Vísir - 15.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 15.08.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru komn- ar á markaðinn. pær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri hita en aðrar bifreiðaolíur. pessar olíur er hyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að hafa reynt þær á bifreiðunum og á efn arannsóknarstofum sínum. Júh. Ólafsson & Co. Síml 584. Reykjavik. Síml 584. að vera meira iðkuð en verið hefir. Var aðeins lilaupin und- anrás, en i henni setti Helgi Eiríksson nýtt met; var timi hans 19,7 sek. Úrslitin fara fram í kveld og verða milli R. Sören- sen og Helga. I 5000 stiku hlaupi var Geir Gígja fyrstur á 16 min. 57,8 sek. Þá Magnús Guðbjörnsson á 17 mín. 3 sek. og má segja að það sé vel hlaupið. Að þessu loknu hófst Reipdráttarmótið, sem áliorfendur biðu eftir með mikilli eftirvæntingu. Komu nú lit á völlinn 3 fylkingar, allar mannvænlegar, fvrst sveit lög- reglunnar, þá Iv. R.-menn og síðan Ármenningar. Dregið var um, hverjir skyldu bjTja, og kom upp hlutur lögreglunnar og K. R ,-manna. Skyldu þeir þegar draga til úrslita, það er þrjá drætti, nema ef annar flokkur- inn inni tvisvar í röð, þá tvo drætti. Báðir flokkar gengu nú að reipinu .Milli þeirra stendur dómarinn, Magnús Kjaran, og gefur skipanir: Fylkið! Reipið grip! Herðið á reipinu! Byrjið! og kappleikurinn hófst. Voru átök karlmannleg og endaði svo að K. R. vann á 28 sek. Næsti dráttur sömu flokka fór svo að K. R. vann á 32 sek. Næst áttust við Ármann og lögreglan. 1. dráttur fór svo að lögreglan féll en hélt velli, því Ármann dró hana upp á 37 sek. en henni var dæmdur sigur. þvi einnÁrmenningurrak hönd sína niður, en þau eru leikslög, að enginn lceppenda má snerta jörð með liönd né kné meðan á leik stendur. 2. drátt milli þessara flokka vann Ármann á 31 sek. og þann þriðja á 28 sek. Var þá lögreglan úr leik. Hafði hún komið vel fram og drengilega, enda skipuð prúðmennum ein- um. Nú komu flokkar K. R. og Ármanns. 1. dráttur fór svo að K. R. vann á 63 sek. 2. drátt vann Ármann á 17 sek.; datt þá og einn maður í liði K. R. — Nú voru úrslitin eftir. Hvor sigrar? sögðu menn. Urðu sumir svo yfir sig spentir, að þeir þoldu ekki að horfa á, en fóru í felur. Aðrir eggjuðu kappliða sem mest þeir máttu.. Siðasti dráttur hófst. Það brakaði í reipinu; í fyrstu leit svo út, sem Ármann ætlaði að sigra, en eftir svo sem 20 sek. breyttist þetta og K. R.- menn liertu sig svo mikið, að hinir urðu að gefa eftir á reip- inu, og eftir 45 sek. flautaði dómarinn. Iv. R. liafði unnið orustuna og þar með Reipdrátt- arbikar Islands í þetta sinn. Símskeyti Kliöfn,* 15. ág. F. B. Frá Júgóslövum. Frá Belgrað er símað: Þingið samþykti í gær tillöguna um undirskrif t Nettunosamningsins. Bændaflokkurinn gekk út úr þingsalnum í mótmælaskvni, áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Póstflutningar í flugvél. Frá NJew York er símað: Nýtt met sett í pósthraðflugi með því að senda flugbát frá farþega- skipinu Isle de France á leið :il Ameriku. Komst pósturinn til New York sólarhring á uv’dan Isle de France. Bæjarfréttír Slys. Maður meiddist uppi í Svína- hráuni