Vísir - 18.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1928, Blaðsíða 3
VISIR BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035. Flauels og prjónaföt fyrir drengi, fjölbreytt úrval. Drentíjapeysurnar «ftir spurðu komnar aftur — og margt fleira nýtt. gilsá i Kollafiröi, og skilin þar eft.- ir „í allra óþökk“. Öllum mun skiljast, aö hér hefir óþarfri og' vítaveröri meðferö ver- iö beitt viö skynlausar skepnur, og verður aö ætla, aö framvegis veröi horfið frá slíkri haröýögi. B. S. son Johnsen á Suðureyri," en Jón Pálsson, um „Guömund Guðmunds- son og Guðrúnu Ingvarsdóttur“. Eru þau bæði ættuö úr Árnessýslu, en fluttust vestur um haf um 1870. ..— Næst er grein eftir B- Sv. um Björgúlf Ólafsson lækni, og önnur um „sr. Eggert Sigfússon í Vogs- bsum“ eftir Jón Pálsson. Loks cr „Flóttinn til Egiptalands", helgi- saga eftir Selmu Lagerlöf, en þýð- íngnna hefir giert Árni Jóhanns- son. — Auk þessa, sem nú var tal- ið, eru nokkur kvæöi, eftir Sigur- jón Friðjónsson o. fl. — Eins og sjá má af upptalning þessari, er þetta hefti „Óðins“ öllu fábreytt- ara að efni en vænta mátti og venja er til um „Óðin“, en þó stærra og efnismeira (9 blöð í stað ■6 áður). Aðalefni heftisins er líka ctalið enn, en það er minningar síra Friðriks Friðrikssonar. Hefst sá joáttur, sem nú birtist, á veru hans í Færeyjum, en þá tekur við „sjómannalíf" á Austfjörðum, og -svo hvað af öðru: síðustu árin í latínuskólanum, förin til Kaup- mannahafnar og veran þar. Lykt- ar frásögn höfundarins á þvi, er hann 'kernur lieim frá Khöfn 1897 og stofnar „Kristilegt félag ungra manna“, en upp frá því hefir síra Friðrik, sem kunnugt er, helgað alt starf sitt þeirn félagsskap. Ævi- sögukaflar þeir, sem birtir hafa verið í „Óðni“ að undanförnu, eru nú komnir út í sérstakri bók, sem nefnd er „Undirbúningsárin“. Má telja víst, að sú bók verði mjög vinsæl og víða lesin- Hennar verð- ur síðar getið hér í blaðinu. Næsta bindi ævisögu síra Friðriksi verður jafnframt saga „Kristilegs félags ttingra manna“ hér á landi. Frú Mysz Gmeiner. —o—- 3- hljómleikar í fríkirkjunni 16. þ. m. Það var góð aðsókn að kirkju- hljómleikum frú Mysz-Gmeiner; er það vel, að sem flestir fái að njóta hinnar framúrskarandi lisr- rr 'frúarinnar. Þrátt fyrir það, að frúin var talsvert kvefuð, leysti hún hlutverk sitt af hendi með >eim yfirburðum, sem vænta mátti if henni. Páll ísólfsson aðstöðaði með undirleik og sem „sólisti“, af sinni alþektu snild. Þess má geta, að frúin, sem er af lúterskum ætt- um komin, var mjög ánægð yfir að hafa sungið í lúterskri kirkju á íslandi, —- föðurlandi Thorvald- sens. Þar eð í hinni lútersku kirkju í 'fæðingarbæ hennar, Kronstadt i Siebenbúrgen er fagurt líkneski af Thorvaldsen. S. E. Markan. Vítavert atferli. Morg-unblaðið skýrir svo frá 1 •gær, að Gunnar Sigurðsson alþrn- hafi flutt úr landi fjórar sendingar hesta á þessu sumri, hina síðustu (36 hross) á Es. Islandi, sem héð- -an fór fvrir fjórum