Vísir - 02.10.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1928, Blaðsíða 3
 3.—11. ágúst 1928. 1905 er merkisár í sögu esp- eranto-hreyfingarinnar. pá var fyrsta allsherjarjúng esperant- ista haldið í Boulogne-sur-Mer á Frakklandi. Siðan hafa slik þing verið haldin árlega, nema sum stríðsárin. 20. þingið var liáð s. 1. sumar i Antwerpen í Belgiu. Borg þessi er næsta görnul og er til þjóðsaga um uppruna nafns hennar. Einhverntima í fyrndinni hjó jötunn nokkur við Seheelde-ósa og hehntaði skatt af öllum þeim, sem um ána fóru, ella lijó hann af þeim liægri höndina og fleygði lienni út á ána. Loks kom þangað rómverskur riddari og drap þursinn og varpaði liöndum lians í ána. Heitir þar síðau Antwerpen (Hand-werpen = Ilandvarp). Hitt mun þó sönnu nær, að nafn horgarinnar sé dregið úr orðunum „an ’t werf“, sem þýðir „við skipalægið“. Á 9. öld er getið um ram- 'bygðan kastala á þessum stað, og stendur nokkur hluti hans enn i dag og er notaður til gripa- safnsgeymslu. Borginni óx snemma fiskur um lirygg, enda er henni vel í sveit komið. par mætast ýmsar lielstu verslunarleiðir Evrópu. pess er getið, að eitt sinn komu 400 kaupíör inn á liöfnina á einni flæði. Það var á 12. öld. En siðai- urðu trúarbragðastyrj- aldir og erlend kúgun til að kippa úr vexti hennar og við- gangi. En siðan þjóðin fékk sjálfræði, liefir hagur liennar blómgast með ári liverju, Þar eru nú 450.000 ibúar. Skipauin- ferð er þar aíarmikil, enda kvað hvergi vera greiðara né ódýrara að ferina og afferma skii>. Þar eru tæki, sem geta liafið 150.000 kg. á loft í einu. 27.000 tonna skip leggjast þar liiklaust að liafnarhakka. Árið 1926 komu þangað 11599 skip, samtals 22,794,896 tonn. Margar merkilegar bygging- ar eru í Antwerpen. Nægir að nefna dómkirkjuna. Turninn á henni er 123 m. hár. Um hana sagði Schiller, að næst Péturs- kirkjunni í Rómaborg væri hún fegurst guðshús í liinumkristna lieimi. Listamenn hefir Antwerpen átt hópum saman. Bera stór- liýsi borgarinnar þeirra margar og miklar menjar. Hefir verið haft á orði að mikill hluti borg- arinnar væri eitt stórfenglegt gripasafn. H'afa ýmsir snilling- ar lagt þar fram krafta sína. Einn þeirra var Rubens, svo eitthvert nafn sé nefnt. Það er því ekki ólíklegt, að þcim 1500 espeicantistum (fimm frá Islandi), se in komu til Ant- werpen í ág ústbyrjun, liafi lilegið liugur í brjósti við að sjá þessa merkile gu borg. En þó mun þing þei rra liafa valdið mestu um tilli lökkunina. . ping þetta v, ar að mörgu likl undanfprnum þingum. Fundir voru lialdnir 1 dg margt rætt til gagns og skem tunar. Dr. Privat frá Genf, fog seti miðstjóruai; G. M. C. (General Motors Truck). Kr. 3950,00. Kr. 3950,00 G. M. C. vörubillinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, lofthreinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn i véhna, loft- ræstingu í krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- olíunni í vélinni mátulega kaldri og dregur gas og sýru- blandað loft úl úr krúntappaliúsinu svo það skemmi ekki oliuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarliúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlíf framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund i ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á hverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met í bifreiðagerð lijá General Mot- ors, sem framleiðir nú helming allra bifreiða i veröld- inni. Pantið i tima, því nú er ekki eftir neinu að bíða. öll varastykki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en í Chev- rolet. Sími 584. Sími 584. Jólt. Ólafsson & Co, Reykjavík. Umboðsm. General Motors bíla. æææææææææææææææææs 4 «.T4>T4 kT4 *.