Vísir - 01.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1928, Blaðsíða 2
)NfflHHH&OLSEH( 6% K u n u u Libtoy's Niöursoónir ávextir eru bestir allra. Höfum ferskjur, perur, kirsuber, jarðarber, aprikósur, ananas sg blandaða ávexti. Verðið lágt. Nýkomið: Miíka, Velma og Magna hio óviojainanlega átsúkkulaM frá SUOHARD. A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn 31. ág. FB. Viðræða Stresemanns og Poincaré's. Frá Berlín er simað: Ríkis- stjórnin hefir fengið skýrslu um viðræðu þá sem fram fór á milli Poincaré's og Strese- manns í Paris nýlega. Sam- kvæmt Berl. Tageblatt ídend- ur í skýrslunni að Poincaré hafi sagt, að heimköllun setuliðsins frá þriðja Binarbygða-beltinU verði að biða endanlegrar úr- lausnar skaðabótamálsins, en hennar sé ekki að vænta fyr en þá er forsetakosningarnar í Bandarikjunum eru um garð gengnar. Poincaré virðist til- leiðanlegri til þess að slaka eitthvað til viðvikjandi heim- köllun setuliðsins úr öðru Rin- arbygða-beltinu, en álítur þó heppilegra að Frakkar eigi upp- tökin að heimköllun þess. Ráðsfundur pjóðabandalagsins. Frá Genf er simað: Ráðs- fundur pjóðabandalagsins hófst i gær. Vekur hann litla athygli í heimsblöðunum, þar eð Bri- and, Stresemann og Chamber- lain eru f jarverandi. Briand er þó væntanlegur til þátttöku i fundinum i næstu viku. Engin stórmál á dagskrá. Flotasamningur Breta og Frakka sendur stórveldunum. Frá London er simað: Sam- kvæmt fregn frá Genf er Reut- erfréttastofan birtir, hefir Cus- hendum, fulltrúi Breta á ráðs- fundi pjóðabandalagsins lýst þvi yfir, að frakknesk-breski samningurinn viðvikjandi flota- takmörkun hafi verið tilkyntur stjórnunum i Bandaríkjunum, Japan og ítalíu. Khöfn, 1. sept. FB. Mannlausum skipum stýrt. Frá Berlin er símað: Tilraun- ir hafa farið fram í þýska her- skipaflotanum með að stýra mannlausum skipum með radio- tækjum. Hafa tilráunirnar hepnast vel. Brynvarið herskip, 11 þús. smálestir að stærð, var skilið eftir mannlaust nálægt Helgolandi. Annað herskip í töluverðri fjarlægð stýrði bryn- varða herskipinu og stjórnaði vélunum í því með radiotækj- um í fimm klukkustundir sam- fleytt. Flotasamningur |Breta og Frakka. Frá London er símað: Til- kynt hefir verið, að í sanmingi þeim, sem Frakkar og Bretar hafa gert sín í milli, um flota- takmörkun, séu engin leyni- ákvæði. Ennfremur, að um alls ekkert flotabandalag milli Frakklands og Bretlands sé að ræða. Utan af landi. FB. í ágúst. Úr Mýrdal. Tíðin hefir verið fremur góð, gerði vætukafla i júlíbyrjun um viku tima, svo góðan þurk seinni hluta mánaðarins, vætu aftur í ágústbyrjun, en 5. og 6. ilt veður, regn og storm og síð- an deyfu. pó hefir töluvert náðst af heyjum. Sláttur byrjaði með seinna móti vegna gras- leysis, en nú mun víða vera orð- ið meðalgras á því, sem óslegið er, spratt vel um síðustu mán- aðamót. Flestir búnir að slá tún, lítið eitt óhirt hjá stöku bænd- um. Töðufengur bænda með minna móti og í lakasta lagi á stöku bæjum, jafnvel verra en 1918. Heilsufar: Kvef og kvillasamt, en líti'ð um stórveikindi. I júní andaðist Ólöf Finns- dóttir, kona Ej'jólfs Jónssonar í Fjósum, eftir þunga og langa legii- ,t, 1________VISIR____________ Bif reiðaf erðum hef ir verið haldið uppi við og við á inilli Víkur og Seljalands og gekk sæmilega vel framan af sumri, á meðan litið var i vötnunum, en síðan fór að aukast i þeim hefir