Vísir - 24.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1928, Blaðsíða 3
50 aura, 50 aiiFa* Elephant cigarettur. I/júffengap og kaldai*. Fást alsstadar í lieildsölu lijá Tóbaksversl Islands hi A. V. I ^" Nýkomnar gulllallegar ljósmyndir af dýpum í hvepn pakka. Viðtal við andbanning. — Þið látið lítið til ykkar' heyra nú orðið, segi eg við einn andbanning, hvað virðist ykkur um nýjustu aðgerðir þings og stjórnar í áfengismál- ' inu? — Eg get nú aðeins svarað fyrir mig, segir hann, — þvi að andbanningar haf a ekki lát- ið neitt uppi sem heild fyrir sig. Eg er rétt ánægður með það, þótt hert sé á ákvæðum og gæslulaganna. Því, sem eru lög, vil eg að framfylgt sé með festu, og þó betra að fylgi nokkur forsjá, því að sæmileg lög er hægt að ónýta með því að leggja skakkar áherslur á einstök ákvæði þeirra. — Hefir álit yðar breyst nokkuð frá þeim tíma þegar þið þrumuðuð mest gegn bann- lögunum ? — Ekki að því er mig snertir. Eg var altaf á móti gagngerðu banni og er ennþá. En hér er ekkert algert bann, eins og þér yitið. Og kannske munið þér líka, að eg vildi vinna að því af krafti, að út- rýma drykkjuskap, en bann- menn vildu enga samvinnu — þóttust algerlega einfærir. Við heimtuðum þá að mega halda léttum borðvínum upp í 12% styrkleika, eða þar um bil, þau mundu engan drykkjuskap gera. Nú éru l'eyfð mikið sterk- ari vín, svo að eg fyrir mitt leyti kvarta ekki, enda þótt eg áliti að bestu tegundir brendra drykkja séu mikið hollari en þetta misjafna vingutl. — Hvaða stefnu viljið þér láta leggja aðaláhersluna á um framkvæmd áfengislaganna? — Því er fljótsvarað! — Á opinbera siðsemi við notkun áfengis! — Það, sem kallað er drykkjuskapur, á hvergi að sjást opinberlega. Áhrif víns má enginn bera utan á sér, fremur en áhrif ýmsra sjúk- dóma, sem menn eru vanir að blygðast sín fyrir. Þetta á að vera islenskt metnaðarmál, 'eins og það var metnaðarmál Grikkja á gullaldartímanum, að geta neytt víns án þess að |)að sæist á þeim. Þrælana höfðu þeir til að sýna æsku- lýðnuni látæði ölvaðra manna. Aðallinn lét ekki hafa sig til þess. , — Er það of nærgöngult af mér að spyrja hvort þér hafið sjálfur nokkurn tíma orðið ölvaður? — Eg kannast f úslega við, að eg varð það allof t á námsárum mínum. En þá-réð annað lög- mál en nú á að ráða. Við fund- um okkur á þeim timum tæp- lega sem frjálsborna menn, þótt við gortuðum löngum af göfugu ætterni. Nú höfum við lagt hönd að því að þjóð vor er orðin frjáls -— hugurinn er orðinn allur annar, og kröfurn- ar harðari. — Haldið þér í alvöru að öll- um íslendingum takist að vinna bug á drykkjufýsn sinni, við það eitt að vera eggjaðir lögeggjan? — Nei, það er alls ekki það, sem eg á við. Fýsnir og svölun fýsna, það eru einkmál og eiga að vera einkamál, sem ótil- kvaddir blanda sér ekki i. Það sem eg ætlast til af því, sem eg mundi vilja kalla islenskt að- alseðli, er að það breiði heldur ekki þessi einkamál sín eða önnur til þerris á almannafæri. Þegar eðli vort hefir látið und- irokast, erum við Islendingar svolar og sóðar með sjálfa okk- ur, en jafnskjótt og við finnum okkur lausa úr bóndabeygj- unni og stönduin uppréttir, þá er velsæmiskendin sterk og við flöggum hvorki í heila stöng né hálfa með tilfinningar okk- ar. — Já, en aðallinn í okkur mun nú vera orðinn ærið blandinn, haldið þér það ekki? — Kann að vera, en sé hann ekki aldauða skal