Vísir - 26.09.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 26.09.1928, Blaðsíða 5
VÍSIR Miðvikud. 26. sept. 1928. med peyklausu púðpi og hert- um ltðglum nýkomin. - Verðið miklu lægpa en í fyppa. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Enskuskóli fyrir börn. Eg hefi fengið áskoranir frá málsmetandi mönnum um að stofna hér enskuskóla fyrir börn. Vegna þess að eg tel hug- myndina þarflega, hefi eg afráðið að verða við þessum áskor- unum svo framariega sem næg þátltaka fæst. Tek eg á móti börnum frá 5 ára alt upp að fermingaraldri. Mér væri kært að þeir sem hugsa sér að sinna þessu, vildu tala við mig sem fyrst. Bergstaðastræti 10 B. — Sími 1190. Anna Bjarnardóttir frá Sauðafelli. Heimilin og félagslífið í Reykjavík. —o— (pó að Vísir sé hvergi nærri samdóma höfundi eftirfarandi greinar í öUum atriðum og telji sumar fullyrðingar hans nokk- uð hæpnar og öfgakendar, þyk- ir honum þó rétt, að greinin komi fyrir almennings sjónir, þvi að margar aðfinslur höf. eiga all-mikinn rétt á sér. — Má þar til nefna m. a. það, sem hann segir um útivist barna og unglinga á kveldin og fram á nætur. Er það liinn mesti ósið- ur, að leyfa börnum að flakka úti við fram eftir öllum kvöld- um, eða sitja á skemtunum fram yfir háttatíma, og getur liaft alvarlegar og skaðvænlegar afleiðingar í för með sér). Nú á dögufn eru uppi hávær- ar raddir um það hér i höfuð- staðnum, hve erfitt sé að halda heimilunum saman, þvi víða tolli enginn lieima; það sé rétt skotist heim til að borða, en svo sé óðara þotið á stað aftur, og langoftast sé þetta viðkvæðið: „Eg þarf að fara á fund.“ Mjög margir húsráðendur eru svo bundnir ýmsum félagsbönd- um, að þeir hafa nálega engan tima til að staldra við nökkra stund heima að loknum vinnu- tima. þá kalla félögin þá á fundi, sem einatt standa langt fram á nætur. Af þessu leiðir, að konan verður ein að annast heimilið, hafa til matinn og föt- in, til þess að maðurinn hennar geti komist á fund. Mörg konan hefir int þetta starf af hendi með sóma, en eðlilegt er, að þetta þreyti þær, þegar til lengdar lætur, er þær verða einar að amstrast i upp- eldi barnanna og öðrum heim- ilisskyldum. Nú mun æði mikið farið að brydda á því, að konurnar séu farnar að feta í fótspor okkar karlmannanna; verðiu- þá auð- vitað vinnustúlkan að taka við heimilinu, ef hún er þá nokkur, eða þá elsta barnið. pegar svo er komið, er þá ekki éðlilegt, að þömin rangli eitthvað frá, þeg- ar svona er í pottinn búið. — það hefir verið sagt, að heim- ilin skapi þjóðina. En nú litur helst út fyrir, að Reykvíkingar séu að breyta því sannmæli á þá leið, að samkvæmi skapi þjóð- ina. því að svo virðist sem mörg heimili séu svo haldin af þessu félagsfunda-fári, að það sé bók- staflega enginn thni til að sinna heimilunum sjálfum. Mörg af þessum félögum eru stofnuð í góðum og göfugum tilgangi. Og sum liafa unnið mikið gagn eða verið þörf í þjóðfélaginu; aftur eru önnur gagnslitil eða jafnvel verri en ekki, að því er manni virðisl. Eg ætla að nefna nokkur þessara félaga, svo sem Odd- fellow-regluna og Frímúrara. I þeim eru mestmegnis lieldri borgarar höfuðstaðarins; er mér sagt, að þeir liafi nokkurs konar heimili fyrir sig i sam- komuhúsum sinum til borð- lialds og annars, ef til vill til að ónáða ekki húsmóðurina heima. petta eru leynifélög og hafa sálfsagt fagrar stefnuslcrár og hlynna vel að meðlimum sín- ufn. Oddfellow-reglan danska liefir int liér af hendi göfugt mannkærleikastarf, sem orðið hefir þjóðinni til blessunar. Og innlendu Oddfellow-arnir hafa hrundið af stað líknarverkum, sem þeir eiga fylstu þakkir fyr- ir. Frímúrarar hafa sjálfsagt gert eittbvað í líka átt, þó mér sé síður kunnugt