Vísir - 11.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1928, Blaðsíða 2
VISIR Spaðkjöt. VopnafjarSarkjotið keniur með Esju. • Menn eru beðnir að senda pantanir sínar sem fyrst. i Fáum einnig spaðsaltað kjöt vestan úr Dölum. Fyrsta flokks dilkakjöt, alt af vænuni dilkum; slögin ofan á í tunnunum. Nýkomíö; Graetz-vélar, emaii, og vapastykki. Aluminium- pottar. Góltmottur. A« Oboohaupt. Símskeyti Khöfn, 10. okt. F. Ii. Uppskerubrestur. Frá Rio de Janeiro er símað: Miklir þurkar liafa gengið í rikjunum Alagoas og Baliia. Hefir það leitt af sér, að upp- skeran hefir eyðilagst og margt manna dáið úr hungri. Mikið af kvikfé hefir drepist. (Alagóas er ríki í Brazilíu, við Atlantshafið, 58,000 ferkm. að slærð, 850,00 íbúar. Mikil sykurrækt. — Bahia er einnig eitt af Bandaríkjum Brazilíu. pað er 426,427 ferkm. að stærð, íbúatala tæp 800,000. Atvinnu- vegir: Kvikfjárrækt, námugröft- ur. 1 strandhéruðunum er rækt- að kaffi, kókó, tóbak, korn og sykur. Höfuðstaðurinn í ríkinu heitir og Bahia, mikil verslun- arborg, 300,000 íbúar). Khöfn, 10. okt. FB. Biaðamaður frá Bandaríkjun- um landrækur úr Frakklandi. Frá París er símað: Harold Horan, fréttariíari hlaða Williams Randolphs Hearst, ameríska blaðamannakóngsins, var handtekinn í gær í París. pað var Horan, sem sendi að- alblaði Hearst’s, The New York American, bréf það frá frakk- nesku stjórninni, viðvíkjandí flotasamþykt Bretlands og Frakklands, sem getið var í skeyti nýlega. Horan var tek- inn fyrir rétt, þá er liann hafði verið handtekinn, og gerður landrækur úr Frakklandi fyrir að 'birta leynileg rílcisskjöl. Frá New Yorkborg er simað: Brottrekstur Harolds Horan. sem íekinn var fastur á götu í París í gær, hefir vakið megna gremju i amerískúm blöðum. Fregnir frá Paris herma, að sum frakknesk blöð andmæli gerðum lögreglunnar, þar eð Horan hljóti að hafa fengið ’éfið frá starfsmanni í frakk- utanrikismálaráðunevt- inu og sé þvi aðalsökin hjá ráðuneytinu, vegna ógætni þess um geymslu leynilegra skjala. Slys í Prag. Frá Prag er simað: Fimm hæða liús hér, nýbygt, hrundi í gær. Átján lík hafa fundist í rústunum.35 hafa meiðst hættu- lega, að því er vitað verður. — Sennilegt er talið, að 50 manns sé ennþá i rústunum, en von- lítið um að nokkur af þeim sé á lifi eða óskaddaður. Nýr stjórnarforseti í Kína, Frá Nanking er símað: Chi- ang-Kai-shek hefir verið skip- aður stjórnarforseti samkvæmt nýju gjörðaskránni. Venizelos kemur til Belgrad. Frá Belgrad er símað: Veni- zelos kom til Belgrad í gær og var honum tekið af mikilli vin- semd. Blöðin í Belgrad segja hann þangað kominn til þess að ræða um vináttu- og öryggis- samning þann á milli Jugóslavíu og Grikklands, sem áður hefir verið drepið á i skeytum, að til stæði að reyna að koma á. Þarabrensla. —o-- Jarðeigandi einn við Faxaflóa hefir sent Vísi nokkurar fyrir- spumir um þarabrenslu, og hefir blaðið borifi þær undir hr. Trausta Ólafsson efnafræðing, og fengið hjá hónum jiær leiðheiningar, sem hér fara á eftir. Þegar safna ,skal j^ara til brenslu, er.best að taka haiui ný- rekinn og breiða til jierris. Þó rná fyrst láta síga úr honum -í hrúgum, en mestu skiftir, að hann rigni lítifi efia helst ekkert, sist blafikan, á mefian verifi er afi ])urka hann. Pönglar og þöngla- blöökur eru bestar til brennslu, og ekki J)arf að jnirka J)arann meir en svo, afi eld festi á honum. — En cf fyrirsjáanlegt er, afi þarinn j)orni ekki fljótlega, t. d. j)egar stórrigningar ganga á haustin. efia j)egar snjór er á jörfiu á vetr- um, J)á er gagnslítifi afi safna homun. Brenna má þarann á vífiavangi og án hlófia. Er þá kveikt í lítvlli hmgu fyrst, og til j>ess valinn þurrasti þarinn. Þegar tekur að loga, er meiri þari borinn aö, og verfiur afi gæta þess, aö sem minrtst logi upp úr. Eftir því sem glóðin verfiur meiri, má j>arinn vera blautari, og síðast er borinn afi svo blauíur þari, afi han,n kæfi eldinn, því afi ekki má slökkva hann mefi því afi bera vatn í ösk- una, j)ví að j>afi veldur tapi á verfimætum efnum öskunnar, sem j»á skolast burtu. Sumt af þaran- um kolast vifi bmnann, en. sumt verður afi ösku. Þegar kalt er orö- ifi í binginum, er blauti þarinn tek- inn ofan af honum, en askan látin í svo þétta strigapoka, afi iiún h.rynji ekki úr þeim. Þara má einnig brenna í hlófi- um, og er ])á farifi eins aö, nema rist er höfö undir þaranum, og rná ]>á skara öskunni niöur ööru hverju. Er j)á sí’Sur hætt viö aö h.