hann sigra, og það gerir hann því fyr, ef hann fær að hafa einkamál sín sem mest í friði. En eins og bæjarstjórnin tekur ekki að sér að ræsta heimili manna, eh vakir væntanlega stranglega yfir opinberu hreinlæti, þann- ig skulu öll opinber völd vera ströng um opinbert siðlæti, og i áfengismálinu óska eg ekki að stjórnin leggi þar finguma i milli. En ranga kalla eg þá stefnu og skaðlega, auk þess sem það æsir upp andstöðu, að farið sé mjög út í smámuni og eltingaleik við einstakar flösk- __________VISIR ________. ur, sem ætlaðar eru til eigin afnota. Ólöglega verslun með áfengi á aftur ekki að þola, og ölvaða menn skal hreinsa burt af almannafæri. Það á að vera í þágu mannanna sjálfra, með því að álíta ber að enginn óski að láta sjá sig ölvaðan. Þetta mun skapa sterkt almennings- álit, en það er öflugasta vopn- ið á drykkjuskapinn. Þegar það er fengið, má heita að fullnaðarsigur sé unninn i áfengismálinu.-------• Eitthvað var samtalið lengra, en þetta mun nægja til að lýsa bugsunarhætti þesssa and- bannings. X. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Isa- firði 9, Akureyri 10, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum 9, Stykkis- hólmi 10, Blönduósi 8, Raufar- höfn 8, Hólum i Hornafirði 9, Grindavík 9, Þórshöfn í Fær- eyjum 9, Julianehaab (i gær- kveldi) 7, Angmagsalik (í gær- kveldi) 6, Jan Mayen 3, Tyne- mouth 16, (engin skeyti frá Hjaltlandi né Kaupmannahöfn. — Mestur hiti hér í gær 16 st., minstur 9. Tjrkoma 0.2 mm. — Djúp loftvægislægð við vestur- strönd írlands, en hæð suður af Grænlandi og fyrir norðan Island. — Horfur: Suðvestur- land í dag og nótt: Austan átt, sumstaðar allhvass; smáskúr- ir. — Faxaflói i dag og nótt: Hægur austan eða norðan, skýjað loft, en víðast úrkomu- laust. — Breiðafjörður, Vest- firðir og Norðurland i dag og nótt: Hægur norðan og norð- austan, þurt veður. — Norð- austurland og Austfirðir i dag og nótt: Hægur austan, smá- skúrir. — Suðausturland í dag og nótt: Austan og norðaustan kaldi. Sennilega þurt. Nýr björgunarbúningur er Slysavarnafélag íslands á, verður sýndur og reyndur út við Sundskálann í Örfirisey á sunnudaginn kemur í sambandi við íslandssundið, en það hefst kl. 2 e. h. Búningur bessi er mjög merkileg nýung og ar tal- ið liklegt að jafnvel ósyndur maður geti i honum komist með linu í land frá ströndnðu skipi. Tilraunir um það verða gerðar á sunnudaginn. Fer vel á þvi að slik slysatryggingar- tæki eru reynd í sambandi við sundmót, því sundið er einn lið- urinn i slysatryggingum. Hjúskapur. í gær voru gefin saman i hjónaband af sira Bjarna Jóns- syni Sigurlbjörg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Steinsson, bæði til heimilis á Hverfisgötu 85. Knattspyrnumót Reykjavíkur. Kappleikurinn í gærkveldi milli K. R. og Vals a-liða fór ágætlega fram og er áreiðan- lega besti kappleikurinn sem verið hefir enn á þessu móti. Bæði félögin léku af fjöri og miklu kappi, en þó af fullum drengskap. — I byrjun fyrri hálfleiks var sóknin K. R. meg- in og skaut þá Ingvar Ólafsson laglega í mark Vals. Hóf þá Valur sókn mikla að marki K. R., en varnarlína K. R. braut hana af sér fljótlega. Gekk svo um hrið, að mörg upphlaup með góðum samleik voru gerð á báða bóga, sem ágæt vörn afstýrði. Þegar hálfnaður var fyrri hálfleikur tókst Hólm- geir Jónssyni að skora mark hjá K. R. Var svo jafntefli 1:1 að hálfleik