Vísir - 26.10.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 26.10.1928, Blaðsíða 4
VISIR Vínarpylsur, ■ Fiskpylsur, Fiskfars, Kjötfars, Hakkað kjöt, JBuff, barið og óbarið, Síldarsalat, ltalianskt salat, Frönsk olivenolía, Jarðhnetu olía, Sardínur, 30 teg. Áll í dósum. Tomatar í dósum. Húsmæður! Spyrjið um þa'ð sem yður van- hagar um hjá pér eruð velkomnar á livaða stundu sem er að líta á fram- leiðslu okkar. — Alt sent heim. Hringið í síma 2400. Virðingarfylst. Gúmmístimplai* eru bánir til 1 Félagsprentsmiðjmmi. Vandaðir og ódýrir. Orgel óskast til leigu. Uppl. í síma 2022. (1347 Söluhúð óskast til leigu strax eða sem allra fyrst. Tilboð auð- kent „Sölubúð“ sendist Vísi. (1337 r HÚSNÆÐI 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu um miðjan nóvem- ber. Uppl. í sima 2292. (1365 Til leigu: 3 herbergi og eld- hús, utarlega í hænum. Uppl. Framnesveg 16. (1360 Herbergi til leigu fyrir ein- hleypa. Fæði fæst á sama stað. Uppl. á Laufásveg 17. (1334 Stór, björt og sólrik stofa, með forstofuinngangi, til leigu í Aðalstræti 11, niðri. Hentug fyrir tímakenslu. (1333 íbúð óskasl 1. desemher, eða seinna i mánuðfnum. Lysthaf- endur sendi nöfn sín til afgr. Vísis, merkt: „1. desember“. (1343 Góð íbúð óskast, sem næst miðbænum. Fyrirframgreiðsla. Góð umgengni. A. v. á. (1367 ir TAPAÐ-FUNDIÐ 1 i FÆÐI 1 Fæði (og lausar máltíðir) er best á Fjallkonunni. (198 Besta 6g ódýrasta fæðið fæst á Fjallkonunni. (329 I TILKYNNING 1 Sá, sem getur lagt fram tölu- verða peningaupphæð, getur orðið meðeigandi í verslunar- fyrirtæki með drifandi manni. Atvinna getur komið til mála, ef óskast. Umsókn, ásamt með- mæluin, ef til eru, sendist af- gr. Vísis, auðk. „Meðeigandi“. (1346 „Eagle Star“ brunatryggir hús- gögn, vörur o. fl. Simi 281. (636 Fluttur á Vesturgötu 57 A. Steingrímur Gunnarsson, bif- reiðastjóri. Sími 421. (338 Bjarnfríður Einarsdóttir ljósmóðir, Bjarnarstíg 7. Sími: 1689. (1167 Ef þér viljið fá innbú yöar vá- trygt, þá hringiS í síma 281. Eagle Star. (249 Sá, sem tók gráan regnfrakka í misgripum, á rakarastofu Mortensens síðastliðinn laug- ardag, er beðinn að skila hon- um á Laugaveg 20 B, til Sig- tryggs ÓJafssonar, og taka sinn. (1358 Litil peningabudda með nokk- urum krónum í, fanst fyrir mánuði síðan. Hverfisgötu 29, kjallaranum. (1350 r KBNSLA I Berlitz skólinn í tungumálum, einkatímar o. fl. saman. Veltu- sundi 1. Sími 472. (1207 VINNA 1 Duglegur drengur óskast nú þegar i sendiferðir. A. v. á. (1366 Vön stúlka saumar i húsum. Uppl. i síma 230. (1364 Stúlka, vön jakkasaum, ósk- ast strax. H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. (1363 Unglingstelpa óskast i vist. Þarf að geta sofið heima. Uppl. í Hellusundi 6, uppi. (1361 Málari óskast strax. Höfum gotl pláss til að mála í. Hús- gagnaverslunin við Dómkirkj- una. (1359 Stúlka óskast til bæjarlækn- isins, Vitastíg 8. Sími 1185. (1355 Ráðskona og stúlka óskast frá nýári. Gott kaup. Uppl. á Lindargötu 8. (1354 Stúlka óskast í vist. Mikill frítími. Uppl. í síma 77, eftir kl. 8 síðdegis. (1351 Mann vantar til að kynda miðstöð. Uppl. i síma 1194. (1335 Stúlka óskast i vist hálfan daginn. Uppl. á Þórsgötu 20. (1345 Gangið i hreinum og þress- uðum fötum. — Föt