Vísir - 15.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1928, Blaðsíða 2
VÍ3ÍR Höfum til: Raudan, belgiskan kandíssykup í 25 kg. kössum ódýran. Nýkomið: Kartöflnmjöl Superior, hrísmjöl og hrísgrjón 3 teg. A. Obenliaupt. Símskeyti Khöfn, 14. ágúst. F. B. Bretar og Kínverjar. Frá London er símað: Bréf þau, sem undanfarið hafa farið á milli breskra og kínverskra stjórnarvalda hafa nú verið birt. Bera þau það með sér, að stjórn- in í Bretlandi er fús til þess að semja um endurskoðun bresk- kínverskra samninga. Hins veg- ar lofar Nankingstjórnin því, að greiða skaðabætur fyrir ofbeld- isverk framin í Nanking og skuldbindur sig til þess að á- byrgjast, að slíkt komi ekki fyr- ir í framtíðinni. Bresk-kín- verskri nefnd liefir verið falið að gera út um skaðabótakröfur Bretlands. Ófriðarbannið. Frá Wasbington er simað: Kellogg hefir tilkynt, að þótt ófriðarbannssáttmálinn verði undirskrifaður í París, þá verði hann samt varðveittur i Was- hington, Ægilegt vatnsflóð. Frá Karachi er símað: I Kashmírfjöllum sprakk jökul stífla i Shyo-f ljóti (?), þverá Indusfljóts. Á að giska 120 miljónir tonna vatns brjótos' niðúr Indusdalinn. Fyrirsjá >.n- legt, að áratuga ræktunarSiarf- semi í frjósömum héruðum i Efra-Indlandi eyðileggist. (Karachi er borg í Sind-hér- aði við Indlandshaf, ein af mestu verslunarborgum Indlands, 152 þús. íbúar. Indusfljótið á upp- tök sín i Himalayafjöllum og er lengsta fljót, i Indlandi). Sandalar með hrágúmliiotnum fyrir öörn og unglinga nýkomnir. Hvannbergsbræður. + . Sigurðnr Loftsson fyrrum bóndi á Heiðarbæ. Hann andaðist 29. f. m. að heimili sinu, Ivárastöðum í Þingvallasveit, eftir langvinnan sj úkleik., Sigurður Loftsson var fædd- ur að Efri-Brú í Grímsnesi 1. ágúst 1864. Foreldrar lians voru Loftur bóndi Gunnarsson á Efri-Brú og kona hans, Ingi- gerður Guðmundsdóttir, ættuð úr Þingvallasveit. Var lnin syst- ir Þorláks alþm. Guðmundsson- ar i Hvammkoti, Hannesar lieit- ins i Skógarkoti og þeirra syst- kina. Sigurður ólst upp með for- eldrum sinum, þar til er hann var 18 vetra. Fór hann þá vist- ferlum til Hannesar móður- 'bróður síns ogdvaldist með hon- um um 11 ára skeið. Bjó Hann- es þann tíma allan í Skógar- koti, nema fyrsta árið. Frá Skógarkoti fluttist Sigurður heitinn að Hrauntúni, en liafði þar skamma dvöl. Hann kvænt- ist árið 1895 og gekk að eiga Elisabetu Eyjólfsdóttur, ættaða úr HúnavatnssýsJu. Er hún ná- skyld Hafna-fólki á Skaga, mesta atorkukona og einkar- frið sýnum á yngri árum..— Lifir hún mann sinn og dvelst nú hjá dóttur sinni og tengda- syni á Kárastöðum í Þingvalla- sveit. Þau Sigurður heitinn og EI- ísabet reistu bú á Skeggjastöð- um i Mosfellssveit og bjuggu þar nokkur ár. Þaðan fluttust þau austur í Þingvallasveit og bjuggu lengst af á Heiðarbæ, uns þau 'brugðu búi. Eftir það áttu þau enn heimili þar eystra noklcur ár, en fluttust þá lil Reykjavikur. — Síðustu 4 árin voru þau á Kárastöðum og þar andaðist Sigurður, eins og áður er getið. Þeim Iijónum varð þriggja barna auðið og lifa þau öll. Er hið elsta húsfrú Guðrún a Kárastöðum,kona Einars Iirepp- stjóra Halldórssonar, annað