Vísir - 05.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.11.1928, Blaðsíða 2
VIS IK yRmnm iOlseni C Höfum til: Gúmmíteygj up. Pappípspoka, ýmsap stærðlr. W. C. pappfp. SKð-ÚTSAL Til rýmingar fyrir Jólavörunum, seljunt víð í dag og á morgun fjölda margar skó-teg- undir, sem lítið er af, fyrir alt að hálfvirði. T. d. Kven-götuskó frá 5.90 parið. Barna og únglingaskó af ýmsu tæi fyrír gjafverð. Smábarnastígvél 90 aura paríð. Strigaskó. Leður- sandala 4C—45 afaródýrt, og ótal margt fleira. Samtímis gefum við 10% af öllum öðrum skófatnaði. Svo sem Karlmannaskófatnaði alls konar. Okkar ágætu og hlýju Flókaskóm, Skóhlífum, Bama og nnglinga Gúmmístíg- vélum o. fl. SKÓVERSLUN B. STEFANSSONAR, Laugaveg 22 A. Símskeyti —o— Kliöfn, 4. nóv. FB. Úrslit bæjarstjórnakosninga í Englandi. Frá London er símað til Bitzau-fréttastofunnar, að við sveita og bæjarstjórnarkosning- arnai- í Englandi og Wales hafi íhaldsmenn tapað 160 sætum, óliáðir 30, en verkamenn unnið 188 sæti, en liberalir 2. Ramsey ftlacDonald, fyrverandi forsæt- isráðherra í Bretlandi, verka- mannaleiðtoginn, álítur kosn- iiigaurslitin vott þess, að íhalds- tnenn muni tapa við næstu jnngkosningar. íhaldsmenn álita hinsvegar kosningarnar óáreið- anlegan mælikvarða viðvikjandi |>ingkosningum J>eim, sem fram fara á næsta ári. Kosningahorfur í Bandaríkjun- um. Frá Washington D. C. er sím- að: Bæði demokratar og repu- blikanir telja sér sigurinn vís- an í forsetakosningunum. Aðal- stjórn demokrataflokksins seg- ist búast við >vi, að Smith fái rúmiega helming kjörmanna atlcvæða, líklega 268 (af 531). Hlutfallið á milli Hoover og Smiths við véðmálin i gær var þrír móti einum. (Fyrir nokkru var símáð, að það væri fimm móti einum). Bendir það á ypx- andi fylgi Smiths. Bratianu beiðist lausnar. Frá Bukarest er símað: Brat- ianu-stjórnin hefir beðist lausn- ar, vegna erfiðleika i sambandi við verðfestinguna, samkvæmt opinberri tilkynning. — Búast menn við, að bændaforinginn Maniu myndi stjórn. Leikhús hrynur. Frá París er simað'Næstum því fullgert sex hæða leikhús hrundi hér í fyrrakveld. Ekkert manntjón, enda voru verka- mennirnir farnir heim. Norrænar fornmenjar í Rúss- landi. Frá Leningrad er símað: Rússneskir vísindamenn hafa grafið upp'dys við Ladogavatn- ið og fundið þar ýmsa muni, sem sýna, að norrænir vikingar hafa haft þar aðsetur á 10. ogll. | öld. Á meðal annars fundust arabiskar myntir i dysinni, sem sýna, að viðskifti liafa farið fram á milli norrænna manna og Araba. (Ladogavatnið er í Rússlandi og Finnlandi. pað er 18130 fer- km., þar af í Finnlandi 8000 fer- km.). ' Etna tekin að gjósa. Frá Rómaborg er simað: Etna byrjaði að gjósa i fyrrakvöld. Gosið stóð að eins yfir nokkrar klukkustundir. Hraunstraumur- inn staðnæmdist 50 km. frá eld- í gígnum. í gærmbrgun varð aft- ur allmikið eldgos og ultu liraunstraumarnir niður fjallið. Hjalmar Falk Iátinn. Fi'á Osló er símað: Hjalmar Falk, prófessor í málfræði, er látinn. (Hjalmar Sejerstcd Falk var f. 1859 á Hamri. Varð cand. nxag. 1882 og dr. phil. 1888 fyr- ir ritgerð sína „Die nornina agents in der altnord. Sprache," Varð prófessor 1897 og Ixafði á lxendi þýskukenslu við háskólann Hann samdi