Vísir - 25.09.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1928, Blaðsíða 5
VI S IR Þriðjudaginn 25. sept. 1928. Skðlamál á Bretlandl. Eins og lesendum Vísis er kunnugt, liafa Jmr íslenskir kennarar dvalið á Bretlandi í sumar til þess að kynna sér þar skólamálin, einkum barna- fræðslu. Af þessum þrem kenn- urum er Hallgrimur Jónsson enn þá i Englandi, en nýkomin eru heim frú Anna Bjarnardótt- ir frá Sauðafelli og Hervaldur Bjarnarson skólastjóri. Með því að íslenskir kennarar liafa áð- ur frekar leitað annað en til Bretlands, er þeir fóru utan í þessum erindagerðum, þótti Visi nýbreytnin ekki með öllu ómerkileg og hefir hann því lát- ið hafa tal af þessum tveim kennurum, frú Önnu og Her- valdi. Höfðu þau margt fróðlegt til frásagnar, en vegna rúm- leysis verður fæst af því talið hér, enda munu þau bæði liafa i hyggju að skrifa eitthvað um reynslu sína af breskum skól- um. þ>að sem hér fer á eftir eru sundurlaus atriði gripin á víð og dreif úr samtalinu. í hinni miklu Ivelvin Hall í Glasgow er árlega lialdin skóla- sýning mikil; fá menn aðgang að henni gegn gjaldi, sem varið er til þess að kosta fátæk börn til sumardvalar í sveit. Á sýn- ingu þessari má sjá starfandi bekki úr allskonar skólum og þótti íslensku kennurunum það, næsta fróðlegt. þ>ar mátti t.d. sjá verklega kenslu eins og liún fer fram í skólunum. Telpur voru þar að starfa að matreiðslu, bæta föt, taka til i herbergjum og þvo þvott. Drengir og full- tíða menn við trésmiði, prent- un, bókband, fatasaum og skó- siniði. Nemendur frá verslunar- skólum sýndu vélritun og lirað- ritun og skrifuðu með ótrúleg- um hraða eftir grammófóni Teikningar voru sýndar frá byrjun skólabarna upp í full- komnustu iðnskóla. Frá skólum andlega vanþroska barna voru þarna undursamlega vel gerðir munir, sem sýndu, hvilik á- hersla er lögð á að þessi börn, sem ekki eru fær um bóknám, geti þroskað sitt verklega gáfna- far, ef nokkurt er. En leggja ekki Bretar mjög ríka áherslu á að þroska likams- atgervi æskulýðsins ahnent? — Jú, þeir hafa sérstakt orð á sér fyrir það, og skólar þeir, er við heimsóttum, voru yfir- leitt óræk vitni um þessa upp- eldisstefnu. í miðjum sýningar- salnum i Kelvin Hall er stórt svið með hækkandi sætum á 3 vegu og stúku fyrir hljómsveit. parna sýndu fimleikaflokkar allskonar æfingar. Hópar 70 100 stúlkna, frá 12—18 ára, sýndu fimleikadansa eftir or- kestermúsík. Var aðdáanleg leikni, samræmi og æskufjör sameinað í dönsunum. pað var stórkostlega áhrifamikið að sjá þessa flokka hreyfa sig eftir hljóðfallinu. I stórum sal, sem útbúinn er með leiksviði, sungu barna- flokkar, léku smáleiki og lásu upp sögur. þau fóru mjög vel með þessi verkefni sin. Sum börnin, sem léku og lásu upp, voru aðeins 8—10 ára gömul. Báðir kennararnir tóku það fram með sérstakri áherslu, að í barnaskólum og framlialds- skólum væri meiri rækl lögð við að kenna nemendum að lesa og tala með viðeigandi raddbreytingum (intonation) heldur cn að troða í þá mál- fræðisreglum. Bretar vita að álirif talaðs máls fara meira eftir hljóðfalli lieldur en mál- fræðisreglum, sem slundum eru meira að segja vafasamar. Með þvi að vér vissum, að Hervaldur liafði kynt sér breska kennaraskóla rækilega eftir því sem föng voru á, snerum vér oss sérstaklega að lionum um þau efni. Kennaraskólinn í Glasgow, segir hann, er stórmyndarlegur, þar eru 3 heimavistahús. Inn- göngu í skólann fá aðeins stú- dentar og háskólamenn. Sumir læra þar aðeins ýmiskonar handavinnu, trésmíði, járn- smíði, eldamensku og önnur eldhússtörf. I sérstölcum sal með margskonar tækjum er nemendum kent að gera ýmis- konar sálfræðislegar athuganir á börnum. Skuggamyndir eru mikið notaðar. Um sýningar- tjaldið er þannig búið, að sýna má um hábjartau dag án þess að byrgja glugga. I skólanum er geysi rúmgóður lestrarsalur og stórt bókasafn. Kennaraskólinn í Leeds er einhver liinn full- komnasti á Bretlandi. Nemend- ur eru um 500. par eru átta heimavistarhús, fimm fyrir karla og þrjú fyrir konur. Hver nemandi hefir sitt eigið her bergi og er það í senn dagstofa og svefnlierbergi. Skólaliúsið sjálft er ákaflega vandað og mikið og standa líkneski margra merkismanna á göngum þess. Ivenslustofurnar og áhöld eru svo fullkomin sem verða má. Vér spurðum um kenslu krist- inna fræða