um það. — pá er að nefna þriðja stærsta félag borgarinnar, Goodtempl- ara-regluna; stefnuskrá hennar er mjög fögur, enda hefir Regl- an unnið mjög að útrýmingu áfengis. En sá er ljóður á henn- ar ráði, að heimilin hefir hún tæmt um of með lélegum og löngum fundum og skemtana- fargani, og fer það altaf vax- andi. pá vil eg minnast á kvenfé- lögin. pau eru nú orðin mörg, eins og eðlilegt er. Við karl- mennirnir erum búnir að gefa konunum fordæmið. pað er eðlilegt, áð þær langi til að skreppa á fundi, þegar við erum altaf á fundum. Og nú er i ráði að nokkrar konur borgarinnar gangist fyr- ir þvi, að koma upp stóru húsi, sem heiti „Hallveigarstaðir“, og verða skal nokkurs konar kvennaheimili. í stefnuskránni er það látið Iieita svo, að það sé lieimili handa konum, sem komi hingað utan af landi. En eg held, að það sé gylling ein. Ef eg þekki rétt sveitakonurn- ar, þá mundu fæstar þeirra taka sér þar bólfestu; bæði mundi þær skorta fé til þess, og svo eru fæstar þeirra svo fram- gjarnar, að þeim sé hugur á að dvelja í nokkurs konar veitinga- liúsi. J?ær mundu lieldur vilja verja fé sínu til að hlynna að heimili sínu og börnum. pað er ætlun mín, að hitt ráði meira hjá þeim framtakssömu kon- ur borgarinnar, sem fyrir þess- ari Hallveigarstaða-byggingu standa, að þær vilji með þvi eignast heimili fyrir sig sjálfar, til þess að geta eitthvað líkst Oddfellowum og Frímúrurum að jdra hætti að minsta kosti, og átt sér heimili til fundai-- halda og til að rabba saman. Ef margar húsmæður vendu nú komur sínar þangað iðulega, þá mundum við karlmennirnir varla geta sungið með glöðu geði „kvennaprísinn“ okkar fagra: „Blessað sé þitt blíða bros og gullin tár. þú ert lands og lýða ljós i þúsund ár.“ Já, sannarlega hafa þær mæð- urnar okkar verið ljósgjafi þjóðarinnar í þúsund ár. En það ljós hefir komið frá þeirra eig- in heimilisarni, en ekki frá fundaskvaldri kvenfélaga. Eins og það er óholt heimilis- lífinu, að húsbændurnir séu löngum utan heimilis, þá stend- ur þó heimilinu enn meiri hætta af því, ef húsmóðirin vanrækir það. Eg mintist á börnin hér að framan. Kennurunumviðbarna- skólann er legið á hálsi fyrir það, live litlum tökum þeir nái á börnunum, að þau láti eins og villidýr kringum þá. þetta getur vel satt verið. En eru það nokk- ur undur, ef húsbændurnir van- rækja sínar foreldraskyldur við börnin, með því að festa ékki yndi heima, heldur eiga allar sínar ánægjustundir í fundar- sölunum eða sækja þangað lé- legar skemtanir eins og, því miður, er farið að brydda á. „Smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Pað er víst, að heimilisbrag- urinn setur sitt mót á börnin og barn er ekki gamalt, þegar 'það mót fer að koma í Ijós með ýmsum hætti. Og er börn eld- ast, feta þau einmitt í spor for- eldra sinna, eins og auðvitoð er; festi foreldrar þeirra ekki yndi á heimilum sínum, þá er eðli- legt, að börnin sæki út á vjð lika. pau eru yfirleitt ekki eins og litla stúlkan, sem sagði við móður sína, er hún kom heim af einum fundinum: „þegar eg er orðin stór og eignast börn, þá ætla eg að vera lieima lijá börnunum mínum, en ekki á þessum fundum.“ Og þegar börnin una ekki heima, hvað tekur við þeim þá, nema götuskvaldrið, bióin og aðrar lélegar skemtánir og ó- hollur félagsskapur, sem götu- lifinu fylgir. það litur svo út sem talsvert af þessum félögum öllum sé starfrækt til þess að fólk geti fengið að „njóta lífsins“, sem svo er kallað, utan heimilanna. pví er sjálfsagt í öllu þessu fé- lagsfargani að halda skemtan- ir einu sinni í viku og eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði og þar fram cftir götunum. Og þá er verið að spreyta sig á, að skreyta skemtisahna sem