Vísir - 06.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 06.09.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) ftomiNi i ÖD Krystalsápa í 56 kg. bölum. Sódi í 100 kg. pokum. Ræstiduft Yi-To. Sápuspænip. Handaápur í stóru úrvali. Fyjpipliggjandi s Aluminium pottar, 2 teg., — — gaftar og — — hnifar. A. Obenliaupt. UmboSsmenn General Motors bifreiða: Jóh. Ólafsson & Co., Rvík. Bifrastar ilar-w estir. Sfmi 2292. Símskeyti Khöfn, 5. sept. F. B. Kína og pjóðabandalagið. Frá Genf er simað: Kjörtíma- bil þriggja meðlima i ráði pj óðabandalagsins er út runn- ið. Eitt þeirra landa, sem sæti á í ráðinu og á að vikja þaðan, er Kina. Fulltrúi Kinverja hefir farið fram á það, að pjóða- bandalagið leyfi, að Kína verði endurkosi'ð í ráðið, þar eð Ivína sé stærsta Asíurikið og hafi fengið þjóðernissinnaða lýð- ræðisstjórn. Taldi fulltrúinn af þessum ástæðum æskilegt, að veita hinu nýja Kína tækifæri til náinnar samvinnu við pjóða- bandalagið. Rætt (um heimköllun setuliðs- ins úr Rínarlöndum. Búist er við, að viðræður Her- rnanns Mullers og Briands um heimköllun setuliðsins hefjist í dag. Hafa menn litla von um, að verulegur árangur verði af þeirri samræðu. Erlend ríki minnast Amundsens. Frá Osló er símað: Sendi- herrar ýmissa ríkja hafa vottað Noregsstjórn samhrygð sina út af dauðdaga Amundsens. Frakk- neska herskipið „Strassburg“ er komið til Tromsö. Yfirmaður- inn segir, að fundna flothylkið sé bakborðsflothylki af Latham. Hyggur hann, að flothylkið bafi verið að velkjast í sjónum að minsta kosti tvo mánuði. Leitin að Amundsen. Norska stjórnin gerir ráð fyr- ir, að leitinni að Amundsen verði hætt bráðlega. Einstaka raddir hafa komið fram um það, að fundur flothylkisins sanni ekki, að Amundsen Iiafi farist, álíta sem sé hugsanlegt, að Amundsen hafi komist á is- breiðu eftir að flugvélin laskað- ist eða eyðilagðist og sé enn á lífi. Norsk Sjöfartstidende ósk- ar þess, að leitinni sé haldið á- fram. Lciðrétling. Alþýðublaðið minnist i gær nokkuð á hinn nýja Gagn- fræðaskóla Reykvikinga, og kennir þar nokkurs misskiln- ings, sem Vísi þykir rétt að leið- rétta. Þvi er sem sé haldið fram, að gagnfræðaskólinn nýi sé algerlega sambærilegur skóla þeim, sem ætlast er til að stofnaður verði eftir lögum frá síðasta þingi, nr. (58, um bráðabirgða-ungmennafræðslu í Reykjavík. En skólar þessir eru gjörólíkir. Tilætlunin með ungmenna- skólanum er að hæta til bróða- birgða úr skortinum á almenn- um unglingaskóla í Reykjavík, þar til Sainskóli Reykjavíkur eða einhver annar þess háttar skóli getur tekið til starfa. Eft- ir annari grein laganna eiga að eins tvær ársdeildir að vera í skólanum, þótt með leyfi stjórnarráðs megi bæta fram- haldsnámi við liinn þriðja vet- ur, „í tilteknum, liagnýtum námsgreinum.“ — Skólaárið verður að eins frá 1. október til 1. mai. Námsgreinir verða og hvergi nærri liinar sömu. M. a. verða margar verklegar námsgreinir í ungmennaskól- anum: „steinsmíði, trésmíði, járnsmíði, netabæting, ein- faldur fatasaumur og mat- reiðsla“, „eftir því sem við verður komið“ eins og í lögun- um segir. Gagnfræðaskóli Reykvikinga mun þar á móti miða kenslu sína við kenslu þá, sem veitt er í gagnfræðadeild Mentaskól- ans. Hann er stofnaður sakir þess, að í vor voru settar tak- markanir á fjölda þeirra, sem inntöku fengi í 1. bekk Menta- skólans, og honum er ætlað að búa nemendur sína undir gagnlræðapróf, og þar með inntöku i lærdómsdeild Menta- skólans, ef svo vill verkast. Hann verður þvi þriggja ára skóli, og skólaárið verður frá 1. október fram í júnimónuð (sennilega nokkuru lengur í 3. bekk en 1. og 2. þegar til kem- ur, eins og í Mentaskólanum). Kcnsla verður því iy2—2 mán- uðum lengri tima á ári hverju í gagnfræðaskólanum en ung- lingaskólanum nýja, eða sam- tals 12 mánuðum lengri tíma, ef ungmennaskólinn verðurað- eins í tveim ársdeildum. Af þessum samanburði er auðséð, að hér er um að ræða tvo alveg óskvlda skóla. Jafn- vel þær námsgreinir, sem heita sömu nöfnum i báðum, hljóta að verða kendar mjög sitt með hvorum hætti, þar sem slíkur munúr er á lengd skóla- tímans, og vérklegt nám hlýt- ur að taka drjúgan tima i ung- mennaskólanum. 