Vísir - 26.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 26.10.1928, Blaðsíða 2
VISIR CO Höfum til: w æ Kaptöfliu*. 4 Lauk í pokum. SKADTAR, 3 tegundir, fyrirliggjandi. A« Obenltaupt. + ffi ]iia liíssiiií kona Ásgeirs Eyþórssonar kaupmanns, andaðist hér i bænum i gærmorgun, 63ja ára að aldri, fædd 1. október 1865. Frú Jensina var frið kona sýn- um og hugljúfi allra þeirra, er kynni höfðu af henni, skyldra og vandalausra. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, og eru þessi 6 þeirra á lífi: Ásgeir fræðslu- málastjóri og alþm., Ragnar garðyrkjumaður, Ásta, gift Hjalta Gunnarssyni, Árni, byggingameistari i New York, Matthías, Kormákur, málari, nú i Vesturheimi. Símskeyíi Khöfn 25. okt. FB. Nýtt radíótæki. Frá Leningrad er símað: Prófessor Petrovski hefir búið til radíótæki, sem gerir. mönn- um mögulegt að nota rafsegul- bylgjur til þess að firiná málm- lög í jörðu. Tilraunir í Trans- kaukasíu hafa sýnt, að málm- lög hafa fundist á þeim stöð- um, sem radiótækin visuðu á. Vatnsflóðin í Alpadölum. Frá Grenoble er simað: Vatnsflóðin í frakknesku Alpa- dölunum aukast. Sumstaðar er þriggja metra djúpt vatn á ökr- um. Ibúarnir hafa viða verið til neyddir, að flýja frá heim- ilum sinum. Sumstaðar hef- ir verksmiðjúvinna stöðvast vegna flóðanna og brýr á Yser- fljótinu hafa eyðilagst. Eftirleikur Horan-málsins. Frá Paris er símað: Frakk- neska stjórnin hefir ákveðið að höfða sakamál á móti frakk- neska blaðamanninum de la Planque og embættismanni i utanríkismálaráðuneytinu, No- blet að nafni, en þeir útveguðu Horan, fréttaritara Hearstblað- anna skjalið viðvíkjandi frakk- nesk-breska flotasamningnum. Skiptapi og manntjón. Frá Boston er símað: Ame- rikst flutningaskip hefir senni- lega farist með allri áhöfn, fjörutíu og fimm mönnum, um miðbik þessa mánaðar. Heyrð- ust S O S-skeyti frá skipinu, er kváðu skipið vera að sökkva. Var það þá, á miðju Atlants- hafi. Síðan hefir ekkert frést til skipsins. Síra pormóður Sigurðsson hefir verið kjörinn prestur að póroddsstaðaprestakalli, með 133 atkv. af 136 ,sem greidd voru. Vilhjálmur Vnjfússon Bergstaðastræti 7. er fimtug- ur í dag. Hjúskapur. Siðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurðssyni ungfrú Guðjóna Nikulásdóttir frá Stokkseyri og Guðmundur Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 10 B. Jóhannes Sigfússpn, sonur Sigfúsar Danielssonar kaupmanns á Sauðárkróki, hefír nylega lokið prófi i lyfja- fræði í Kaupmannahöfn. Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar að kveðja sumarið með jþví að leika nokkur lög a Aust- urvelli kl. 9 i kveld, ef veður leyfir. Annar fyrirlestur alþýðufræðslu U. M. F. Vel- vakandi er í kvöld kl. 8 í Nýja Bíó. Flytur síra Ásmundur Guð- mundsson, docent, hann, um Amos spámann. Má þar búast við fróðlegu og skemtilegu er- indi, 'þvi að síra Ásmundur er framúrskarandi ræðumaður. — Nokkrir aðgöngumiðar, sem teknir voru frá handa þeim.sem sækja vilja einstaka fyrirlestra, fást við innganginn. — Húsinu verður lokað kl. 5 mín. yfir 