Vísir - 13.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1928, Blaðsíða 2
Ví SIR. IBtem i Oli Möfum fengicL; KalíábuFd og Mýlcomid; Graetz-vélar, email. og vara- stykki og katlar. Aiumin- iumpottar. Góífmottur. f Frú Louise Blering andaðist í gærkveldi í Landa- kotsspítala, þar sem liún hafði legið, síðan hún varð fyrir bif- reiðarslysinu siðasti. sunnu- dagskveld. Hún var nær 78ja ára að aldri, fædd 28. fehrúar 1856. Hún var. ekkja Péturs Biering verslunarstjöra og' eru þessi ])örn þcirra á lífi: Moritz, frú Anna Bernburg, frú Kristin Petersen, frú Vilhelmina Mar- dal, Hendrik og frú Ásta Niel- sen. Frú Biering sáluga var fríð sýnum og orðlögð fyrir hjartá- gæsku og hjálpsemi. Símskeytf —o— Khöfn, 12. okt. FB. Frá Washington er símað: Kosningabaráttan harðnar stöð- ugt. Andstæðingar Smiths nota aðallega stefnu hans í bannmál- inu á móti honum og það, að hann er rómvaþsk-kaþólskraj' trúar. Smith hefir nýlega verið á kosningaferðalagi um vestur- rikin og er nú farinn til suður- rikjanna í sams konar erindum. Telja rejjuhlikanar það vott þess, að demokratar séu hrædd- ir um fylgistap í suðurríkjun- um, scm til þessa liafa að kalla verið einlit (demolcratisk), en demokratar hinsvegar búast við að Srnith fái meiri hhita at- kvæða i suðurríkjunum. Samkvæmt ýmsum reynslu- kosningum vex fylgi demokrata. Hooyer er samt enn í meiri hluta. (Eftir 8. viku reynslukosn- ingar The Literary Digest stóðu töíurnar þannig: Hoover (rep.) ...... 514.397 Smith (dem.) ....... 231.061 Thomas (soe.) ......... 4.033 Foster (komm.) ....... 1.972 Varnev (bannm.) .... 1.317 Talið er, að vfii' 100 þús. af atkvæðum Smiths séu frá repu- blikönum. af atkv. 12.734 kjós- enda, sem kusu framhjóðendur minni flokkanna 1924, liafa nú 6.232 kosið Smith en 4.269 Hoover. Af þessum orsökum eru demokratar vongóðirum úr- slit reynslukosningar Literary Digest, þrátt fyrir að hlutfallið sé enn (eftir 3. vikuna) ca. 2 : 1 á milli Smith og Hoovers. Eftir 3. vikuna hefir Iloover um 68% allra greiddra atkv. i revnslu- kosningunni. Hoover er enn sterkari i New Jei'sev ríki og New Yorlc ríki, sem bæði eru talin Smiths megin. En enn er ótalið i New York horg og fleiri stórum borgum í þessum ríkj- um, þar sem Smith Iiefir áreið- anlega mikið fylgi. Enn hafa atkvæði í reynslukosningu þess- ari ekki verið talin úr suður- ríkjuuum, enda meir en 18 milj. atkvæða ótalin. — Reyslukosn- ing tímaritsins vekur liina mestu eftirtekt enda eina reynslukosningin, sem er í nægi- lega stórum stíl og nógu skipu- lagslegá unnið að, til þess að hægt sé að byggja á. þátttakan í kosningmmi er mikil. þannig bárust að meira en 250 þús. at- kvæði á einum degi. Er talning og sundurgreining atkvæða mik- ið verk. Likurnar eru því enn hinar sömu og áður, að úrslit kosninganná séu mjög í óvissu. Ofanritað skeyti ber það með sér, eins og líklegt þótti, að reyn sluko sn ingarnar niu n du leiða í Ijós aukið fvlgi Smiths er á liði). Kliöfn 12. okt. FB. Af vesturför „Zeppelins greifa“. Frá Berlín cr símað: Sextíu ménn taka þáti í Amcríkufiugi Zeppelins greifa, nefhilega fjörutíu skipsmenn og tuttugu farþegar. Skipstjórinn og dr. Eckener húast við þv.í, að loft- skipið komi til Lakehurst í New Jersey, Bandaríkjum, á sunnudagsmorguninn snemma. Fregnir hafa borjst um, að stormur sé viða á Atlantsliaf- inu, einkanlega á milli írlands og Newfoundlands. Lofttskip- ið flýgur þvi ekki stystu leið í þetta sinn. Flaug það í gær yfir Svissland og Frakkland, breytti svo stefnu, vegna' stormsins vestan við Frakkland, og flaug suður fyrir Spán, í stað þess að fljúga yfir Biscayaflóa. Sást til loftskípsins í gærkveldi yfir Barcelona. Loftskipið liefir því sennilega valið flugleiðina um Azoreyjarnar. Sennilegt, að andviðri seinki ferðinni eitt- hvaíð. Bandaríkjamenn hafa mikinn viðbúnað til þess að fagna loftfarinu. Frá New York borg er símað: Bandaríkjamenn undirhúa stórfenglega móttöku, er loft- skipið Zeppelin greifi keiuur til Lakehurst. Streymir þangað mikill fjöldi manna úr öllum áttum, til ]jess að vera sjónar- vottar að lendingu loftskipsins og yiðstaddir hátíðahöldiii. Loftskipið Los Angeles og fjöldi flugvéla, eiga, að þvi er ráðgert er, að fljúga á móti Zpppelin greifa, þegar hann nálgast strendur Ameríku. Frá stjórnarfari