Vísir - 01.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1928, Blaðsíða 2
VtSIR Kaupið KOLUMBDS a> fyrir sannvirði. Höfum til: Blandað marmelaðl, Svínafeiti. Flórsykup, danskan. Símskeyti Khöfn, 21. okt. FB. Heimför Zeppelins greifa. Frá Berlín er síma'ð: Storm- ar og rigningar á Atlantshafinu iiafa seinkað loftskipinu „Graf Zeppelin“. Hefir J>að orðið að fljúga krókaleiðir til þess að sneiða hjá verstu óveðurssvæð- unum. Afstaða loftskipsins var í gærkveldi 50° norðlægrar og 30 vestlægrar breiddar. Kosningarnar í Sviss. Efri deildin. Frá Bern er símað: Við kosn- ingarnar til efri deildar sviss- neska þingsins fengu frjálslynd- ir demokratar 21 þingsæti, unnu 1 þingsæti. Kaþólskir ihalds- menn fengu 18 þingsæti;óbreytt aðstaða.Socialistar 10; töpuðu2. Bændaflokkur 3, vann 1. Flokk- ur liberaldemokrata og Social- flokkur fengu sitt þingsætið hvor. Óbreytt aðstaða. Aukakosning í Bretlandi. Frá London er símað: Úrslit aukalcosningar i Ashtonkjör- dæmi urðu þau, að verkamenn unnu kjördæmið frá íhalds- mönnum. Frá Spáni. Frá Madrid er símað: Lög- gjafarþingið var sett í gær. — Yanguas, forseti þingsins, skýrði frá þvi, að þingið ætlaði að ræða nýja stjórnarskrá, sem ekki á að vera eftirliking stjórn- arskráa annara ríkja. Kunnur stjórnmálamaður látinn. Frá Washington er símað: Robert Lansing, fyrverandi ut- anríkisráðherra, er látinn. (Robert Lansing var f. 1864. Hann var lögfræðingur og sér- fræðingur í þjóðarrétti. Hafði oft á hendi þýðingarmikil störf snertandi utanrikismálastarf- semina fyrir stjórnina á Banda- ríkjunum. Hann varð utanríkis- málaráðlierra í stjórnartíð Wil- sons, í júní 1915, er William Jennings Rryan vildi ekki skrifa undir aðra mótmælanótu Bandaríkjanna út af þvi, að pjóðverjar söktu Lusitaniu. — Lansing tók þátt í friðarstefn- unni i París 1918—19 ásamt Wilson forseta og skrifaði und- ir Versalafriðarsamninginn. — Hann vann að stofnun ]>jóða- bandalagsins ásamt Lord Robert Cecil og Colonel House. —■ Fór frá vegná sundurþykkju við Wilson. —' Lansing var álitinn með merkustu stjórnmála- mönnum Bandaríkjanna á síð- ustu tímum. Hann skrifaði nokkrar bækur, t. d. „Govern- ments, its origin, grovvtli and formation in U. S. A.“ Hann var og meðútgefandi „American Journal af International Law“). Utan af landi. —x— Dýrafirði, 29. okt. FB. Almenn tíðindi. Sumarið hér vestra mátti telj- ast með afbrigðum gott. Hey- fengur líklega i meðallagi, en nýting góð. Aflabrögð á þilskip óminni- leg í ár, sem og í fyrra. T. d. er það mjög í frásögur fært er einn háseti á skipi frá Bíldudal dró á færið sitt i 4—5 mánuði 60 skpd. þurrfiskjar. — Afli á opna mótorbáta hér í Dýrafirði og Arnarfirði með afbrigðum. góður. Verð á afurðum sæmi- legt, en þvi miður mun allur fiskur hafa verið seldur áður en fiskverð hækkaði, svo sem nú er raun á orðin. Slátrað var hér með meira móti í haust. Haustveðrátta hér vestra má teljast hafa verið sér- lega góð, að eins lítilsháttar fest snjó í bygð einn dag. Alauð jörð og frekar milt veður. Er þvi óliætt, ef góð veðrátta lielst fram á jólaföstuna, að lelja ár- ið með þeim bestu, er