8. X. I.O.G.T. Minerva nr. 172. Fundur í kveld kl. 8% stundvíslega. -—- Embættismannakosning. Hús- næðismálið. Komið öll, Minerv- ingar! ÆT. Áheit á Hallgirímskirkju í Reykjavík, afhent síra Bjarna Jónssyni: 10 kr. frá stúlku, 5 kr. frá Guðmundi, 5 kr. frá N. N. St, Æskan nr. 1. Félagar stúkunnar eru beðn- ir að koma til viðtals í gull- smiðjuna Málmey, Laugaveg 4 í kvöld kl. 5—8. — Gæslum. Merkjasölu hafa Goodtemplarar á morg- un á götum bæjafins og rennur ágóðinn til útbreiðslu bindindis. Merkin kosta 25 aura. Stúkan Frón , heldur dansleik í G.T.-hús- inu annað kveld. Verkakvennafélagið Framsókn heldur fjölbreytta skemtun í Iðnó í kveld og hefst hún kl.8^- Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó frá kl. 2 og þar til er skemtunin hefst. Isfisksala. Geir seldi afla sinn (550 ,kit') í Englandi í gær fyrir 1550 stérl- ingspund, og Hávarður Isfirð- ingur (607 ,kit') fyrir 1414 sterlingspund. I>raupnir ' kom frá Englandi í morgun. Brúarfoss , er væntanlegur frá útlöndum í dag. /¦ Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 5 st, ísa- firði 3, Akureyri 4, Seyðisfirði 6, Vestmanhaeyjum 5, Stykkis- hólmi 5, Blönduósi 4, Hólum í Hornafirði 5, Grindavík 4, Fær- eyjum 4, Julianehaab ~ 2, Ang- magsalik 0 (skeyti vantar frá öllum öðrum útlendum stöðv- um). Mestur hiti hér í gær 7 st., minstur 5 st. Orkoma 1,9 mm. — Erlendar veðurfregnir hafa ekki fengist í morgun, og gildir veðurspáin þvi aðeins í dag. — HORFUR: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður: Allhvass norðan. purt veður. Vestfirðir, Norðurland: Allhvass norðaust- an, heldur minkandi. Úrkomu- lítið. Norðausturland, Austfirð- ir: Allhvass norðaustan; víða rigning eða bleytuhríð.- Suð- austurland: Allhvass norðaust- an. purt og bjart veður. „Búmannsklukkan". Vísir hefir fengið nokkurar fyrirspurnir um það, hvort klukkunni yrði ekki seinkað í haust, eins og „að undan- förnu", en þvi ber að svara neitandi. Klukkunni var aldrei flýtt í ár, og er því ekki ,að ræðá um að seinka henni nú. — í ófriðnum og rtokkur ár á eftir, var klukkunni flýtt um eina stundu að vorinu, og sið- an seinkað að sama skapi að haustinu, en þetta mæltist heldur illa fyrir, aðallega af verkstjórum- og verkafólki við fiskþurkun. Var þá horfið frá þessu af tur, enda minkaði þörfin eftir að ljosmeti lækk- aði í verði, eftir styrjöldina. Sumar þjóðir halda þó þessari reglu enn, og til sveita hér á landi helst hún og, enda hefir það verið talið til ráðdeildar, að hafa klukkuna fljótav og þaðan staf ar naf rtið „búmanns- klukka", sem að jafnaði mun vera tveimur stundum á und- an réttri klukku, sem nú er víðast til sveita kölluð síma- klukka. Skipafregnir. Gullfoss er í Stykkishólmi. Kemur hingað á morgun. Goðafoss kom til Hamborg- ar i fyrradag. Basar. Verkakyennafélagið „Fram- sókn" hefir ákveðið að halda sinn árlega basar um miðjan næsta mánuð. Eru þvi allar fé- lagskonur beðnar um að gera nú skyldu sína og styrkja þessa starfsemi félagsins. — Eins og þeim er kunnugt, verður ágóð- anum varið