Jón, kvæntur maður og búsettur hér i bænum, þriðja Guðbjörg, vcrslnnarmær, f orstoðukona „Barnafefaversluiiarinnar“ á \ r. ... Klapparsfog. Oll eru þau syst- kini liiir mannvænlegustu og prýðilcga g'efin. Sigurður heitinn Loftsson var merkilegur maður á marga lund. — Eg kynlist lionum ekki fyrr en á síðitstu árum lians og var hann þá tnjög þrofinn að kröftum. — Nær helming ævi sinnar átti hann við að stríða ólæknandi sjúkdóm, máttléysi i fótum, sem gerði lionum örðugt um gang og alla vinnu. Kendi hann þess fyrst í öðrum fæti og fór veikin hægtiim sínn, en síð- an ágerðist magnlcysíð svo, að hann mátti lieita ófær til gangs síðustu 20 ár ævinnar. Eu hann bar sjúkleik sinn með mikilli hugar-ró og kvartaði ekkí. Mörg síðustu árin kendi liann þess lítt eða ckki, hvort honum var heitt eða kalt á fótum, enda mátti þá hejta, að liann væri magnláus og dofinn upp undir mittí. Samt hafði liann fótavist að jafnaði og staulaðist um við staf. — En síðastliðið liaust hnignaðí heilsu uans mjög og lá hann þá Iéngi vetrar, en hrestist þó nokkuð er voraði. Seint i júlímánuði tók liann . lungnabólgu, og var þá sýnt hvernig fara miimfi. Sigurður heitinn var ekki til menta settur í æsku og mun íann þó hafa verið prýðilega til náms fallinn. — Fram um íví- tugsaldur starfaði hann mest- megnis að fjárgæslu allan árs- ins hring. Segja svo kunnugir menn, að það starf hans hafi verið með miklum ágætum. Hann var ákaflega natinn fjár- maður og svo glöggur, að undr- um sætti. Hann þekti hvcrja- dnd, er hann hafði umsjön með, og á haustin þekti liann lömb- in af svip mæðranna eða sér- stökum einkennum, er hann hafði veitt eftirtekt og sett á sig að vorinu. Sigurður Loftssou var bók- elskur maður, las alt sem hann náði i og varð allvel að sér í ýmsum þjóðlegum fræðum. Hann var ágætlega viti borinn og athugull i besta lagi. Hugs- unin var tiltakanlega ljós og minnið óvenju trútt. Hann var yfirleitt mildur i dömum um aðra og var ljúfara að afsaka en ásaka. — En væri honum mikil mötgerð sýnd og óréttvisi, mun hann hafa verið nokkuð þung- ur fyrir og ált örðugt með að sveigja liug sinn tií sátta' af fyrra bragði. Hann var hæglát- ur jafnan og öhlutdeilinn, bjálp- fús, raungóður og æðrulaus, þó að á móti blési. Það hafði borið við örfáum sinnuni, að Sigurður heitinn flytti tölu á opinberum mann- fundum. Segja þeir, er á þær ræður lilýddu, að ekki geti neinn vafi á því leikið, að hann hefði orðið míkill ræðumaður, ef hann liefði tamið sér ])á list. — Þetta er vafalaust rétl. — Honum var einkar lélt u’m mál og hafði jafnan á hraðbergi mikinn fjölda, orða og líkinga. Var a'íinlega einhvcr veigur í því sem hann sagði, og ónola- legur gat hann verið í orði og örðúgur andmælandi, ef því var að skifta. Hveiti ýmsar tegundir. Haframjel (Flaked Oats). Fypirliggjandi. ÞÖRÐIIR SVEINSSON & CO. Sigurður Lotfsson var mikill maður vexti og karlmenni á yngri árum. — Hann var ekki smáfríður í andliti, en sóindi sér vel. — Ennið var livelft og mikið, augun övenjú greindar- leg, sviþurinn liýr og góðmann- legur. Við fráfall hans er til moldar genginn vitur maður og góður, ráðhollur