í Kína. Frá Nanking er simað: Út af nýju stjórninni, sem i raun- inni yeitir þjóðernissinnaflokk- inum alræðisvald, þar eð méð- limir flokksins kjósa ráðin, sem stjórna landinu, segir fyr- verandi stjórnarforseti, Wang- Chung-hui, að flokkurinn ætli seinna að lögleiða demokrat- iskt stjórnarfar, en nauðsynlegf sé að vinna að undirbúningi þess fyrst. Utan af landi. —o— Vestmannaeyjum, 10. okt. (Úr bréfi). FB. í haust fór Lúðvík Lúðviks- son formaður á Kirkjustíg '72,; ásamt þremur mönnum til Dan- jnerkur, til þess áð sækja iríót- orbát, er póroddur Ólafsson frá Eyvindarholti undir Eyjafjöll- um lét smíða þar handa sér og tveimur mönnum öðrum. Báturinn lieitir „Stígandi", og er rúmlega 20 tonn að stærð. póroddur var vélarmaður á leið- inni og voru þeir í sex sólar- hringa og 18 klst. frá Frederiks- sund til Vestmannaeyja, og mun þessi ferð liin fljótasta, sem farin liefir verið þessa leið á mótorbál. peir fengu besta veð- ur og kornu í dag. Formáður bátsins á næstu 'vertíð verður einn eigandinn, Jón Magnússon í Vallatúni. Ný löggjöf. Samkvæint tilkynningu frá sendiherra Dana, hefir dóms- málaráðherrann lágt fram í Fólksþinginu frumvarp til laga er héimilar að gera menn ó- frjóa (um geldingar). Er frv. samið samkvæmt. tillögum sér- íræðinganefndar, er skipuð var 1926, til þess að gera tillögur um þessi málefni. Frv. tekur fyrst og fremst til þeirra manna, sem fæddir eru með einhverjum þeim annmörkum, cr valda þvi að mönnum þess- um liætlir við að frémja (skír- lífis)-glæpi, ’ og æskja þess vegna sjálfir að vera gerðir ó- frjóir. Frv. gerir ráð fyrir, að gelding verði framkvæmd að til þess féngnu leyfi dómsmála- ráðherra, samkvæmt tillögum réttarlæknaráðsins og lieil- hrigðisstjórnarinnar. Ef um- sækjandi er ómyndugur, þarf til samþykki forráðamanna, og sé liann giftur, þarf að jafn- aði samþykki hins hjúslcapar- aðilans. I 2. gr. frv. er gert ráð fyrir, að (dómsmála)ráðlierr- ann, að fenginni yfirlýsingu þar uin frá réttarlæknisráðinu og heilhrigðisstjórninni, — geti leyft að geðveikt fólk, sem dvelur i (geðveikra)hælum, verði gert ófrjótt, enda þótt eigi vei’ði talið að af því stafi hætta fyrir öryggi almennings, en hinsvegar verði að telja nijög. áriðandi fyrir þjóðfélagið að koma í veg fyrir að þess háttar fóllc geli aukið lcyn silt. Þó skal sá, er geldast skal, samþykkj- ast þvi sjálfur, eða forráða- menn Iians, ef hann er ekki sjálfs sín ráðandi, og hjúskap- araðili, ef giftur á í hlut; — en þó er það dómsmálaráðherr- ann, í samráði við réttar- læknaráðið og heilbrigðis- stjórniua, sem að síðustu legg'- ur fullnaðarúrskurð á um hvað gera skuli, þ. e. hefir vald til að lála svifta menn að óvilja þeirra sjálfra, hæfileikanum til að auka kyn sitt. Verði frv. samþykt, er gert ráð fyrir, að lög þessi öðlist gildi í april næstk., cn verði eúdurskoðuð í síðasta lagi 1933 -31. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. KI. 2 barna- guðsþjónusta. Kl. 5, síra Frið- rik Hallgrimsson. í fríkirkjunni hér kl. 2, síra Ólafur Ólafsson, prestur að Kvennabrekku, slígur í stólinn.' í frlkirkj unni í Hafnarfirði kl. 2, síra Ólafur Ólafssoa. í Landakotskirkju kl. 9 árd. hámessa,- og lcl. (i siðd. guðs- þjónusta með prédikun. í spítalakirkjunni í Hafnar- firði Id. 9 árd. hámessa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með pré- dikun. í Hafnai’fjarðarkirkju kl. 1, síra Árni Björnsson (ferming). Sjiómíumastofaa: Kl. 6 síðd. guðsþjónusta. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn: Helgun- arsamkoma kl. 11 árd. Gleði- samkoma kl. 4 síðd. Hjálpræð- issamkoma kl. 8 síðd. Adju- tant Elín Mattlúasdóttir frá Seyðisfirði stjórnar. Sunnu- dagaskóli ld. 2 e. h. Ný börn innrituð. Leikhúsið. „Glas af vatni“ var sýnt í fyrsta sinn í gærkveldi, og virt- ist vel tekið af áhorföndum. Dómur um leikinn birtist hér í blaðinu einhvern næstu daga. Leikið verður annað kveld, og verða aðgöngumiðar seldir síð- degis i dag og kl. ■ 10—12 og eftir kk 2 á morgun. Guðmundur Guðjónsson kaupmaður á Skólavörðustíg 21, opnaði i dag útbú á Lauga- veg 78 (horninu á Laugaveg og Barónsstig). Listasafn Einars Jónssonar er opið kl. 1—3 á sunnudögum og mið- vikudögum. í séHega fallegu og fjölbpeyttu ÚFvali nýkomin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.