i barnaskólunum og beindum spurningunni til Her- valds. í skólum þeim, er eg kom í, var engin trúarjátning kend og . ekkert „kver“. Foreldrar eru algerlega sjálfráðir um það, 'hvort þeir láta börn sín nema kristin fræði i skólunum, og engin eru lögboðin próf í þeirri grein. Kyntuð þér yður nokkura sérskóla? Eg kom i Technical Scool í Leeds. NJemendur eru dreng- ir 13—15 ára; námsgreinar: teikningar af lilutum,sem smiða átti, búnar til sagir, skrúfjárn, rær, trektir o. fl. o. fl. Enn- fremur var þar móðurmáls- kensla, fjTÍrlestrar um almenna sögu, verslunarsögu, iðnaðar- sögu og breytiþróunarsögu (saga jarðarinnar, jurta, dýra og mannsins). Nemendum er ætlað að lesa siðan um þessi efni. pessar námsgreinar eru að mínu viti hinar þörfustu, sem unt er að kenna, að félagsfræð- inni undantekinni, enda er and- leg't og verklegt nám sameinað svo sem best má verða. Jeg kom í annan skóla í Lundúnum svipaðan þessum. J>ar eru nem- endur engir eldri en 14 ára. I trésmíðasalnúm smíða þeir þar 'borð, stóla. skápa o. m. fl. Flest húsgögnin á skrifstofu skólastjórans höfðu drengir í skólanum smíðað. í járnsmiðj- þegar fjölskyldai ætlaði að kanpa bíl - A - 74 £ (' 'hd Húsmóðirin vildi fyrst og fremsl vera viss um, að ör- ugt og létt væri að aka bifreiðinni.----- Hún kaus Chevrolet. Dóttirin var sérstaklega lirifin af, hve auðvelt var að opna og loka rúðunum, liversu liand- liægir vasarnir voru í hurðunum og liinu slcinandi Duco-lakki. — — Hún kaus Chevrolet. Sonurinn 1: vildi fá skrautlega bifreið og rennilega, og ekki neitt skrapatól, sagði hann.------- Hann kaus Clievrolet. Afi sagðist ekki þekkja mikið til bifreiða, en þegar hann heyrði, að General Motors sel- ur 7000 Clievrolet-bifreiðar á dag — kaus hann Clievrolet. * ' * i , t í»* tfr ' - ..MuuS&L? Tengdasonurinn, sem var verkfræðingur, hélt fyrirlestur um, að vélin væri hjartað, loftlireinsarinn lungun, og olíuhreinsarinn samsvaraði nýrunum. þegar þessir hlutir eru í lagi, er það trygging fyrir því að bifreiðin sé ábyggileg. — Vegna sinnar vei-kfræðilegu þekkingar kaus hann Chevrolet. Húsbóndinn leit í sparisjóðsbókina, og þegar liann heyrði, hvað Chevrolet var ódýr, og hve borgunarskilmálarnir eru liagkvæmir hjá General Motors, kaus hann og keypti Chevrolet. i<a Jóh. Olafsson & Co. Reykjavík. Aðalumlioðsmenn fyrir General Motors iiifreiðar á Islandi. unni gerðu þeir ýmsa hluti úr járni. par voru margs konar járnsmiðavélar, meðal annars rennibekkur, og gengu vélarn- ar fyrir litlum rafmagnsmótor. Líking var þar af járnbraut með stöðvum og lest, sem knúin er með rafmagni. Litla handpressu (prentsmiðju) liöfðu nemendur einnig smíðað og eru i lienni prentaðar skýrslur skólans, aug- lýsingar, reikningar og annað það, er þarf að láta prenta. Bóknám er litið i skólanum, enda nemendur taldir að hafa litla hæfileika í þær áttir. pér mintust áðan á fræðslu í félagsmálum; þér munuð hafa kynt yður méðferð hennar í enskum skólum? — Vitaskuld. Fræðsla í þess- ari grein fer þar vaxandi og hef- ir þó lengi verið mikil, enda telja margir, að pólitiskt séu Bretar þroskaðri en nokkur önnur þjóð. Fyrst og fremst er kent um bæjarfélagið (sveitar- félagið), þá um þjóðfélagið og loks um þjóðabandalagið. Enn- fremur er sumstaðar kent um helstu stjórnmálastefnur, sem nú eru uppi. Bretar eiga ógrynni námsbóka og lesbóka um þessi efni, enda er þeim það Ijóst, að fátt er hættulegra fyrir þjóðfé- lagið en að borgararnir livorki viti né skilji sínar eigin skyld- ur og réttindi. Æskan þarf að þekkja það þjóðfélagsskipulag, sem hún hlýtur að arfi frá for- feðrunum, til þess að geta á sín- um tíma skilað því fullkonm- ara í hendur framtíðinni. Börn eru skólaskyld á Bret- landi frá því að þau eru 5 ára, svo smábarnakensla er þar væntanlega með öðru móti og lengra á veg komin en hjá okk- ur? — Með langt öðru móti og miklu lengra á veg komin, svar- aði frú Anna. Fyrir smábama- kenslunni er það lagt til grund- vallár, að liaga henni þannig, að börnin taki þátt í náini sem leik, en ekki sem skyldustarfi. Með því er áhuginn vakinn og glæddur. þá er og likamsment- unin rækt sem best má verða þegar frá upphafi. par með er ekki einungis hugsað um að slyrkja og þroska likamann, heldur einnig að gerá allar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.