í fyrradag. Hann heitir Guðjón Guðmundsson frá Þór- oddsstöðum við Eskihlíð. Hann var á gangi og mætti bifreið, hlaðinni af heyi. Rakst hún á hann, en hann fleygðist út af veginum og meiddist nokkuð, en líður þó sæmilega. — Þriggja ára drengur hljóp á bifreið hér á Laugaveginum í fyrrdag og meiddist nokkuð á höfði og fekk aðkenning af heiláhristingi, en líður nú vel eftir vonum. Dr. Jón Helgason biskup kom heim í gærkveldi. Hann haföi visiteraö 19 kirkjur í Árnes- sýslu og fór síðan austur að Breiðabólsstað i Fljótshlið. Hann hefir nú visiterað 248 kirkijur víðs- vegar um land og hefir farið um öll bygðarlög landsins, nema Hval- íjörð og Dýrafjörð. Dr. Jón bisk- up hefir teiknað myndir af öllum kirkjum landsins, sem hann hefir visiterað, og er ]iað oröið merki- legt safn. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., ísafirði 12, Akureyri 11, Seyðisfirði 9, Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi 12, Blönduósi 12, Raufarhöfn 9, Hólum í Hornafirði 10, Grindavík 12, Færeyjuni 11, Julianehaab 10, (engin skeytj frá Angmagsalik), JanMayen 3, Hjaítlaridi 12, Tyne- mouth 14, Kaupmannahöín 17 st. Mestur hiti hér í gær i4 st., minst- ur 10 st. Úrkoma 3,3 mm. — Lægð yfir Grænlaiidi. Horfur: Suðvest- urland, Faxaflói: í dag og nótt sunnan og útsunnan átt. Skúrir öðru hverju. Breiðafjörður, Vest- firðir, Norðurland: í dag og nótt frernur hægur sunnan. Skúrir sumsstaðar. Norðausturland: í dag og nótt austlæg átt. Þurt veð- ur. Austfirðir, suðausturland: í dag og nótt hægviðri. Skúrir á stöku stað. ' Vísir kemur út tímanlega á föstudag, vegna þess, að starfsmenn Félagsprent- smiðjunriar ætla í skemtiför þann dag. Auglýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum í föstudagsblaðið fyrir kl. 7 annað kveld á afgreiðslu Vísis (sími 400) eða fyrir kl. 9 í Félagsprent- smiðjuna (sírni 1578). Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú In- ger Löchte listmálari, dóttir J. Löchte herlæknis i Árósum, og Gunnlaugur Blöndal listmálari. Bruninn á Setbergi. Eins og frá var skýrt í gær, kviknaöi í gærmorgun í tré- smíðaverksmið j u Jóhannesar Reykdals á Setbergi. Eldurinn var slöktur, en allmiklar skemd- ir urðu á trjáviðaPbirgðum verksmiðjunnar. Ókunnugt er um upptök eldsins. Dr. Kristinn Guðmundsson var skorinn upp í fyrradag í Hafnarfjarðarspítala, vegna botnlangabólgu. Skurðinn gerði prófessor Guðmundur Thor- oddsen. — Dr. Kristni líður vel, og er kunningjum lians óhætt að koma til hans úr þessu. Tveir ungir Þjóðverjar eru nýkomnir hingað til bæj- arins norðan frá Akureyri. Þeir heita Wolfgang Oetting og W. Iwan og eru við háskólanám í Múnchen. Þeir komu hing- að 1 fyrra og dvöldust þá við Hvítárvatn víð jarðfræðaathug- Nýkomið: Dðdlur Riisínur, Sveskjur, Aprikósur, Kókósmjöl. I. Brynjðlfsson & Kvaran. anir og mælingar. I sumar hafa þeir verið á Kili og ferðast um svæðið milli Hofsjökuls og Langjökuls og gengð á báða þá jökla á skíðum. Þaðan fóru þeir norður fyrir Hofsjökul og síðan norður til Akureyrar. Þeir liafa tekið kvikmyndir á ferðum sin- um, og gera þeir ráð fyrir að senda þær myndir hingað síðar. Frá Hassel flugmanni