ýmsar ritgerðir, t. d. í „Árkiv for Nordisk Filologi, og bækur um málfræðileg og söguleg efni, t. d. „Altnordi- sches Seewesen (1912), „Sólar- ljóð“ (1914) o. fl. Utan af landL --X— Sev&isfirSi, 4. nóv., F.B. Maður hverfur. Á föstudagskveld um kl. 6, þ. 26. okt., flutti Einar Jónsson versl- unarmaður mann í laád frá botn- vörpungnum Hortensia, er lá úti á höfninni, skamt frá landi. Einar sneri þegar til skips aftur og hefir sí’San ekkert til hans spurst. Logn var og ládeyða, en myrkt loft. Lög- reglustióri lét hefja leit meS 1 ströndinni beggja megin fjarðar- ins og slæða meðfram bryggjum og um höfnina, en alt var það an (irangurs. Einnig yfirheyrði lög- reglustjóri nokkra menn, er voru við vinnu á bryggiunni, en þeir gátu engar markveröar upplýsing- ar gefið í málinu. Báturinn fanst um kl. 9 um kveídiS þennan sama dag, skamt frá landi, mannlaus og áralaus. Fangalinan gerð upp. Tíðarfar. FlagstæS veðurátta. Marautt i bygð/FölvaíS á fjöllum. Kýr ganga enn á beit. Siglufiröi. 4. nóv., F.B. Bryggjuvígsla. Hafnarlxryggján var vigS i dag og hófst vígsluathöfnin um leiS og e.s. Brúarfoss rendi aS henni. Ræðuhöld fóru fram og söngur. Vígsluræ'Suna hélt G. Hannesson, hæjarfógeti og sungiS á eftir nýort bryggjukvæSi. Fyrir minni Siglu- fjarSar talaSi GuSmundur Skarp- liéSinsson og fyrir minni Islands Þormó'Sur Eyjólfsson konsúll. Þa mælti G. Hannessen fyrir minni Eimskipafélags íslaods og var nýtt kvæði til félagsíns sungiS á eítir. Þá mintist skipstjórinn á Brúarfoss SiglufjarSar. Mörg hundruS manna voru viSstaddir vigsluathöfnina og almenn gleSi yfir aS hafa fengiS þessa miklu hafnarbót. Bryggjan hefír kostaS i:m 300.000 krónur. Ágætis fiskafli. VeSrátta góS. Frh. Keinur þá að einstökuiii at- riðum í aðfinningum Iléðins. 1. Hann virðist ætlast til þess, að skattstjóri skoði eða láti skoða alment bækur þeirra gjaldþegna, sem bóklialds- skyldir eru, til þess að sann- reyna, hvort framtöl komi heim við bækur. ÞaS virðist sjálfsögð regla, að hafa sams- konar aðferð við þessa gjald- endur og aðra: Ef eittlivað þarfnast skýringar í framtali. þá að láta þá vita um það og láta þá gefa skýringar og leið- réttingar. Það, að þeir eru bók- haldsskyldir, gerir þá ekkei’t grunsamari en aðra.menn. Þeir sem á annað horð liafa glögt bókhald og gott, iiiunu eigi hætta sér út i það, að láta framtöl sin vera í ósamræmi við bækur sinar. En liinir, sem óáreiðanlegt eða ekkert bók- liald hafa, sýna það tiðast með því að framtöl þeirra eru ó- glögg og litt skilj anleg, og full- nægjandi skýringar ekki feng- ist, enda liefir þá oft orðið að áætla þeim skatt, einkum fyrsta árið. En framkvæmd skattalaganna hefir annars mjög bætt bókhald manna, svo að nú munu flestir kaupmenn hér hafa kornið á hjá sér sæmi- legu bóklialdi. Annars liefir skattstjóri.í nokkrum tilfellum látið aðilja sýna bækur sínar, að gefnu tilefni, og liafa þær ' á komið heim við framtölin. Yfirskattanefnd hefir fylgt al- veg sömu reglu sem skattstjóri í þessu efni. Hún hefir ekki fundið ástæðu til að með-. liöndla bókhaldsskylda m.enn alment öðruvísi en aðra gjald- þegna. Og eþki mun það heldur vcra venja annarstaðar hér á landi ne erlendis, að elta bókhaldsskylda menn sérstaklega með tortrygni út af framtölum. Enn skal geta þess, að mikill þorri kaupmanna og atvinnu- rekenda liér i hæ lætur sérkunn- áttumenn halda bækur fyrir sig og gera framtöl eftir bókum ÍWSÍCÍíOOOOÍStSSJSSÍÍÍXKÍOOÍSOOOÍSÍX Amerís' ir Stálskautar, lægst verð. SportYöruMs Roykjavíkur. (Emar Björnsson) Bankastr. 