Vísir - 31.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1928, Blaðsíða 2
visia MKjJi Lifoby’s Niðupsodnii* ávextiF eru bestir allra. Höfum ferskjur, perur, kirsuber, jarðarber, aprikósur, anauas og bíandaða ávexti. Verðlð lágt. FyfMiggjsndi: Jarðaberja- og hindberja- ávaxtamauk og ekta svissn. ostur í 227 gr. cskjum. A. Obenhaupt. Jón Eirlksson. 1728. — 31. ágúst. — 1928. —o— í dag er tveggja alda afniæli Jóns Eiríkssonar konferenzráðs. Hann var fæddur að Skálafelli í Austur-Skaftafellssýslu 31. ágúst 1728, var ungur settur til náms í Skálholti og komst þaðan, á vegum Harbóes bisk- ups, fyrst tib Noregs, og síðar til Danmerkur, og í Kaup- mannahöfn lauk ævi lians 29. dag marsmánaðar 1787, með þeim dapurlega hælli, að liann réð sér bana, svo sem kunn- ugt er. Jón var einhver lærðasii maður sinnar tíðar, ákaf- ur iðjumaður, svo að hann vann oft nótt með degi og sleit sér fyrir örlög fram. Var hann xnjög þrotinn að heilsu á efri árum. Allan síðara hluta ævinnar liafði liann mikil afskifti ai' ínálefnum íslands, og var mik- ill stuðningsmaður Skúla fó- geta Magnússonar, í haráttu hans fyrir hag og heill þessa lands. Þess er enginn kostur í stuttri Ixlaðagrein að lýsa starfi þessa rnerka landa vors, sem var einn hinn ágætasti fslend- ingur, sem sögur fara af, en hér skulu tilgreind nokkur uramæli úr ævisögu hans, eftir Svein Pálsson. Þar segir svo: „Hversu lieitt konferzráð Eiríksson liafi elskað sína fóst- urjöi’ð fsland og látið sér annt um uppreisn á hennar sóma, lærdómi og búskaparásig- komulagi, það verður ekki í stuttu máfi útskýrt. Hver sá sem athugar innar dönsku stjórnar og ýnxissa útlendu nxannvina margföldu tilraunir, uppákostnað og gjafir til viðreistar öllu því er þenkst gat landinu nytsamt, allt frá 1770 til nálægra tixxia, vist franx undir aldamótin, og þar lijá veit, að flest þxxð iiefir amiíið livorl gengið gegnuin Eiríks- sons hendur eður er afleiðingaf lians dugnaði, þeinx mun ekki virðast ofhermt þótt sagt væri: Að konferenzráð Eiríksson með verkum sinum og eftir- dæmi liafi meira afk’astað landi þessu til sóma og upp- lconiu, eu fleslir landar lians á forixum öldum og nýjum, þó sá alvísi, sem ávöxtinn gefur, hafi liðið, að margar góðar ráð- .stafanir, landinu til lieilla, ei liafi samsvarað þeim góða til- gaugi. Því miin varla nokkur neita, að liann hafi siundað landsins heiður og lærdóm öll- unx frenxur, á þeirri tíð hann ------------1 „Viðvíkj andi búskaparefn- um landsins, þá ætla menn fs- land liafi éngum sona sinna jafnmikið að þakka og Eiríks- son. Þau lágu lionum öllu freniur á lijarta.----Áhyggja fyrir þessu og öðru sem ís- landi við kom, varð honuili tiðum svo þung, að hann — kalla mátti — neytti hvorki svefns né matar, og lxafði nær því enga ró, einkum væri þá nokkur vandi á ferðunx jxessu viðvíkjandi, hvers endalykt honum, á einhvern iiátt, leitst efasöm. Féllu honunx þá eitt- hverl sixin við kunningja sinn þess liáttar orð: Enginn veit né trúir, livilíkt angur, ónæði og hugarkvöl, þau fslandsefni oila mér, frexnur öðru, sem á mér liggur. Það veil guð, að eg ekkert vil áforma né gjöra annað en það, sem konungin- um og landinu er til gagn- semdar. Þó liggja landar mín- ir mér á hálsi, þegar ekki er alt senx þeinx likar.