og grandvar. Mun hans lengi minst verða af eftirlifándi ástvimmr og öTlúmi þeim, er þektii' liann best. * P. S. Búkarfregn. Ferðafélág fslands. Árbók 1928. Reykjavík., fsa- í’t>1 darpreuts iniðja h. f. 1928. Férðafélagið var stofnað 27. nóv.. s. 1. og er Jörr Þorfáksson forseti ])e.ss„ en 10 eru; með- stjórnendur, auk varaforseta. — Félágiðs mun einkanlega léggja stumf á að glæða áhuga landsmanna á férðalögum <og vil! á alTan hátt greiða götu þéirra, s\(> sein með því að koma upp sæluhúsum, varða og ryðja vegu o„ s. frv. Einnig ætlar það að gefa út ferðalýsingar. Árbók sú, sem félagið hefir nú geíið út, má teljast fyrsti ávöxtur af starfi þess og félag- inu til mikils söma. Fragangur er mjög vandaður og mynd- irnar miklu betri en menn liafa átt að venjast í svipuðum bök- um. Þær eru og flestar (eða all- ar) ’nýjar og prýðilega teknar. Inngangsorð eru þar eftir for- seta félagsins, þá ritgerð unt Þjórsárdal eftir Jón Ófeigsson yfirkennara og fylgir ágætur uppdráttur. Enginn ætti að fara i Þjórsárdal án þess að hafa ritgerð þessa með sér, þvi að hún mun reyn.ast ferðamönn- uin liinn besti förunautur. — „Args aðal“ heitir stutt grein cftir „Farandkarl“, réttmætar aðfinslur um ýmislegt athæfi hugsunarlausra ferðamanna. — Prófessor Sigurður Nordal ritar um „Gestrisni hygða og óbygða‘, atbyglisverða grein. Þá er bálk- ur um „Útbúnað á ferðalögum“ eftir Nj. og „Hjálp i viðlögum” eftir Gunnl. Einarsson lækni. Um síðustu aldamót þótti það viðburður, ef íslendingar Nýkomid: Eskilstnnia-siiríðatólm pjóð- ffægu þ. á. m. Santfviks^ sagirnar gnðkunnu, Stungu- gafflar og Kvíslar, Garðftríf- ur, Sköflur, Hurðarhúnar margar gerðir fl. á m. nikkel iátúns útitfyra, með löngum skiltum, sjálftrassantfi á að^ eins kr. 5,50 m. m. fl. Versl. B. H. Bjarnsson. ferðuðust um Tandið sér tií skemtunar. Nú skifta þeir þús- urrdúm, sem héðan fara úr Reykjavík sér til skemtunar út um sveitir landsins. VeTdur þessu breyttur hugsunarliáttur, betri efni og ástæður og eink- anlega bættar samgöngur. Menn verða aldrei hvattir nógsam- iega til þess að ferðast á sumr- in og Ferðafélagið á mikið og gott verfcefni fyrir höndum að greiða götu þeiira, sem vilja fara um bygðir og öbygðir. Fastlega má ráða mönnum til þess að ganga í Ferðafélag- ið, hæði ttngum og' gömlum. Árbökin ein ætti að auka félaga- töluna um mörg hundruð á þessö ári. F, M. H. Meistaramót í. S. I. bélt áfram í gærkveldi. Fyrst var kept í 400 stiku hlaupi. Það vann Sveinbjörn Ingimundar- son og setti nýtt met um leið, líminn var 54,1 sek. Þá var kúluvarp. Það vann Trausti Haraldsson og varpaði kúlunni 19,66 sfikur, er það rösklega gert af 18 ára gömlum manni og mun ekki í annan tíma liafa verið betur gert, nema þá er Þorgeir, kappinn frá Varmadal, setti met í þessari iþrótt. Met lians er 20,2 stikur. Næst var þrístökk. í því var lélegur árangur, enda var veður óbagstætt, vindur í fangið. Lengst stökk R. Sörensen, 12,24 stikur, þá Sveinbjörn 11,56 stk. og Ingvar Ólafsson 11,23 stk. Næst var kept í grindahlaupi. Er það skeintileg íþrótt og ættí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.