Vísir - 21.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1928, Blaðsíða 3
VISIH m M M M M M M M M M * æ æ Besta Gigarettan í 20 stk pökkum. sem kostar l krónn er Commander. I Westminster. æ Virginii cigarettnr Fást t öllom versltmnm. ææææææææææææææææææææææææææ ba'5 fylgdarmann frá Brautarholti i'yrir aö biðja fyrir ifolöldin, hann cg Pétur Ottesen alþm., sem sá um stóöi'ö, létu folöldin inn í hest- hús í bæjarröðinni meö fullu leyfi. Folöldin stóðu einn dag inni á Kolviðarhóli (ekki tvo). Það kom til af því, að bílstöð hér i bænum gat ekki staðið við samninga, um að sækja þau daginn eftir að þau komu þar, en eg bað Sigurð bónda að gefa þeim háartöðu nýja og vatn, sem hann gerði og komust þau vitanlega strax á að éta töð- una. Sigurður fékk 2 stálpuð fol- öld hjá þeim, sem sóttu folöldin, livort hann hefir látið þau á jörð er mér ókunnugt iimi, en þó svo væri, er það að engu vitavert- Ilalda menn, að verra sé að taka folöld undan nú, en lömb um frá- færur? Fleira er i greininni, sein ekk'i er rétt frá skýrt, en eg nenni ckki að eltast við það, enda er nokkur Gróusagnar-bragur á henni, svo sem „sagt er“, „giskað er á“. Það er ekki með öllu ljóst af grein B. S., hvort það er heldur það, sem hneikslar hanin, að flyíja hryssurnar út, eftir að íolöldin hafa verið nýlega tekin undan þeim, eða hitt, að reka folöldin nteð þeim nokkuð af leiðinni og flytja þau síðan hingað til slátr- fnar. En eg skal taka þetta hvort i'yrir sig. Allir, sem verið hafa i sveit, kannast við það, að drepist hefir undan hryssunx og verið drepið undan þeim, folöldin nýfædd, og þær síðan hlaupið i stóð. Þetta æiti að vera hættulegast, þegar mjólkin er mest i þeim, en aldrei hefi eg vitað til, að þeim hafi orð- ið það að meini. Eg hefi flutt út mörg þúsund hross og ávalt ■tekið hryssur frá folöldum úr þvi mitt sumar hefir verið komið. Þetta hafa og aðrir gert. sem liesta hafa flutt út, og mér vitanlega hef- ir engri hryssu orðið meint við það- Enda hefi eg ávalt gert það með ráði og samþykki dýralækn- is. Magnús sál. Einarson, sem eg hafði lengst saman við að sælda, um eftirlit með útflutningi hrossa og var hinn nákvæmasti um líð- an þeirra taldi aldrei neitt við þetta aö athuga. Enda vita það allir, er reynslu hafa, að mjög fljótt tekur undan hryssum, þær eru mjög lausmjólka og mjólka sig niður sjálfar. Eitt til athug- unar fyrir B. S.: „Maður líttu þér nær.“ Eins og kunnugt er, eru seldir dilkar til Reykjavíkur alt sumarið. Víðast hvar mun ánum slept, án þess að þær séu mjólkað- ar, enda er mönnum nauðsynlegur einn kostur, eftir það að sækja verður vinnukraftinn úr kaupstöð- unum til sveitanna á súmrin, því stúlkur þaðan kunna hvorki né vilja mjólka ær. Nú er það svo, ?ð miklu seinna tekur undan ám en hryssum og þær eru miklu fast- mjólkari; mér er kunnugt um þetta, eg katm sjálfur að mjólka ær, þó veit eg ekki til að ær hafi veikst af þessum sökum, en hitt veit eg, að júgurbólga (undirflog) kom iðulega fyrir á kviám og það svo illkynja, að þær drápust- Það sést hér sem viðar, að náttúran læknar sig best sjálf. Eg vil spyrja B. S. hvort hann telji það ekki verri meðferð á h.ryssum og folöldum en hér á sér stað, að láta hvorttveggja berja klakann að vetrarlagi i hvaða veðri sem er, eins og víða á sér st.að og liggja svo við dauða að vorlagi af fóðurskorti Og það sem er enn alvarlegra, sökum þess hve verðið hefir verið lágt og Jít- ið hefir verið flutt út á undanförn- t:m árum, þá liggur ekkert annað fyrir íslenskum hrossum i hrossa- sveitunm en kolfellir, komi harður vetur. Mundi þeim þá ekki verða ]>akkað, sem létt hefði á hrossa- mergðinni og flutt sem mest út:' En nú er það einu sinni svo, að mikill meiri hluti af hryssum í hrossahéruðunum eru með folaldi á hverju ári. Athugandi er það, að það sem komið hefir þessari misskildu uni- vöndun af stað lijá B. S. ogfleirum, irun í