Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 2
)) HfltHflH I ©LSEINI (( Höium til: I Kartöflvir. Lauk í pokum. w æ Jólatrésskraut mikiö úrval nýkomið. A* Obentiaupt. Símskeyti Khöfn, 28. okt. FB. Forsetakosningarnar. Frá Washington er símað til Ritsau-fréttastofunnar, að alt bendi á, að republikanir muni vinna glæsilegan sigur í for- setakosningunum 6. nóv. Marg- ir rithöfundar, sem leggja það sérstaklega fyrir sig, að skrifa um stjórnmál, og hafa sérstak- lega kynt sér hug þjóðarinnar víðsvegar um land, telja það engum efa undirorpið, að Hoo- ver verði kosinn forseti. Hoover hefir látið 'birta yfir- lýsing, þess efnis, að ef repu- blikanir vinni sigur, þá muni hann kalla saman aukaþing til þess að samþýkkja lög til hjálp- ar bændum, ef þing það, sem í hönd fer, samþykkir ekki þess konar lög. Búast menn við, að tilkynning þessi muni auka fylgi Hoovers i miðvestur-ríkjunum. Verkfalli lokið. Frá Marseille er símað: Skrá- settir sjómenn hafa falhst á til- lögu vinnumálaráðherrans um að hefja vinnu á ný á morgun. Einkennileg loftskeyti. Frá Osló er símað: Norskur verkfræðingur heyrði i sumar bergmál loftskeyta frá radio- stöðinni i Einhooken. Prófessor Stormer hefir rannsakað berg- mál þetta. Rannsóknin hefir sýnt, að bergmálið heyrist þremur til seytján sekúndum seinna en loftskeytin. Skeytin endurkastast frá stöðum úti í geimnum hálfri miljón til hálfri þriðju miljón kílómeíra frá jörðunni. Stormer álítur, að loftskeytið kastist aftur vegna þess, að sumstaðar í geimnum eru rafmögnuð svæði, sem loft- skeytin geta ekki komist i gegn- úm. Skaðabótagreiðslur pjóðverja. Frá Berhn er símað: Parker (Gilbert Parker umsjónarmað- ur með skaðabótagreiðslum 5>jóðverja) er kominn hingað og hefir hann skýrt ríkisstjórn- inni frá viðræðunum við Poin- caré og Churchill. — Sendiherr- ar pýskalands afhenda á morg- un stjórnunum i Bretlandi, Frakklandi, ítalíu, Japan og Belgíu opinbera tillögu um, að kalla saman sérfræðinganefnd samkv. samþykt í Genf i sept- ember, til þess að vinna að fullnaðarúrlausn skaðabóta- málsins. Bandaríkin fá og til- kynningu um tillöguna og geta þau, eftir eigin geðþótta, sent opinberan fulltrúa á nefndar- fundinn, eða áheyrnar-fulltrúa að eins, ef þau kjósa það held- ur. Ritfregn. Jón Björnsson frá Holti: Ungar ástir. Tvær smásögur. Rvik 1928. Höf undurinn er ungur sveita- piltur, og bókin ber þess ljós merki. Hún fjallar um ungar ástir óspilts og einfalds sveita-' f ólks, um dýrðlegar vonir, sem óséð er af sögunum hvort ræt- ist, en fylla hug sögufólksins unaði og hrifning. Frásögnin er yfirleitt lipur og eðlileg, og mál- ið er allgott, en þó að bókin lýsi einföldu fólki, þyrfti höf. ekki að vera út af eins eirifald- ur („naiv"), og hann virðist vera sumstaðar í sögunum. Hann getur sem sé hvergi hafið sig upp til þess, að líta á sögu- hetjurnar öðrum augum en augum óblandinriar aðdáunar. sem kemur stundum hálf-skop- lega í ljós. Hann þarf að afla sér meira sjálfstæðis. gagnvart persónunum í sögum sínum, ef vel á að fara. Og ljóðskáld er hann ekki. Vísurnar í seinni sögunni eru léleg stæling á vísum í „Æfintýri hirðingjans" eftir Einar Benediktsson, og þar er ekki hirt um einföldustu reglur um höfuðstafi og stuðla. Náttúrulýsingarnar eru marg- ar all-góðar og lýsa nákvæmri VISIR eftirtekt. pær eru það, sem prýðir bókina. Höf. þarf að þroskast meira og kynnast fleiru, en hann þekk- ir nú. pá kann hann að geta ritað góðar sögur, því að hón- um er létt um að segja frá, og hann hefir næmar tilfinningar fyrir kjörum manna. En þess- ar sögur eru ekki góðar, — þær eru að eins snotrar. Jakob Jóh. Smári. frá Pe&lif-lslesÉp. Jóns Bjarnasonar skúli. Kensla í miÖskólabekkjum Jóns Bjarnasonar * skóla í Winnipeg hófst I. okt., en áður var kensla byrjuÖ í efsta bekknum. tJm 25 nemendur efu í miSskólabekkjun- um. Á meðal nemendanna er ensk stálka, háskólanemi, sem er í skól- anum til þess að læra íslensku. Tyær enskar stúlkur aSrar, ensk- canadisk stúlka, og sænsk stúlka stunda og nám í