> <vi *.> *.;j i-’J 1. WlVIVItKrW K1 fli fli r esperantista, liélt snjalla ræðu um nauðsyn smáþjóðanna fyr- ir alþjóðlegl lijálparmál. Kvað liann þær margar hverjar eiga í fórum sínum eitt og annað mikilvægt til að leggja fram. heimsmenningunni til þrifa, en smæð þeirra tefði áhrifin með- an stórþjóðirnar réði lögum og lofum á sviði tungumálanna. Sýndi liann fram á, livílikt gagn esperanto liefði þegar gert í þessu efni, þrátt fyrir örðuga aðstöðu. Hváð myndi þá síðar verða? Sumarháskólanum (La som- eya univeritato) var lialdið á- fram. Efnið var að þessu sinni „Sjór og sæfarir“. Tiu fræði- menn fluttu fyrirlestra um ým- islegt, sem lieyrði undir þetta, hver i sinni sérgrein. Þrjár guðsþjónustur voru lialdnar þvi að þiugið stóð yfir um eina helgi. Þær voru fyrir gyðinga, kaþólska menn og mótmælendur. „Hamlet“ Sliakespeare’s var sýndur á leiksviði. Höfundur esperantos, dr. Zamenliof, þýddi leikritið af sinni alkunnu snild. Átta ríki sendu fullltrúa á þingið: Austurriki, Brasiha, Holland, Iuna, Noregur, Rúme- nía, Spánn og pýskaland. Hve- nær skyldi ísland verða með? Ýms alþjóðafélög sendu lika fulltrúa, t. d. atvintiumála- deild ÞjóðabandalagsinSjRauði krossinn og Heimssaiuband skáta. Sunnudaginn 5. ágúst gekk þingheimur, — hálft annað þúsund manns, af nær fjörutíu þjóðum, — i skrautfylking um borgina, með fánum og hljóð- færaslætti. Fyrstir voru skátar, síðan hljómsveitin og þar næst esperanto-sveit lögreglumanna í Antwerpen, en þeir eru yfir 50 i henni. Skrúðganga þessi vakti geysimikla eftirtekt. Hér er ekki nóg rúm til að segja nákvæmlega frá öllu þvi, sem þarna var gert til gagns og gamans. Hljómleikar dansleik- ar, skemtiferðir, sýningar, —- alt þetta verðum við, sem heima sátum að láta okkur nægja að nefna. Eg hefi minst stuttlega á ytri athafnir þingsins. En innri þýð- ing þess er miklu mikilvægari. Sá andi jafnréttis og bræðra- lags, sem þar ríkir er dýrmæt- ur. Þarna eru allir fyrst og fremst menn, einstaklingar af hinum mikla frændbálki sem dreifður er um alla jörðina. Svo geta þeir verið Frakkar eða pjóðverjar, Rússar eða ítal- ir, Islendingar eða Danir. Og það er ekki heldur spurt, hvort þeir séu gyðingar eða mótmæl- endur, hvort þeir séu kaþólskr- ar trúar eða fylgi kenningu Mú- hameds. AUir, sem vilja draga úr liatri og skilningsleysi milli þjóðanna, eiga þarna heiina. Það er sú göfuga tilfinning, sem ól og fóstraði esperato. Og það er sú sama tilfinning, sem hefir gefið því byr undir báða vængi, og gert það að þvi stór- veldi, sem það er, stórveldi, sem stefnir að því, að lyfta smælingjunum meðal þjóð- anna og gefa þeim kost á að neyta kraíta sinna heimsmenn- ingunni til heilla, áu þess að Ví SIR troðast undir, stórveldi, sem leggur sig i líma til þess að all- ir ménn og allar þjóðir lifi i fögru og friðsömu sambýli. Á ekki þessi boðskapur er- indi til smáþjóðanna, sem eiga í vök að verjást við að lialda andlegu sjálfstæði sínu? Og er aniiað hugsanlegt, en svona göfugu starl’i fylgi bless- un? Ól. Þ. Kristjánsson. pianoleikari dvelur hér i bæn- um um þessar mundir, eins og um hefir verið getið hér í blað- inu. Hann