Vísir - 02.11.1928, Side 2

Vísir - 02.11.1928, Side 2
VÍSIR Kalíáburð þarf að bera á að haustÍQU. Gleymið ekki að fá ybur hann á túnin og í kál- garðana. NKK KMCMNDfKMKM* Símskeyti —o--- Khöfn, I. nóv. FB. Zeppelin greifi kominn heim heilu og höldnu. Frá Berlin er símað: Vegna storms vestan viö Bretlandseyjar neyddist loftskipiö Graf Zeppelin tjl þess aö víkja frá stystu leiö og stefna í suö-austur og yfir Biscaya- flóa. Flaug loftskipiö síödegis i gær inn yfir Frakkland.fyrir sunn- an Brest og lenti í morgun kl. 7 i Friedrichshaven, eftir 71 klukku- slundar flug frá Lakehurst i New jersey. Höfðu menn safnast sam- an i tugþúsundatali til þess aö fagna loftskipinu í Friedrichs- havén. Mynda-útvarp. Frá London er símað: Fyrsta opinl>ert myndaútvarp í Bretlandi fór fram i gær. Er nú talið, að myndaútvarpið sé koinið yfir til- raunastigið. Verður myndum fram- vegis útvarpað daglega. Móttöku- tækin kosta 23 sterlingspund. Sæuski eldspýtnahringurinn færir út kvíarnar. Frá Stokkhólmi er símað: Fjár- málaráðherraftn i Júgóslaviu og sætnski eldspýtnahringurinn hafa undirskrifað samning, sem veitir eldspýtnahringnum 30 ára einka- leyfi til þess að framleiða og selja eldspýtur i Júgóslaviu. Hins vegar skuldhindur eldspýtnahringuriinn sig til þess að útvega Júgóslavíu lárii að upphæð 22 miljónir dollara. Khöfn 2. nóv. FB. Ágreiningur um kirkjumál í Frakklandi. Frá París er símað: Ráðherra- fundur hefir tekið til umræðu til- lögur ]>ær, senr Poincaré hefir bor- ið fram viðvikjandi kennimannafé- lögunum, sem landræk voru gerð fyrr á árum. Tillögurnar mættu míkilli mótspyrnu ráðherranna, einkanlega Ilerriots. Samt búast menn við því, að samkomulag ná- ist í málinu innan stjórnarinnar. ftalskir njósnarmenn handteknir í Frakklandi. Frá París er símað: Tveir ítalir hafa verið handteknir í Suður- Frakklandi fyrir að njósna um herbúnað Frakka við landamæri Frakklands og Ítalíu. Báðir menn- irnir hafa meðgengið. Utan af landi. —x— Borgarnesi, 1. nóv. FB. Jivitárbrúin var vígð í dag. — Vígsluathöfnin liófst kl. rúmlega j. Forsætisráðherra flutti snjalla tiilu, vestan megin árinnar, í Mýra- sýslu. Hafði margt manna safnast þar saman, úr búðum sýslunum, líklega um 500 manns. Var veður ekki gott, gekk á með éljagangi, befði ella verið þarna langtum fleira um mánninn. Þá er lokið var vígsluræðunni klipti forsætisráö- heirafrúin streng, er þaninn var yfir brúna. Voru flagglitimir i strengnum. Gekk síðan mann- tjöldinn suður yfir brúna. Þar hélt Guðmundur Björnsson sýslu- maður ræðu og því næst vega- málastjóri. Halldór alþýðuskáld Helgason flutti kvæði. Á undan ræðunni og eftir var sungið. Frá Hyanneyri að Hvitárbrúnni er nú fært bifreiðum. Var vegur- inn nýlega lagður. Slátrun heldur enn áfram, í Borgarnesi. Sennilega verður slátrað alls hér í haust um 32000 þar af helmingurinn hjá kaup- mönmun og kaupfélaginu, hitt hjá Sláturfélaginu. Fornritaátgáfan. —o— í fyrravetur birtist ávarjj frá nokkurum mönnum, þar sem leitað var fjárframlaga til þess að gefa út íslensk fornrit i vand- aðri útgáfu. Siðan liefir verið stofnað félag til þess að gang- ast fyi'Ti' útgáfunni, og heilir það Hið íslenska fornritafélag. 1 stjórn þess eru Jón Ásbjörns- son, Mattlúas pórðarson, Ólaf- ur Lárusson, Pétur Halldórsson og Tryggvi ]?