okkur hér hefir fallið í skaut 1—2 ára- tugina síðustu. Skatla- oo tolliielni. Herra ritstjóri! par sem mér finst að blöð vor til þessa hafi gert of lítið að þvi, að ræða þessi, að mínu áliti mjög svo þýðingarmiklu mál, enda þótt búast megi við víð- tækum breytingartillögum á næsta þingi á núgildandi lögum frá milliþinganefnd þcirri, -sem skipuð var á síðasta þingi, lang- ar mig til að biðja yður um dá- lítið rúm í heiðruðu blaði yðar til þess, að rjúfa hina óskiljan- legu þögn, sem ríkir yfir mál- helst ’ hornlóð, óskast í vestur. bænum. Tilgreint skal: stærð, verð og livar lóðin er í bænum. Peningaborgun út í hönd. Til- boð merkt „Byggingarlóð“ sendist Vísi. um þessum — þögn, sem vart verður varin í jafn þýðingar- miklum málum fyrir alla borg- ara landsins. Eins og hver maður, sem fengist hefir við meiri liáttar atvinnurekstur lilýtur að skilja, þá eru toll- og skattamál hverr- ar þjóðar svo margþætt og vandasöm, að ekki verður þess krafist með nokkurri sanngirni, að þingmenn vorir hafi svo við- tæka þekkingu á þ*eim málum sem þar koma til greina, að heimta megi af Alþingi, að það án samvinnu við borgara lands- ins geti sett viðunandi lög í þeim efnum. Finst mér því eðlilegast, að borgarar þeir og atvinnurekendur, sem starfað hafa undir núgildandi lögum, og lært að þekkja galla þeirra, bendi milliþinganefndinni og öðrum á lielstu gallana á nú- gildandi tolllögum, sem vitan- legt er að eru til orðnir, að mestu ef ekki að öllu leyti, sökum ónógrar þekkingar •manna þeirra sem staðið liafa að lagasmíðum þessum. Eins og öllum er kunnugt, lifum vér hér á landi undir tví- þættu og óeðlilegu tollfyrir- lcomulagi, þar sem í mörgum tilfellum er innheimtur bæði þyngdar- og verðlollur af sömu vörunni, og þyngdartollurinn þá stundum svo liár, að liann stendur ekki í ncinu skynsam- legu hlutfalli við verðmæti vör- unnar, eða að nokkurt tillit sé tekið til þunga umhúðanna sem þó er æði misjafn eftir því, liver vara sú er, sem um er að ræða. pykir því hlýða að tilfæra hér örfá dæmi. Fyrir lampaglös og kúpla er þyngd umbúðanna 80% af þunga vörunnar, rúm 00% á glervörum og léttum leirvör- um (fajance), af grófum leir- vöruin eins og t. d. blómstur- pottum o. þ. h. 24%, alumini- umvörum 88%, byggingarvör- um, smíðatólum o. þ. h. um 20 % af þyngd varanna. Allar hér greindar vörur eru settar í 7. fl. núgildandi vörutollslaga. Beri menn nú tollflokk þenna saman við verðmæti tilgreindra vara, þá fær maður fyrst dá- litla hugmynd um það, hve niðurröðun hinna ýmsu vöru- tegunda í hina mörgu flokka vörutollslaganna er ábótavant, og alt „í grænum sjó“ að þvi er þetta mikilvæga atriði snertir. pannig nemur þyngdartollur- inn fyrir hinar verðmætari vör- ur af þeim sem hér hafa verið Brunatrygglngar i Sími 264. Sjóuátrygglngar greindar ekki meh-a en 3—5%. Hins vegar nemur þyngdartoll- urinn einn, af hinum grófu og verðlitlu vörum eins og t. d. blómsturpottum, 65% af verð- mæti vörunnar*). pegar svo þar við bætist 15% verðtollur, hljóta menn að skilja, að milli- þinganefnd sú, sem nú situr á rökstólum í tolla- og skattamál- unum, má