ún brenni um of. öskuna verSur aö geyma undir })aki, ])ar sem ekki kemst slagi afi henni. unglinganna, en hinna þroskuðu listamanna. — Vitanlega getur enginn aísakað sig til lengdar með því, að vera ólærður, en athygli fjöldans gefur byr und- ir vænginn. Snæúlfur. Islensk og norræn fræði við Hafnar- háskóla. 50 ár voru hðin í gær frá því er Indriði Einarsson kom liingað til lands að Ioknu prófi i Kaup- mannahafnarháskóla og fram- haldsnámi um missiristíma í Edinborg á Skotlandi. Hefir hann jafnan átt hér heimili síðan. Máiverkasýning Helga Sigurðssonar. —o— Unglingspiltúr af Snæfells- nesi, Helgi Sigurðsson að nafni, heldur málverkasýningu i K. F. U. M. um þessar mundir. Mætti sýning þessi vekja nokkra athygli þegar þess er gætt, að hér er um mann að ræða, sem er algerlega ólærður í listinni. pað má ef til vill kall- ast nokkuð djarft af manni, sem er fullkominn viðvaning- ur (amatör), að sýna verk sín jafnhliða lærðum og vönum listamönnum, þó er þetta ekkert einsdæmi, enda verður að taka tillit til þess, bæði i dómum og skoðun. Ekld er holt að skemma unglingana með oflofi, og ekki m á heldur di’epa þá með skömmum, þó að ekki sé „alt í lagi“.' Vitanlega ber sýning þessi óræk vitni um vankunnáttu og' óþroskaðan smekk. pó eru myndirnar mjög misjafnar og á misjöfnu þroskastigi. Sumar myndirnar benda á listrænar hugmyndasmíðir, svo sem „Braul listamannsins“ o. fl. pessar myndir eru sanit van- kunnáttulegastar, sem von er, þar sem eft-ir éngu er farið, en bern þó vott um djarfar tilraun- in Aftur eru sumar myndir þarna, sem gerðar eru eftir fyr- irmyndum, þroskameiri að út- færslu. Má þar til nefna mynd- ina „Brim“ og sumar landslags- myndirnar. Enginn veit, að hverju barni gágn verður. pó mætti ætla, að í þessum unga pilti búi lista- mannshæfileikar, sem ættu skil- ið að þroskast. Menn ættn að gefa gaum að þessari sýningu. Hún sýnir listrænt hugarfar og dirfsku gersamlega ólærðs manns, og í rauninni er engu síður athyglisverl að sjá verk Heimspekisdeiíd háskólans hélt nýlega fund til þess að ræða um skipun embætta þeirra við háskólann í Kaupmannahöfn, er þeir hafa gegnt að undanförnu dr. Finnur Jónsson og dr. Val- týr heitinn Guðmundsson. — Nefnd sú, er haft hafði málið til athugunar lagði til, að dr. Jón Helgason yi'ði skipaður prófessor í íslenskri málfræði og dr. Rubow prófessor í rann- sókn norrænna bókmenta og orðfærislist. Jafnframt lagði nefndin til, að stofnað yrði við liáskólann lektorsemhætti í nor- rænni fornleifafræði handa dr. Bröndsted. — Fundi deildarinn- ar lyktaði á þá leið, að nefndin var beðin að taka málið til íhúg- unar á nýjan Ieik. (Eftir tilkynningu frá sendi- herra Dana). Markaðsleit. Sendiherrafregn skýrir svo frá, að Matthías pórðarson, skipstjóri, sé nú kominn aftur til Kaupmannahafnar, eftir 2 mánaða ferðalag um Mið-Ev- rópu og Suður-Evrópu, en þangað fór hann á vegum síld- arframleiðenda, til þess að rannsaka markaðshorfur fyrir síld og aðrar fslenskar vörur. „Nationaltidende“ hafa náð tali af Matthíasi og hyggur hann, að í möi’gum þeirra lainla, sem hann hefir farið um, sé mjög góðar horfur um sölu íslenskr- ar síldar. Nefnir liann sérstak- lega Lithaugaland, Pólland, Tjekkoslovakíu og Rúmeníu norðanverða. Hefir hann aflað sér margháttaðra upplýsinga á ferðum sínum og mun síðar gefa hlutaðeigendum og stjórn- inni hér skýrslu um för sina. Leikhúsið. Leikfélag Reykjavíkur byrjar vetrarstarfsemi sina annað kveld og sýnir þá skemtilegan leik, er nefnist „Glas af vatni“, eftir alkunnan frakkneskan rit- höfund, Augustin Eugene Scribe (1791—1861). — Scribe varð mjög frægur ritliöfuudur á sinni tíð, en frægð hans liefir ekki haldið sér vel. Hann var einn hinn afkastamesti leikrita- liöfundur, sem uppi hefir verið, og er talið, að hann hafi samið um 100 leikrit. Frá 1821—1830 skrifaði hann 150 leikrit, ýmist einn eða í félagi við aðra. — „Glas af vatní“ er meðal allra kunnustu og mest rómuðu leik- rita þessa mikilvirka höfundar og er enn leikið árlega viða um lönd. — Leikurinn gerist á Englandi í ‘byrjun 18. alclar og koma þar mörg stórmenni við sögu, svo sem Anna drotn- ing (Anna Stuart), dóttir Ja- kobs II. Maður hennar var Jör- gen prins, sonur Friðriks III. 70 ái?a reynsia og vfsindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægnr og hefir 9 s i n n n na hlot- ið gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er mikln betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. pað marg borgar sig. f heildsöln hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.