Vísir - 06.09.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1928, Blaðsíða 3
VISIR Fjölbreytt og fallegt úrval af Vetrarkápum og kjdlum veríur tekií upp á laugaríaginn. Verslun Egill Jacobsen. Útsalan hættir á morgnn. Verslun Egill Jacobsen. er ad dómi flestra vand- látra húsmæðra óviðjafn- anlegt saðusúkkulaði. BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Simi 2035 ííýtt úrval af prjónafötum fyrir drengi. sinn það sem eftir var leiks- ins. Annars er það vafasamt, hvort dæma beri vítisspyrnu fvrir eigi meiri sakir á úrslita- kappleik, þar sem reyna á til hlítar ágæti tveggja jafnsterkra félaga sem Víkings og Iv. R., að minsta kosti verður lítið upp úr sigri fengnum á vítis- spyrnu að leggja, og er það til leiðinda fyrir bæði félögin. Út frá almennu sjónarmiði hefði dómari því ekki átt að dæma vitisspyrnu, heldur fram- lengja ieik, til þess að séð vrði hvort félagið bæri af hinu. L. S. Dánarfregn. I gær andaðist hér í bænum Jón Sigmundsson, Bræðra- borgarstíg 38, 55 ára að aldri. Banamein lians var lijartaslag. Sorglegt slys. „Imperialist“ kom liér inn í fyrradag, eins og áður liefir verið getið um, af veiðum af Halanum. Hrepti liann vont veður, að vísu ekki mjög livast, en sjógangur var afar mikill. A leiðinni losnaði um lýsis- tunnurnar á afturþiljum skips- ins, og meðan liásetar voru að binda þær, reið brotsjór yfir skipið og greip þrjá menn. Tveim tókst að ná haldi í veið- arfærum, en þriðja manninn tók út og druknaði. Skipið var langa hrið á sveimi á staðnum, þar sem manninn tók út, en sá honum ekki skjóta upp. Hét hann Sigurgeir Sigurjónsson frá Ivringlu í Grímsnesi, ó- kvongaður maður, 35 ára að aldri. Sigurgeir heitinn var harðger' maður og duglegur, drengur góður og vel látinn af öllum. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 10 st, ísa- firði 12, Akureyri 10, Seyðis- firði 5, Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi 11, Blönduósi 11, Raufarböfn 10, Hólum í Horna- firði 8, Grindavík 10, Þórshöfn í Færeyjum 9, Julianeliaab (í gærkveldi) 7, Jan Mayen 2, Angmagsalik (í gærkveldi) 6, Hjaltlandi 11, Tvnemoutb 12, Kaupmannaliofn 17. — Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 7 st. Úrkoma 3.0 nnn. — Djúp lægð og rokstormur á hafinu um 1200 km. suðvestur af Reykjanesi. Hreyfist aust-norð- austur á bóginn fyrir sunnan fsland. — Horfur: Suðvestur- land: Stormfregn: í dag all- hvass suðáustan. f nótt bvass austan. Rigning öðru hvoru. —- Faxaflói og Breiðafjörður: í dag suðaustan gola, smáskúr- ir. í nótt sennilega alllivass austan. — Vestfirðir og Norð- urland: í dag liægur suðaustan. í nótt suðaustan kaldi, þurt veður. — Norðaustui’land og Austfirðir: í dag' hægviðri. í nólt vaxandi suðaustan, dálítil rigning, — Suðausturland: f dag suðaustan gola, rigning vestan til. í nótt allhvass suð- austan. Frú Margrét ísaksdóttir, Grettisgötu 56, á fimtugsaf- mæli á morgun. Magnús Guðbjörnsson liljóp í gær af Kambabrún til Reykjavíkur á 2 klst., 53,6 mín. Vegalengdin er hin sama og við Maraþonhlaupið á Olympisku leikunum, 40,2 km. Magnús befir lilaupið þessa leið áður, en aldrei á svo skömmum tima sem nú. Sophus Brandsholt, hljómsveitarstjóri, sem starf- að hefir í Gamla Bíó að und- anförnu, liefir nýlega hlotið fyrstu verðlaun í samkeppni i Danmörku, fyrir sönglag, sem liann hefir gert. Hann fer nú til útlanda, til þess að ganga frá samningum um „operettu", sem hann liefir samið. Mun liöf. hafa unnið að því verki lengi, og lokið við það eftir að hann kom hingað til lands. Meiðyrðamál er nú fvrir bæjarþingi Revkja- víkur, milli Magnúsar Guð- mundssonar alþm. og ritstjóra Timans. Hafði Tíminn orð á því, að Magnús hefði breytt heldur hröttalega ræðu einrii, sem liann liélt og prentuð var 1 Verði. Kallaði Tiriiinn þetta ræðufölsun og kvað M. G. liafa stungið handriti þingskrifar- anna undir stól. Magnúsi þótti ummælin meiðandi fyrir sig, og stefndi ritstjóranum til ábyrgð- ar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað nýlega í einu liljóði að gefa 5 þús. krónur til Stiul- entagarðsins, gegn því, að eitt lierbergi bæri nafn kaupstað- arins, og Hafnfirðingur sæti fyrir að búa þar. — Hafa nú svo mörg sýslufélög og bæjar- félög gefið andvirði herbergja ■ í garðinn, að erfitt fer að verða að sitja bjá fyrir þau, sem enn eru eftir. Bæjarstjórnarfundur er i kveld. Kvennablaðið „Brautin“ kemur út á morgun. Sigurður Skagfeld syrigur í fríkirkjunni á sunnudaginn lcl. 9 með aðstoð Páls Isólfssonar. þetta verður í síðasta sinn fj7rst um sinn, sem hann syngur hér, því að Skagfeld er á förum til Noregs. Knattspyrnumót II. flokks. I kveld kl. 6 keppa Fram og Víkingur. — í fyrrakveld vann Valur pjálfa úr Hafnarfirði með 2 : 0. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn i fyrradag. Goðafoss kemur íil Isafjarð- ar í lcveld. Lagarfoss .kom til Kaup- mannahafnar í fyrradag. Selfoss var á Hvammstanga í gær. Esja kom til Önundarfjarðar í morgun. Botnia fór til útlanda i gær- kveldi. Lyra fer héðan i kveld kl. 6. Hilmir kom af veiðum í gær, með 1300 körfur fiskjar. Arinbjörn hersir og Egill Skallagrímsson lcomu að norð- an í gær. Eru að búa sig á veiðar. Von er á Belgaum af veiðum í dag. Smásöluverð í Reykjavík í ágúst 1928. Samkvæmt skýrslum þeim um útsöluverð í smásölu, sem Hagstofan fær í byrjun hvers mánaðar, hefir smásölu- verð í Reykjavík, miðað við 100 í júlímánuði 1914, verið 235 í byrjun ágústmánaðar þ. á„ 236 í bj’rjun júlimánaðar, 230 í október f. á. og 239 i ágúst f. á. Samkvæmt því hefir verðið hækkað um tæplega 1% í júlí- mánuði. pað eru aðeins inn- lendu vörurnar, sem hafa hækk- að, en mest af þeirri liækkun mun vera árstíðarliækkun, sem < væntanlega liverfur bráðlega aftur. (Hagtiðindi). Áheit á Strandarkirkju, afbent Vísi, 5 kr. frá Sjönu, 10 kr„ gamalt áheit frá hjón- um, 5 kr. frá H„ 5 kr. frá gömlu sóknarbarni, 4 kr. frá gamalli konu, 4 kr. frá Hönnu, 5 kr. frá konu, 5 kr. frá ekkju, 5 kr. frá p. p„ 10 kr. frá Önnu, 30 kr. (þrjátíu), þrjú áheit frá A. og Ó„ 10 kr. frá Tuma. Múrsléttumenn. —o— Nú eru mörg liús liér í bæn- um í smíðum, sem ekki verða tilbúin i haust þegar i þau þarf að flj’tja og lofað liefir verið, að þau verði ibúðarfær. Ekki er þetta þeim um að kenna, sem tekið liafa að sér liúsin til byggingar, né heldur því, að í raun og veru sé hörg- ull á smiðum og öðrum verka- mönnum. Trésmiðir eru nóg- ir til í bænum og sumir þeirra liafa ekki næga atvinnu. Þeir komast ekki að innsmíðum í húsum tímunum saman, vegna þess að það stendur á múrslétt- un liúsanna. Þetta er mörgum til baga og stórtjóns. Eg skal taka hér eitt dæmi af mörgum, svo séð verði i liverju þetta sleifarlag er fólg- ið. Trésmiður nokkur tók að sér liús til smíða í vor og sam- kvæmt byggingarlögum bæj- arins varð liann að liafa stein- smið, sem bæri ábyrgð á stein- smíðinu gagnvart byggingar- nefnd. Nú er þessi sami mað- ur ráðinn hjá öðrum trésmið við byggingu á öðru búsi. Alt gengur vel með steinsteypuna, en þegar þarf að fara múr- slétta húsin, stendur alt fast, því að steinsmiðurinn hefir að eins annan mann með sér. Nú vill trésmiðurinn fá einn eða tvo steinsmiðí í viðbót. En þeir eru livorugur í Steiusmiðafé- laginu. Þess vegna leyfist eigi trésmiðnum að láta þá vinna Giimmístimplav eru búnir til 1 Félagsprentsmiðjtumi. Vandaðir og ódýrir. með liinum, sem eru í þessu félagi. Það er sagt að í Stein- smiðafélaginu sé um 40 stein- smiðir. Þeir kve liafa gengist undir þau lög að vinna aldrei að múrsléttun með öðrum steinsmiðum en þeim, sem hafa gengið i þennan merki- lega félagsskap. Það þykir mörgum bolsabragur á þessu Steinsmiðafélagi líkt og Dags- brúnarfélaginu þjóðkunna. Þess má geta, að nógu marg- ir steinsmiðir eru til í bænum, fullgildir í sinni iðn, sem geta múrsléttað bús, en þeir mega aldrei sjást undir sama þaki eða við sama steinvegg með meðlimúm liins virðulega Steinsmiðafélags. Annars má búast við ólátum. Nú er múr- sléttun ekki vandasamari en það, að að henni geta unnið vandvirkir og lagtækir menn, sem liafa séð það gert nokkr- um sinnum. Þetta eina dæmi, sem hér er sagt frá, sýnir best frelsisand- ann i þessum bæ og live Lenin- isminn þrengir sér viða inn. Það er að verða alvörumál hve mikið ber á því, að verkamenn kúgi hver annan. Ketill. Hitt og þetta. Sjálfsmorð. Samkvæmt skýrslum sem birtar hafa verið í Genf, voru framin sjálfsmorð á hverja 100.000 ibúa i þessum löndum: Ungverjalandi og Tékkóslö- vakíu 26, Þýskalandi 23, Aust- urríki 22, Frakklandi 17, Eisf- landi 15, Danmörku og Svi- þjóð 14, Finnlandi 11, Stóra Bretlandi 10, Italíu 8, Noregi 5, Spáni 4, Sviss 2. — Aðalor- sakir sjálfsmorða eru taldar vera skortur og ólæknandi sjúkdómar. (FB.)’.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.