rauninni efcki vera það, að 'nryssurnar eru fluttar út, eftir að folöldin eru tekin frá þeim, held- ur hitt, að það nýmæli er tekið upp, að reka folöldin með þeim og slátra þeim hér. Eða því hófst þá tkki B- S. handa, er Sambandið skipaði út i sumar ? Það var þó fyr á tima, eg tók alls ekki folalds- merar á fyrsta markaði. Nei, hér er vaninn, trúin og hindurvitnin að verki. Hrossaketsát var metið á borð við útburð barna. Menn horféllu heldur en að eta hrossaket. Prest- ar neituðu að taka þá menn til al- taris, sem neittu þess. Nú hefi ég í hyggju, að koma á stað slátrun hrossa hér í bænum á næsta hausti, svo að menn liafi greiðan aðgang að því, að hrossa- kjöt, sem er eins gott til manneld- BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstig 37. Simi 2035. Tilbúinn barnafatnaöur ætíð fyr- irliggjandi, svo sem: Kjólar, skyrt- ur, kot, treyjur, svif, bleijur, reifa- indar, n&flabindi, 0. fl. Barnaföt s&umuð með litlum fyrirvara. is og annað kjöt, en hálfu ódýr- ara. Til þessa hefi eg loforð um ■ ðstoð ýmissa bestu inanna bæj- arins. Eg sagði rekstrarmönnunum, að skilja folöldin eftir strax ogþreyta sæist á þeim. Þetta get eg sannað með vottorðum, eins og annað í grein þessari. Má eg spyrja? Hvort er verra að reka folöld til Reykjavíkur eða lömb og unga nautgripi, sem gert er daglega, er það af því, að folöldin eru létt- færari og auðveldara um gang. Árlega er slátrað miklu af upp- gefnum nautgripum og sauðfé á leiðinni til Reykjavikur. Úr þessu þarf að bœta með bætturn satn- göngum, en hvers vegna minnist hr- B. S. ekki á þetta. Það er af þvi, að það er venja að reka þess- ar skepnur en ekki folöld. Eg skal minnast á eina sögu, er Jensen-Bjerg sál. kaupmaður sag'ði mér. Grannvitrir dýravinir kærðu hann eitt sinn 'fyrir að hafa íslenska hesta úti, nálægt Kaup- mannahöfn, í júlí-mánuði, og héldu því frain, að þeir gætu orð- ið innkulsa, og enda þótt dómar- inn hafi sjálfsagt ekki þekt að- búnað íslenslvra hesta hér að vetr- arlági, eins og hann er, þá urðu þó kærendur sér til athlægis. Að endingu vil eg þakka hr. B. S. fyrir að hafa vakið umræður um þetta mál. Eg mun flytja út í haust eins mikið og eg get af hrossum og veit að það er hið mesta þarfaverk. Það losar bænd- ur við þá vörutegund, sem nú er erfiðast að koma í verð, og það sem mest er um vert, það varnar yfirvofandi felli. Gunnar Sigurðsson- H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línup). Jarðarför Guðlaugar Ólafsdóttur frá Geld- ingaholti, sem andaðis af slysför- um 16. þessa mánaðar, fer fram frá dómikfirkjunlni n.k. fimtudag- Athöfnin hefst í Landakotsspítala kl. 1 e. h. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 12 st., ísafirði 8, Alaireyri 9, SeyðisfirSi 9, Vest- mannaeyjum 9, Stykkishólmi 9, Blönduósi 8, Raufarhöfn 8, Hólum i Hornaíir'Öi 10, Grindavík 11, Þórshöfn í Færeyjum 9, Jan Mayen 7, Hjaltlandi 12, Tynemouth 13, (engin skeyti frá Grænlandi né Kaupmannahöfn). — Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 10 st. Úr- koma 1,2 mm. — Grunn lægð um 1000 km. suÖur af Reykjanesi á austurleiÖ. HæÖ yfir Austur-Græn- landi. — Horfiir: SuÖvesturland í dag og i nótt: HægviÖri, skýjaÖ loft, en úrkomulítið. — Faxaflói og BreiÖaf jöröur í dag og i nótt: Plægviðri, víðast á nor'ðan, léttir sennilega til. — Vestfirðir og NorÖ- urland í dag og i nótt: NorÖan og norðaustan gola. Þokuloft og súld i útsveitum. — NorÖausturland, Austfirðir og súðausturland : Hæg- viðri. Þokuloft og sumstaðar súld. Frú M. Brock-Nielsen er nú komin heim til sín og hefir sagt Kaupmannahafnarblöðunum frá för sinni hingað. Meðal annars skýrir hún frá því, að hún hafi kynst ungfrú Ástu Norðmann og sannfærst um, að hún sé gædd frá- bærum hæfileikum sem dansinær. — Ungfrú Á. N. er nú á förum til Kaupmannahafnar og mun frú Margrethe Brock-Nielsen hafa hvatt hana til þess, og boðist til að