Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 29.10.1928, Blaðsíða 4
V í s I R Studebaker lliM ilrli! eru bila bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossíur. B. S. R. hefir fastar ferðir ti) Vífilsstaða, Hafnarfjarðar op austur í Fljótshlíð alla daga Afgreiðslusímar: 715 og 716. er ▼Insælast. Hænsnafóðnr. Hyeitikom, blandað fóður, heilmaís, hænsnabygg og þurfóður. VON. Amerískir Stálskautap, lægst verð. Sportyörnhús Reykjavíknr. (Emar JBjörnssou) Bankaslr. lt. Sími 1053. ÍÍÍOOÍÍÍÍCÍÍÍCÍÍÍÍÍÍÍIÍÍÍÍÍIÍÍOCÍÍCÍXXXX 'AsgarSnr. Trúlofnnar- hringlr og steinhringir Afar ódyrir hjá Jóni Slgmundssyni sullsmið. Laugaveg 8. 9 sem vilja fá verulega gott hrossakjöt til vetrarins ættu að tala við okkur sem allra fyrst. Kjöthúð Hafnarfjaríar. Sími 158. soooaooootnisxiíitííKicooooooc; Vélalakk, Bílalakk, Lakk á miístnSvar. Einar 0. Malmberg Vesturgötu 2. Simi 1820. íooooooocsísísískkískíoooooooo; Hlýjar og iUllargóðar Colftreyjnr miklar ’ birgðir fyrirliggjandi. SfMAK 158^058 ifrastar ílar-w estip. Bankastræti 7. Simi 2292. HUSNÆÐX 1 Lítil íbúð, ásamt skrifstofu- herbergi og geymslu, til leigu nú þegar. Sími 1914. (1433 , Herbergi óskast. Uppl. í síma 1259 frá 8—10 í kveld. (1432 Herbergi fyrir einhleypa til leigu á Bergþórugötu 15. (1426 Tvö samliggjandi herbergi, með húsgögnum, óskast til leigu fyrir einhleypa nú þeg- ar. Æskilegt að sími fylgi. — Uppl. á Hótel Heklu, kl. 6—7. (1420 | KSNSLA Rennari, karl eða kona, ósk- ast á heimili í grend við bæ- inn. — Uppl. gefur Guðbjörn Guðmundsson, Acta. (1445 PÆÐS Besta og ódýrasta fæðið fæs! á Fjallkonunni. (329 Fæði (og iausar máltíðir) er best á Fjallkonunni. (198 : TILKYNNING 1 GEYMSLA. Reiðhjól geymd eins og áður yfir vetur- inn. Sótt heim til eigenda ef þess er óskað. Fálkinn. (1431 Sá, sem tryggir eigur sínar, tryggir um leiö efnalegt sjálf- stætSi sitt. „Eagle Star“. Sími 281. (1313 r VINNA Maður óskast til að kynda tvær miðstöðvar frá 1. nóv. Uppl. í síma 406. (1443 Stúlka óskast í vist. Uppl. á Frakkastíg 13. (1441 Stúlka óskast fyrri hluta dags. Gott kaup. Uppl. í síma 1930. (1440 Stúlka óskast í vist utan til við borgina. Uppl. í sínia 814. (1448 Hraust stúlka óskast nú þegar. Jessen, Klapparstíg 29. (1438 Stúlka eða unglingur óskast liálfan eða allan daginn. A. v. á. (1436 Morgunstúlka og unglings- stúlka allan daginn, óskast. A. v. á. " (1434 Menn teknir í þjónustu. Ing- ólfsstræti 19. (1435 Kona tekur að sér ræsting á búðum og skrifstofum nú þeg- ar eða 1. nóvember. Uppl. á Týsgötu 6, kjallaranum. (1427 Duglegur sendisveinn getur fengið pláss um óákveðinn tíma. Ingi Halldórsson, Vest- urgötu 14. (1425 Stúlka óskast í vist hálfan eða allan daginn. — Uppl. á Þórsgötu 5. (1424 Góð stúlka óskast nú þegar á barnlaust lieimili. A. v. á. (1423 Stúlka óskast austur í Bisk- upstungur. Uppl. á Framnes- veg 4. (1407 Stúlka óskast í vist nú þeg- ar pða 1. nóv. — Þrent í