Vísir - 27.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1928, Blaðsíða 2
VISIR CG> 88 88 88 88 88 Höfum tils Kaptoflui*. vu> | Lauk í poku: 88 GUmmístimplaur aru bániz til 1 FéUigsprentsmiSjiumL VandeSir og ódýrix. Símskeyti Ivliöfn, 26. okt. F. B. Nobelsverðlaun í læknisfræði. Frá Stokkhólmi er símað: Forstjóri Pasteurstofnunarinn- ar í Tunis, próf. Charles Ni- colle, hefir fengið Nobelsverð- launin í læknisfræði fyrir rann- sóknir sínar viðvíkjandi út- brotataugaveiki. Veðmál um forsetakosningar. Frá New York er símað: Uni- ted Press skýrir frá því, að hlutfallstala Hoovers, forseta- efnis republikana, við veðmál í Wall Street, hafi hækkað tölu- vert síðustu daga. Hlutfallið á milli Hoovers og Smiths, við veðmálið í gær, var 5 á móti 1. Aðalstjórn republikanaflokks- ins kvað búast við því, að Hoo- ver fái 301 af 531 kjörmannat- kvæðum. Handbókardeilan breska. Frá London er símað: Bisk- uparnir í Londonstifti hafa kallað saman prestastefnu til þess að komast að raun um, hvort prestarnir vilji fallast á áform biskupanna um að lieim- ila notkun handbókarinnar, sem þingið feldi. Rrestastefnan hófst í fyrradag. Mikill meiri hluti prestanna er andvígur á- formum biskupanna. Meiri hluti prestastefnunnar áleit ó- löglegt að heimila notkun hand- bókar, sem þingið liefði felt. Meiri hluti presta, sem komu saman á prestastefnu í Liver- poolstifti, hefir einnig tjáð sig andvígan biskupunum í þessu máli. Kínverjar fá sér þýskan ráðu- naut í hermálum. Frá Shanghai er símáð til London Times, að þýskur fursti, Bauer að nafni, ásamt nokkur- um hðsforingjum, séu væntan- legir til Kina í nóvember, til þess að koma skipulagi á her þjóðernissinna. Upphaflega fór Nankingstjómin þess á leit við Ludendorff, að liann gerðist hermálaráðunautur Kínverja, en hann vildi ekki taka það að sér, vegna mótspyrnu, sem það mætti í þýskalandi. Utan af landi. Siglufirði, 26. okt. F. B. I nótt var hrotist inn i spari- sjóð Siglufjarðar og stolið um 200 kr. í peningum er voru í kassa á skrifborðinu. pjófurinn ófundinn. Norðanstormur og rigning þessa viku. Ekkert farið á sjó það sem af er vikunni. Sildareinkasalan hefir selt alla þá síld sem hér iiggur. — Síldartökuskipin væntanleg næstu daga. flqsinr i finlsiii. Frá því er skýrt í sendiherra- fregn, að flugforinginn Axel Schmidt sé nýkominn til Kaup- mannahafnar frá Grænlandi, en þar hefir hann verið að rannsaka fiugskilyrði og lend- ingarstaði flugvéla, frá Juli- anehaab að Upernivík. Árang- ur rannsóknanna hefir orðið sá, að flugfóringinn liefir sann- færst um, að ágætir lendingar- staðir sé innan skerj agarðsins, sem liggur fyrir allri strönd- inni. Góðliöfn í Diskó-ey á að verða aðal-flugvélaliöfnin. í ráði er að senda þangað tvær Heinkel-sjóflugvélar í júní- mánuði næsta ár, og ætlar Schmidt og annar liðsforingi, (sem ekki hcfir enn verið til- nefndur) að taka landmæl- ingamyndir af Diskó. Schmidt hefir ekld tekist að finna nokk- urn lendingarstað á landi, og þess vegna ætla þeir Hassell og Cramer að úthúa