kemiskt lireinsuð og pressuð fyrir 8 kr.. föt pressuð fyrir aðeins 3 kr., frakkar fyrir 2.75, huxur fyrir 1.25. Rydelsborg, Laufásveg 25. Sími 510. (949 Unglingsstúlka um fermingu, óskast til að líta eftir barni. Uppl. á Sóleyjargötu 3. (1336 Stúlka, vön öllum húsverk- um, óskast i vist nú þegar, eða 1. nóvember. Þrent fullorðið í heimili. Jórunn Norðmann, Laufásveg 35, sími 1601. (1338 % Stúlka óskast til aðstoðar við morgunverk. Herhergi. A. v. á (1342 Vetrarmaður óskast ó gott lieimili í sveit, lielst 15 til 18 ára gamall. Uppl. á Óðinsgötu 17 B, uppi. (1340 2 menn teknir í þjónustu. Á sama stað getur stúlka fengið fæði. Laugaveg 70 B. (1339 Stúlka óskar eftir vist hálf- an daginn, helst með annari. Uppl. Grettisgötu 10. Sími 1287. (1362 Stúlka óskast í lélta vist. Mikið fri. Uppl. i Tóbaksbúð- inni, Laugaveg 43 eða síma 960. " (1329 Innistúlka óskast 1. nóv. — Hverfisgötu 14. (1298 Guðm. Sigurðsson, klæðskeri, Hafnarstræti 16. Sími 377. Saumar ódýrast. Fljót af- greiðsla. — Fataefni: Blá, svört og mislit. — Lægsta verð í borginni. (177 r KAUPSKAPUR Prjónatreyjur og peysur, fjöl- breytt, fallegt og ódýrt úrval. Verslunin SNÓT, Vesturgötu 16. (1341 Ilefi fyrirliggjandi fallegar hárfléttur, við íslenskan og út- lendán búning. Vinn einnig úr rothári. Kr. Kragh,Bankastræti 4, sími 330. ' (1337 ÍSLENSK FRÍMERKI keypt i Uröarstíg 12. ' (34 Í3LENSK FRÍMERKI Keypt háu verði. 4fi. Sjáum um kaup og' sölu á vixlum og skuldabréfum. Til viðtals frá kl. 9 f. h. tii kl. 9 e. li. UMBOÐSSALINN, Vonar- stræti 8. (1357 Hjá okkur er mikil eftir- spurn eftir notuðum munum, svo sem: Húsgögnum, fatnaði o. //., o. fl. Látið okkur selja fyrir vður. Lág þóknun. UM- BOÐSSALINN, Vonarstræti 8. (1356 llið marg-eftirspurða, viðar- reykta liangikjöt, frá Hvammi á Landi, í'æst keypt í verslun- um Einars Eyjólfssonar, símar: 586 og 2286. (1353 Sveitareykt hestakjöt, vel verkað, fæst í versl. Guðmund- ar Sigurðssonar, Laugaveg 70. (1352 Undirsæng og stór barna- vagn, góður, til sölu á Ilverfis- götu 29, kjallaranum. (1349 Stígin saumavél (skraddara- vél) í ágætu standi, til sölu hjó Andrési Andréssyni, Laugaveg 3. “ (1348 FANNEY, barnabók með myndum, fæst hjá hóksölum. Heftið 1 kr. (1332 Rúmstæði, dýna og raf- magnsofn til sölu Njálsgötu 52 B.__________________(1338 Lítið harnarúm, notað, er til sölu á Frakkastíg 9. (1344 Margar tegundir af legu. bekkjum, með mismunandl verði. Stoppuð húsgögn tekin til aðgerðar. Grettisgötu 21. —- (1135 Staka úr Flóanum: Ef að gest að garði ber, sem góður sopi kætir, vel mun duga, vinur, þér VERO-KAFFIBÆTIR. (1200' Félagsprentsmiðjan. FRELSISVINIR. „Hann á ekki a'Sra miskunn skiliíS en samskonar miskunnsemi og hanini sjálfur auðsýndi Featherstone. Við höfum veri'5 alt of meinlausir hingaS til. Þessi heimskulegi dráttur —“ „Sir Andrew!“ Mandeviile greip fram í, „enrð þér vissir um, að þér dragið ekki sjálfan yður á tálar? Eruð þér alveg vissir um, að ást yðar sé í raun) og veru dáin ? Gæti ekki hugsast, að hún dyldist ennþá í hjarta yðar — enda þótt augnabliksreiði skyggi á hana í bili?' Gæti ekki hugsast, að dauði hans yrði yður ævarandi harms- efni og beiskju — og að þér yrðuð þess varir áður en langt um Iiði? Sir Andrew! Þér eruð eini maðurimi í Charlestown, sem getið frelsað hann. — Og þegar þér nú vitið þetta — gætuð þér þá horft á það með ró- Iegri samvisku, að örlög þessa unga manns yrðu svo hroðaleg? Getur yður ekki komið til hugar, að þér munduð iðrast þess síðar?