veita henni enn frekari tilsögn í dansi. Frúin vonar, að hún geti komið hingað að sumri og sýnt hér dansa á ný, ásamt Kaj Schmidt, konunglegum balletdansara. Hún fer mjög lofsamlegum orðum um íslendinga og þykir landið „fagurt og fritt." — (Að mestu eftir tií- kynningu frá sendiherra Dana). Blaðið „Morning Post“ í London bað Mr. Howard Little að vera fréttaritara sinn hér, jafn- skjótt sem því var kunnugt um, að liann hefði sagt upp starfi sínu fyrir Times. Mr- Little lofaði að taka starfið að sér með því skil- yrði, að blaðið flytti engar fjar- stæður um land vort eða lýð. Tveir danskir lyfsalar, Smith og Frederiksen, voru meðal farþega á M.s. Dronning AI- exandrine- Þeir hafa starfað í tómstundum sínum að björgunar- starfi því, sem kallast „miðnætur- mission“, og ætla í kveld kl. 8J4 að flytja erindi með skuggamynd- um í húsi K. F. U. M. um skugga- hliðarnar i Kaupmannahöfn. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. Max Pemberton, hinn enski botnvörpungur, sem strandaði í vetur á Kílsnesi á Mel- rakkasléttu, náðist á flot i gær, og er nú Óðinn að draga hann til Akureyrar. — Talið var í fyrstu, að hann væri svo brotinn, að eng- in tök væri á að ná honum á flot, og var hann seldur á uppboði. Kaupandi varð bóndinn í Leir- höfn, og hefir hann síðan unnið kappsamlega að því, að þétta skip- ið. Má ætla, að honum verði þetta nokfcur gróðavegur- Gullfoss kemur hingað kl. 2 í dag. Selfoss fer frá Hull í dag áleiðis hingað. E.s. ísland kom til Kaupmannahafnar kl 4 síðdeg'is í gær. Knattspymumót Reykjavíkur. Kappleikurinn í gærkveldi fór svo, að K. R. (a-lið) sigraði Val (b-lið) með 3:1. Fyrri hólfleik- ur. var daufur, en sá síðari miklu fjörugri. Átti K. R. menn strax leikinn, en Valur gerði nokkur skæð upphlaup. í byrjun síðari liálfleiks vildi það óhapp til, að Þorsteinn Einarsson varð óvígur í liði K. R. Meiddist hann svo á fæti, að hann getur ekki leikið framar á þessu móti. Hefir K. R. þar mist sinn besta mann úr lið- inu. — K. R. lék með 10 mönn- um nær allan seinni hálfleikinn. Þess skal þó getið, að Vals-menn buðu K. R. að setja inarin í stað í’orsteins. I kveld kl. 7%' keppír K R. b-lið við Vals a-lið. í gær voru hér í blaðinu sett af misgáningi nöfn Kliðsmanna K.R. í stað a-liðs sem kepti í gærkveldi. Keppendui' K.R. verða því þeir í kveld, sem stóðu í blaðinu í gær. í liði Vals verða í fcveld þessir menn: Agnar Breiðfjörð, Axel Þórðarson, Hall- dór Árnason, Hólmgeir Jónsson, ólafur Sigurðsson, Pétur Kristins- son, Snorri Jónasson, Steingríniúri Jónatansson, Þorkell Ingvarsson, Örn Matthíasson, Kristján GariS- arsson. Hannes Guðmundsson læknir er nú sestur að hér í bænum eft- ir tveggja ára dvöl erlendis. Hann hefir starfað við sjúkrahús í Þýskalandi og Danmörku og lagt stund á húð- og kynsjúkdóma sem sérfræði. Síðastliðið íir hefir hann verið aðstoðarlæknir á húð- og kyn- sjúkdómadeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn hjá próf. Rascln - Fyrir skömmu var hann af stjórn Læknafélags íslands viður- kendur sérfræðingur í þessum fræðum. 50 ára er í dag Ragnheiður Jónsdóttir, Norður- stíg 5- Gelria, hollenskt skemtiskip, kom, hing- að i morgun. — Margir gestantia lögðu af stað í liifreiðum til Þing- valla. — Ferðamannafélagið Hekla annast móttökurnar- — Undruri vakti það, að skipið hafði danslfc- an fána á framsiglu í morgun, ert ætla má, að það hafi verið af ókunnugleika. Hiekfa sá um, aS skipið fengi íslenskan fána og vat* liann dreginn við hún skömmu fyr- ir hádegi í stað danska fánans. í „Kölnische Zeitung“ stendur, að íslenska listsýningin hafi hlotið ágæta dóma í Stettin. —- í ýmsum þýskum blöðum stendur fregn um það, að Jón Leifs ferðist til íslands til þess að taka islensk þjóðlög á hljóðrita fyrir rikissafn- ið í Berlín, og að þýskt visinda- samband og mentamálaráð íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.