Vísir - 24.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1928, Blaðsíða 2
VISIR A u Höfum fengið: Þurkuð epll, Döðlur, Ferskjur, Nýjar kartöflur. Nýkomið: Svissneskur oatur „Grand St. Bernhard“ i 227 gr. ðskjum — fyrsta flokks. A« Obenliaupt, Símskeyti Julianeháab, 23. ág. F .B. Nýjar fregnir af Hassel. Hann hefir komist til Græn- lands og er nú verið að leita hans þar. Landstjóri Suður-Grænlands tilkynnir í dag, að flugvél hafi sést fljúga yfir „Fiskenæsset“. Enginn vafi leikur á, að liér var um flugvél að ræða og um aðra flugvél en Hassels getur ekki verið að ræða. Allir þorpsljúar og eins íbúar þorpsins Lichteii- fels sáu flugyélina á sunnudags- morgun kl. 10,30, flaug hún úr norðri norðvestur og fór lágt yfir Fiskenæsset, eins og flug- mennirnir væri að svipast um eftir lendingarstað. Flugmenn- irnir sáust greinilega, voru þeir að liorfa í kring um sig með sjónauka. Siðan sást það til flugvélarinnar, að hún livarf austur á tbóginn, en fór sér liægt. Leit er hafin að flugvélinni í mótorbátum frá Godthaab og Fiskenæsset. Khöfn, 23. ág. F. tí. Parísarför Stresemanns. Frá París er símað: Stresemann, utanrikismála- ráðherra pýskalands, kemur hingað einlivern naístu daga, til þess að undirskrifa ófriðar- bannssáttmála Kelloggs. Frökk- um þykir koma Stresemans eigi iþýðingarminni en undirskrift .samningsins. Búast inenn við, að Stresemann lireyfi við heim- köllun setuliðsins úr Rínarbygð- unum, en ókunnugt er mönnum um það, livort hann ætlar sér að heimta það að svo stöddu, að setuliðið verði kallað heim úr öllum Rínarbygðunum eða að- eins úr Koblenzbeltinu nú. Bráðleg heimköllun setuliðs- ins úr Koblenzbeltinu hugsan- leg, þar eð samkvæmt Versala- friðarsamningunum á að flytja setuliðið þaðan innan 18 mán- aða. Mundi þá lieimköllun selu- liðsins þaðan fara fram án end- urgjalds, að þvi er ætlað er. Hinsvegar búasl menn ekki við, að setuliðið alt verði kallað heim úr öllum Rínarbygðum, nema í staðinn komi víðtæk þýsk öryggisloforð. Hoover fær lausn frá ráð- herrastörfum. Frá Superior Wisconsin er símað: Coolidge forseti hefir fallist á að veita Hoover versl- unarmálaráðherra lausn frá embætti sínu, en liann baðst láusnar nýlega til þess að geta tekið þált í undirbúningi undir forsetakosninguna. Whitting, pappírsverksmiðjustjóri, hefir verið skipaður eftirmaður Hoovers. Konungskjör í Albaníu. Frá Berlín er simað: Ákveðið liefir verið að Zogu forseti í Albaniu verði kosinn konungur Albaniu á fundi albaniska þingsins á laugardaginn kemur. Frá Sigínfirði. —o— (Einkaskeyti til Vísis). Siglufirði, 23. ágúst. Mikil síldveiði undanfarið hjá hcrpinóta- og reknetaskip- um þangað til 2 siðustu daga að áustanstormur hefir hamlað veiði. Saltað hér til hádegis í dag 53,463 tunnur, kryddaðar 16,764, annarstaðar á landinu ca. 17,000 saltaðar og 3,000 kryddaðar. Menn giska á að veiði Norðmanna sé um 100,000 tunnur. Herpinótaskipin Nam- dal og Langanes hafa hér hæst- an afla, um 5000 mál livort, línuveiðararnir Pétursey, Pap- ey, Ath, Eljan, Olafur Bjarna- sou, Anders um 4000 mál liver. Hæstu reknetabátar eru Ilösk- uldur 1600 tunnur, þorgeir goði 1500. Hæstur af herpinótamót- orbátum er Hermóður frá Akranesi, um 6000 lunnur. — Síldarbræðsla Goos liefir ekki haft undan að afgreiða siðustu daga, og hafa því mörg skip orðið frá að hverfa. Eftir að véfengingardómur bæjarfógeta á stjórnarrá'osúr- skurði um móttöku síldar af norskum skipum var kvcðinn upp, hafa mörg norsk skip landað hér bræðslusíld i slcjóli dómsins. Mikil óánægja yfir því, þar sem íslensk skip verða frá að hverfa. Einnig er óánægja yfir því, að stjórn síldareinka- sölunnar leyfir nokkrum lit- gerðarmönnum hér að kaupa síld af Norðmönnum til sölt- unar. Farmurinn úr norska gufu- skipinu Lövöy, sem