ekki skilja svo við tollmál vor, að ekki verði gerð víðtæk breyting á niðurröðun vara í hina mörgu vörutolls- flokka, frá því sem nú er. Enda er það í öðrum löndum talið sjálfsagt, að svo miklu leyti sem við verður komið, að miða tollana við verðmæti varanna og undanskilja umbúðir tolli þegar um þyngdartolla er að ræða þannig, að dregin er frá tiltekin hundraðstala af þyngd vörunnar sem ætlast er til að jafngildi nokkurnveginn þjaigd umbúðanna. Aðferð sem einn- ig ætti að mega koma á hér hjá oss með dálitlu ómaki og gera þyngdartollinn þar méð sann- gjarnari en nú er. Eins og allir sjá, þá hefir hér að eins verið riðið á vaðið, og fátt eitt verið upp talið af mörgu, enda er von min sú, að fleiri komi á eftir úr því þögnin hefir verið rofin. Hér er hvorki að ræða um kaupmanna eða annara stétta mál, lieldur einvörðungu um það að þjóð vor þurfi ekki til frambúðar að greiða ósann- gjarnlega hátt verð fyrir nauð- synjar sínar sökum vitlausra og ranglátra tolllaga. B. H. B. *) Mönnum til betri skýr- ingar, þykir mér rétt að tilfæra hér lítið dæmi: 8. júlí þ. á. fekk eg blömsturpottasendingu sem vóg 1423 kg. Yerðmæti hennar í ísl. kr. var 131 kr. Hér af greiddi eg í vörutoll kr. 85,20 og verðtoll 19,60. — Samtals í toll af 131 kr. verðmæti þannig kr. 104,80. Bæjaxfréttir | oooi Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 7 st., Isa- firði 7, Akureyri 9, Seyðisfirði 3, VeStmannaeyjum 8, Stykk- ishölmi 5, Blönduósi 7, Rauf- arhöfn 4, Hólum í Hornafirði 5, Grindavík 6, Færeyjum 1, Julianehaab 0, (engin skeyti frá Angmagsalik), Jan Mayen 1, Hjaltlandi 3, Tynemouth 9, Kaupmannaliöfn 9 st. — Mest- ur hiti liér í gær 8 st., minstur -h 2 st. Úrkoma 15,4 mm. — Djúp lægð út af Vestfjörðum á nox-ðausturleið. Hæð milli ís- lands og Skotlands. Vestan snarpur vindur á Halamiðum. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: í dag og nótt vestan átt, stundum alllivass. Skúrir og síðan slydda eða krapaél. — Norðurland, norðausturland: 1 dag og nótt allhvass sunnan og suðvestan. Skúrir. — Aust- firðir, suðausturland: I dag allhvass sunnan. Rigning. 1 nótt suðvestan átt. Úrkomu- lítið. 65 ára er á morgun frú Herborg Halldórsdóttir frá Hofsströnd í Borgarfirði eystra, nú til heim- ilis hér í bæ á Lindargötu 21 B. Félag frjálslyndra manna í Reykjavík heldur fund í Bárunni uppi annað kveld kl. 8y2. Sigurður Eggerz banka- stjóri talar um Alþingishátiðina 1930. Bæjarstjórnarfundur verður lialdinn i dag á venju- legum tírna. Fátt mála á dag- skrá. Vígsla Laugarvatnsskólans fer fram í dag. Hafði kenslu- málaráðherra boðið nokkurum mönnum austur til að vera við- staddir þá athöfn ,en ekkert varð af ferðinni sakir óveðurs í morgun. Kensla hefst í skólan- um næslu daga. Hvítárbrúin verður vígð i dag og opnuð til umferðar af atvinnumálaráð- lierra. Er brúin hið mesta mann- virki og hefir smíði liennar gengið fljótt og vel. § „Valet“ rakvél yefins. y. Ef þér kaupið „Valet“ rakcrem, slípól og blað, alls á 3.25, þá fáið ^ þér eina af hinum frægu „Valet“- Og rakvélum í kaupbæti. CO\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.