Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 3
VISIR SkoMð Dýja VALET rakvólarnar. Þœr eru ekkert dýrari en aorar rakvólar, en miklu hentugri. — Reynið VALET rak-kremiö! Þao er ódýrt, gott og ilmandi. — VALET skeggkústarnir taka öllum öðrum í'ram. Hárið losnar aldrei og skaítið 6r alveg óbrjótandi. FATAEFNI svört og mislit. FRAKKAEFNI, þunn og þykk. BUXNAEFNl, röndótt — falleg. REGNFRAKKAR, sem fá almannalof. Vandaðar vörur. — Lágt vcrð. 6. Bjarnason & Fjeldsted. íslóvaka er áheyrendur hlýddu á standandi. Þótti hann mjög íagur og varð að leika hann .aftur. Þá komu 4 tékknesk þjóðlög og að lokum aðalliður- inn, strok-kvartett Dvoraks op. D6, mjög einkennilegt verk og íagurt, enda naut það sín vel 'i meðferðinni. Sjálfur leikur próf. Velden á 1. fiðlu, á 2. fiðlu leikur Þór. Guðmunds- son, á armfiðlu G. Takács og á knéfiðlu A. Vold. Má óhætt segja að árangur sé góður eft- ir jafnstuttan æfingartíma. — Eflaust eiga svona „kammer- músík"-leikir hér framtíð, því að fólk skilur þá miklu betur .en margt annað, enda heyrð- ust margar raddir um það á ¦eftir, að húsið hefði áreiðan- lega orðið fult, ef menn hefðu vitað á hverju væri von. — Það er þegar ljóst, að stórmik- ill fengur hefir verið að fá próf. Jóhs. Velden hingað, hann mun áreiðanlega gera tónlist vorri mikið gagn. Sviði, botnvörpungur úr Hafnar- firði, lá í gær á Dýrafirði með bilað stýri. — Dráttarháturinn Magni var sendur héðan til þess ;að hjálpa honum hingað suður. jpýskur botnvörpungur kom i gær til að fá sér kol ,og vi3tir. Brúarföss fer héðan kl. 10 í kveld vest- «r og norður um land til út- landa. Gullfoss kom að vestan i morgun. Apríl kom frá Englandi i gær. Málfundafélagið Óðinn. Venjulegur staður og tími. -— Skattamálin. J. S. K. Víkings-fundur í kveld. Inntaka. Embættis- mannakosning. Fjölmennið. — Gullfoss fer héðan á morgun, áleiðis til Noregs og Danmerkur. Kem- ur við á Reyðarfirði. Kvenfélag fríkirkjusafnaðarins heldur basar á Laugaveg 37 næstkomandi föstudag. — Sjá augl. Rjúpnaveiðar eru nú byrjaðar fyrir skömmu, en ganga treglega, það sem af er. Sagði maður úr Árnessýslu ofanverðri í morgun, að varla gæti heitið, að nokkur rjúpa sæist þar um slóðir. Mundu þær halda sig til háf jalla og inni á öræfum, og ekki koma til bygða, fyrr snjóa gerði og vet- ur legðist að. Nýja Bíó sýnir í síðasta siijn í kveld fyrri hluta myndarinnar Njósn- arinn úr Vesturvígi. Mynd þessi er mjög stórfengleg og fjallar um njósnarstörf í Bandaríkjun- um. Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinni i kveld hina heimsfrægu mynd: „Kon- ung konunganna", sem er písl- arsaga Jesú Krists. Sökum þess, hve myndin er löng, verður sýn- ing að hefjast kl. 8y2- Drykkjuskapur á almannafæri hér i bænum og grendinni þótti hafa mink- að nokkuð i sumar, er hin nýju bannlög voru gengin í gildi. Þá mun og eftirlit með drykkju- Vefjargarn, Prjónagarn, Fiður og Dúnn. Verslunln Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Go. skap manna hafa verið með mesta móti og mæltist öll sú hnýsni misjafnlega fyrir að vonum. Er rétt og sjálfsagt, að hafa strangar gætur á því, að ölvaðir menn sé ekki að slangra á almannafæri, en hitt er óþol- andi, að verið sé að eltast við menn og kæra þá, þó að jþeir hafi bragðað vín, ef þeir gera engum mein og hafa ekki i frammi neinskonar ólæti. En ölvaða menn, sem óspaklega hegða sér eða eru öðrum til leið- inda og sjálfum sér til skamm- ar, á að taka af almanna færi og fara með heim til sín, eða í fangelsi, ef mikil brögð eru að ósæmilegu framferði þeirra. — Nú virðist sumum, sem eftirlit- ið sé eitthvað að linast