Vísir - 29.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1928, Blaðsíða 2
V i S 1 R )) MfmhnÍ* Oilsem íli Nýkomið: Blandad marmelaði, Flórsykur, Svínafeiti, Hveiti, Riígmjöl, Hálfsigtimjöl. Fyjpirilggjaiiái s Hrísgrjón 3 teg, Hrísmjöl og Kartöflnmjöi Superior. A, Obenliaupt. Hveiti ýmsar tegundip. Hafpamj el (Flaked Oats). FyfÍFliggjandi. ÞÓRÐUH SVEIN880N & CO Sfcá> Símskeyti —o— Iíhöfn, 28. ág. F. B. Undirskrift Kelloggssáttmála. Stresemann fagnað. Frá París er símað: Strese- mann átti i gærmorgun all- langa viðræðu við Poinearé. Umræðuefninu er haldið leyndu. Mikill mannfjöldi fyr- ir utan hústað Poinearé’s hylti Stresemann. Hátíðleg athöfn fór fram í gær i sambandi við uúdirskrift ófriðarbannssamn- ingsins, i sal þeim í utanrikis- ráðuneytisbyggingunni þar sem friðarfundurinn liófst ár- ið 1919. Briand hélt ræðu, hylti fyrst Ivellogg, þá Stresemann og Chamberlain. Kvað Briand það eftirtektarvert og góðs vita, að Þýskaland hefði nú sent fuíltrúa til þess að skrifa und- ir samning um ófriðarbann á- samt fvrverandi óvinum sin- um. Stórveldin hefði nú, í fyrsta skifti í veraldarsögunni, lýst árásarófrið ólöglegan. Samniiigurinn hafi raunveru- legt gildi, ríki, sem rjúfi samn- inginn, mundi mæta almennri óvináttu. Spurði hann enn- fremur: Hvaða þjóð mundi eiga slikt á hættu? — Friði er nú lýst yfir sagði liann, lilut- verk- framtíðarinnar er að gera friðinn skipulagsbund- inn. Fransk-breska flotasamþyktin. Frá London er símað: Frakk- nesk-breska flotasamþyktin hefir enn ekki verið birt, fer tortrygni vaxandi í Banda- rikjunum af þeirri orsök. Sumir Bandarikjamenn ætla, að samþyktinni sé heint gegn Bandaríkjunum, vegna áforma þeirra um byggingu beitiskipa. Álita þeir samþyktina byrjun nýs frakknesks-bresks banda- lags. Fylgismenn flotaaukning- ar í Bandaríkjunum nota sam- þyktina til þess að stnðla að þvi, að flotinn verði efldur sem mest. — Bréf, sem sagt er að Chamherlain liaf'i skrifað Bri- and, í samhandi við fJotasam- þyktina, hefir verið hirt í Bandaríkjunum. Bréfið fjallar um frakkneskt-breskt flota- bandalag. Stjórnir Bretlands og Frakklands segja, að bréf- ið sé falsað. Verkfalli lokið. Frá Stokkhólmi er símað: Samkomulag hefir komist á í launadeilunni í sænska námu- iðnaðinum. Launakjör verða í aðalatriðum óbreytt. Vinna hefst aftur á næstii dögum. Utan af landi. Akureyri 28. ágúst. FB. Tilkynning um Súluna. Súlan kom aftur í gærkveldi kl. frá Seyðisfirði og fór sömu leið til baka að Langa- nesi. Sást þó nokkur síld á Eið- isvík innarlega, mjög nærri landi. Síðan var flogið yfir Sléttu vestur yfir Axarfjörð og milli Mánáreyja, voru þar 3— 4 stórar storfur við hornið á Lágey. Milli Þorgeirsf jarðar og Gjögurtár sáust 5—6 torfur, þétt upp við land. Flugfélag. Stykkishólmi 29. ágúst. FB. Bifreiðaferðir á milli Borg- arness og Stykkishólms eru orðnar tíðar. Þannig komu tvær bifreiðir hingað i gær fullsetnar og von á einni að minsta kosti í dag. Má telja vist, að þessi leið verði mikið farin á sumrum framvegis. Vor- og sumarvertíð er nú lokið. Þilskipin komin inn ný- lega og liætt veiðum. Afli all- góður. Lítið um valn vegna þurka. Heilsufar gott. Keflavík 29. ágúst. FB. Nokkrir bátar róa, selja afl- ann í Reykjavík. Stopull afli. Engin síldveiði. Slætti lokið hér i þorpinu. Akranesi 29. ágúst. FB. Enginn afli. — Slætti lokið. Spretta í lakara lagi, nýting ágæt. - Spretta i görðum misjöfn, lakari i sandgörðun- um vegna of mikilla þurka. Einstöku maður farinn að taka upp kartöflur til sölu. Biskupinn var hér á ferð- inni í gær í visitasíuferð. Bæjaríréttir n 8o<=*o o<rs>o8 Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 7 st., ísafirði 8, Akureyri 5, Seyðisfir'ði 6, Vest- maimaeyjum 8, Stykkishólmi 10, Blönduósi 6, Hólum í Hornafirði 7, Grindavík 9, Þórshöfn í Fær- eyjunt 7, Júlianehaab (í gærkveldi) 7, Hjaltlandi 9, Tynemouth 13. (engin skeyti frá Raufarhpfn, Jan Mayen, Angmagsalik, Kaupmanna- höfn). ■—■ Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 5 st. — Grunn loftvæg- islæg'ð fyrir austan land, hæð yíir Græniandshafi og íslandi. — Ilorf- ur: Suðvesturland: í dag og nótt suðaustan