hafa Flugfélaginu borist þær íregnir, að eftir 18. þ. m. megi fara að eiga von á honum. Dularfull fyrirbrigði gerðust i sambandi við kveðju- konsert þeirra hjóna, Haralds Sig- urðssonar og frú Dóru. Það reynd- ist öldungis ómögulegt að auglýsa konsertinn á réttum tíma, né láta auglýsingunum bera saman, hvað tímann snerti. Var fyrsta auglýs- ingin skökk, 8J4 í stað 7)4, og barst sú skekkja lengra. En þegar svo átti að gera gangskör að því að leiðrétta þetta, þá varð úr því, nieð undarlegum hætti, 7% í stað 7)4, sem var rétti tírninn. Þessi nýja skekkja barst svo sjálfkrafa blað úr ibilaði og stað úr stað. Gáfust þá allir upp, sem að þessu stóðu, bæði blaðamenn og aðrir, og létu.auðnu ráða. En á aðgöngu- niðum og ,,prógramminu“ stóð 7)4, og 7)4 stundvíslega settist Haraldur við flygilinn og tók, að leika. Húsið var fult og var þeim hjónum báðum tekið með fögnuði og vinarhug eins og jafnan fyr, kölluð fram hvað eftir annað og kvödd semi innilegast. ' „Fáséði fuglinn", sem sagt var frá í Vísi í gær, r.áðist eftir nokkurn; eltingaleik, og kom þá í ljós, að það var smyr- ilsungi, og var honum slept aftur. Fimtarþrautin verður þreytt kl. 7)4 í kveld á íþróttavellinum. Verðlaun verða afhent á eftir. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá S. K., 30 kr. frá N. N., 10 kr. frá G. J., 5 kr. frá Þ. H. E., 2 kr. frá N. N. Bílferð til Blönduöss á morgun. Tvö sætí laus úr Borgar- nesi norbur og til baka eítir fjóra daga. [Jppl. í sima 1799. ís! ís! ís! Ennþá fæst rjóma-ís á Bergstaðastræti 14 bjá Jóbanni Reynðal, sími 67. dóttir Tómasson, ekkja Helga heitins Tómassonar, sem nú er látinn fyrir nærfelt 20 árum. Voru þau hjón í hóp fyrstu landnema i Mikley og stóðu ávalt framarlega i fylkingu. —• Margrét heitin var þróttlunduð' kona og merk. Mun minning hennar lengi lifa. (Hkr.). frá Uestur-lslendinooin. í ágúst. F. B. „Skilmálarnir.“ 1 Heimskringlu þ. 11. júli er þýðing á kvæði Þorsteins Er- lingssonar, ,Skilmálarnir‘. Þýð- ingin er gerð af L. F. Mannslát. Þann 1. júlí andaðist á lieim- ili Kristjáns kaupmanns Tóm- assonar á Reynistað í Mikley, móðir lians, Margrét Þórarins- Hltt og þetta. Notkun flugvéla. Notkun flugvéla til flulninga á farþegum og varningi eykst stöðugt. Fyrir nokkuru síðan leritu 21 flugvélar í flugstöðinni Le Bourget við Parísarborg. Þær komu með 112 farþega og 6 tonn af varningi á einum degi. Sama dag fóru þaðan 20 flugvélar með 170 farþega og 5 tonn af varningi. Hefir aldreí áður verið jafn mikið um flug- vélakomur og burtfarir á ein- um degi í þessari stöð. Far- þegaflugsambandi hefir nú verið komið á milli Parísar og Biarritz, suður við landamærí Spánar. Frá London til Biarr- itz komast farþegar á 8 klukku- stundum. Kringum hnöttinn fóru BandaríkjamennirnirChar- les B. D. Collyer og Jolin Henry Mears á 23 dögum, 15 stundum og 8 sek. í sumar og settu met með þessu ferðalagi sínu. ]?eir, sem voru metahafar á undan þeim, fóru kring um hnöttinn sumarið 1926 á 28 dögum, 14 stundum, 36 mín. og 5 sek. —•• Collyer og Mears notuðu ým- iskonar farartæki í þessu ferða- lagi, m. a. flugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.