skólanum. Sömu- leiðis kenslukona ein •irá Noregi. Er útlit fyrir, að aðsókn verði með besta móti að skólanum í ár. Mannalát. Þ. 28. ágúst andaðist nálægt Henckel, N. Dakota, Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 22. mars 1844. Þ. 23. sept. andaðist einn af frumbyggjum Árdalsbygðar í Manitoba, Metúsalem Jónsson, ætt- aður úr Þistilfirði. Þ. 19. sept. lést í Los Angeles, Cal., Gunnar J. Goodmundsson. Lést hann af völdum bifreiðarslyss. Hann mun hafa veriS um sextugt, Húnvetningur að ætt og uppruna. Lætur hann eftir sig ekkju og upp- komin börn. Gunnar var sonur Guðmundar Gunnarssonar, er síð- ast bjó að Hnjúkum í Húnavatns- sýslu. Þ. 15. sept. andaðist að heimili sínu i Westerheimbygð í Minnes- ota, Eyjólfur Björnsson, jj ára að aldri. Hann var Jökuldælingur að ætt, fæddur 21. júlí 1851, sonur Bjarnar Gíslasonar og Ólafar Eyjólfsdóttur. Var Eyjólfur alinn upp á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann var talinn með mestu mynd- arbændum bygðar sinnar. Þ. 27. ágúst lést í Point Roberts, Wash., U. S. A., Björn Árnason, f. 1868 á Sigríðarstöðum í Vestúr- hópi í Húnavatnssýslu. Var hann , sonur Árna Árnasonar og Marsi- bilar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Fluttist vestur um haf 1 Saga. Missirisritið „Sága", sem Þor- steinn f>. porsteinsson gefur út í Winnipeg, er nú komið á 4. ár, og hefir náð miklum vinsæld- um vestra. Ritstjórinn, p. p. P., er Húnvetningur að ætt og upp- runa og löngu kunnur orðinn af skáldskap sínum. Hann fór vestur um haf laust fyrir alda- mót, en kom heim fyrir nokk- urum árum, og síðan munu margir Reykvíkingar kannast við hann,,þótt hann héldi sér lítt fram. Bindigarn Saumgarn, ÞÚRÐUR SYEINSSON & CO „Saga" er í litlu og þægilegu broti, og prentuð á góðan papp- ír, en um efnið er það að segja, að það er áreiðanlega f jölbreytt- ara en í nokkuru öðru tlmariti, jafnstóru. Fyrra hefti þessa ár- gangs er nýlega komið og eru í þvi skáldsögur, æfintýri, þjóð- sögnr, leikrit, kvæði, stökur, dæmisögur, gátur, hugrúnar, skrítlur, fróðleiksmolar o. fl. Ritstjórinn skrifar að jafnaði mikið í ritið, en nýtur jafnframt aðstoðar margra hinna kunn- ustu rithöfunda og skálda vest- an hafs. „Saga" fæst hjá bóksölum hér i bænum, en aðalútsölumað- ur er Magnús pórarinsson, Bakkastíg 1. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 5 st, Isafirði 5, Akureyri 2, Seyðisfirði 3, Vestmannaeyjum 5, Stykkis- hólmi 5, Blönduósi -f- 1, Rauf- arhöfn 4, Hólum i Hornafirði 4, Grindavík 5, Færeyjum 4, Juli- anehaab -f- 3, (engiri skeyti frá Angmagsalik og Kaupmanna- höfn), Hjaltlandi 7, Tynemouth 6 st. — Mestur hiti hér í gær 5 st., minstur 3. Úrkoma 1,7 mm. Alldjúp lægð fyrir sunnan land á austurleið. Hæð fyrir norð- wy* ff^Njkomið ' 'v/f/. "'?// sérlega fallegt úrvál af ManGhetV skyrtum. Haraldur írnason. an. — Horfur: Suðvesturland í dag og nótt: Stormfregn. Aust- an og norðaustan hvassviðri. Faxaflói og Breiðafjörður: 1 dag allhvass au^tan. Dálítil rign- ing. 1 nótt allhvass éða hvass norðaustan. Vestfirðir: í dag og nótt austan og norðaustan, hvass úti fyrir. Rigning eða bleytuhrið. Norðurland: £ dag vaxandi suðaustan. J»urt veður. 1 nótt allhvass austan. Dáhtil úr- koma. Norðausturland, Aust- firðir: 1 dag vaxandi austan, hvass og rigning með kvéldinu. Suðausturland: I dag og nótt: Stormfregn. — Hvass austan. Rigning. Kveikt í heyi. í nótt var kveikt í heyi, sem geymt var í grindahjalli -yið Vesturgötu nr. 11. Eldsins varð fljótlega vart, og tókst Slökkvi- liðinu að kæfa hann, áður en hann magnaðist. — Ekki hefir vitnast, hver hafi kveikt í hey- inu. Jóhannes Velden hélt hljómleik sinn í Nýja Bíó í gær við allgóða aðsókn. Var inngangserindi hans um Tékkóslóvaka mjög vel tekið, og undruðust menn framburð hans á íslenskunni sem var merkilega hreinn og skýr. Lék kvartett hans þjóðsöng Tékkó- Fallegt örval af I Vetrarfrökkum á karlraeim og drengl. Ennfremur Regnfrakkar allar stærðir. ítíú'u/u* 'fiina^* W«t .'»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.