órhaIIsson. En í fulltrúaráði félagsins eru auk þeirra: Sig. Nordal, Jón Þor- láksson, Jón Ófeigsson, Hann- es þorsteinsson, Árni Pálsson, Haukur Thors, Einar Jónsson, Guðmundur Finnbogason, Ge- org Ólafsson, porsteinn por- steinsson og Bogi Ólafsson. Félagið hefir þegar fengið loforð um hér um bil 25 þús. kr., og auk þess hefir h. f. Kveldúlfur lofað að bera allan kostnað af útgáfu Egils sögu Skallagrímssonar. Ráðgert er, að ritin verði gef- in úl í 32 bindum, og verður hvert um 30 arkir. Ótgáfan verður mjög vönduð og bæði með myndum og uppdráttum. Nú er farið að undirbúa útgáfu tveggja binda, sem út eiga að koma árið 1930. í öðru þeirra verður Egils saga, Gunn- laugs saga ormstungu, Gísls þáttur Illugasonar, Hænsa-pór- is saga og Bjarnar saga Hít- dælakappa, og sér Sigurður Nordal um útgáfu þess bindis. — I liinu bindinu verður Eyr- byggja, Halldórs þáttur Snorra- sonar, Laxdæla og Stúfs saga. — Ætlar Einar Ól. Sveinsson magister að sjá um útgáfu þess bindis. Forgöngumenn fornritafé- lagsins hafa hug á að flýta út- gáfunni svo sem efni og ástæð- ur leyfa, en til þess þarf mikið fé, einkum í upphafi, á meðan félagið nýtur Iítilla eða engra tekna af útgáfunni. pó að félagsstjórnin sjái sér nú fært að liefja útgáfuna, þá skortir hana mikið fé> til þess að halda útgáfunni áfram með sæmilegum hraða, og eru það vinsamleg tilmæli hennar, að þeir menn, sem fengið hafa boðsbréf hennar, en engu svar- að, láti hana vita hið bráðasta, hvers styrks megi vænta frá þeim. Umferðin í bænum. —O— Það er óneitanlega að bera i bakkafullan lækinn að fara að skrifa um, umferðina hér í bænum, Margir hafa þar lagt orð í belg, sumir skrafað fram og aftur um ástandið, án þess að bénda á nokk- urar leiðir til bóta, en aðrir bent á ýmislegt, er þeir hugðu að betur mætti fara. Lo'ks eru enn aðrir, sem ekki hafa annað til málanna lagt, en skammir og skæting til bifreiðastjóra, hjólreiðamanna og lögreglunnar. Telja þessir menn bifreiðastjóra glannafengna og ó- gætna, en eftirlit lögreglunnar allsendis ófullnægjandi. Eg er nú gróflega hræddur um, að eftirlit lögreglunnar með götu- umferð i bænum sé næsta ófull- komið. Þó hygg eg sönntt nær, að hver einstakur lögreglumaður hafi fullan hug á að verða að liði í þessuni efnum sem öðrum og reyni að gera skyldu sína. En lög- regluþjónarnir eru fáir og bærinn stór. Þeim mundi því ókleift að hafa eftirlit um' allan bæ, þó að þeir væri allir af vilja gerðir. Nú er þess að gæta, að eftirlitsþörfin er mjög misjöfn á hinum einstöku götum. Sumstaðar er þörfin á eft- irliti tiltölulega lítil, að því er umíerðina snertir, en á öðrutn stöðum mjög rnikil. En það þykir því miður vilja brenna við nokk- uð oft, að enginn lögregluþjónn sé sjáanlegur á fjölförnustu göt>- um bæjarins tímunúm saman, Er- lendis ber það vist aldrei við, í bæjum á stærð við Reykjavík, að ekki sé lögregluþjónar jafnan á vakki þar sem umferðin er mest. Og þeir hafa sífelt vakandi auga á umferðinni og láta mikið til sín taka, þegar þeim finst ástæða til. Og fólkið hlýðir þeim, bæði gang- andi fólk og akandi. Hér hlýðir enginn, og mun það mestmegnis stafa af ]>ví, að hér kann enginn «ð skipa fyrir, eða fer þá svo dult neð þann hæfileika sinn, að eng- inn verður hans var. En þetta má ekki svo til ganga. Agaleysið er báskalegt, en ]>að er langoftast afleiðing stjórnleysisins. — Þar sem van-skörungar stjórna fer alt í ólestri. — ^ „Valet“ rakvél gefins. 