Vísir - 11.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1928, Blaðsíða 2
VISIR Möfum til: Gaddaví r: Gauchada stálvír, 525 m. keíli. Járnvír nr. 14, 320 m. — do. — 12l/g, 180 m. — JTámgÍFdingastólpa, 6 feta. Vírkengi. Vírnet 68 og 92 cm. há. Einnig alÍÍUglaQGt. Fypipliggandi: Strigaskór með gúmmísólum, vekjaraklukkur, handkoíort, borðhnífar margar teg. gólfmottur, — 3 teg. teygjubönd margar teg. — A. Obenliaiipt. Símskeyti Ivhöfn, 10. sept. FB. Af ráðsfundi pjóðabandalagsins. Frá Genf er síniað: Hermann Miiller liefir átt samræðu við fulltrúa Breta, Cusliendum, úm heimköllun setuliðsins úr Rín- arbygðunum. Kvaðst Cushend- um vera reiðubúinn til þess að halda áfram samningatilraun- um i málinu. Búast nienn nú við, að sameiginlegur fundur verði bráðlega haldinn með þátttöku fulltrúa þeirra rikja, sem hafa selulið í Rínarhygð- um. Stórslys við kappakstur. Frá Rómaborg er símað: Er kappakstur fór fram á lcapp- akstursbrautinni við Menza í Norður-Ítalíu, misti bifreiðar- stjóri einn vald á hifreið sinni og kastaðist hún inn á áhorf- endasvæðið. Nítján fórust, en tuttugu og sjö meiddust. Breskir verkamenn vilja ekki hafa samvinnu við rússneska verkamenn. Samkvæmt fregn frá London til Socialdemokraten, hefir árs- þing breskra verkalýðsfélaga felt með miklum atvæðamun að hef ja á ný samvinnu við rúss- nesk verkalýðsfélög. Sendiherra látinn. Frá Berlin er símað: pýski sendiherrann í Rússlandi, Brock- dorf Rentzau, er látinn. Hann var um eitt skeið utanríkismála- ráðherra. Utan af landi. Akureyri, 9. sept. F. B. Slys. I byrjun þessa mánaðar druknaði maður í Fnjóská, skamt frá Laufási. Var hann að Bahco, Skifíilyklar, ROrtengur. Einar 0. Malmberg Vesturgötu 2. Simi 1 820 sækja hesta og reið út í ána nokkrum föðmum neðan við vaðið og var þó nákunnugur ánni á þessum stað og liafði margsinnis farið yfir) liana á vaðinu. Hestur og maður hurfu í ána og bjargaðist hesturinn, en maðurinn kom ekki upp aftur lifandi. Fanst lik lians í ánni nokkru seinna. Maður þessi liét Einar pórðarson, kornungur, ættaður tú* Vopnafirði. Nýja símalínu á að leggja á næsta sumri frá Víðimýri um Öxnadalsheiði til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri var samþykt að taka að þriðj- ungi þátt í kostnaði við flutning símaefna frá Bægisá að Bakka- seli. D. Stórhýsi er O. C. Thorarensen lyfsali að láta reisa á Akureyri. Er það þrílyft steinsteypuhús, 30 álnir á lengd og 16 á breidd og aust- ur úr því norðanverðu verður einlyft álma 30 álna löng. Kirkjuvígslan í Hrísey. fór fram með mikilli viðhöfn. Vígsluna framkvæmdi síra Stef- án Kristinsson á Völlum, pró- fastur i Eyjafjarðarsýslu. Voru honum lil aðstoðar 6 prestar. Mikill mannfjöldi var viðstadd- ur. — Kirkjan er bygð úr steini og er aðalkirkjan 10,7x7,25 metrar, kórinn 4x3,75 m. og forkirkjan 3x3,25 metrar. — Turn ínikill er á kirkjunni og sést hann langan veg að. Höfiingleg bókagjöf. Landsljókasafninu liefir ný- lega borist vegleg og verðmæt bókagjöf frá Danmörku. Vísir hitti Dr. Guðmund Finnboga- son landsbókav. að máli í gær, og skýrði hann blaðinu svo frá: Ejnar Munksgaard, meðeig- andi forlagsins Levin & Munks- gaard i Kaupmannahöfn, hefir nýlega gefið Landsbókasafninu hókagjöf, sem er margra þús- unda króna virði, sem sé allar forlagsbækur forlags síns frá upphafi, en það eru um 450 bindi, og margt af því mjög merkileg vísindarit, einkum í læknisfræði, því að forlag þetta liefir verið aðalútgefandi lækn- isfræðirita í Danmörku. Auk þess fylgir þessari send- ingu afarmikið og merkilegt safn af sérprentuðum ritgerð- um um læknisfræði, úr dánar- búi próf. Carl Jul. Salomon- sen, hins alkunna vísindamanns og sýklafræðings. Loks liefir hr. Munksgaard heitið að gefa Landsbókasafn- inu framvegis allar (bækur for- lagsins og senda þær