------Hér má auðvelt tortrj'ggja gjörðir mínar, því að liér þekkja svo fáir landsins lög, ásigkomulag og nauðsynjar, eða htxfa þar á rétta ráðdeild. Mörgu sinni hefi eg verið á fremsta Ixlunni að heiðasl af konungi nxínum lausnar frá afskiftum íslands og ölliun þess umráðum, en get ekki fengið það af mér. Eg elska fsland fölskalaust, þó að eg gangi vakandi að því, að sxi elska stvttir mínar lifsstundir.“ Símskeyti Kliöfn, 30. ágúst. FB. Fylgi Kelloggs-sáttmálans. Frá London er sinxað: Ætlan manna er að öll ríki, nema ef til vill Rússland, Tyrkland og Ungverjalánd skrifi undir ófriðarbannssainninginn. lívaö gerir. öldungadeildin? Frá Wasliington er símað: Mikið er unx það rætt í ame- riskum blöðum, livort öldunga- deild þjóðþings Bándaríkj- anna muni samþvkkja ófriðar- banns-samninginn, en þó eru flestar likur taldar til ]>ess, að svo verði. Samningurinn vei'ð- ur ekki lagður fyrir öldunga- deildina fyrr en að forseta- kosningum loknuxn. Með því móti verður auðveldara að lialda málinu utan við flokka- deilurnar. Búasf menn við, að Borali, formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildar- innar, leggi til að samningur- inn verði samþyktur. Fylgis- menn flotaaukningarinnar í Bandaríkjununx vinna að því, að tillögurnar um flotaaukn- ingu, sexn öldungadeildin frest- aði að ræða í vor, verði sanx- þyktar áður en ófriðarbanns- samningurinn verður lagður fyrir öldungadeildina. Landfarssátt í Aþenu. Frá Aþenuborg er símað: Rúmlega 150 þúsund íbúar Aþenuhorgar erú haldnir den- gue-veikinni. Atvinnulífið er laniað. Áttatíu deyja daglega. Kirkjumálaráiðstefna i Prag. Frá Prag er simað: Kirkju- málaráðstefna 42 landa lxefir saniþykt áskorun þess efnis, að livetja öll þau riki sem eru í Þjóðabandalaginu, til þcss að takmai’ka herbúnað samkvæmt fyrirmælum laga Þjóðlbanda- lagsins og lögleiða almennan gerðardóm. Ráðstefnan skoi'- aði ennfremur á kirkjuna í öll- um þessum löndum að stuðla að franxkvæmd í málinu. Utan af landi. —o— Vestm.eyjum, 31. ág. FB. Aflasala. Skijx það, .er flutti veiði dönsku dragnótabátanna til Englands, kaupir nú fisk í ís af eyjarskeggjunx, sem það flytur út. Er hér eingöngu um smábátaveiði að ræða. Hafnarbætur. í sumar hefir verið unnið að endurhótum á lxafnargörðun- unx. Var annar þeirra hreikk- aður fram úr og steypt kring- um lxausinn, en hinn (noi’ður- •garðurinn) lengdur. Er þessu ifrastar ílar éstip. Sfmi 2292, verki ekki enn lokið. Ennfrem- ur lxefir verið unnið að því að ná upp grjóti af hafnarbotnin- um. Vegabætur o. fl. Vegir liafa verið lagðir að Stói'liöfða og út á Torfmýri, hvorttveggja með liliðsjón af nýrækt þeirri, senx nú er urm- ið að. Ilefir mikið af landi ver- ið tekið til ræktunar í fvrra og í ár. Heyskapur er í meðallagi og gi^igið vel. Nýting hevja með hesta móti. Fiskþurkun hefir gengið ágætlega. Talsvert selt af fiskinunx. Dánarfregn og beilsufar. Nýlátin er frú Guðrún Þor- steinsdóttii’, læknis, í Valhöll. Hfeilsufar er ágætt. Nýi skólinn. Athygli slxal vakin á auglýs- ingu, senx birt er í blaðinu í dag, um hipn nýja Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Eins og áður liefir verið frá slcýrt í Vísi, liafa einstakir menn liér í bæ stofnað skóla þenna, til þess að sjá þeim unglingunx fyrir gagnfræða- mentun, senx ekki fá aðgang að Mentaskólanum. Unglingar þeii’, sem stóðust inntökupróf í Mentaskólann í vor, en gerðir voru afturreka, vex-ða teknir próflaust í lxinn nýja skóla, en inntökupróf verður haldið yfir