Vísir - 08.09.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1928, Blaðsíða 4
VISIH Farinoi landrækur úr Kanada. Ku Klux Klan, leynifélags- skapurinn alræmdi, sem verið hefir mjög uppivöðslusamur i Bandaríkjunum um fjölda ára, hefir verið að stinga sér niður i ýmsum bygðum í Canada upp á síðkastið. Ekki hefir hann þó verið öllum kærkom- inn gestur, og i sumar var ákveðið að gera „skipuleggj- ara" hans i Saskaíchewan, James Henry Hawkins, land- rækan, með því að „hann kom ekki til Canada sem innflytj- andi og settist hér að án þess að gera vart við landgöngu sína." „Heimskringla" minnist á þennan atburð, og kveðst hafa grátið þurrum tárum, er hún frétti af brottrekstrinum. „Það mætti telja óhamingju i mesta lagi", segir þar m. a., „ef þetta félag, er blómgaðist í Banda- rikjunum undir meinfölsku yf- irskini guðhræðslu, kynferðis- dygðar og föðurlandsástar, og saug i sig kraft frá flokkarig, liatri og heimsku stríðsáranna, skyldi nú, er Bandaríkjamenn eru sem óðast að reka þennan fjanda af höndum sér, geta íengið sér nýtt fjörmagn, með þvi að flytja yfir landamærin. — Það mætti að vísu ótrúlegt þykja, að nokkur jarðvegur liér gæti fundist fyrir þennan illræmda félagsskap, er svo eftirminnilegan feril á sér, ekki lengri en hann er, stráð- an fjárdrætti, mútum, limlest- ingum, blóðsúthellingum og manndrápum, og sem skilað hefir að Iokum í tugthúsið ýmsum helstu fyrirliðunum og ofbeldis-dólgunum. ___i. Er enginn efi á því, að ótrúlega mikið vannst Hawkins þessum á þar vestra. Jafnvel hinar ágætu Islendingasveitir, Vatna- bygðirnaj, höfðu ekki farið varhluta af þessum þokka. Rétt áður en vér komum vest- ur höfðu Klúxarnir haldið allsherjar krossabrennu víða um fylkið. Mun það vera einn af „helgisiðum" þeirra, sam- fara öðrum særingum. Einn krossinn höfðu þeir brent á Iandareign merkiskonu ís- lenskrar í Vatnabygðunum, og með því gert hana nær frá sér af ótta, sem ekki er að furða, því að fólki er tæpast láandi, þótt það álíti slíkar heimsókn- ir fyrirboða meiri tíðinda, slik- an orðstír sem Klaninn hefir getið sér syðra. Einn af merk- ari íslendingum þar vestravar spurður að því af enskum kunningja sínum, er annars hefir orð á sér sem góður og gegn borgari, hvernig honum litist á Klaninn. Er hann svar- aði eitthvað á þá leið, að sér þætti lítt hugsandi, að svo fá- ránlegur félagsskapur ætti þar framtið fyrir höndum, var hon- um sagt, að honum væri betra að véra „dam careful" (skolli gætinn) hvernig hann talaði í garð Klansins! Og það lá full- komin hótun í þessari ráðlegg- iniRi." TATOL Verðkr.0.75stk llm dásamlega TATOL-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan bjartan litarhátt. Einkcsalar: I. BflÍlíSSOII \ JJllarteppi, margar^tegundir. Sjómanna- teppi, mjög ódýr. SÍMAR I5&-195g/. Hvergi er stærra, öetra né ódýrara ör^ val af KARLMANNAFÖTUM en í Fatabúdinni, FÆÐÍ Gott fæði fæst með sann- gjörnu verði yfir lengri eða skemri tíma á Skólavörðustíg 3 B. (257 Fæði fæst á Vesturgötu 18. (230 Fæði fæst á Laugaveg 12. (227 Eftir helgina fæst keypt fæði á Nýlendugötu 22 (neðstu hæð) fyrir 70 kr. á mánuði, 18 kr. á viku. (263 Uglf' Gott fæði er selt á Berg- staðastræti 8. Oddný Bjarna- dóttir. (10 Athugið áhættuna, sem er samfara því, að hafa innan- stokksmuni sína óvátrygða. — „Eagle Star", sími 281. (1175 „Eagle Star" brunatryggir hús- gögn, vörur o. fl. Sími 281. (636 í TAPAÐ-FUNDIÐ 1 Tapast hefir kvenveski með peningum. Finnandi er vinsam- lega beðinn að skila á Bræðra- borgarstíg 5. (256 9 endur og 2 steggir hafa tap- ast af Tjörninni, fyrir hér um bil hálfum mánuði. 