Vísir - 30.09.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1928, Blaðsíða 5
I VISIR Sunnudaginn 30. sept. 1928. IKJ! S w Nýkomið : Kalíáburdnr. | Supepfosfat. Skautar fyrir fullorðna og börn, nikkeleraðir og ónikkeler- aðir, mjög falleg tegund. — ÓDÝRT. A. Obenliaupt. Heifflilin og flallveigarstaíir. Grein S. i Visi s. 1. mi'övikudag ei aö mörgu leyti þörf og athuga- yerö. 'En i henni ér eitt atriöi, sem á misskilningi byggist, og er til- gangtir lííía þéssara sá, að leið- féttá hánn. S. talaf um hve mjög ýms félagsskapar eyði tima manna og dragi þá frá heimilun- um. Finst S. að þegar sé komið svo mikiö los á heimilislífið i þess- um beé, að sist beri aö gera nokk- uö þáð, seih aukið geti los þetta, „eða gert fólki' greiöara að leita út f/fyrir. vébönd heimilanna sér til dægrastyttingar. Mér er nú ekki yel kunnugt um, live mikinn tima - fclagsstörf og íélagsfundir taka frá heimilunum, en eg hygg, að það sé nokkuð misjafnt eftir þvi hvort um er að ræöa starfsmenn, stjórnendur‘ félags og þá, sem nefndarstörf falia á eða óbreytta liösmenn. En öll skynsemi mælir með því, að enginn þurfi að láta félagsskap taka meira af tíma sín- uin frá skyldustörfum, en hverj- uin einúm sýnist. Undantekning- ar kunna þó að vera t. d. þeir, sem félagsstörfin einkum hlaðast á, í þeinn félögum, sem mikið starfa. Það er ógætilegt að fordæma allan félagsskap — og það gerir S. heldur ekki — vegna þess að offra þúrfi honum einhverjum tíma — því margur félagsskapur gefur það í aðra hönd, sem margborgar timann. sem til þess þarf, að rækja hann. Eg þarf ekki að taka það fram aö hér á eg aðeins við: góðan og heilbrigðan félagsskap. Hann cr vel þess verður, að honum sé gefin ein kvöldstund í hálfum mán- uði eða vikur Sú viðjleitni, sem miðar að þvi að gera þess háttar félagsskap hægara að starfa er góðra gjalda verð og á þakkir skil- iö. Hallveigarstaðir miða í þá átt, þeir eiga að verða til þess, að kvtemfélög bæjjarins eigi hægara með að starfa að málefnum sin- um, sem öll miða til menningar eða liknar. Hallveigarstaðir eiga ekki að verða og nmnu aldrei verða til; þess, að auka losið á heimilun- um, sem breyttir bæjarhættir hafa leitt í land hér í bæ. Ef svo ólík- lega kynni að fara, að þeir yrðu til þess, þá er það sannarlega eklci í anda forgöngukvenna fyrirtæki- isins, né heldur hlutháfanna, því á hluthafaskrá standa nöfn ýmsra bestu og heimilisræknustu hús- íreyja þessa bæjar, auk margra góðra kvenna úti um land. Að kvenfélög Reykjavíkur, sem nú eru meira og minna á hrakhólum með fundarstaði, hafi hug á að koma sér upp sameiginlegu fundahúsi er ofboð eðlilegt. Að þetta hús verði um leið nokkurskonar miðstöð fé- lagastarfsemi kvenna annarsstaðar af landinu, leiðir óumflýjanlega af því, að Reykjavík er nú orðin sú miðstöð landsins alls, að segja má, að flest starfsemi, sem nokkuð kveður að, hafi bækistöð sína hér. Að Hallveigarstöðum er ætlað að geta tekið á móti konum, sem að koma, til gistingar eða lengri dval- ar, kemur til af því, að konur, bæði hér og annarsstaðar, álíta að slíks staðar sé þörf. Verði reynslan aft- ur á. móti sú, að aðkomukonur komi sér ekki að því, að sækja þennan stað, þá er að beygja sig fvrir þeirri staðreynd, og verða þá væntanlega engin vandræði að hagnýta þau herbergi, sem til þess voru ætluð, á annan, gagnlegan hátt. Hallveigarstöðum er síður en svo ætlaÖ að draga konurnar út af heimilunum. En vonandi verða Hallveigarstaðir þess megnugir, að geta tekið á rnóti þeim konum, sem þrá kynnu, þótt ekki væri nema stutta stund, hvíld frá erfiði heim- ilisins., og andlega hressingu, sem ekki er að fá — þvi er miður — á svo mörgu heimilinu. Og þvi mega hvorki S. né aðrir, sem óttast að Hallveigarstaðir dragi konurnar til sín, eins og segulsteinninn járnið, gleyma, að hér í bæ eru fleiri kon- ur en húsmæðurnar, konur, sem ekki eiga neinn „eigin heimilisar- inn“. Það er öllum að meinalausu þótt þær „vendu komur sinar“ að Hallveigarstöðum. Þið getið sung- ið „kvennaprisinn“ ykkar fagra, eins fyrir því. En úr þvi eg nefni kvæðið þetta þjóðkunna, þá finst mér að mesta speki þess og kraft sé að finna í 5. erindinu, enda er skáldið þá kom- ið að því, sem fyrir honum er mergurinn málsins, þó hann noti svona glæsilegan formála. S. er ekki einn urn það, að halda að Hallveigarstaðir muni orsaka einskonar þjóðflutninga. Ef þeir, sem þessu kvíða, sæju uppdrættina að Hallveigarstöðum, mundi þeim eflaust róast. Hér er sem sé