heim- ili. Uppl. á Laugaveg 13. (1415 Stúlka óskast strax. — Kr. Kristjánsson, Grundarstíg 2, efstu hæð. (1414 r KAUPSKAPUR Trékassar til sölu lijá Oben- haupt. (1446 Lystikerra með aktýgjum óskast strax. Uppl. gefur Guð- björn Guðmundsson, Acta. (1444 Notað píanó óskast til kaups. Tilboð, með tilgreindu verði, merkt: „Piano“, sendist af- greiðslu Vísis. (1442 Athugið: Hattar, manchett- skyrtur, enskar húfur, axla- bönd, nærföt, sokkar, háls- bindi o. fl. ódýrast og best í Hafnarstræti 18, Karlmanna- hattabúðin. (1439 Ritvél, lítið notuð, (ekki ís- lenskir stafir), til sölu. — A, Obenhaupt. (1447 Gólfmottur nýkomnar í fjöl- breyttu úrvali í versl. Áfram, Laugaveg 18. (1437 N ý 11 h ú s, með öllum ný- tísku þægindum, til sölu strax. A. v. á. (1428 UMBOÐSSALINN, Vonar- stræti 8, tekur að sér sölu á víxlum og skuldabréfum. Til viðtals frá kl. 9 f. h. til kl. 9 e. li, (1430 UMBOÐSSALINN, Vonar- stræti 8, tekur að sér sölu á öll- um notuðum munum. Höfum nú þegar kaupendur að tveim skrifborðum og bókaskáp. — Látið okkur selja fyrir yður, því lijá okkur er eftirspurnin. (1429 Ca. 1700 pund af hestaheyí til sölu billega. Uppl. í síma 1103, milli 1 og 6. Kai Lorange. (1449 Hitamestu steamkolin ávait fyrirliggjandi í kólaverslun öl- afs Ólafssonar. Sími 596. (805 Guðm. Sigurðsson, klæðskeri, Hafnarstræti 16. Sími 377, Saumar ódýrast. Fljót af- greiðsia. — Fataefni: Blá, svört og mislit. — Lægsta verð í borginni. (177 OFNAR, í góðu standi, tií sölu. Uppl. í síma 701. (1419 Staka úr Flóaniim: Ef að gest að garði ber, sem góður sopi kætir, vel mun duga, vinur, þér VERO-KAFFIBÆTIR. (1200' ÍSLERSK FRÍMERKl keypt 4 Urðarstíg 12. (34 Gangið í hreinum og press- uðum fötum. — Föt kemiskt hreinsuð og pressuð fyrir 8 kr.. föt pressuð fyrir aðeins 3 kr., frakkar fvrir 2.75, buxur fj-rir 1.25. Rydelsborg, Laufásveg 25. Sími 510. (949 FélagsprentsmiSjan. FRELSISVTNIR. „Harry!" sagði hún í bænarrómi, því nær óttaslegin. Hún rétti báðar hendur í áttina til hans. Hann gekk hægt til inóts við hana. „Myrtle!“ Mikla undrun var að heyra í rödd hans. Og ■ næsta spurning hans útskýrði hvers vegna hann undraðist. „Ert þú komin hingað ! Alein !“ Hún kinkaði kolli. Svo leysti hún hettu sína og lét hana falla niður á herðar. „Ertu viss um, að þetta sé rétt gért af þér?“ spurði hann. Hann var að því kominn, að bæta við: „Einkum núna — úr því að þú ert ekki lengur unnusta mín!“ En hann sagði það elcki. „Finst þér að nú sé tími til þess, að fást um það, hvað víðeigandi sé og hvað ekki? — Harry! Hvað ætlarðu að gera ?“ Einmitt það! Auðvitað! Hann hefði svo sem átt að vita þetta. Vitanlega var hún ekki annað en einn af sendiboð- um höfuðsmannsins. — Lawrens ofursti hafði því nær kannast við, að hann ræki erindi hans. — Og nú átti hann vafalaust von á annari sennu til — örðugri og kvalafyllri en þeirri, sem á undan var gengin. „Eg ætla ekki að segja þér ósatt, Myrtle," sagði hann alvarlegur í bragði. „Eg ætla ekkert að gera — alls ekkert!