loknum. Áhorfend- ur urðu nú afar „spentir" og mikill hávaði á pöllunum. — Seinni hálfleikur byrjar. K. R. hefur þegar sókn, en án árang- urs. Nokkuru síðar fær Hans Kragh gott tækifæri og spyrnir snarlega beint í mark Vals. Leikur hefst á ný, sókn og vörn skiftast á. Valur fær „vítis- spyrnu" á K. R. og lendir knötturinn á markstönginni. Sami maður og spyrnti vítis- spyrnuna nær þá knettinum aftur og spyrnir, en þá flautar dómari, því að slíkt er ekki léyfilegt, nema mótherji hafi, leikið knettinum áður. Leikur- inn heldur svo áfram og gerir hvorugur fleiri mörk. Endir varð því sá, að K. R. a-lið sigr- aði Vals a-lið með 2:1. — I kveld er hlé á mótinu, en ann- að kveld kl. 6V2 byrja kapp- leikar aftur. Keppir þá K. R. b-lið við Vals a-lið og mun það áreiðanlega verða skemtilegur leikur. Ókunn flugvél Sú fregn fór eins og eldur í sinu um bæinn í morgun, að tveir menn eða fleiri hefði séð ókunna flugvél á flugi hér úti fyrir í morgun, og hefði hún stefnt upp á Mýrar. Fyrirspurn- ir hafa verið sendar til stöðva víðsvegar hér í nánd, en hvergi hefir orðið vart við þessa flug- vél. Skátafélagið Ernir biður félaga >á, sem ætla að hjálpa til við húsbygginguna að gefa sig fram í Tóbaksbúðinni, Austurstræti 12, fyrir hádegi á morgun. Hjálpræðisherinn. Sunnudagaskólinn fer su'ður i Kópavog kl. 1 á sunnudaginn, ef veður leyfir. Börn sæki að- göngumiða á laugardag kl. 2— 4 e. h. Gestur Árskóg. Skólagarðurinn við Barnaskólann vérður til sýnis fyrir skólabörn á sunnu- dögum kl. 10—12. Brúarfoss kom frá útlöndum í morgun. meðal farþega voru: Halldór Sigurðsson, Vigfús Einarsson, Jörgen Hansen og frú, frú Polly Ólafson, Magnús Magnússon kaupm. frá Isafirði, Guðlaugur Lárusson, Ólafur Helgason, læknir, Jón Leifs og frú, Gunn- ar Kvaran kaupm., Ragnar Halldórsson, Mr. Mac. Coll, Mr. Gray, Mr. Cottron, Miss Mac. Coll, Daníel Danielsson og frú, Jón H. Guðmundsson, Gissur Bergsteinsson, cand. jur., frk. Maria Kristinsdóttir. St. Skjaldbreið hefir til umræðu á fundi sínum í kveld, áfengislöggjöflna nýju. Margir ræðumenn. Gefjun, Laugaveg 45, afgreiðir strax ut á ullina ykkar dúka, band og lopa, hvergi hagkvæmaíi við- skiftl. Komið og reynið. St. Æskan nr. 1 í berjamó fer stúkan næat- komandi sunnudag að Lækjar- botnum. Lagt verður af stað kl. 9 og kl. 11 f. h. Farseðlar á kr. 1,50 (báðar leiðir) verða seldir í dag og á morgun kl. 5—7 í Gullsmiðjunní Málmey, Laugaveg 4. Verulega feitt dilkakjöt, lifur, hjörtu, svið, glænýr lax, fiskfarg, kjötfars, súr hvalur. Kjötlaío Hafnarfjarðar. Sími 158. Sendum heim. Solinpillur eru framleiddar úr hrein- um jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á lik- amann, en góð og styrkj- andi áhrif á meltingarfær- in.SóIinpillurhreinsa skað- leg efni úr blóðinu. Sólin- pillur hjálpa við vanlíðan er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð að eins kr. 1,00. — Fæst i LAUGAVEGS APÓTEKL Enskur botnvörpungur kom i nótt frá Grænlandi. Olíuskipið fór héðan í gær. Lyra fór héðan í gær. Meðal far- iþega voru: Herluf Clauseil kaupmaður, Guðrún Einarsdótt- ir, Friðjón Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Hrefna Ingimars og Elisabet Erlendsdóttir. Aheit á Strandarkirkju, . afh. Vísi: 10 kr. frá S. og R.# 5 kr. frá N. N., 5 kr. frá Bláusí, Kaldadal, 5 kr. frá Heklutind* um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.