Vísir - 16.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1928, Blaðsíða 2
V 1 S I R ))ttemaw«OL§mCll HöSum til: Noregssaltpétur. ii— ■■i—i iii »■ ___ ,N . .. Nokkrai* tunnur ólofaðar. Nýkomið: Milka og Velma hið óviðjaínanlega átsúkkulaði irá Suchard. A. Obenliaiipt. Hveiti ýmsar tegundip. Haframj el (Flaked Oats). Fypipliggjandi. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. Símskeyti Khöfii, 15- ágúst, F.0, Pólverjar og Lithauar. Frá Berlín er sírtrað : • Stjórnin í Lithauen. hefir hafnaS þeirri uppá- stungu pólsku stjórnarinriar, aö fresta því a'ð taka að nýju til samning-a, ]rar til 30. ágúst í Genf. Segir stjórnin í Lithanen, álS samningum annara verði ekki lok- ið fyrir funcl Þjóðbandaiagsins. i Flug Hassels. Frá New lYork-borg er síniað: Samkvæmt símskeyti frá Rock- ford ætlaði sænsk-ameríski flug- maðurinn Hassel að leggja af stað' í Stokkhólmsflug sitt í dag, unx Grænland og ísland. Frá Kína. Frá París er símaó: Símskeytn frá Shanghai til Agence Havas til- kynnir, að hægfara stjórnarmeð- limir Kuomintangsflokkanna við- urkenni, að þeir hafi neitað að taka þátt i stjórarfundum, sökum kommunistiskra skoðana með- stjórnarfélaga. Utan af landL ——o—■ FB. 15. ágúst. Eftirfarandi skeyti barst at- vinnumálaráðuneytinu i dag: Súlan flýgur 15. ág. .milli kl. 14 og 19. Ef Súlan snögglega lækkar flugið og flýgur beint niður er það merki þess, að þar niðri fyrir er síldartorfa. Einnig verður reynt, vegna smærri skipa, að henda niö- ur flöskum með siðustu sildar- fregnum. Flugfélag. Siglufirði, 15. ágúst, F.B. Tilkyrming frá Flugfélaginu. Súlan flaug frá Siglufirði kl. 2 í dag austur. Sáum 5 skip að snurpa norður af Hrísey, flugum austur að Leirhafnartanga og sá- um hvergi síld á Skjálfanda og Axarfirði, utan eina sildartorfu út a,f Le^rhafnarvikj; allm^kil þoka var að sjá austur frá. Frá Leir- hafnartanga tókum við stefnu beint til Grímseyjar, en urðum l.eldur ekki varir víð síld á því svæði og engin sfeip sjáanleg. Vörpuðum niður síldarfregnum til tveggja skípa, Kristjáras og Hfsf- ar, eftir beiSni Guðnmndar Péturs- sonar, og náðu bæði skipin skeyt- r.num- Súlan' er aftur fjogin vestur á Húnaflóa og er væntanleg kl. 7-i 5- Flugfélag. Önnur tilkynning frá Flugfélag- inu: 15. ágúst, kl. 7.45. Súlan flaug frá Siglufirði kl. 5.40 og fór vestur með landi fyrir utan Málmey og Drangey- Nokkr- ir mótorbátar á Skagafirði, engir að veiðum. Síðan var farið vestur fyrir Skaga og inn með Skaga- strönd, mikið af síld innan til við Kálfshamarsnes og inn fyrir Haf- staði. Þar var mikið af skipum og allir að veiðum, taldar voru ná- lægt 50 síldartorfur og voru sum- ar mjög stórar. Síðan var snúið við og flogið yfir Skaga. Einum niótorbát var sent skeytf um síld- ina og var hann að sveima innan við Þursasker; öðrum bát, er var á siglingu út af Drangey var sent skeyti. Síðan var farið til baka yfir Skagafjörð og fyrir Haganes- vik. Gufubát út af Haganesvík var einnig sent skeyti. Kl. y.15 lent á Siglufirði. Heimsmót gelstalækna. Um sí'ðustu mánaðamót för fram alþjöðafundur geisla- lækna í Stokldiölmi. Þetta var í annað sinn, sem. slikur fundur var lialdinn. Fyrra mótið var í Lundúnum 1925, og minnist undirritaður, er þar var við- staddur, að sá fundur v#r tal- inn fyrsta alþjóðaþing