ekki um neina stórbyggingu að ræða. En S. á þakkir skilið fyrir að hafa komið opinberlega frarn með á- hyggjur sínar og gefið ástœðu til, að honum og öðrum, sem sama sinnis eru, sé skýrt frá hinu sanna i þessu máli. □ I. 0.0. F. 3 =1101018= 8V2=II Jarðarför Kristínar Sigurðardóttur fór fram í gær að viðstöddu mörgu fólki. Síra Bjarni Jónsson flutti húskveðju og ræðu i dómkirkj- unni. Kaupendur Vísis, þeir er bústaðaskil'ti hafa nú um mánaðamótin, eru vinsamlegast beðnir að til- kynna afgreiðslunni (Að- alstræti 9 B, sími 400) hið ný.ja heimilisfang í tæka tíð, svo að komist verði hjá vanskilum á blaðinu. Leikfélag Reykjavíkur er nú tekið til starfa eftir sumarhvildina. Fyrsta við- fangsefni þess verður viðkunn- ugt og skemtilegt leikrit eftir frakkneska ritlxöfundinn Au- gustin Eugéne Scribe (d. 1861). Nefnist sá leikur „Glas af vatni“ og gerist á Englandi á ríkisstjórnarárum Önnu drotn- ingar hinnar góðu (1702— 1714). Kemur drotningin þar mjög við sögu og er ein af höf- uðpersónum leiksins. — Scribe skrifaði kynstrin öll af leikrit- um, en mjög þóttu þau mis- jöfn að gæðum. Er talið að leikrit lians sé ekki færri en 400 alls, en sum þeirra skrifaði hann i félagi við aðra liöfunda. Seribe varð frægur rithöfund- ur um sina daga, en nú þykir ekki mikið til leikrita ,hans koma, nema örfárra. „Glas af vatni“ er talið meðal allra hestu verka hans, og það er leikið víða um lönd enn í dag og nýtur mikillar almennings- hylli. — Er búisí við, að leik- urinn vcrði sýndur hér að hálfum mánuði liðnum eða jafnvel fyr. Athygli skal vakin á augl. í blaðinu í dag frá frú Emilíu Bjarnadótt- ir, um píanókenslu. Hún hefir stundað nám hjá Haraldi Sig- urðssyni og fleirum. Tryggvi gamli kom af veiðum i morgun. Háskólinn verður settur á þriðjudaginn 2. okt. kl. 1 e. h. Kveldskóli K. F. U. M. tekur til starfa næstu daga. Nokkurir nemendur geta enn komist að og eru beðnir að gefa sig fram nú þegar við Sigur- björn porkelsson, kaupmann i Vísi. Markús Kristjánsson, píanóleikari, ætlar að halda píanóleik í Gamla Bíó n. k. mið- vikudag, kl. 7:>4 slundvíslega. Ný og stór verslun var opnuð í gær á Laugaveg 33, eins og auglýst var i Visi i Lesarkasafn. Valið liefip Jón Ófeigsson* Lesarkasafnið er lestrarefni, sem bæði er valið úr íslenskum bókmentum og frumsamið. Af safninu koma út í haust 100 arkir, og er hver örk 16 bls. með mynd. Arkirnar er ætlast til að festar sé í bindi sem gerð liafa verið til þess, og getur hver og einn keypt arkir úr safninu og gert úr bók eftir eigin vali. Safninu er skift í þessa flokka, er segja til um efni arkanna: Ár og dagur 4 arkir. Bókmentaflokkur 6 arkir. Dýrasögur og dýralíf 4 arkir. Framfarir 4 arkir. Frá öðrum löndum 4 arkir. Frá öðrum þjóðunf 4 arkir. Gaman og alvara 10 arkir. Heima og heiman 10 arkir. Mannsævin 8 arkir. Saga og sagnir 10 arkir. Cr ríki náttúrunnar 6 arkir. pjóðarhættir 11 arkir. þjóðsögur og æfintýri 20 arkir. Út ern komnar og til sfilu nú Jegar 80 arkir. Lesarkirnar kosta 30 anra hrer. Bindin kosta 50 anra hrert. Ódýrasta og hentugasta lestrar- etni fypip skóla og lieimili. Bdkaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tilkynnmg. Búið að opna nýju búðina á Freyjugötu 11. Fjöl- breytt úrval af veggmyndum og römmum. Komið og skoðið. — Munið Freyjugötu ii. Simi 2105. Lausasmiðjur steðjar, smíðahamrar og smíðatengur. Klappapstíg 29* VALD. POULSEN. Simi 24. gær. Eigandi hennar er ungfrú Margrét Thorberg, dóttir Magn- úsar Thorberg útgerðarmanns. Veðurhorfur. í gærkveldi var hæg vestan- átt um land alt og hiti 6—9 stig. Rigning um suðvesturland og Vesturland. purt og bjart ann- i arstaðar. í dag er búist við suð- vestlægari átt og nokkurri rign- ingu. Horfur eru á, að vindur snúist til suðurs eða suðausturs með rigningu upp úr helgi. Nýi barnaskólinn við Bergþórugötu var fánum skreyttur í gær, vegna þess, að þakgrindin var þá reist. Hannyrðakenslu auglýsa í dag líristín Jóns- dóttir og Ingibjörg Eyfells. Sýn- ing á hannyrðum námsmeyja þeirra verður i gluggum versl- unarinar Baldursbrá í dag. Guðm. Benediktsson, málaflutningsmaður, hefir flutt skrifstofu sina í Austurstr. 17. Sjá augl. í blaðinu í dag. Sýning. Guðmundar Einarssonar er opin 1 dag í siðasta sinn. Skólasetningar. Mentaskólinn verður settur kl. 1 morgun. Gagnfræðaskóli Retjkvikinga verður settur kl. 1 á morgun, í Iðnskólanum, niðri. Samvinnuskólinn verður settur kl. 1 á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.