þetta verið erfitt og slark- samt ferðalag. pó fer Óskar frá Garðsauka enn þá frarri og aft- ur og hefir hann sýnt mikla þrautseigju og dugnað í þessuin ferðum. Vonandi koma brýr á þessar ársprænur, sem. hér eru mestur farartálmi, i náinni framtíð, enda eigi vansalaust þjóð og þingi, ef eigi verður úr bætt hið bráðasta. Sambjálp og leiítogar. „AlþýðublaÖið" klifar á því jafnan, að samhjálp jafnaðarmanna sé besta og bitrasta vopn alþýðunn- ar, í baráttu hennar fyrir auknum réttindum. „Samhjálp" er ísmeygilegt orð, enda er það vafalaust valið með það fyrir augum, að* það megi breiða huliðsblæju sakleysisins yfir fjárstyrkinn frá Dönum. Það hefir oft sannast á for- kólfa jafnaðarmanna, að þeir eru ekki vandir að rökum, en sjaldan he'fir það sannast eins áþreifan- lega eins og í umræðum þeirra um danska styrkinn. I. „Alþýðublaðið" stagast mjög á því, að gagnkvæmar styrkveitingar milli jafnaðarmannaflokka í ýms- um löndum sé nauðsynlegar og eðlilegar. Rökin,' sem það færir fyrir þessari fullyrðingu, eru þau, að jafnaðarmenn um heim allan berjist fyrir sömu hugsjóninni: að kollvarpa núverandi þjóðskipulagi og skapa „þúsundára ríkið" lang- þráða. Þessi röksemdaleiðsla er næsta hjákátleg, — svo að ekki sé dýpra tekið i árinni. Jafnaðarmenn trúa því. að hið óreynda þjóðskipulag, sem þeir vilja stofnsetja í heiminum, muni skapa mönnum meiri hamingju en þeir eiga nú við að búa. Flestir andstæðingar jafnaðar- manna viðurkenna, að núverandi þjóðskipulag sé ekki gallalaust, fremur en öniiur verk manna, en þeir eru allir sannfærðir um, að það sé skárra og veiti einstakl- ingum og þjóðum meiri hamingju og blessun, en jafnaðarmannaríkið myndi geta veitt, því að í jafnað- arríkinu myhdi engum líða vel, nema ef til vill „forsprökkunum". Öllum öorurri mundi líða illa og þess vegna er nauðsynlegt að berj- ast gegn viðgangi jafnaðarstefn- línnar. Báðir þessir aðilar, jafnaðar- menn og andstæðingar þeirra telja sig berjast fyrir hinu sama: auk- inni hamingju fjöldans. Og ef það væri vítalaust af jafn- aðarmönnum, að þiggja fjárstyrki hjá skoðanabræðrum sínum í öðr- um löndum, þá væri einnig vita- laust af andstæðingum þeirra, að gera slíkt hið sama. „Alþýðublaðið" lætur í veðri vaka annað veifið, að andstæðing- ar jafnaðarmanna í öllum löndum, séu að taka höndum saman gegn „öreigunum", eða hafi þegar gert það. BlMDIGMURW fypirliggjandi. ÞÚRÐUR SVEINSSON & 00 Þetta er venjulegur „Alþýðu- blaðs"-sannleikur. — Menn vita með vissu, að andstæðuflokkar jafnaðarmanna hafa ekki tekið höndum saman. Þeir hafa hvorki styrkt hver annan f járhagslega. né veitt hver öðrum Irösinni á ann- an hátt. Og hver er ástæðan? „Alþýðublaðið" segir í öðru orðinu, að úr slíkum samtökum geti að vísu aldrei verið, því að ósamlyndið sé svo mikið á milli andstæðinganna. I hinu orðinu hef- ir það svo sagt, að hagsmunamál og fjárgræðgi réði öllu hjá and- stæðingunum. en hagsmunum þeirra sé því aðeins borgið, að jafnaðarmenn komist ekki til valda. Kenningar þessar virðast ekki sem best santrýmanlegar, svo að ástæðan til þess, að andstæðingar jafnaðarmanna hafa ekki tekið höndum saman er fráleitt sú, sem „Alþýðublaðið" vill vera láta. Og ástæðan er vissulega engin önnur en sú, að andstæðingar jafn- aðarmanna hafa veigrað sér við að taka upp sömu bardagaaðferð og jafnaðarmenn hafa notaö með hin- um gagnkvæmu styrkveitingum, af , því að þeir hafa séð, hvílík van- sæmd væri að slíku hátterni og hvílíkur háski gæti af því staðið. Og þetta vita jafnaðarmenn, eins vel og aðrir, ])ó að þeir hafi þagað yfir því. Og þögn þeirra er að vísu auð- skilin. Þeir hafa kveinkað sér við því að viSurkenna, að „auðvaldið" — jafnaðarmenn kalla alla and- stæðinga sína því nafni — væri Jjjóðhollara og mannúðlegra í JDessum málum, heldur en þeir sjálfir. Gamla slagorðið: „ Öreigar í öllum löndum sameinist!" er í raun réttri áskorun, til jafnaðar- manna annarsvegar, og til and- stæðiuga þeirra hinsvegar um að taka höndum saman. En eins og áður er sagt, hafa andstæðingar jafnaðarmanna ekki sint slíkum áskorunum. En gerum nú ráð fyrir, að svo ólíklega færi, að andstæðingar jafnaðarmanna stofnuðu til slíks alþjóðabandalags. Hverjar mundu verða afleiðingarnar af slíku hátta- lagi? Alt mannkynið mundi skiftast í tvo harðvítuga,' fjandsamlega flokka. Baráttan yrði vafalaust miskunnarlaus og grimm, því að þá mundi hvorki ráöa réttlæti né mannúð. Afleiðingarnar fyrirsjáanlegar. Sá sigraíii mundi verða að sætta sig við alt. í slíkri ógnarbaráttu mundu ríkin líða undir lok, lauda- mærin hverfa úr sögunni og þjóS- ernin glatast. Hér verður engu um það ^spáS, hverjir halloka mundu fara, í þeirri viðureign. En ef það er rétt, að jafnaðarmönnum sé í raun og veru ant um fátækari stéttirnar, og ef það er lika rétt að þeir búíst við illu einu af andstæðingum stn- um, þá er augljóst mál, að áskor- anir þeirra um gagnkvæmar styrk- veitingar eru óverjandi með öllu. — Með styrkveitingunum hafa þeir gefið fordæmið, og geta því ekki haft á móti því með rökum, þótt andstæðingar þeirra tæku upp gagnkvæmar styrkveitingar sín á milli. Fordæmið er frá þeim kona- ið og áskoranir til slíkra verka. Tæplega er ráð fyrir því ger- andi, að jafnaðarmönnum sé þetta ekki ljóst sjálfum. Hitt mun held- ur, að þeir treysti því fastlega, að andstæðingar þeirra sé þeim mun vandaðri en þeir sjálfir, að þeir grípi aldrei til slíkra ráðstafana. Hver sá flokkur, sem fé þiggur til undirróðurs og stjórnmálastarf- semi frá pólitískum flokkum ann- ara þjóða, fremur pólitískt óláns- verk, sem ekki getur gleymst. A slíkan flokk mun bent verða til varnaðar æ síða. II. Það sem sagt hefir verið hér að framan um styrkveitingar alment, sýnir greinilega, að þær eru óverj- andi með öllu. — En þó er þaS énn þá verra, sem gerst hefir hér á landi, er „leiðtogar" íslenskra jafn- aðarmanna hafa gerst ölmusumenn danskrar stjórnmálaklíku. Danir hafa alt of mikil ráð hér á landi. Með sambandslögunum fengu þeir jafnan rétt við Islend- inga á íslandi og í íslenskri land- helgi. Þeir fengu og umboð til þess, aS fara með utanríkismál vor í 25 ár, frá 1918—1943- Sambandslögunum verður að segja upp, því að þau eru heng- ingaról um háls þjóðar vorrar. En til þess að slíkt megi takast, þurfa nálega allir íslendingar að vera samtaka. Danir vilja auðvitaS halda þeim tökum, sem ])eir hafa nú, á Is- lendingum. Þeir óska þess, að sara- bandslögin verði í gildi um aldur og æfi — eða þá einhver önnur lög — enn þá óhagstæðari í garð ís- lendinga. Og danskir jafnaðarmenn eru engin undantekning í þessu efni. Þeir eru að minsta kosti engu síð- ur hneigðir til yfirráSa á íslandi en aðrir Danir. Þetta vissu menn að vísu fyrir --^ --: •-*— • --¦¦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.