vísinda- manna eftir heimsófriðinn. — Yfirleitt má segja, að talsverð kynni og samvinna sé meðal geislalækna í ýmsuin löndum. Þess má t. d. geta, að norræn- ir geislalæknar eru í samlögum við starfsbræður sina í Sviss og Hollandi um útgáfu tímaritsins „Acta radiologica“, sem gefið er út í Stokkhólmi, á ensku, þýsku og frakknesku. Forseti læknafundarins, sem nýlega er um garð genginn í Stokkhólmi, var Svíinn próf. Gösta Forssell, er stendur í fremstu röð geislalækna, og er heimskunnur meðal lækna. Rúmlega eitt þúsund geisla- lækna sóttu fundinn, Frá ]?ýska. landi t. d. um 200, frá Banda- rikjunum 100, frá Rússlandi um 80, en 130 voru sænskir. Geisla- lækningafræðin („medicinsk radioIogi“) er orðin það yfir- gripsmikil, að verkefninu var skift i þessar deildir: 1. rönt- genskoðun, 2. röutgenlækning, 3. radíumlækning, 4. ljós- og sólskinslækning, 5. rafmagns- lækning, 6. eðlisfræðilegar rann- sóknir og 7. líffræðilegar rann- sóknir. Mjög var rætt úm nauðsyn- legar varúðarráðstafanir, tíl þess að koma í veg fyrir heilsu- spillandi áhrif geislanna á lijúkrunarlið og lækna, er liafa geislalækningar að lífsstarfi. Auk hörundsskemda, hefir á síðari árum orðið vart ólækn- andí blóðsjúkdóma meðal lækna, er nota mjög kraffmikla röntgengeisla. Enskir geisla- Iæknar hafa sýnf míkínn áhuga á að korna frain alþjóðasam- þyktum urn varúðarráðsfafanír. Eíít af aðal-crmræðuefnum fundarins var háskólakensía í ! geislalækningafræðí,. sern mjög cj- misjafnlega á veg komin í ýmsum löndum. Birti eiirn fufl- t'rú’i frá hverju Iandi: skýrslú' uim þetta efni'. Sumstaðar er komin , á regluhundin Icensla, þannig að öll fæknaefni fá nokkjra þekking í' geislalækningafræðf. En aair- arstaðar,. t'. d. í Danmörkir, er engfnn kenslUsfóll í þessari greín, viS háskólána. Fanduriim samþykti að beita: sér fýrir log- boðinni skyldukenslii við há- skófana í geislalækningafræði, senr nú er orði'n svo nríkil vís- indagrein, að mest'a nauðsyn Ber tiL að al'menniB' læknar fái noklcra mentun um það, sem: kemur til greina við starrf Iæfcn- anna. Næsti alþjöðafundirr geisla- lækna var áfcveðinn í París 1931, og var kosin® forseti ffakkneslci Iæknirinai próf. Bectére. G. CL Minninpr frá Dngverjaiandi. Eftir Sigurbjörn A. Gíslason. IX Ólík þjóðerni — ,einnar þjóðarL Eg býsl við að oss íslending- um sé tamast að liugsa oss að í liverju einstöku landi búi noklc- urnveginn sainstofna þjóð, er tali sömu tungu. En þvi fer fjarri að þessu sé svo farið al- nient, jafnvel ekki á öllum Norðurlöndum. Á Finnlandi eru tungur tvær, algerlega ólíkar. Um 300 þús. manna tala sænsku, og halla sér að Sviþjóð, enda flestir af sænskum ættum. Allir liinir, sjö sinnum fleiri, tala finsku, eru Mongólaættar og halda sér frá Norðurlöndúrn. Þeir kæra sig litið uni að Iáfa telja sig með Norðurlöndum éða sækja norræna fundi, og vildu lielst út- rýma sænsku. Eftír komu Danakonungs og forsæfísráðlierra íslands þang- að austur í sumar, fundu finsk blöð liarðlega að því, að engin móttökuræðan skyldi vera flutt á finsku, „aðaltungu þjóðarinn- ar“. Á hinn bóginn halla Finnar sér að Magyörum og Eistlend- ingum vegna frændsemi; varð eg þess beinlínis sérstaklega var í förinni í sumar. Meðan eg dvaldi í Búdapest, komu þang- að í einum lióp 700 Finnar og Eistlendingar á „tJraI-úgrískan“ tungumálafund og var tekið með mestu Virktum af Ung- verjum. Viðhafnar guðsþjónustur voru lialdnar í 2 lúterskum ldrkjum 10. júní vegna þeirra og K. F. U. K. þingsins, háðar með sama sniði. Kirkjugestir féngu sér- stakt lcver á 4 tungumálum, ungvérsku, finsku, eistnesku og þýsku, þar sem öll guðsþjón- ustan, að ræðunni frátekinni, var prentuð. Set eg hér eitt safriaðarsvarið til ihugunar málamönnum. Magyarar sungu: „Boldogak akik az Umak igé- jét halljak és megtartják.“ Finnar sungu: Autuat ovat rie, jotka kunle- vat Jumalan sanan ja noudat- tavat sitá.“ Eistlendfngar sungir: „Öndsad 011 need Kes Jumala söna kuulvad ja sede tallele pa- nevad.“ Og loks þýskumælandi fólk á þýsku, enda stólræðan flutt á þýsku. Eg býst við að vissast sé að setja þýðínguna með, eða kann- ske lesendurnir viti að þetta þýðir: „Sælir eru þeir sem heyra guðs orð og varðveita það.“ — Fljótt á litið virðist ekki margt líkt með þessum málum, en málfræðingar sögðu mér að bygging málanna væri skyld, viðbætur settar aftan við stofn- orð til að fá nýjar merkingar. Á ungversku eru t. d. ættar- nöfn skrifuð Fyrst og svo við- bót setl við skírnarnafnið tii að sýna livort viðkomandi er lcarl, frú eða ungfrú. Frú Sigriður Snædal væri á ungversku skrifuð: „Snædal Sigríðurne.“ Mðbötin ne táknar frú. Eitt kveldið í Búdapest var eg gestur ungversks prests — liann var líka harön, þar sem með mér vorú 3 finskir lderk- ar og blaðamenn frá þessuna turigumálafundi. Þeim var Ijúf- ara að tala við mig þýsku e« sænsku. Voru „finskir F'innar". Mjög varð eg forviða, er prestkonan eða barónsfrúin fór að hæla Eddunum við mig. Fyrst skildi eg ekki hvað hiúi átti við, liélt hún væri farin að blanda ungverskum orðum inn í þýskuna. — Eg hafði engan ungverskan háskólamann hitt, sem nokkuð vissi um íslenskar bókmentir, og átti því á öðru von en að ungversk prestkona færi að tala um norræna goða- fræði. — En þá hætti frúin við, að frændi sinn, tungumála-pró- fessor, liefði skrifað stóra h«>k á ungversku um norræna goða- fræði, og þá bók hefði hún lesið og þótl merkileg.----- Mér fanst eg kgtina enn bet- ur við mig á eftir þar á heimil- inu. — — Eg mintist áður á málin tvö i Finnlandi; það þykir nú ekki mikið er sunnar dregur, t. d. á Póllandi, Czechoslóvakíu, Ungverjalandi og Balkanlönd- um. Þar eru a. m. k. 4 óskyld tungumál í hverju landi, og liver þjóð margir sundurleitir ætt- stofnar, sem alloft liata hverjir aðra, og bera hlýrri tilfinningar til einhvers nágrannaríkis en til þess lands sem þeir búa í — sárnauðugir stundum. — Austrænir þjóðflokkar æddu yfir þessi lönd á fyrri öldum. Þeir, sem fyrir voru og ekki voru drepnir, hötuðu aðkomu- flokkana og reyndu i lengstu lög að halda við gömlu þjóð- erni sínu. Þá var það og algengt fram á síðustu öld, er tvær þjóðir höfðu barist, að sigurvegarinn rak brott íbúa lieilla héraða hjá þjóðinni sem undir varð, en lét allskonar ruslaralýð frá sinni þjóð eða einhverri nágranna- þjóð talca sér þar bólfestu. Hann liélt tungumáli sínu fyrir þjóð- ina eða þjóðarhrotin, sem um- liverfis hjuggu, og oft nýja landinu til lítils gagns. pótt stundum flyttu þessir aðkomu- menn nýja menningu, naut liún sín sjaldnast fyirr hatri og flokkadráttum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.