“ „Iðrast? Nei — fari það í logandi helvíti! — En ef hann slyppi, þá mundi eg iðrast beisklega,“ sagði Sir Andrew öskuvondur. „Og það segi eg þér, Robert, að eg er enginn veifiskati. Þú snýrð mér ekki eins og snarkringlu. Eg veit hvað eg vil og hvað mér ber að gera.“ Mandeville hristi höfuðið — hann var alveg að gef- ast upp. Sir Andrew var ofsalega reiður og óþolimnóður. „Hvem andskotann sjálfan ætlastu eiginlega til að eg geri?“ sagði hann. því næst með þmmuraust. „Eg ætlast til þess, að þér teljið Latimer á, að færa sér langlundargeð landstjórans í nyt.“ „Eg? — Að eg telji hanni á það !“ Sir Andrew kross- lagði armana á breiðu brjóstinu. Hann teygði úr sér rembilega og skaut þykkum, loðnum brúnunum ýmist ofan eða upp. „Eg? Aö eg tali um fyrir Latimerr' Hamingjan hjálpi þér, Robert! Veistu hvers þú ert að biðja? Eða botnarðu ekk,i neina vitund í því, hvernig mér mmii vera varið? Eni þetta skal eg gera: Eg skal fara þess á leit viö hann, að hann hengi sig á hæsta gálga, sem allra — allra ifyrst! — Það skal eg gera.“ „Nei, pabbi — pabbi minn!“ Myrtle lagði armana um háls honiun mjög varkárlega. „Reyndu að minnast þess, hversu hjartfólginn Harry var þér, þegar hann var lítill drengnr! Og hann gæti vissulega orðið það emx á ný, ef þú vildir fara að honium með góðu —“ „Með góðu segirðu! — Ef eg færi með góðu að dauða- verðmn uppreisnarsegg og morðingja!“ „Pabbi minni! —• Þú mátt ekki kalla hann þessum nöfnum. Þau eru líka ósönm. Þegar þú hugsar þig um, þá sérðu líka sjálfur, að þau eru ósönn.“ „Hver var það, sem sigaði skrílnum á Gabriel. Hver var það — segi eg!“ „Finst þér ])að vera Harry líkt? Hann hlýtur að hafa verið sannfærður um, að Róbert væri búinn að vara Gabriel við hættunni — og að hann væri.búinn að forða sér. Annars hefði hanjn aldrei gert þetta.“ „Ef hann hef’ði haldi'ð það, mundi hann ekki hafa espað skrílinn. Hvern andskotann sjálfan hefði það átt að þýða, að vera að siga skrílnum af stað til þess, að ræna galtómt hreiður?“ „Það veit eg ekki. En eg er sannfærð um, að Harry gæti útskýrt þetta alt saman fyrir okkur.“ „Það er hugsanlegtt,“ sagði Mandeville, „jafnvel mjög seninilegt — að hann hafi farið eftir skipun yfirboðara sinna.“ ' „J'á, en hvers vegna í andskotanum, segi eg — ef hann var viss um, að fuglinn væri floginn ?•“ „Vegna þess,“ sagði Mandeville með hægð, „að hann hefir 'ekki þorað'að segja þeim frá því. Hann hefir ekki þorað að kannast við það fyrir mönnum þeim, er sendu haniu til landstjórans, 'að hann hafi brugðist skyldu sinni. Þess vegna hefir hann leikið leikinn til enda. Hannf hef- ir ekki grunað, að endalokin yrðu svona hörmuleg.“ ijá, svona hefir það verið — svona hlýtur það að hafa verið,“ hrópaði Myrtle og augu hennar ljómuðu af þakklæti. „Þetta er eina hugsanlega skýringin — ef Harry hefir verið við þetta riðinn, Þú veist hvað hann er göfuglyndur og fljóthuga. Að öðrum kosti liefðí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.