“ „Harry !y— Veistu þá að_______“ „Já. Eg veit hvernig öllu er háttað og er við öllu hú- inn!“ Og því næst bætti hann við: „Hefir Mandeville höíuðsmaður líka sent þig hingað, til þess að hvetja mig til að verða á brottu úr Charlestown — úr því að mælska Lawrens ofursta haföi engin áhrif?“ „Nei!“ „Jæja — sjáum til! En hann hefir þó vafalaust sagt þér hvernig málum mínnm væri komið nú um sinn — í þeirri von, að þú mundir geta komið fyrir mig vitinu." „Hann hefir sagt okkur frá því — bæði pahba og mér. Það er alveg satt. En hann hefir ekki á það minst, að eg færi að finna þig — þvert á móti! Við hvað áttu með þessu, Harry?" Hún furðaði sig á hegðan hans. Hann var svo yfirlætis- legur og gerólíkur því, sem hún hafði búist við. „Eg sé, að þér muni geðjast mjög vel að þessum „frænda" frá Bretlandi, sem skotið hefir upp hér í fá- menninu meðan eg var f jarverandi!“ „Robert er góður maður og vingjarnlegur. Eg — eg — við höfum öll miklar mætur á honum.“ Hann hló. En hlátur hans var ekki beinlínis ástúðleg- ur. „Já, þakka þér kærlega fyrir. Eg hefi sjálfur sann- færst um það eigin sjón og reynd!“ sagði hann beisklega. Henni geðjaðist hvorki að brosi hans né hreimnum í rödd hans. „Hann hefir líka verið einstaklega vinsamleg- tir í þinn garð og hjálpfús." Hún bar ört á, eins og hún vildi flýta sér að því, að fullvissa hann um þetta. ,,í minn garð!“ Hann horfði lengi á hana undrunar-r augum. Því næst skellihló hann. „Já, kæri Mandeville! Þú hefir svo sem verið mér hjálpfús og góður! Og eg hefí altaf verrð að gera þér rangt til! Það var svo sem auðvit- að, að alt þetta væri i vináttuskyni gert — eins og við mátti búast af göfugum og hreinskilnum vini! Og söntu- leiðis það, að hann glopraði þvi út úr sér við föður þinn, að eg væri í samvinnu viö frelsisvini!“ „Harry! Hvernig geturðu fengið af þér að segja þetta! Það er ljótt af þér. Hann hefir ekki gloprað neinu út úr sér, eða fleiprað um neitt. Hann sagði honurn pabba bara frá því, til þess að hann gæti frelsað þig, áður en það væri nm seinan. Aður en þú værir kominn í þá dauðans hættu, sem nú vofir yfir þér.“ „Einmitt það! Samt get eg ekki stilt mig nrn aS segj a þér frá því, að það er eingöngu Mandeville að þakka eða- kenna, að eg er nú staddur í nokkrum vanda.“ „Harry! Þú veist ekki hvað þú ert að segja!“ „Látnm svo vera. En hlustaðu á mig andartak. Mande-- ville höfuðsmaður á tvær heitar óskir. Fyrst er sú óskin, að eg verði rekinn fyrir fult og alt af heimili föður þíns. Og í öðru lagi, að eg verði flæmdur burt úr Charlestown. Dvöl mín í Charlestown er eitur í hans beinum — þessa göfuga manns. Og þér að segja, var eg svo sanngjarn við hann, að fá honum í hendur þau vopnin, sem helst hitu á mig. Fyrri ósk sína fékk hann þegar uppfylta. 'Þú ann- aðist um það!“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.