1 Alþýðublaðinu er og talað um það, að nemendafjöldi Gagnfræðaskólans muni verða takmarkaður við ákveðna tölu. Um það er of snemt að spá nokkuru, þar sem enn er ekki einu sinni vitað, live margir æskja inntöku. En þótt svo færi væri það mikil vorkunn, því að að skólanum standa einstakir menn, og vitanlega er takmarkað, hve mikið fé þeir gpta lagt honum. En und- ir högg er að sækja um fjár- styrki fró liinu opinbera, og enn þá alt í óvissu, þótt öll sanngirni og réttsýni mæli með því, að bæði ríkissjóður og bæjarsjóður hlaupi þar undir Iiagga. — Vill Vísir ekki efast um það að óreyndu, að svo verði, né væna jafnaðarmenn þess, að þeir hviki þar frá stefnu sinni í skólamálum. En á þeirra atkvæðum getur það hæglega oltið. Knattspyrnumót Reykjavíkur. K. R. vinnur Víking með vítisspijrnu 2:1. Fáir áhorfendur voru komn- ir suður á völl þegar úrslita- kappleikurinn milli K. R. og Víkings byrjaði í gærkveldi, en í lok leiksins voru þeir orðnir allmargir, og flestir á þessu móti. Og það er óliætt um það, að þeir sem komu, fengu að sjá fjörugan og „spennandi" leik, því að þótt svo liafi til tekist að K. R. ynni leikinn, þó. var það frekar óhepni Víkings að kenna en ódugnaði. 1. hálfleikur 0: L Vindur var sama og enginn, og það litill hann var á lilið. Fyrstu mínúturnar barst knött- urinn fram og aftur í sókn og vörn á víxl, en brátt kemur i ljós, að Vlkingur er liarðari í sókninni, og má heita að henni linni ekki svo nokkru nemi allan hálfleikinn. Bakverðir K. R. standa þó af sér liryðj- urnar, en milcið ber á því, að annar þeirra, Sigurður Hall- dórsson, notar útafspyrnur til þess að stöðva upphlaup Vík- inga. Snemma í leik verður liorn lijá Iv. R„ Guðjón Einars- son leggur vel fyrir mark, en annar bakvörður K. R. skallar knöttinn frá, og skönimu síð- ar verður horn hjá Viking úr upphlaupi K. R.-manna. Alfred Gíslason seilist þó eftir knett- inum og sóknin berst yfir á vallarlielming K. R. í skæðu upphlaupi Víkinga, en Þórður Thoroddsen lyftir knettinum yfir mark. í hvert sinri sem framlierjar Víkinga nálgast mark Iv. R„ linast þeir í sókn- inni sökum þess, að þeir senda knöttinn of mikið á milli sín fyrir markinu í stað þess að skjóta meðan tækifærið gefst. Þegar K. R. menn gera upp- lilaup, nota þeir hvert tæki- færi til þess að slcjóta á mark, en það vill svo til, að þeir fá einungis fá tækifæri lil þess, ]iví að bakverðir Víkings og framverðir lirinda ahlaupun- um, en í þau fáu skifti, sem knötturinn kemst lengra, nær Þórir honum. 1 síðari hluta hálfleiksins, eða þegar 10 mín. eru eftir, tekst Vikingum að skora mark með sendingar- aðferð sinni. Markið skoraði Alfred Gíslason. Það sem eftir er af leiknum liggur algerlega á K. R. og þegar dómarinn flautar, voru menn farnir að húast við ósigri K. R. 2. liálfleikur 2:0. Það verður þó öðru vísi en ætlað var, því þegar út á völl- inn kemur eftir liléð, er engan bilbug á K. R.-mönnum að sjá, og kemur þetta flatt upp á flesta, því að í lok fyrra liálf- leiks voru þeir með linasta móti. Skiftir ekki togunum um það, að 31/2 mínútu eftir leiks- byrjun skorar Hans Kragh mark lijá Víking. Iv. R. á nú alveg sóknina og er það þver- öfugt við það sem var í fyrri hálfleik, en Víkingar verjast af miklum móð. Þó tekst þeim ekki að gera nema fá upp- hlaup, en bakverðir K. R. stöðva, Sigurður Halldórsson með útafspyrnum þegar svo ber undir. 1 einni lotunni er mjög liggur á Víking, dæmir dómari (Pétur Sigurðsson) K. R. aukaspyrnu fyrir hliðar- hrindingu, en úr henni verður það, að liægri framvörður Vikings gerir liendi innan víta- teigs, óviljandi þó, að því er hest varð séð. Úr vitisspyrnu fékk K. R. annað mark sitt og þar nieð sigurinn, þéi að Vík- ingum tókst ekki að rétta hlut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.