktökuskip kom til li.f. Kveldúlfs i nótt. Fyrirliggjandi: „Guggenheimes“ rnslnur ( 9 og 15 onz. pökkum. Verðið mjög lágt. H. Benediktsson & Cö. Sími 8 (fjórar línur). Belgiskur botnvörpungur kom í nótt til þess að sækja liáseta, sem hann flutti hingað slasaðan fyrir skömmu. Meistaramótið bélt áfram i fyrradag og urðu þessir lilutskarpastir: 1 200 m. lilaupi Sveinbjörn Ingimundar- son á 23,4 sek., í kringlukasti Þorgeir Jónsson frá Varmadal, sem kastaði 63,73 metra, í 10 rasta lilaupi Magnús Guðbjörns- son á 37 mín. 25,5 sek., í há- stökki Helgi Eiríksson 1,70 m. og i 800 m. hlaupi Sveinbjörn Ingimundarson á-2 mín. 5,8 selc. Eldur kviknaði í verksmiðju Reykdals i Hafn- arfirði í morgun og var einn slökkvivagn sendur héðan til hjálpar. Þegar síðast fréttist hafði eldurinn verið slöktur, en ókunnugt er um skemdir. Fáséður fugl sat á húsi við Hafnarstræti í morgun. Virtist annað hvort vera lítil ugla eða önnur rán- fuglstegund. Reynt var að ná fugli þessum, en tókst eigi. Áheit á Strandarkirkju afh. Vísi: 2 kr. frá Böggu, 3 kr. frá S., 5 kr. frá Þ. J., 10 kr. frá S., 5 kr. frá konu, 7 kr. frá Laufeyju, 3 kr. frá konu, 5 kr. frá G. Kappróður verður þreyttur á fimtudags- kveld n. lc. kl. 714 úti við sund- skála. Þreyta þar sjóliðar af „Fylla“ (tveir fl.), flokkur Hjalta Jónssonar, Hafnamenn, skipverjar af Óðni og flokkur sá er kepti við Fyllu síðastliðið sumar. Keppa 4 flokkamir á bátum Sundfélagsins, en tveir á bátum frá Fyllu, verða það annar Fylluflokkurinn og Hafnamenn. Hermálaráðuneyt- [ ið danska hefir gefið bikar fyrir þá er sigra á bátum Sund- félagsins, en íslendingar munu sjá um verðlaun fyrir þá er sigra á liinum. Reiptog í kveld. Fátt þykir jafn góð skemtun hér á íþróttavellinum sem knattspyrna og reipdráttur. Ólíkar eru þessar íþróttir, en eiga það þó sameiginlegt, að úr- slitin eru komin undir sam- starfi margra manna flokka en ekki einstakra. Því þó reip- drátturinn virðist einföld íþrótt, eru úrslitin þó undir því komin eingöngu að vera samtaka. Og ekki veitir af að iðka það á þess- ari „sundrungarinnar öld“ . Það eru engin væskilmenni, sem togast á í kveld. Þar eru jötnar úr glímufélaginu Ár- mann, bérserkir úr K. R. og mestu kraftamenn lögreglunnar hér í Reykjavík. Ef íþróttavöll- urinn væri ekki allur beinharð- ur og valtaður mundi liann verða vaðinn upp að lmjám í kveld. Því nú er til mikils að vinna: K. R. hefir sem sé gefið prýðilegan verðlaunabikar handa þeim flokknum sem fræknastur verður, og þessi bik- ar verður ævarandi eign þess flokksins, sem vinnur hann þrisvar. Reylcvíkingar munu fylgjast með því, hver verður lilutskirp- astur í kveld af þessum þremur 8 manna flokkum. Þvi búast má við því, að þeir áttmenning- arnir, sem vinna bikarinn i kveld, muni vilja reyna að lialda honum framvegis. Auk þessarar skemtunar verður kept til meistarastigs í kveld i 400 metra hlaupi og 5000 metra og í 110 metra Stórt og íallegt, ódýrt úr- val af alskonar álnaVÖm, í kjóla, svantur ofl., kjÓlllDl og golflreyjum, nýkomið. Sparið peninganal og verslið í iftói Sími 2269. Kjötfars, Hakkað kjöt, Fiskfars nýtt daglega. Kjðtbúð HafnarfJarBar. JOOOOOOOOCXXXXXJOOOOOCXXXXJC Restur í öskilum! Dökkjarpur að lit stór og fallegur, þýðgengur og viljug- ur. Mark fjöður aftan vinstra ásamt öðum einkennum. Uppl. gefur | Sig. Z. GuSmundsson jVöruhúsinu XXJOOOCXXJOOCXXMKJOOOOOOOOÓC nú á dögum í Afríku. Karlmenn í Reykjavík. Tígrisdýrsgildrur á Su- matra og 20 aðrar greinir og einhver ósköp af „Gulu krumlunum", koma í Reykvíking næst, sem kemur út miðvikudaginn 22. ágúst, en blaðið getur ekki komið út þessa viku, vegna sumarleydis í prent- smiðjunni. m grindalilaupi, þrístökki, og kúluvarpi. Og þetta hefst kl. 8 — stundvislega auðvitað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.