flugvél sína að ári méð flotholtum og hjól- um, svo að þeir geti sest á sjó við vesturströnd Grænlands. £n þeir hafa, sem kunnugt er, staðráðið að gera nýja tilraun á næsta sumri, til þess að fljúga austur um haf og koma við á Grænlandi og Islandi. Priteor Mm llelii. Á morgun er von góðrar skemtunar i Nýja Bíó, þar sem er hljómleikur Joh. Veldens, er dvelur hér í bænum um tíma, sem kennari og stjórnandi hjá Hljómsveitinni. Auk tjekk- neskra þjóðlaga verður leikinn strokkvartett eftir Anton Dvo- rák, sem vitanlega hefir ekki heyrst liér fyr. Dvorák náði mikilli frægð sem tónskáld, og eru kvartettar hans einkar vin- sælir, ekki livað síst þessi, sem vanalega er nefndur „nigger- kvartettinn“, vegna þess, að í honum ber nokkuð á blæ ame rískra negrasöngva (aðaltema 1. þáttar o. v.). Því miður höf- um við enn ekki átt kost á að kynnast verkum Dvoráks, — nema „Humoresque“, en liana þekkja líka allir. — Próf. Vel- den, sem er ágætur fiðluleik- ari, spilar fyrstu fiðlu, en hin hlutverkin eru einnig í góðum höndum lijá Þórarni, Takács og Wold. Inngangserindi Veldens um Tjekkoslovaka, sem hann flyt- ur á islensku, mun ekki síður verða eftirtektarverð riýjung. Höfum við ekki fyr átt kost á, að hevra innfæddan mann tala um þessa þjóð, sem einmitt um þessar mundir lieldur hátíðlegt tíu ára afmæli sjálfstæðis síns. Skuggamyndir verða sýndar jafnframt. K. S. Lesarkasafn. —x— Valið hefir Jón Ófeigs- , son. Mikil vöntun hefir verið á heppilegum og nægilega fjöl- breyttum lesbókum fyrir börn og unghnga, sem veitt gæti bæði skemtun og margháttað- an fróðleik. Úr þessum skorti bætir lesarkasafn Jóns Ófeigs- sonar. það eiga fyrst um sinn að vera 100 arkir (út eru komn- ar um 80) án blaðsíðutals, svo að hægt er að setja saman les- bók, stóra eða litla eftir þörf- um og lágaða eftir þroskastigi nemandans. Hver örk kostar að eins 30 aura. Valið hefir, að mér virðist, tekist mjög vel. parna eru ýms- ir flokkar efnis — bókmenta- flokkur, ár og dagur, dýrasög- ur og dýralíf, framfarir, frá Öðrum löndum, frá öðrum þj óð- um, gaman og alvara, heima og heiman, mannsæfin, saga og sagnir, úr ríki náttúrunnar, þjóðsögur og æfintýri og siðast en ekki síst sá kaflinn, sem mér þótti einna vænst um — þjóðarhættir. Og sá kostur fylg- ir þessu fyrirkomulagi, að altaf má auka við örkum eflir þörf- um, þar sem mönniun virðist eitthvað vanta. Lesbækur með þessu sniði tíðkast á þýskalandi, en hér á landi eru þær hagkvæm nýjung, óg á Jón Ófeigsson þakkir skil- ið fyrir að hafa tekið þetta upp. Út í einstök atriði efnisvals- ins ætla eg ekki að fara, þar eð það var einungis tilgangur minn með þessum línum að vekja athygli á þarfri nýjung, sem líkleg er til að leiða af sér mikið gott. pessar fjölbreyttu lesarkir eiga að geta vakið smekk unglinga fyrir bókment- um og veitt þeim ýmsan lifandi fróðleik, sem' þroskar þá og kennir þeim, að fleira getur ver- ið skemtilegt en eintómar sög- ur. Jakob Jóh. Smári. „Millennium hveiti ep besta hveititegund, sem búin er til í Bretlandi. Fæst í hvem búð. 91 □ E1)DA. 592810307 = 5 Messur á morgun. í dómkirkjunnij kl. 11 síra Bjarni Jónsson. (Ferming). Kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni i Reykjavik, kl. 12,riíra Árni Sigurðsson. (Ferm- ing). Landakotskirkja. Pontifikal- messa kl. 9 f. h., og kl. 6 e. h. pontifikal-guðsþjónusta með predikun. Spítalakirkjan í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með predikun. