Vísir - 28.10.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 28.10.1928, Blaðsíða 6
Ví SIR Sunnudaginn 28. okt. 1928. Þessar pafmagnsperup lýsa best, — endast lengst og kosta minst. Allar stærðir frá 5—32 kerta aðeins einakrónu stykkið. Hálfvatts-perur [afar ódýrar: 30 40 60 75 100 150 Vatt Kr. 1,30 1,40 1,65 1,80 2,75 4,00 stykkið. Helgi Magnússon & Co. Veggfóðnr. FjöibreyU úrva! ntjög údjcrt. ný-komið. Guðmundur Ásbjönsson Silll: 1 7 0 0. LAUGAVEC 1. Hitafloskur meb og án postulínsbikars fyrirliggjandi. A. Obeuiiaupt. Landsins mesta úrval af rammaiistum. Myndir innrammaöar fljótt og rel — Hvergi eins ódýrt. Guðmundur Ásbjðrnsson. Laugaveg i. Hænsnaföður. Hveitikorn, blandað fóöur, heilmaís, hænanabygg og þuríóbur. ITo N. ÍttCOtXlíÍOOtXXXXXXKXXXSOÍiCXÍtX Amerískir Stálskautar, \ lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson) Bankastr. 11. Sími 1053. xxsotxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Ur og klukkui* af bestu tegund. fást með afslætti. NotiS tækifæriS fyrir ferminguna. ii gullsmiður Laugaveg 8. Guðm. B. Vikar. Fyi'sta flokks klæðaverslun og saumastofa, Laugaveg 21. — Stórl úrval af fata- og frakka- efnum. — Nýjar vörubirgðir með hverri ferð. Prima bollenskt jarðarberja og htndberja sultutan í 'is kg. glösmn og 5 kg. bllkkdunkum á lager og beint frá útlöndum. A. Obenliau.pt. Heiðpuða húsmæðaf! Sparið fé yðav og notið elngöngu lang- besta, drýgsta og því ódýrasta Skóáburðíun Gólfáburðinn Fæst-í öllum helstu verslunum landsins. ijrjDisteiapejr úí Ptrfvder* límfarfínn er bestur innanhúss sérstaklega í steinhúsum, Calcitine má einnig mála yfir gamalt veggfóöur. Calcitine- límíarfínn er sótthreinsandi, á- ferðarfagur og auSveldur I notkun. Helldsölubirgðir hjá G. M. BJÖRNSSON, innflutningkversl. og umbcCuaia Skólavörðustíg 25, Reykjavík. MOLASYKUR. KANDÍS L Brynjólfsson & Kvaran. Lansasmiðjar steðjar, smíðahamrar og smíðatengar. Klapparstíg 29. VALD. POUL8EN. Slml 24. FRELSISVTNIR. þetta verið illvirki — en Harry er ekki vondur maður. Það veistu vel, pabbi minn!“ „Veit eg það ?“ Hann hló og hláturinn var illmann- legur og ljótur. Hami skopaðist að þessari heimsku- legu fullyrðingu. „Sir Andrew!“ sagði Mandeville í bænarrómi. „Fg vil ekki heyra eitt orð frarnar um þetta mál, Ró- bert! Og ef þú átt eitthvert annað erindi við mig, þá verö eg að biðja þig að hafa mig afsakaðan um sinn. Brytinn bíður eftir skipunum írá mér!“ Hann snaraðist út úr stofunni, öskureiður, og nxeð miklum háva'ða. Skömmu siðar kvaddi Mandeville Myrtle og fór leið- ar sinmr. Var hún þá enn sannfærðari en áður um það, að hann væri göfugasti maður jarðarinnar, og að hjartagæska hans væri alveg framúrskarandi. En hún var þó ekkert undrandi yfir þessum miklu kostum hans. Eitt var það, sem yfirgnæfði alt annað i hug hennar, svo að hún varð nálega tilfinningarlaus fyrir öðru. Hún var því nær máttvana af skelfingu, og varð það til þess, að hún öðlaðist dýpri skilning og þekkingu á sjálfri sér. Þegar hún sá fram á, að unnusti hennar átti hræðiíégán dauðdaga í vændum — þegar hún hugsaði til gálgans — þá sá hún enn greinilegar, hversu falslaust og heitt hún elskaði Latimer — hann og engan annan. Hann átti hug hennar allan og óskiftan. Alt annað varð hismi og hégómi í samanburði við hann. Hvað kom eiginlega sannfæring lians í stjórnmálum þessu við? Hann barðist af öllum rnætti gegn þeim stjórnmála-skurðgoðum, sem henni hafði verið kent að tigna — en hvað gerði það til? Stjórnmál — konungur og föðurland — alt var það einkisvirði i aug- urn hennar, er hún bar það saman við hann — aleigu sína, ást sina — konung drauma sinna. Hún hafði þegar i gær- dag orðið þess arna vör, er hún sá, að á hann var ráðist. En það hafði að eins verið i svip — og óljóst. En nú ruddust hugsanirnar að henni, eins og flóðalda. Hann var i lífsháska — og yrði ef til vill að þola háðulegan dauð- daga. Hún dró andann þungt og erfiðlega — það var sem bjarg lægi á brjósti hennar. Hann var aleiga hennar og hún hans. Þau voru í raun réttri einn rnaður — og ef hann yrði nú tekinn af lífi! Hvað átti þá að verða um hana — hvernig átti hún að geta sætt sig við lifið — alein og yfir- gefin! Hún fór að hugsa urn hréfin, sem hún hafði sent hon- um á meðan hann var að heiman — og um það, að hún hafði sent honum trúlofunarhringinn. Hún sá nú, að hún hafði hegðað sér hégómlega og heimskulega og verið and- styggilega eigingjörn. Hún vissi, að hún bar ekkert skyn á það stjórnarfar, senx lá eins og farg á landinu. Og ekki var Harry einn í baráttunni. Margir )>eirra manna, sem gáfaðastir voru, áhrifaríkastir og mest virtir í nýlend- unni, hörðust við hlið hans. T. d. Lawrens ofursti og Arthur Middleton. Eða þá gamli hr. Izad, tengdafaðir landstjórans, — og margir menn aðrir, er faðir hennar hafði talið bestu vini sína fyr á tímum. En nú var þeim útskúfað úr vinhópnum og af heimili hans, sökurn þess, að þeir hvorki hugsuðu né breyttu nákvæmlega eins og hann mundi hafa kosið. Ást og,ótti börðust ákaft í sál hennar, og hún fór að efast urn óskeikulleika föður síns. En það hafði ekki borið við áður. Það var því bein afleiðing af hugarstríði hennar, að hún skipaði að láta korna með burðarstól sinn. Skömmu síðar skálmuðu tveir blökkumenn, þjónar Sir Andrews, niður með hafnarbakkanum. Þeir héldu á burðarstóli milli sín. Þeir báru hann í gegnum hin miklu hlið fyrir utan heimili hr. Latimers og settu hann þár niður. En úr stóln- um hoppaði jungfrú Carey, við dyr hins unga uppreisnar- manns. Júlíus varð mjög undrandi yfir þessari óvæntu heim- sókn. Hann fylgdi jungfrúnni i gegnum forsalinn og inn i lestrarsalinn. Þar sat Latimer i þungum hugsunum. Law- rens ofursti og John Rutledge voru nýgengnir út frá hon- utn, eftir langa sennu og harða, er i engu breytti skoðun Latimers á máli þvi, er unx var rætt og deilt. Hann spratt upp snögglega, er hann sá Myrtle, og starði á hana orðlaus af undrun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.