stundar nú fram- halds og fullnaðarnám i hljóm- list við háskólann í Berlín og ætlar að ljúka fullnaðarprófi í vetur. En aðalkennari hans í pionoleik er Breithaupt, orð- lagður maður og merkur á því sviði. Er leiðsögn hans Markúsi einskonar lokafágun, áðuú en hann leggur á þann garðinn, sem örðugastur þykir og lista- mönnum er skeinuliættastur. þann, er vandlátir listdómarar menlaborganna og áheyrendur skipa og marka landamörkin til frægðar og frama. Er garður sá ófær öðrum en afburðamönn- um, enda heltast þá margir úr lestinni. Markús er ótrauður og mikið i hann spunnið, bæði meðfætt og tamið með eindæma harðfylgi. Hér á hfenn vini marga, sem óska honum hins besta gengis í þrekraunum sem fyrir dyrum standa. Ein er sú, að hann er ráðinn til þess að leika „klaver-konsert“ eftir Tchaikovsky í Eisenach, skömmu eftir að liann kemur til pýskalands. Verður það „debút“ eða frumraun hans þar, sem vinir lians óska að vel megi talcast. Gefst þeim nú og færi að gera sér um það hugmynd, af eigin reynd, hversu hann er bú- inn til þeirar þrautar og annara, sem sjálfsagt munu á eftir fara, því að Markús hefir boðað til hljómleika í Gamla Bíó á mið- vikudagskveldið. — Spái eg að þangað vilji koma fleiri en fyr- ir lcomast. Th. Á. Bílaeigendum mun þykja búbót að eignast áhald eitt, sem lcomið er liér á markaðinn. Áhald þetta er til þess gert, að spara bensín, aðal- lega, en liefir auk þess ýmsa lcosti, sem eru til ómetanlegs gagns fyrir vélarnar. pað er af- arlítið fyrirfe'rðar og einfalt, svo að því er hægt að koma fyrir á hvaða gerð véla sem er, og mun einnig vera hægt að nota það á bátamótora. Áhaldið er ame- rískt og er nefnt Vix humidifier og Gas Saver og mundi mega nefna „vökvara og bensínspar- ara“. Ekki er auðvelt að lýsa vel þessu litla galdraverkfæri. — í stuttu máli eru kostir álialdsins þessir: pað leiðir relcju inn í véhna, til þess að fyrirbyggja að smurningsólíur og bensín storkni og hrúðri í leiðslunum, leiðslurnar haldast hreinar og bensínið notast til fulls. Nún- ingsslit vélarinnar'verður miklu minna en ella. Vélin helst miklu hreinni og sparast því mikil vinna við hreinsun, — og loks er höfuðkosturinn sá, að vélin verður sparari á ehlsneyti, svo að munar frá % alt að helmingi. — pess má líka geta, að áður- nefndur ralci eyðir eitruðum gastegundum sem myndast af óeyddu bensíni og olíu og valdið hefir erlendis fjörtjóni mönn- um, sem unnið hafa að bilavið- gerðum. Enn er það ótalið, að áhald þetta hjálpar til að halda vélinni hæfilega kældri, og þarf því miklu minna af smurnings- olíu en ella. — Tvær gerðir af þessu áhaldi liafa verið reynd- ar hér í bæ. Annað áhaldið spar- ar um 15% af bensini, en hitt sem er nokkru ódýrara, er enn verið að reyna, og árangurinn af rannsókninni mun verða glæsilcgur. — Eg er elcki nægi- lega fróður til þess að útslcýra þetta greinilegar, en af því að cg er þess l'ullviss, að liér er ekki um „humbug“ að ræða, ÞriSjudaginn 2. október 1928. tOCXXSOOOOíSOOÍXXXSOOOOOOOOtX fslensku gaffalbitarnir g eru þeir bestu. 2 Reynið þá! 0 Fást í flestum matvöru- ji X verslunum. 2[ sooooooooooocxxxsooooooooc;. þylcir mér rétt að benda bíla- og mótoraeigendum á þetta áhald, sem er til sýnis lijá Ólafi lcaupmanni Guðnasyni á I.auga- veg 43, sem fengið hefir sölu umboð fyrir framleiðandann. Rvik, 26. sept. 1928. (Inc.) Á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.