færeyski kútterinn Haffari bjargaði, var metinn 30,000 kr. Kafari frá Reykjavík kom með Drotning- unni til að skoða skipið. Senni- lega fá Fsfreyingarnir að minsta kosti % af matsverðinu í björg- unarlaun. Útflutningnr hrossa. Hr. Gunnar Sigurðsson hefir tjáð mér þakkir fyrir smágrein, sem eg ritaði nýlega í Vísi. Hann hefir sjálfur gerst tals- maður dýraverndunar á Al- þingi og liefir réttilega skilið, að mér gekk ekki nema gott til með grein minni, þó að ekki yrði hjá því komist, að vita þá aðferð, sem höfð liefir verið við útflutning hrossa í sumar. Gunnar telur þó ýmislegt ranghermt í grein miuni, og get eg þakkað lionum það, sem hann leiðréttir réttilega, en það er tala folaldanna, sem eftir voru skilin á Mógilsá. Geng eg að þvi visu, að Iiann viti betur en heimildarmaður minn, hve mörg þau voru. Hitt þykist eg hafa farið rétl með, að folöld- in væri tvo daga, en ekki einn, á Kolvíðarlióli, því að þau voru þar i tvo sólarhringa, þ. e. einn heilan dag og tvo dagparta. Viðskilnaðinum við folöldin á Mógilsá var svo lýst þar efra, sem eg liefi áður frá skýrt, en við Gunnar höfum þar báðir við annara sögusögn að styðj- ast, og verður hver að trúa því, sem lionum þykir sennilegast í því efni. —- Gunnar getur þess ekki, hvaða bifreiðastöð það liafi verið, sem brigðaði við hann samningi um að sækja folöldin að Ivolviðarlióli, og skiftir það ekki miklu máli. En þegar eftir þeim var farið, urðu tvö eftir, vegna þrengsla í vagninum, og fór um þau að öðru leyti eins og eg liefi áður sagt. En það er rétt, að Sig- urður á Kolviðarhóli annaðist vel um folöldin, á meðan þau voru geymd i lians liúsum, og var honum vel trúandi til að taka það upp hjá sjálfum sér. Gunnar spyr, hversvegna eg hafi ekki hafist lianda, þegar Sambandið „skipaði út í sum- ar“, þ. e. skipaði út folaldsmer- um. Því er fljótsvarað. Dýra- verndunarféláginu hafa eng- ar kærur eða kvartanir borist um það, að Sambandið liafi skipað út folaldsmerum í sum- ar, og ef því er til að dreifa, þá befir það verið gert án vilja eða vitundar útflutningsstjóra Sambandsins, því að hann er andvígur slíkum útflutningum, að því er eg best veit. Ilins- vegar bárust Dýraverndunarfé- laginu kærur og kvartanir um útflutping folaldsmeranna í stóði G.S., og stjörn Dýravernd- unarfélagsins fól mér þess vegna að vekja máls á því at- ferli. — Mér er ljóst, að bæði Hveiti ýmsar tegundir. Haframjel (Flaked Oats). Fyripliggjandi. ÞðRÐUR SVEINSSON & CO. má fegra og ófegra málstað G. S., en eg hefi enga löngun til þess að ''gera honum óþarfa skapraun út af þessu. Við Gunnar erum víst sam- mála um, að stóðliross sé mesti vonarpeningur íslenskra hænda, og að yfir þeim vofi fellir, ef liarður vetur kæmi. Þvi fer þess vegna fjarri, að eg amist við því, að þau sé seld úr landi, en skoðun mín á því máli er i fám orðum þessi: Þegar nauðsyn ber til þess að senda út folaldsmerar, þá fer best á þvi að draga það sem lengst fram eftir sumri, og mér finst það brýn mannúðar- skylda, að venja folöldin und- an þeim i tæka tið, i stað þess að reka þau með þeim langar leiðir og eiga á hættu, að þau gefist upp, livar sem vera skal. Og eg leyfi mér að skora á hr. G. S. að fara fram- vegis að mínum ráðum í þessu efni. G. S. bendir á illa meðferð lamba og nautgripa, sem oft hefir verið vítt, en eg fæ ekki séð, að hún fegri málstað hans og læt liana þvi liggja á milli hluta að þessu sinni. Eg skal að lokum geta þess, að eg teldi æskilegt, að þeir menn léti til sin heyra um þetta, sem eldri eru og reynd- ari í þessum efnum en við G. S. B. S. Gefjunar'Vörur nýkomnar 1 stóru lirvali á Laugaveg 45 (komið og skoðið, — það kostar ekkert.) 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. J?að marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.