mánaðar- lega, jafnskjótt sem þær koma út. Meðal bóka þeirra, sem for- lag þetta liefir gefið út, er hin merka doktorsritgerð Helga Tómassonar geðveikralæknis, en vegna viðkynningar við Dr. Helga mun forleggjarinn hafa kynst íslandi, og er þessi mikla gjöf vottur um örlyndi gefand- ans-og vináttu til lands vors. Byron og Shakespeare. —o— Ef benda ætti á eitthvað það, sem öðru fremur einkendi ís- lenska ritliöfunída, þá gæti vist ósköjj vel komið lil mála að nefna liæfileika þeirra til að skrifa langt mál um Jílið efni. pað er alveg ótrúlegt, livað þeim tekst oft að teygja orðalopann. Líklega cr þetta að einhverju leyti skólunum að kenna. Aldrei hefi eg getað orðið þess var að í neinum islenskum skóla væri lögð stund á það, sem Englend- ingar kalla précis-writing og leggja mjög mikla áhérslu á í sínum slcólum. En þetta á vafa- laust fyrir sér að breytast nú þegar íslenskir kennarar liafa komið auga á England og tekið að sækja þangað. Précis-writing (sem er i þvi fólgin að taka eitt- livert ritað mál og segja efni þess með færri orðum) er liesta aðferðin sem Englendingum og Frökkum hefir tekist að finna til þess að venja menn á að vera gagnorðir i riti, en fyrir þá list hafa rithöfundar beggja þjóða alþj óðaviðurkenningu. pað segir sig sjálft, að ekki er unt að draga alla islenska rithöfunda í þennan sama dilk. Meðal þeirra, sem með engu móti þeira þar heima, er dr. Richard Beck, einn þeirra fá- gætu manna, sem ekkert skrifa svo að eigi hafi lesandinn gagn og ánægju af. Ritgerðir -lians í Eimreiðinni hafa um hríð dreg- ið að sér athygli, og þó ekki vonum framar, en þeim, sem ekki hafa lesið, vildi eg mega benda sérstaklega á tvær þeirra. Hin fyrri er um Byron og birt- ist á hundrað ára dánarafmæli hans. Sú ritgerð var svo gagn- orð og í -alla staði svo snildarleg að ef hún hefði birst á ensku mundi liún hafa vakið atliugli á höfundinum í þrem lieimsálf- um. Sama árið lögðu fremstu rithöf. enskumælandi þjóða saman í afmælisrit um Byron. í rit þetta (Byron, The Poet) voru að eins teknar ])ær rit- gerðir, sem þóttu bera af, og flestir höfðu liöfundarnir unnið sér alþjóðafrægð fyrir ritstörf sín. En ef slept er örstuttri grein eftir Marie Corelli, sem vel má teljast meistaraverk, þá mun ekki vera þar nema ein ritgerð, sem þoli samanhurð við grein dr. Becks. Og strangari mælikvarða mundi trauðla vera unt að leggja á þetta verlc hans; Ilin ritgerðin er um Shake- speare og er nýkomin út í Eim- reiðinni. pað er í fyrsta skifti sem skrifað er svo um Shake- speare á íslensku að gagn sé í. pað væri vel að sem flestir vildu lesa þá grein; er ekki óhugsandi að það kynni að leiða til þess, að þeir færu þá að lesa 'rit Shakespeares sjálfs, og þá væri vel farið. pað er hjátrú ein og meinloka, er menn hyggja að Shakespeare sé svo erfiður, að hann sé ofjarl öðr- um en þeim, sem garpar eru í ensku. Með Shakespeare Gloss- ary dr. Onions er hann ekki of- viða neinum þeim, sem bæna- bókarfær er í málinu. Orða- fjöldi hans er meiri en annara höfunda, en það er ekki orða-> fjöldinn sem gerir liöfundana torskildasta, eins og sýnir sig í því, að Browning er miklu tor- skildari en bæði Shakespeare og Byron. 70 ára roynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlót- ið gull- og silfurmedalíur vegua framúrskara'ndi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að YERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. pað marg borgar sig. f heildsölu hjá HALLDÓUI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavfk. Á fflorgun og fimtudaginn verðtir skyndisalan í gangi. Þá verða allir bútarnip seldir og all— ur annap skyndisðíu varningup fypip lítið. WM: Atli. Hafið þép atliugað liina ágætu pegnfpakka, sem seldip epu skyndi— sðluverði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.