meira en litið, því að druknir menn sjást nú iðulega á sveimi hér í bænum og eru látnir eiga sig. Öfgarnar standa sjaldan lengi. Annað veifið er varla hægt að þverfóta fyrir allskonar eftir- litsmönnum, en hina stundina sjást þeir hvergi. Mér fyndist betra, að þetta væri minna og jafnara. K. K. Leiírétting á mishermi. Mér hefir verið skýrt frá því, að Lögberg flytji þá frétt eftir einhverju íslensku blaði, að eg hafi átt að undirskrifa samning við kvikmyndaiðnað- arfélag hér í Hollywöod um upptöku á myndleik eftir mig. Mér er hulin ráðgáta, hvernig kviksaga þessi hefir fengið fætur og komist til Islands. Hitt var nokkrum kunningj- um mínum hér á Vesturströnd- inni kunnugt um, að í sumar fékk eg heimsókn af umboðs- manni kvikmyndafélags nokk- urs, sem vildi fræðast af mér um möguleika fyrir töku is- lenskrar kvikmyndar og gerði hann lauslega áætlun yfir kostnað við kvikmyndaleið- angur héðan til íslands. Maður þessi spurði mig ennfremur. hvort eg mundi fáanlegur til að leiðbeina flokknum á Is- landsferð, ef til kæmi. Hug- myndin um sölu á kvikmynda- réltindum að sögu eftir mig er hins vegar bygð á ókunnug- leik, þar eð kvikmyndafélögin láta sina föstu starfsmenn (svokallaða scenario editors) útbúa -„sögur" þær, er. þau kvikmynda, án aðstoðar utan- aðkomandi manna — og þá Slátup úr fullorðnu verbur til á mibvikudaginn. Uppl. á afgreiðslu ÁLA.- FOSS í dag. síst rithöfunda, enda á slíkt verk ekkert skylt við rithöf undastarfsemi. — Það, sem kvikmyndamaður þessi mælt- ist til af mér, voru nokkrar ljósmyndir frá Islandi og laus- legir drættir um íslenskt lund- arfar — að lengd þrj ár vélrit- aðar blaðsíður, og varð eg við þessari bón hans. Los Angeles, 21. sept. 1928. H. Kiljan Laxness. Mér væri þökk á, að hið ís- lenska blað, sem flutti áður- nefnda frétt, vildi birta leið- réttingu þessa. H. K. L. („Lögberg" 4. okt.) Aths. „Vísir" telur sér skylt að birta þessa leiðréttingu, því að hann flutti fregn þá, sem hér er um að ræða, og hafði hana úr bréfi frá ísléndingi vestur við Kyrrahafsströnd, og treysti blaðið því, að hún væri sönn. Ritstj. Hitt og þetta. Vopnaburður í Austurríki. pví hafði verið spáð, að draga mundi til stórtíðinda i Vínarborg 7. október, þegar hin- ir herskáu borgarar og jafnað- armenn boðuðu þar til útifunda í úthverfum borgarinnar, en svo fór, að þeir skildust vandræða- laust að -iþví sinni. En stjórnin virðist nú hafa skilið, hvílikur, háski vofir yfir þjóðinni, ef helstu stjórnmálaflokkar fá að temja sér vopnaburð, hver að sinum geðþótta, og því hefir Seipel kanslari boðað alla flokka á fund til sín til þess að ræða um þetta vandamál. Vill hann, að vopnaburður flokk- anna verði lagður niður og munu allir friðsamir borgarar fylgja honum að máh í því efni. Ér og búist við, að þeir muni nú farnir að sjá að sér sumir, sem gengust fyrir „heræfing- unum", og séu nú fúsir til að hverfa frá villu síns vegar. Heprasokkap og Herranæpföt nýkomið. Yersl. Brúarfoss Laugaveg 18. Nýir ávextir; Bjiigaldin, Epli, margar tegundir verð frá 0.75 pr. »/, kg. Glóaldin, Gulaldin, Laukup, Perap, Vínber. Sérstaklega góS vara ?ersl. Vísir. æææææææææææ® Alklædi# Vetrapsjöl. Fatatau og tilli. Kjólatau. Morgunkjólatau. F1 a u e 1, mikið og gott úrval fyrir- liggjandi. Jerslanin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Go. I Sá^ ILF. EIMSKIPAFJKLAO ÍSLANDS „Bruarfoss" fer héðan í kvöld kl. 10 vestur og norður um Iand til Hull og Kaupmannahafnar. „Gullfoss" fer héðan á mopgun kl. 6 jsíðflegis um Reyðar^ fjðrð og Kristiansand tll Kaupmannahafnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.