öðrum ung- linguni, sem sækja um inn- göngu, og fer það frarn fyrstu daga októbermánaðar og verð- ur sniðið. eftir inntökuprófi Mentaskólans. Skólinn fær liúsrúm í Iðn- skólanum og kenslustimdir verða- frá kl. 8 að morgni til kl. 2 eða 3 síðd. Skólaárið er frá 1. októher til 30. júní. Að þessu sinni verður að eins ein deild (fyrsti hekkur) og þar verða kendar sömu námsgreinir senx í 1. hekk Mentaskólans, og sömu bækur notaðar við kensluna. Skólagjaldið verður 150 kr„ eins og í Mentaskólanum, en skólinn mun að sjálfsögðu fá styi’k úr hæjai’sjóði og ríkis- sjóði, til þess að standast þann kostnað, sem umfram verður skólag'jöldin. Skólanefnd liefir ráðið pró- fessor Ágúst H. Bjarnason for- stöðumann þessa nýja skóla og er liann fyrir allra hluta sakir ágætlega fallinn til þess starfs. Má óefað treysta því, að hann kappkosti í samráði við skólanefnd að vanda svo til kennaraliðsins, að þar verði valinn maður í hverju rúmi. Bæjaxfréttir Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., ísa- firði 10, Akureyri 13, Seyðis- firði 12, Vestmannaeyjum 10, Stykkishólxni 11, Blönduósi 10, Raufarhöfn 9, Hólunx í Horna- firði 11, Gi’indavík 11, Þórs- liöfn í Færeyjum 10, Juliane- haah (í gærkv.) 8, Jan Mayen 5, Angmagsalik 4, Hjaltlandi 9, Tynemotli 12 (engin skeyti frá Kaupmannaliöfn). — Mestur hiti iiér í gær 14 st„ minstur 9, lirkoma 6,3 mni. — Stór loft- vægislægð fyrir Suðvéstan Íslaiiíi, eri lxæð yfir Bretlands- eyjum. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður: I dag sunnan og suðvestan kaldi, rigning. f nótt sennilega allhvass sunnan. Vestfii’ðir og Norðurland: I dag og nótt suðvestan gola, þykt loft og rigning öðru livoru. Norðaust- urland og Austfirðir: í dag og nótt suðvestlæg gola, víðast þiirt. Suðausturland: í dag og nótt sunnan og suðveslan gola, dálítil rigning öðru liverju. Skipafregnir. Kari, flutningaskiþ, fór til Hest- eyrar í gær. Tekur þar síldarmjöl. Þýskur botnvörpungur, sem konx hér inn vegna bilunar, fór xit í gær. Gullfoss kemur til Kaupmanna- hafnar í kveld. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj- um kl. i í gær, áleiöis til útlanda. Lagarfoss fór frá Djúpavogi í fyrrakvöld, á leið til útlanda. Selfoss fer hé'öan í kveld vestur og noröur um land, álei'öis til Hull og Hamborgar. Esja kom til Kópaskers í dag. Goðafoss fór héöan kl. 6 í gærkvöldi, vest- ur og norður um land. Meöal far- þega voru: Mr. Taylor, Magnús Aöalsteinsson, Miss Rowe, Ó. T. Sveinsson og frú, Jón Guðlaugs- son, Vigfús Einarsson, Magmis Magnússon, Vilhelnx Steinsson, Þorkell Þorkelsson, Elías Pálsson og frú, Magnús Brynjólfsson, El- ísabet Jónasdóttir, Guörún Einars- dóttir, Kristinsa Sigurgeii’sdóttir, Óli P. Krstjánsson og frú, Karl Magnússon læknir og frú, Jóhanna Gunnarsdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir, Brynh. Olgeirsdótt- ir, Sigríður Snæland, Steinunn Árnádóttir, Dröfn Snæland, Ásta ólafsdóttir o. fl., o. fl. „Pourquoi pas“, rannsóknarskipiö franska, kom hér inn í morgun, til þess að fá sér kol o. fl. Haust-útsölur eru nú að hefjast í verslunum bæjarins, eins og sjá má af aug- lýsingum í blaðinu í dag. Laxveiði í Elliðaánum er lokiö í dag. Vciðst mun hafa á níunda huudrað laxa, og er ])<vö stóruni minna en í fyrra. Spegillinn kemur út á venjulegum tíma 'Æ morsfttn. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.