6 endurnar og 1 steggur hvítt að lit, 2 ljós- brúnar, 1 dökk með hvítum deplum á hálsi og höfði og hvíta bringu, 1 steggur flekkóttur. — Hvern þann, sem kynni að geta gefið mér einhverjar upplýs- ingar um fugla þessa, bið eg vinsamlegast að gera það sem fyrst. Jón Sigurðsson, Laugaveg 54. Sími 806. (249 LEIGA Stór salur til leigu í miðbæn- um (Austurstræti) frá 1. okt. til 14. maí. Salurinn er dúklagð- ur, rafmagn og ágæt miðstöð. Afar hentugur fyrir samkomur eða skóla. Uppl. i Amatörversl- un J?orl. porleifssonar. Sími 1683. (259 Piltur óskar eftir öðrum með sér í ensku og dönskutíma. — Uppl. í síma 1384. (266 ENGLISH LESSONS. — G. Turville-Petre. Apply 2 Bók- hlöðustíg after 7 P. M. Tele- phone 266. (44 Herbergi til leigu á Freyju- götu 25, uppi, fyrir einhleypan karlmann. (260 ,------------------------------------------------------------fc_______ Stór stofa, með miðstöðvar- hitun, í ágætu steinhúsi, nálægt miðbænum, til leigu 1. október. Uppl. gefur Móritz Ólafsson, Veltusundi .3, sími 1319. (258 2 herbergi og eldhús vantar mig frá 1. okt n .k. Ef einhver vill leigja mér, geri svo vel að hringja í síma 249. Kári Lofts- son. (254 1—2 herbergi og eldhús vant- ar 1. okt. eða síðar. Björn L. Gestsson, hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, Bergstaðastræti 4. Sími 930. (252 Roskin hjón úr sveit óska eftir einu herbergi og aðgangi að eldhúsi. Uppl. Bergstaðastr. 31, niðri. (243 Ágætt kjallarapláss til leigu. Hentugt fyrir verkstæði eða vörugeymslu. Hverfisgötu 53. _____________________ (242 Lítið herbergi til leigu fyrir stúlku. Egill Vilhjálmsson, B. S. R. (232 Einhleypur maður í fastri at- vinnu óskar eftir herbergi 1. okt. Uppl. i síma 837 kl. 5—7 í dag. (271 Góð 2—3 herbergja íbúð, helst með stúlknaherbergi, ósk- ast 1. okt. Tilboð merkt: ,,K. I." sendist afgr. Vísis. (265 Eitt til tvö herbergi og að- gangur að eldhúsi óskast 1. okt. fyrir barnlaust fólk. Tilboð, auðkent: „25" sendist Vísi fyrir 15. þ. m. (264 Herbergi með aðgangi að eld- húsi eða einhverju sem elda má i, óskast nú þegar eða 1. okt. — Skilvis greiðsla. A. v. á. (261 Ágætar stofur til leigu ásamt ágætu fæði. Kirkjutorgi 4. — Ragnheiður Einars. (757 3—4 herbergi og eldhús með nú- tíðarþægindum, óskast frá 15. sept. e?Sa 1. okt. TilboS auSkent: „261", sendist Vísi. (220 íbúð, helst 2 herbergi og eld- hús, óskast 1. nóvember eða fyr. Heimilisfólk þrent fullorðið. — Uppl. Laugaveg 37. Árni 'Jóns- son. (245 Einhleypur karlmaður óskar eftir herbergi 1. okt., eða nú þegar. Góð umgengni. Áreiðan- leg borgun. Tilboð auðkent „88" sendist Vísi strax. (231 3 herbergi og eldhús með geymslu, fást leigð á Álftanesi )il 14. m»í. Vprn 250 krónnr yfir tímann. Sími 961. (229 [Jögp 3 herbergi og eldhús, með öllum þægindum, í góðu húsi, óskast 1. okt. 4—6 mánaða fyrirframgreiðsla