dögum. Því er ver, að við útsending þessara hrossa hefir tvívegis verið beitt at- ferli, sem teljast verður mjög ó- mannúðlegt og vítavert, hvort sem það kann að hafa tíðkast áður eða ekki. Svo er mál með vexti, að j)ví er mér hefir verið sagt, að í jress- um tveirn síðustu hrossahópum: var allmargt af folaldsmerum, og með fyrra flok'kinum, sem kom að aust- •an, voru 15 folöld rekin suður að Kolviðarhóli, en látin þar í hús, og hryssunum skipað út samdægurs. Tveun dögum síðar voru 13 þess- ara folalda fJutt hingað til slátr- ’Jnar, en hinurn tveimur mun hafa verið slept á haga. Giskað var á, að yngstu folöldin væri ekki nem.a 3ja eða fjögra vikna. I seinna flokkinum er sagt, að verið hafi n folaldsmerar og voru -folöldin tefcin undan þeim á Mo- Bæjaríréttir # txzsxi, Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 prests- vígsla. —■ Cand. theol. Ivnútur Arngrímsson verður vígður sóknai-prestur til Húsavíkur og cand. theol Þormóður Sigurðs- son, settur prestur í Þórodds- staðaprestakalli. Ivnútur Arn- grímsson predikar, en sira Bjarni Jónsson lýsir vígslu. í fríkirkjunni lcl. 9y2 árdegis, síra Árni Sigurðsson. I Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. Engin siðdegisguðs- þjónusta. I spítalakirkjunni í Hafnar- firði. Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegisguðsþjónusta. Sjómannastofan: Guðsþjón- usta kl. 6. Árni Jóhannsson tal- ar. Allir velkomnir. Hj álpræðisherinn. Samkom- ur á morgun: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. og lijálpræðissam- koma kl. 8y> síðd. Ivapt. E. Roe stjórnar. Sunnudagaskólinn fer suður í Ivópavog kl. 1 e. h., ef veður leyfir. Jarðarför Sigtryggs Bergssonar ráðs- manns í Tungu fór fram í gær að viðstöddu mörgu fólki. Sira Bjarni Jónsson flutti liúskveðju og likræðu í kirkjunni. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 13 st., ísa- firði 15, Akureyri 15, Seyðisfirði 14, Vestmannaeyjum 12, Stykk- ishólmi 14, Blönduósi 15, Rauf- arhöfn 14, Hólum í Hornafirði 12, Grindavík 12, Þórshöfn i Færeyjum 11, Jan Mayen 6, Hjaltlandi 9, Tynemouth 12, Kaupmannahöfn 13, (engin skeyti frá Julianeliaab og Ang- magsalik). — Mestur liiti hér í gær 15 st., minstur 10 st. Úr- koma 0,5 mm. — Stór loftvæg- islægð suðvestur af Reykjanesi, lireyfist liægt norðaustur á bóg- inn. Austan stinningsgola á Hal- anum. Horfur: Suðvesturland í dag og í nótt: Allhvass og hvass suðaustan. Rigning öðru livoru. Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: í dag og i nótt: Suðaust- an, sumstaðar allhvass. Skýjað loft. Dálítil rigning öðru livoru. Norðurland og norðausturland í dag og í nótt: Suðaustan kaldi, þurt veður. Suðausturland i dag og i nótt: Allhvass suðaustan. Rigning. Hæssel flugmaður og félagi hans lögðu af stað frá Illinois-fylki áleiðis til Græn- lands í gær, segir i einkaskeyti, sem liingað var sent frá London í gær. Sementskip kom í morgun til firmanna H. Benediktsson & Co. og J. Þor- láksson & Norðmann. Iðunn. Apríl—júní-hefti þ. á. hefir Vísi veriö sent fyrir nokkuru. Efnið er jietta: „Guömundur í Garöi", kvæöi eftir Jón Magnússon; „Helgafell“ (meö mynd) eftir Sig- urö Skúlason, magister; ,,Gráni“ (saga) eftir Þóri Bergsson; „Jóns- messunótt“ (kvæöi meö mynd) eftir Jóhannes úr Kötlum; „Rúm og tími“, eftir Ásgeir Magnússon, kennara; „3379 dagar úr lífi minu“, eftir Þorberg Þóröarson (meö mynd) ; „Alþýöan og bæk- urnar", eftir Jón Sigurðsson á 'Ysta-Felli; „Ritsafn Gests Páls- sonar“, eftir Sigrtrjón Jónsson; „Frádráttur II“, eftir Steingrím Arason; „Þýðingar úr sænsku“, eftir Sigurjón Friöjónsson; „Þjóf- urinn“ (saga) eftir Jón Bjöms- son. Loks er „Ritsjá“. Gin- og klaufaveiki í Danmörku. Danska landbúnaðarráðuneyt- ið tilkynnir: Ilinn. 27. júní varð í Thisted-amti vart síðasta til- fellis í Danmörku af gin- og klaufaveiki. — Umsjónarmenn stjórnarinnar vita ekki til, að veikin sé nú nokkurs staðar í Danmörku. Sigurður Jónsson framkvæmdas tj óri Vörubíla- stöðvar íslands kom hingað í gær norðan frá Akureyri í bif- reið, og er hann fyrsti maður, sem farið liefir í bifreið alla leið milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og sömu leið suður. Eins og áður er getið fór liann fyrst til Þingvalla og þaðan norður Kaldadal, ofan í Rejddioltsdal °g síðan sem leið liggur um sveitir til Akureyrar. Þeir voru 4 saman norður, en einn þeirra, Ari Þorsteinsson, kom suður með Sigurði. Auk þess tóku þeir farþega öðru hverju á suður- leið og fóru fyrst til Borgarness, en þaðan upp í Borgarfjörð, yf. ir Kaldadal og síðan liingað. Fró Akureyri íil Borgarness voru þeir 21 kl.stund (auk dvala í áfangastöðum). Aldrei hefir áð- ur verið farið í bifreið suður Kaldadal og reymdist þeim það afar erfitt, einkum yfir Skúla- skeið. Voru þeir 21 kl.stund á Sement seljum yið frá skipshlið meðan á upp- skipun stendur úr s.s. Eros. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). dalnum. Þeir fóru í tveggja ára gamalli Ford-Iiifreið og reyndist liún ágætlega og kom óskemd úr þessari löngu ferð. Sigurður Skagf jörð byggingarmeistari, Grjótagötu 14 B, er fimtugur i dag. Hafnarfjarðarhlaupið verður liáð á morgun kl. 11 árd.; hefst það eins og venja er til á Lækjarbrúnni i Hafnar- firði, og endar með því að lilaupnir eru tveir og hálfur liringur á íþróttavellinum. Starfsfólk Félagsprentsmiðjunn. ar og Félagsbókbandsins fór skemtiför til Þingvalla i gær. Af veiðum hafa komið í gær og nótt: Ólafur, Barðinn og Imperialist. Skipafregnir. Botnia fór frá Færeyjum kl. 12 á liádegi í gær, en Dronning Alexandrine kl. 9 í gærkveldi, bæði á leið hingað. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 3 kr. frá V., 5 kr. frá Ó. M., 5 kr. frá A. T. Utan a£landi. Holti undir Eyjafjöllum, 18. ág. F. B. Afli og uppskera. Heyskapur hefir gengið af- liragðs vel fram að þessu. Ágæt nýting. Allir búnir að hirða af túnum. Gras yfirleitt fyrir neð- an meðallag, nema á túnum, á þeim í fullu meðallagi. Ivart- öfluuppskera í besta lagi. Eru menn alment farnir að nota nýjar kartöflur til neyslu. Rafstöðvar. Nýlega var sett upp 10—11 hestafla rafstöð í Varmahlíð. Verkið framkvæmdi Guðmund- ur Einarsson úr Vik í Mýrdal. Eru nú 3 bæir í Vestur-Eyja- fjallalireppi, sem raflýstir eru, hinir eru Hamragarðar og Mold- núpur, 5—7 hestafla stöðvar ]iar, en 4 bæir raflýstir alls und- ir Eyjafjöllum, sá fjórði er Þor- valdseyri í Austur-Ej’jaf jalla- lireppi. Er þar stærsta stöðin, 16 hestafla. Guðmundur Einars- son setti hana upp. S’i'- ' -*• Mælingar. Jón ísleifsson verkfræðingur er liér að athuga vegarstæði og brúarstæði og starfar að mæl- ingum í því sambandi. Er liér um að ræða ófullgerðan lcafla á austurbrautinni, atliugun og mælingu brúarstæðis á Bakka- kotsá og fyrirlileðslu á Hafurs- á og Klifanda í Mýrdal. gSOQOOOOOWMKKtOCOOOQOOPQW Brunatrygoinpar I Sími 254. | Sjóuátryggingar § Sími 542. 5 IQOOOOQOOOOOe M K K KMMXKKMKMM Akurevri, 18. ág. F. B. Víkingur vann í-kappleiknum við Iv. A. í gær með 4 : 2. Vík- ingur fór í gærkveldi á Heklu til Siglufjarðar í veg fyrir Gull- foss. Hitt og þetta. —o--- Atvinnuleysið í Bretlandi. Þ. 23. júlí var símaö frá Lond- 011 til New York Times, aö 200.000 atvinnulausir verkamenn syltu heilu huncri og hefir nefnd sú, sem rannsakaö hefir neyöarástahd þeirra komist aö þeirri niöurstööu, aö nauösynlegt sé aö flytja þá til annara héraöa eöa nýlendnanná, til þess aö útvega þeim atvinnu. Flestir hinna atvinn.ulausu ení námumenn, sem hafa ekkert fé til þess aö komast annað- Bent er á, aö tiltölulega fátt manna flytji til Ástralíu og Canada, mun bæöi ráða um, aö fargjöld eru enn hærri eri fyrir 'stríö og mikill fjöldi þess fólks, sem nú er atvinnulaust í Bretlandi hefir ekki skilvröi til þess aö komast áfram í nýleridun- um. Þar er nóg af atvinnulausu fólki í bæjunum fyrir, en vantar harðgert fóllc í sveitirnar og tíl þess aö nema ný lönd'. En jafnvel þótt eitthvað af hinutn atvinnu- lausa lýö í Bretlandi veröi sent vestur um haf og fái frítt far, þá er neyð þessa fólks svo mikil, að það þyrfti fatnaö og peninga aö auki, er þaö kæmi til Canada, þvi það er gersamle£ra eignalaust, illa fataö og sumt liðiö matarskort, svo aö á þvi sér. (FB.) Balfour lávarður varö áttræöur í fyrra mánuði. Hann er einn hinn kunnasti stjóm- málamaöur Breta. sem nú er uppi, mikill ræðumaður og læröur mjög. Honum voru sýnd ýmisleg vir,ö- ingarmerki á afmælinu. Helstu menn allra flokka héldu honum veglega veislu í Lundúnum, ög mælti prinsinn af Wales fyrir minni hans. Balfour lávaröur ér nú aö rita æfiminningar sínar, sém eiga aö verða í tveim bindum. Sagí er. aö honum hafi boðist '30 þús- undir sterlingspunda fyrir hand- ritiö, en fullyrt er, að hann ætli ekki aö auðgast af því sjálfur, heldur gefa féö einhverju góöu málefni til styrktar. — Balfour lávaröur er enn sagöur mjög ung- ur í anda og hinn ernasti aö sjá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.