Vísir - 07.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1928, Blaðsíða 2
VISIR Rúgmjöl frá. Havnemöllen og Blegdamsmöllen. Hálfsigtimjöl, Kaupmannahafnav og Ái&borgap. Hveiti; Cream of Manítoba, Glenora, Canadían Maid. Fyripligg jandi-: Prima svissneskup ostur í öskjum með 6 stk, Grand St. Bepnhard Petit Gpuyére. A. Obenhaupt, Símskeyti Khöfn, 6. okt. F. B. Yfirvofandi óeirðir í Wínar- borg. FráWínarborg er símað: Til- raunir til þess að hindra hersýn- ingu, sem hernaðarfélög Fac- ista, svo köíiuð „heimwehrs"- félög, höfðu ákveðið að halda á morgun í iðnaðarbænum Wienerneustadt, hafa mishepn- ast. Socialistar líta svo á, að hersýningin sé látin fara fram i ögrunarskyni við verkamenn og hafa kallað saman varnarlið socialista, svo kölluð „Schutz- bund", á sama stað og tíma. Facistar og verkamenn fóru ao' streyma til bæjarins í gær. Ótt- ast margir, að þarna dragi til alvarlegra óeirða. Konur og börn haf a verið flutt úr bænum. Ríkisstjórnin dregur saman her- lið, sem einnig er á leiðinni til bæjarins. Ráðagerðir um áveitur í Grikk- landi. Frá London er símað: Veni- zelos hefir samið við enskt verk- fræðingafirma um að veita vatni á slétturnar í pessalíu og Epírus, í frjóvgunar skyni. Er hugmyndin, að flytja þangað 2 miljónir grískra flóttamanna frá Litlu-Asíu, til þess að stunda þar jarðrækt. Kostnaðurum á- ætlaður 10 milj. sterlpd. Kelloggs sáttmáli, Island og ó'nnur lönd. Frá Washington er símað: Aðeins níu ríki hafa enn ekld fallist á að skrifa undir ófrið- arbannssamninginn, nefnilega ísland, Ungverjalandi, Afghan- istan og sex latnesk-amerisk riki. Áveitur í Suður-Afríku. Frá Cape Town er símað: Stjórnin í Suður-Afríku ráð- gerir að hefjast handa innan skamms um miklar vatnsveitu- gerðir til þess að gera mikinn hluta Suður-Afríku-nýlendn- anna að frjósömu landi. Er hugmyndin að Ieiða Oranje- fljótið inn yfir Karroo-héruðin og Vaalfljótið yfir sljetturnar i vestur hluta Suður-Afríku. Kostnaðurin við verkið er áætl- aður tiu miljónir sterlings- punda. Forsetakosningin í Bandaríkjunum. Samkvæmt annari talningu í reynslukosningu tímaritsins Literary Digest höfðu forseta- efnin fengið þessa atkvæða- tölu: Hoover (republican).. 198.292 Smith (democrat) ... 92.855 Thomas (socialisti) ._ 1.774 Foster (verkam.)___ 811 Varney (bannm.)___ 515 (FB. JáFnbFautisu I sambandi við umsókn „Tít- ans", um sérleyfi til fossavirkj- unar og járnbrautarlagningar, var því haldið fram af ýmsum, að veiting slíks sérleyfis yrði aðeins til þess að tefja fyrir járnbrautarmálinu. J>etta munu ýmsir járnbrautarsinnar telja að hafi rætst, þó að engar lík- ur séu til þess að vísu, að járn- brautarmálið væri nú komið lengra áleiðis, þó að ekki hefði verið samþykt að veita þetta sérleyfi. pað eru sem sé harla litlar likur til þess, að Alþingi fallist npkkuru sinni á það, að leggja fé í járnbrautarlagningu austur yfir f jall eða að ríkissjóð- ur taki á sig nokkura ábyrgð á slíku fyrirtæki. Hins vegar er ekki vaf'i á því, að allar ráða- gerðir um járnbrautarlagningu, hvort sem er af hálfu „Titans", ríkisins eða annara, verða til þess eins að tefja fyrir því, að ráðið verði sæmilega fram úr samgöngumáli Sunnlendinga. pað er vafalaust liægt að fá Alþingi lil að heimila járn- brautarlagningu án ábyrgðar ríkissjóðs. — En hver mundi vilja takast á hendur að leggja hana án slikrar ábyrgðar? — Ekki nokkur einstaklingur, ekki nokkurt fésýslufélag um víða veröld! Ekki nokkur þeirra manna, sem þó kunna að f leipra um það hér á mannfundum, að járn'braut austur yfir fjall yrði áreiðanlega „þjóðþrifa. og gróðafyrirtæki", hefir náð þvi hámarki heimskunnar, að hann mundi vilja leggja eigur sínar i slikt fyrirtæki í von um gróða. Og trúin á þjóðþrifin er ekki meiri en svo, að gersamlega vonlaust er talið um, að fé svo nokkuru nemi yrði lagt fram til járnbrautarlagningar af ein- stökum mönnum, af áhuga fyrir málinu, svo sem átti sér slað um stofnun Eiinskipafélags íslands. Eru þó ýmsir áhuga- mestu járnbrautarsinnarnir all- vel efnum búnir, og mætti ætla, að þeir vildu sýna trú sína í verkum sínum. — Til þess að erlendir fjársýslumenn fáist til að leggja fé í járnbraut hér á landi, 'er auðvitað ekki nokkur von, nema sýnt væri fram á, að slik járnbraut yrði gróðafyrir- tæki, eða þá að þeir fengi ein- hver önnur fríðindi, sem þeir gæti gert sér að féþúfu. En eft- ir ófarir „Titans" verður vænt- anlega erfitt að færa líkur fyrir því, að það