til styrktar veikum konum innan félagsins. Er þakksamlega tekið á móti gjöf- um jafnt frá körluni sem kon- um er hlyntir eru þessum fé- lagsskap. — pessar konur veita gjöfum móttöku: Gíslína Magn- úsdóttir, Njálsgötu 36, Steinunn pórarinsdóttir, Barónsstíg 12, Jóhanna Árnadóttir, Bergstaða- stræti 45, Jónína Jónsdóttir, Baldursgötu 20, Kristjánsína Bjarnadóttir, Bergþórugötu 23. Sjómannakveðja. FB 25. okt. Legið inni síðan fórum að heiman, nú á Önundarfirði. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Ver. Áheit á Strandarkirkju. afhent Vísi: 100 (hundrað) kr. frá ónefndum i Reykjavík, afh. af síra Ólafi Ólafssyni, frí- kirkjupresti, 2 kr. frá L. P., 4 kr. frá A. J., 5 kr. frá M. L., 5 kr. frá H. L. Hitt oq Jþetta. Mr. T. P. O'Connor varö áttræíSur 5. þ. ra. og var hon- um þá sýndur margvíslegur sómi. Hann er elsti þingmaSur í íieíSri deild breska þingsins og kallaöur „faöir deildarinnar". Hann hefir stundaö blaSamensku frá æskuár- um og veriS þingmaSur í 48 ár. Hann er írskur aS ætt og hafa fáir barist lengur eöa betur fyrir sjálfstæSi írlands en hanm. . Flotamálastjórnin í U. S. A. er að láta smíða tvö loftskip. ]>aa eiga að kosta 8 miljónir dollara og verða stærstu loft- skip i heimi. ]?au verða smiðuð hjá The Goodyear Zeppelin Co. í Akron, Ohio. Hvort loftskipið um sig hefir 4 litlar flugvélar. Utbúnaður verður á loftskip- unum til þess að flugvélarnar geti hafið sig til flugs og lent á loftskipunum, þegar þau eru á' flugi. Loftskipin verða útbúin með vélbyssum. A þeim verða 12 yfirmenn og 30 undirmenn. Lágmarkshraði loftskipanna verður 72 sjómílur og flugsvið (cruising radius) 10.000 enskar mílur. (F.B.). Rauði krossinn hef ir síðan of viðrið kom í Porto Rico f ætt á milli 5Q0 bg 600 þús. manns þar í landi. Lét rauði krossinn flytja þangað frá Bandarikjunum 1,000 til 1,500 tonn af matvælum á viku fyrstu vikurnar á eftir ofviðrinu. peg- ar Missisippiflóðin urðu, hjálp- aði Rauði krossinn*600 til 700 þús. manns um mat, klæði o. fl. (F. B.). FB. 25. okt. Alheimssamband ungra jafn- aðarmanna hefir boðað til al- heimsfundar með ungum jafn- aðarmönnum dagana 12.—17. júní. Verður alheimsfundur þessi haldinn í Vínarborg. Ung- ir, íslenskir jafnaðarmenn, sem mundu vilja fara á alheims- fundinn, geta fengið allar nauðsynlegar upplýsingar hjá Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (utanáskrift: Al- þýðuhúsið, Rvík). DOLLAR, Látið DOLLAR vinira fyrir yður ;'; besta þvottaefnið, sem til landsins flytst. Þetta ágæta, margeflirnpurSa þvottaefni er nú komið aftur. DOLLAR-þvottaefni er í raun og sannleika j sjélfvlnn- andl, enda"" uppáhald þeirra sem reynt hafa. D0LLAR er svö fjarri því a5 vera bkaStegt að fötin endast betur sóu þau þvegin a5 stað- aldri úr þessu þvottaefni. Sparið yður útgiöld og erfiði og notið DOLLAR, en notið það sam- kvæmt fyriraðgninni, því á þann hált fáið þér bestan árangur. t helldsölu bjá: Halldóvi Siríkssyni. Hafnarstræii 22. Sími 175. á meðan þjer sofið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.