kaldi, sumstaðar smá- skúrir. — Faxaflói, Breiðafjörður og Vestfirðir: í dag og nótt austan og suðaústan gola, sennilega þurt. — Norðurland: I dag og nótt breytileg átt, skýjað loft, en senni- lega þurt. — Norðausturland: í dag og nótt allhvass norðan, sum- staöar skúrir. — Austfirðir: í dag og nótt norðan kaldi, úrkomulítið. — Suðausturland: I dag og nótt hægtir norðan, jiurt veður. Gunnlaugur Claessen læknir fer utan í dag til þess að verja doktorsritgerð sina í Stokk- hólmi. Síra Friðrik Friðriksson fer utan í dag með Brúarfossi og verður við hátíðahöld, sem hald- in verða í tilefni af 50 ára afmæli K. F. U. M. í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Mikil óánægja er sögð á SiglufirÖi út ,af ,regl- um, sem settar hafa verið urn flokk- un silcíar þeirrar, sem einkasalan kaupir. Er svo sagt i bréfi að norö- an. að útgerðarmenn hafi jaínvel alveg gefist upp við flokkunina, og þykjast menn nú sjá mikil missmíði á samningum þeim, sem fulltrúar stjórnarinnar. hafa gért við hina erlendu kaupendur. Munu þeir ekki eiga sjö dagana sæla, sem hafa á hendi síldarkaupin þar nyrðra. Mr. og Mrs. Woodgates komu með Suðurlandi í gær- kveldi frá Borgarnesi, 'eftir rúma tveggja mánaða dvöl við laxveiöar við Grímsá. — Höfðu hjóniri veitt um 200 laxa og meðalvigt hvers þeirra um 5)4 kg. Má jietta heita góð veiði, ]iví að laxveiði var frem- ur treg þar í sumar. Afmæli. Ekkjan Guðríður Jónsdóttir, Hverfisgötu 75, verður ^áttræð á morgun. Guðm. Þorkelsson, fyrrum fá- tækrafulltrúi, Pálshúsum á Bráð- ræðisholti, verður 78 ára í dag. Bjargmundur Sveinsson, Hverf- isgötu 83, er 45 ára í dag. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína Þórður Sigurbergsson og Margrét Jónasdóttir, Moldbrekku í Kol- beinsstaðahreppi. Knattspyrnumót Reykjavíkur. 7. kappleikur mótsins fór fram í gærkveldi milli Víkings og K. R., b-liðs. Fóru svo'leikar, að Víkingur sigraði með 5:1. Víkingur hafði vindinn nieð sér í fyrri hálfleikn- um en í seinni leiknum gerði logn. Var oft góður samleikur lijá Vik- ingurn meS snöggum upphlaupuni, en mörkin voru þó flest gerð úr „þvögu“ við markið. Vörn Víkings var góð, en nokkrir í varnarlínu þeirra léku ])ó stundum of „fast“ (ekki löglega). Má það ekki koma fyrir, að dómari hegni ekki fyrir jafn vitavert brot á lögunum og kom fyrir í gær. Var þa'Ö á þá leið, að einn af framherjum K. R. var að skalla iioltann og annar bak- vörður Víkings sparkaði um leið í 'áttina til l)oltans og lenti það í and- liti framherja K. R., ])ótt í þetta sinn yrðu eklci nein veruleg meiðsli af. En slíkt er ekki leyfilegt, enda stórhættulegt og sjálfsagt að hegna fyrir, svo aö það endurtaki sig ekki aftur. Ef leikið er eftir knatt- spyrnureglunum í hvítvetna, er knattspyrnan skemtilegur leikur og hættulaus. Hins vegar skal þess getið, að flestir af Víkingum léku mjög drengilega og hafa þeir mörg- um ágætum knattspyrnumönnum á að skipa. — K. R. menn gerðu éinnig góð uþphlaup, sérstaklega í seinni hálfleiknum, en varnarlína þeirra var ekki góð í gærkveldi aö* undanskildum 2 varnarmönnum. — I kveld kl. 7 keppa a- og b-lið Vals og byrjar leikurinn stundvíslega; K. Búnaðarritið 1 er nýkomið út. í því er fyrst langt „álit Flóanefndarinnar, sem skipitð var 6. nóv. 1926“. Síðan lcoma þcssar greinir: Lungnaormar og landbúnaður eftir Jón Pálsson dýralækni á Reyðarfirði, F óðurtilraunir, gerðar að Hvanneyri veturna 1921—1927, eftir J>óri Guð- mundsson kennara þar, Gin- og klaufaveikin eftir Iíannes Jóns- son dýralækni, Verkfæratilraun- ir Búnaðarfélags Islands 1927, Gróðurathuganir á Blikastöðum í Mosfellssveit eftir Guðmund Jónsson, Hugleiðingar um fóðr- un og hirðingu sauðfjár eftir Ásgeir Jónsson, Æðardúnn eft- ir Einar B. Guðmundsson, Ný- rækt og nýbýli eftir Hallgrím J^orliergsson, Reglur um verk- legt jarðræktarnám, Eigna- reiltningur Búnaðarfél. Islands 31. des. 1926, Sjóðir undir um- sjón Búnaðarfél. ísl. 1. janúar 1927. Jarðræktarlög 1923— 1928. — Búnaðarritið mun vera ódýrast allra tímarita hér á landi, þvi að menn fá það ókeypis til æfiloka, ef þeir ganga i BúnaSarfélagið og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.