geti tekist. pví að ekkert stoðar að halda því fram, að „Titan" hafi ekki fengið að reyna sig til þrautar, af þvi að félagið hafi ekki fengið sérleyf- ið. Alþingi hafði samþykt að veita því sérleyfi, og það hlaut að nægja þvi til þess að afla fjárins, ef til þess hefði verið nokkur leið. Annað félag hafði fengið sérleyfi til fossavirkjun- ar samþykt á Alþingi. Stjórn þess þóttist þó ekki þurfa að hafa sjálft sérleyfið i höndun- um, en gerði án þess ýmsar til- raunir til að afla f jár til fram- kvæmda en gafst að lokum upp, án þess að fá sérleyfi, eða biðja um það. Og auðvitað er, að „Titan" hefði hvorki verið bet- ur eða yer farinn, þó að hann hefði haft sérleyfið í höndun- um. pað var alt annað, sem til- raunir hans til að fá fé, strönd- uðu á, sem sé ótrú á fyrirtæki því, sem stofna átti til, og var það að vonum. En eru þá nokkurar líkur til þess, að Alþingi fallist á, að járnbrautin verði lögð fyrir ríkisfé ? Eins og nú er háttað kjör- dæmaskipuninni, eiga þau kjör- dæmi, sem til mála gæti komið, að bag gætu haft af járnbraut- arlagningu austur yfir fjall, 11 menn á þingi. Raunar er aug- ljóst, a'ð eitt þessara kjördæma, Kjósar- og Gullbringusýsla, getur engan hag haft af járn- Nytsamar bsskur: Heilsuíræði telpna, verð 1,00. _i ungra braut, en miklu fremur tjón. Og fullyrða má, að í Reykjavík séu skoðanir manna svo skift- ar um þetta mál, að litlar líkur séu til þess, að þingmenn bæjar- ins Ijái því óskift fylgi. Og önn- ur kjördæmi landsins geta eng- an hag haft af þessari járn- braut. Miklu frekar gæti hún orðið þeim til tjóns, ef hún yrði til þess að fólk flyktist úr þeim til Suðurlandsundirlendisins, svo sem sumir járnbrautarpost- ularnir eru að spá. En slikar gyllingar eru lítt til þess fallnar að ganga í augu annara lands- manna. Er því auðsætt, að lík- ur muni ekki miklar til þess, að meiri hluti þingmanna mundi verða fylgjandi járnbraut, jafn- vel þó að hún væri talin hent- ugasta samgöngubótin fyrir Sunnlendinga, enda hefir það mál átt allerfitt uppdráttar á þingi fram að þessu. En þar við bætist, að þorra manna, víðs- vegar um land, mun virðast það hið mesla glapræði, að fara nú að ráðast í járnbrautarlagningu, íþegar fengin eru önnur sam- göngutæki, sem reynst hafa miklum mun ódýrari i notkun heldur en nokkurar líkur eru til að járnbraut geti orðið, og ósýnt er, að járnbraut fullnægi^ að öðru leyti betur þörfum manna. pað má búast við því, að stjórnmálaflokkarnir reyni enn um hríð að nota járnbrautina sem vopn i baráttunni um fylgi kjósenda á járnbrautarsvæðinu, sem svo er kallað. En það Iíður að því, að augu þessara hátt- virtu kjósenda hljóta að opnast fyrir því, að sá leikur stjórn- málaloddaranna er grár leikur við þá. pví að á meðan verður ekkert greitt úr vandræðum þeirra, svo að gagni komi, þó að væntanlega verði varið tugum þúsunda króna á hverju ári til gagnslítilla bráðabirgða endur- bóta á gamla veginum. Hins- vegar má þó búast við því, að við þær endurbætur verði látið sitja fyrst um sinn, þegar járn- brautar-skollaleiknum loks verður hætt. I.O.O.F. 3= 1108108 = Halldór Pálsson verkfæðingur slasaðist í fyrra- dag, datt af bifhjóli hjá Tungu og fótbrotnaSi. SlysiS atvikaðist svo, aS kind hljóp fyrir hjóliö og vildi hann forða árekstri, en þá rakst stýri hjólsins í bifreiS, sem stóð á vegarbrúninni, og vtó þaö fieygSist hann af hjólinu. Veðurhorfur. Stormsveipurinn, sem verið hefir í hafi suður af Islandi, var að mestu eyddur í gærkveldi, en í hans stað var komin alldjúp lægð suðvestur í hafi og virtist stefna norðaustur, milli Fær- eyja og íslands. Horfur í dag á vaxandi noraustan átt og verð- ur sennilega hvassviðri með kveldinu. Úrkoma verður senni- Iega dálítil, en helst varla Iengi. Vísír er sex síður í dag-. Sagan er i aukablaSinu. Jarðhita-rannsóknirnar. Hætt hefir nú verið í svip viS að dýpka jarðholuna við Laug- arnar, sem orðin var um 9f> metra djúp. Vatnsrensli úr henni er um 10% lítrar á klukkustund, eða ríflega eíns og í gömlu laugunum. Hiti á 00A aliir litir- f; 0 Prjónagarn. | allir litir. ína | Silkigarn, « 1 Baímullargarn, i Stoppugarn. -^^aC/ii^:^iiB§$ verð 4,75 íbandi 6,50. lieíisuíræöí hjóna, verð 3,75. AJ Enn ein stör sending af Vetrarkápum fyrir unglinga og konur kqm nú me5 G.s. Island. Veroiii afar lágt, Ennfpemuí Vetrarkáputau, margar fallegar tegundir. Kjölatau, margskonar. IriiíSíiiSöS!. /:**. K

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.