best, og er þá ekki horft í kostnaðinn við það. Blöðin flytja lýsingar á þessum skreytingum í heilum dálkum. Svo hefir verið kepst í því að setja met i slíku til að gera skreytingarnar svo ginn- andi sem unt er, svo að fólkið gæti setið þar í leiðslu í hálf- rökkri eða jafnvel myrkri, sbr. fyrirlestur Reinholts Richter i útvarpið í vetur; kveðst hann hafa sjálfur verið á mörgum slíkum skemtunum og er að vara ungt fólk við þeim, eins og þær væru nú. Sá fyrirlestur var ófögur lýsing á samkvæm- islífi borgarinnar. pá eru það barnaskemtan- irnar. því fer fjarri, að eg sé þvi mótfallinn, að börnum sé skemt. En eins og þær eru orðn- ar nú, þá eru þær óhafandi. Börnin eru látin koma á þær á níunda og tíunda tíma á kvöld- in og siðan látin dansa til kl. 2— 3. Allir ættu að geta skilið, að slíkar skemtanir eru ekki holl- ar börnum, síst þeim, sem eiga að vera komin í barnaskóla kl. 8 að morgni. Er ekki mál til komið fyrir Reykvikinga, að fara að breyta til og draga dálítið úr þessu kvöld- og nætur-ralli. þegar lit- ið er yfir Reykjavíkurbæ að morgni, þá er ekki margt fólk á gangi á götunum, að undan- teknu verkafólki, sem er að ganga til vinnu. það er víst æði- stór hópur manna hér i borg- inni, sem ekki fer i rúmið fyr en kl. 12—2 á nóttunni. Svo sefur sá f jöldi langt fram á dag. Af þessu lendir alt í óreglu á heimilunum. þeir, sem að erfið- isvinnu ganga, verða að vera komnir til vinnu kl. 6—7, en hinir fara ekki á fætur fyr en 9—11. Er nú ómögulegt að breyta Iþessu og sjá svo um, að búðar- fólk og skrifstofufólk byrji vinnu fyr á morgnana, en hætti fyr á kveldin, svo að ýmsar skemtanir og n auðsyn j afundir gætu byrjað fyr en nú tiðkast. Sömuleiðis að veitingahús og kaffihús og bíó mættu eigi vera opin lengur én til kl. 10—10þ§ ( og bílar mættu eigi vera lengur á ferð en til kl. 11. Ef bæjarstjórnin sýndi þá rögg af sér, að taka verulega í taumana með þetta kvöldráp, þá mundi verða rólegra á mörgu heimili en nú á sér stað og mörg krónan sparast. í þessu efni ættum við að talca nágrannaþjóðirnar okkar til fyrirmyndar, fremur en að elta tildur og hégóma, sem við' erurn svo fljótir að apa eftir. pó að eg hafi nú ekki lýst nánar þessu óholla borgarlífi voru, né dregið fram Ijótustu myndir þess, þá er það von min, að góðir menn, sem sjá þetta og reyna ekki siður en eg, bindist nú samtökum um að reyna að bægja þessari ólyfjan frá lífi borgarbúa, og ritfærir menn og konur skrifi hispurslaust um þetta og hætti eigi fyr en þessu er komið í betra horf. S. Sérstaka athjgli vill Vísir vekja á auglýsingu, sem frú Anna Bjarnardóttir birtir hér í blaðinu, um ensku- skóla fyrir börn. Reynslan sýnir, að börn eru ótrúlega fijót að læra að mæla á er- lenda tungu, og vitaskuld verður þessi kensla aðallega á þann hátt, að frúin talar við börnin á ensku og notar bæði myndir og aðra hluti til skýr- ingar. Hún notar með öðrum orðum liina svonefndu beinu aðferð og því fyr sem börnin eru látin byrja, þvi betra. Með þessu móti fæst hin besta liugsanleg undirstaða undir bóknám í málinu síðar. Mr. Little, sem notar þessa söinu aðferð, hefir kent nokkrum börnum hér undanfarna vetur og hefir árangurinn orðið mjög glæsilegur, en ekki hefir liann séð sér fært að verða við áskorunum manna um að stofna sérstakan skóla fyrir börn, enda hefir hann réttilega fremur talið það hlutverk sitt að kenna þeim, sem búnir eru að fá undirstöðu í málinu ann- ars staðar. — Hér býðst nú foreldrum tækifæri til þess að láta börn sín læra nokkuð i þeirri tungu, sem segja má að sé að verða hverjum manni ómissandi. Má ætla að þessu fyrirtæki frú önnu Bjarnar- dóttur verði vel tekið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.