ef óskað er. Barnlaust heimili. Tilboð send- ist á afgr. Vísis, merkt „854". ¦ ___________________<267 3—4 herbergi og eldhús, í góðu standi, nálægt miðbæn- um, hentugt fyrir matsölu, ósk- ast 1. okt. Tilboð merkt „848", leggist inn á afgr. Vísis. (240 I Maður óskar eftir einhvers- konar atvinnu. Atvinnuboð leggist inn á afgr. Visis, auðkent „Vinna". (253 Ung stúlka óskar ef tir að kom- ast að í skó- eða vefnaðarvöru- verslun. Tilboð, merkt: „Ung stúlka", sendist afgr. fyrir 15. þ- m. (248 • Sauma allan kvenfatnað. Sig- urlaug Kristjánsdóttir Lauga- veg 66. (247 Jggr' Menn geta fengið góða þjónustu á Hverfisgötu 106. (238 Hraust unglingsstúlka óskast 1. okt. Verður að sofa heima. Sophia Claessen, Pósthússtræti 17. (237 Stúlka óskast i vist. Hallfríð- ur Maach, Ránargötu 30. (262 Látið Fatabúðina sjá um stækkanir á myndum yðar. — Ódýr og vönduð vinna. (76 Guðm. Sigurðsson, klæðskeri, Hafnarstræti 16. Sími 377. Saumar ódýrast. Fljót af- greiðsla. — Fataefni: Blá, svört og mislit. — Lægsta verð í borginni. (177 Stúlka óskast í vist; verður að geta sofið heima. A. v. á. (189 Vetrarkjólkápa, sem ný, tiE sölu á Hverfisgötu 55, niðri. — (255 Notuð ritvél til sölu, ódýrt. Uppl. hjá Moritz V. Ólafssyni, Veltusundi 3. Síini 1319. (251 Seljum góða kryddsíld á 15 aura stk. Hf. ísbjörninn. (250- Nýkomið: Thuja, Lyng, grátt og grænt, Blómsveigar úr ýmis- konar efni. Perlukransar. Hatta-- Wóm. Kragablóm o. fl. Blóm- sveigaverslunin Laugaveg 37^ Sími 104. (24& Sérlega góð fiðla með öllu tilheyrandi, til sölu. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 2177_____________(244 Til sölu með gjafverði; Svendborgarofn nr. 3, gasbök- unarofn, gashitunarofn, vaskur,, pylsuskurðarvél. Hverfisgötu 53, niðri. (241 Saltfiskur til sölu: Þurkaður þorskur hálfþur þorskur _og; tros úr stafla, mjög vel verk- að, bútungur, karfi, grásleppa. og fleiri tegundir. Tækifæri til að birgja sig til vetrarins, þar sem sýnilegt er, að lítill fisk- ur verður 1 vetur. Hafliði Bald- vinsson, Hverfisgötu 123. Símí 1456.____________ (239> Notaðir kolaofnar til sölu á Frakkastíg 14. (236 Postulíns-matarstell, kaf f i- stell og bollapör, nýkomið i miklu úrvali á Laufásveg 44- Simi 577. "(235- Veiðistöng óskast til kaups. Jón Sigurðsson, Laugaveg 54. Sími 806. (234 Skrifborð til sölu. Simi 367. (233 Pelagoníur, Fúksíur og fleirt blóm til sölu á Hverfisgötu 47, __________________ (228 Snemmbær kýr til sölu. Uppl. í síma 387 eða 2061. (268- Matar- og Kaffistell ódýrust í verslun Jóns B. Helgasonar. (269- Fallegt úrval af mynda- og póstkortarömmum nýkomið í versl., Jóns B. Helgasonar. (270' Húsmæður, gleymið ekki að kaffibætirinn „Vero" er miklu betri og drýgri en nokkur ann- ar- _____________ (689 Golftreyjur kvenna og barna nýkomnar. Verð og gæði fyrir löngu alþekt orðið. — Versl. Ámunda Árnasonar. (186 Blómlaukar: Túlípanar á 15 au. stk., páskaliljur á 25 au stk., hyacyntur á 50 au. stk., til sölu. Bankastræti 4. Simi 330. Kr. Kragh. (83 Lítið notuð fríttstandandi eldavél til sölu á Fálkagötu 4r Grímsstaðaholti. (196 ÍSLENSK FRÍMERKI keypt á Ur'öarstíg 12. (34 Fjelagsprentaaitijan. miMmtMtámmKi^^máá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.