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 1, sira Árni Björnsson. Altaris- ganga. I fríkirkjunni í Hafnarfirði ld. 2 e. h., síra Ólafur Ólafsson. (Misserisskiftaguðsþjónusta). Sunnudagaskóli K F U M. — Fundur á morgun kl. 10 árd. Öll börn velkomin. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Bænasamkoma kl. 8 árd. Helgunarsamkoma kl. 11. Gleðisamkoma klukkan 4 e. li. Fórnarsamkoma kl. 8 síðd. Kapteinn Gestur Árskóg og frú hans stjórna. Alir velkomnir. — Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. Sjómannastofan: Guðsþjón- usta kl. 6. Allir velkomnir. Slys. Siðastliðinn laugardag vildi það slys til suður í Hafnarfirði, að vöruflutningabifreið ók á mann, Eyjólf Eyjólfsson að nafni. Fólbrolnaði hann á öðr- um fæti og lærbrotnaði á hin- um, en fór úr liði á öxl og hlaut ýms önnur meiðsli, og var flutt- ur þár á spítalann. Eyjólfur er kvæntur maður og á heima í Hafnarfirði. Veðrið í morgun. Iliti í Reykjavik 4 st., ísafirði 5, Akureyri 2, Seyðisfirði 3, Vestmannaeyjum 6, Stykkis- hólmi 4, Blönduósi 0, Raufar- höfn 3, Hólum í Hornafirði 2, Grindavík 5, Færeyjuin 4, Juli- anehaab 3, Angmagsalik 1, Jan Mayen 0, Hjaltlandi 8, Týne- mouth 11, (engin skéyti frá Kaupmannahöfn). Mestur hiti' hér í gær 8 st., minstur 1 st. — Lægð (740 mm.) fyrir Suður- Grænlandi á norðausturleið. Hæð fyrir norðan land og aust- an. — Horfur: Suðvesturland og Faxaflói: I dag og nótt all- livass sunnan og suðaustan. Sumstaðar smáskúrir. Breiða- fjörður, Vestfirðir: I dag og nótt allhvass austan og suð- austan. Víðast úrkomulaust. Norðurland, norðausturland: I dag hægviðri. Vaxandi suðaust- an með kveldinu. Úrkomulaust Austfirðir, suðausturland: 1 dag hægviðri. í nótt vaxandi sunnan. Kvæðakveld. Sigvaldi Indriðason efnir til kvæðaskemtunar í Iðnó kl. 8Yi annað kveld, eins og auglýst er hér í blaðinu í dag. Þótti mönn- um mikið til kveðskapar hans koma, er liann skemti hér síð astliðinn sunnudag, og má bú- ast við, að aðsókn verði mikil annað kveld. I kveld skemtir liann Hafnfirðingum og Álft- nesingum með kveðskap.Höfðu menn þar syðra, er lilustuðu á kveðskap lians hér, beðið hann að koma suður eftir. Hann hef- ir og kveðið fyrir sjúklinga í Laugarnesi og á Vífilsstöðum og verið fagnað þar hið besta Ríkarður Jónsson aðstoðar, eins og áður. Verslunarmannafél. Rvíkur hélt aðalfund í gærkvöldi. Fundúririri var mjög fjölmenn ur. Stjórnin gaf skýrslu um hag og starf íélagsins, sem var Nokkrar kven&baraa Vetrar- kápnr seljast nú með 20 — afslætti. — Notfð tæklfæHð. jíaUí ul u \Jh tuifr ú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.