8 Ef þér kaupið „Valet“ rakcrem, 3 .gg slípól og blað, alls á 3.25, þá fáið 8 þér eina af hinum frægu „Valet“- 8 O rakvélum í kaupbæti. Því verður nú ekki neitað, að umferðiiu hér i bænum er orðin mjög rnikil, en göturnar eru flest- ar þröngar, eins og menn vita. Er því einatt hætt við árekstrum og siysum, enda eru þau nú íarin að aukast ískyggilega mikið, því miður. Ilér ægir öllu saman á fjöl- förnustu götunum : bifreiðum, bif- hjólum, reiðhjólum, riðandi fólki og gangandi. Og sumt af hinum ganganda lýð er ellihrumt fólk og 1/örn á óvita-aldri. Er engi vafi á því, að sumt gamla fólkið kann ckki að umgangast hin nýjuí farar- tæki og vitanlega gildir það sama um börnin. En þau eru oft, svolitlir angar, að hrekjast um göturnar, eiiu síns liðs og án alls eftirlits. Hlaupa Jjessir óvitar oft þvert yfir göturnar, þó að bifreið- ir eða reiðhjól stefni á þau úr tveim áttum í senn, og má í raun réttri merkilegt heita, að slys skuli ekki vera taiklu tíðari, en raun ber vitni. Þá er og ellihrumt fólk og lasburða, sjóndapurt og heyrnarlítið, oft að staulast um þverar götur, þó að voðinni steðji að því úr öllúm áttum. Slíkir veg- farendiur ætti æfinlega að halda sig á gangstéttunum, og þurfi þeir nauðsynlega um þvera götu, ætti ]>eir helst að vera í fylgd með öðr- um eða sæta lagi, ef á m'illi verður um umferðina..En á þessu vill ein- att verða taikill misbrestur. Hinn gamli og góði borgari áttar sig ekki á hraða hinna nýju flutninga- tækja og hugsar auk þess, ef til vill sem svo, að bifreiðirnar sé ekki of góðar til að doka við, rétt á meðan hann smeygi sér fram hjá. En því er nú einmitt þannig háttað, að bifreiðir geta ekki numið staðar alt í éinu. Þær verða jafnan að hafa nokkurt svigrúm1 til þess. Eg býst nú tæplega við þvi, að bægt verði fyrst um sinnl að koma við nægilegu eftirliti á öll- um götum borga^innar. Til þess þvrfti sæg eftirlitstaanna. — En sennilega væri ekki frágangssök, að haga bifreiðaumferðinni nokk- tvð á annan veg, en nú er gert. — Mér ííefir skilist svo, sem ekki ætti að vera ókleift með öllu, að l>ægj a vöruf lutninga-bif reiðunum að ntiklu leyti frá sumum aðalgöt- unuta. Þetta mun að vísu órann- sakað mál, eit mér þykir sennilegt, að nokkuð mætti taktaarka vöru- flutninga á bifreiðunt um sumar höfuðgöturnar, án tilfinnanlegra óþæginda fyrir ökumenn eða aðra. Það mun óvíða tíðkast í borgunt erlendis, að vöruflutningabifreiðir þeytist aftur og fram um aðal- strætin. Þeint farartækjum er yf- irlejtt beint inn á þær götur, ]>ar sem úmferðin af gangandi fólki er minni. En korni það ]>ó fyrir, að flutningatæki þessi fari um mann- flestu strætin, þá fara þau alla- jafna hægt og gætilega.* En eg liygg, að ekki verði með sanlni sagt, að vöruflutningabifreiðir fari æfinlega gætilega hér um göturn- ar..— Og sama má að vísu segja um mannflutningabifreiðirnar sum- ar. En þó finst mér eins og öllu meira beri á hraða og gauragangi flutniingabifreiðanna að öllumjafn- aði. Annars er ]>að eftirtektar- vert hér í þessum bæ, þar sem all- ir fara i hægðum sínúm, jjegar þeir eru gangandi á ferð, hversu mjög þeir þurfa að hraða sér, er þeir taka sér fari í bifreið. Þá er eins og allir eigi lífið að leysa og þurfi að bruna áfram i loftinu, þó að þeir lötri oftast í hægðum sín- um, er þeir nota „tvo jafnfljóta". Að lokum vildi eg mega vekja athygli á því, áð bannað mun hafa verið að aka bifreiðum uni nokkr- ar tilteknar götur hér í bæ, þær er þröngar eru umferðar og gang- stéttalausar. Veit eg ekki til, að ]>að bann hafi verið úr gildi num- ið, enda þykir mér næsta ólíklegt, að það hafi verið gert. En sé það enn í gildi, þá er því ekki hlýtt. Það er áreiðanlega brotið dags daglega. —- Sá eg síðast í gær, að

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.