11. Sími 1053. soootstsotsotxxstxsitstsssotsoootsoot sínum. Og er aukin trygging fólgin þar i fyrir samræmi milli bóka og framtals. 2. H. V. talar um fasteigna- framtölin. Honum þykir fast- eignir Iágt metnar, en er þar svo sanngjarn, að liann kennir skattstjóra ekki um það, og skal því ekki frekar farið út i það mál. 3. Héðinn hneykslast á þvi, að menn meii sjálfir húsgögn sin til skatts. Fjármálaráðlierr- ar þeir, sem verið liafa siðan skattálögin komu í framkvæmd, hafa enga skipun gert á um virðingu á innanstokksmunum. Skattstjóri eða yfirskattanefnd liafa enga heimild til að skipa virðingarmenn i því skyni. Ef virða á hjá einum, þá bæri að gera það h j á öllum. Til þess þyrf ti sérkunnáttu, sem skattstjóri eða skattanenfndir hafa auðvitað ekki. pað stoðar elcki að visa til þess, að vátryggingarupþhæð megi leggja til grundvallar. Sumir vátryggja fyrst og fremst alls ekki, aðrir alt of lágt og aðrir miklu hærra en söluverði munanna nemi. En við áætlað söluverð á að miða, eftir slcatta- reglugjörðinni. Ilvergi á jarðriki munu virð- ingarmenn nú skipaðir til að meta koppa og kirnur manna til skatts, nema ef það verður gert á íslandi. Ekki liefír yfirskattanefnd at- htigað neitt um þetta atriði áður ,svo að eg viti til. 4. Verðbréf liafa yfírleitt ver- ið metin eftir gangverði, ef þa5 er til, en annars eftir því, sem telja má þau vera verð eftir reikningum félaga þeirra eða fyrirtækja, sem bréfin veita hlutdéild i. Annars gætir Iítt eignar manna, að fáeinum mönnum undanskildum, í liluta- félögum. Og þar sem það skift- ir nokkru rnáli, þá liefir verið reynt að komast sem næst þvi, er ætla mætti verðmæti bréfs- ins eftir reikningum viðkom- andi félags. 5. Vörubirgðir talar Héðinn úm. Hann vill Iáta Skattstofuna telja vörur káupmanna hér í bænum ög gæta þess, að þær séu taldar með innkaupsverði. Ef nokkurt gagn ætti að vera i slikri ráðstöfun, þá yrði að t'el'já vörumar í lok hvers reikningsárs hjá hverjum ein- um. Annars væri lítið gagn í þvi. Og nú má Iiver, sem það getur, fá menn til að telja vörubirgðir all’ra kaupmanna, hakara, út- gerðarmanna o. s. frv. um allan hæ um áramótin, þvi að þá yrði að gera þetta. Væri slíkt ófram- kvæmanlegt og auðvitað livergi gert. Hins þarf að gæta, að samskonár verð sé jafnan sett á vöruleifar frá ári til árs hjá hverjum vörueiganda, svo að rétt verði eign og réttur verði talinn brúttóhagnáður á liverju ári. Sá, er færir niður vöru- hirgðir sinar eitt ár meira en annað, getur þó búist við að hagnaður hans verði reiknings- lega meiri næsta ár en ella, og á þvi á hættu, að greiða of háan skatt og hærri en ef hann hefði haft samskonar mat á vörum sínum þetta ár og liin. Ilætta á því að menn lialdi eigi sams- konar verðlagi á vöruleifum sin- um frá ári til árs, er þvi eigi mikil. 6. pá talar Héðinn um skuldaliði framtalanna. Vill hann láta menn sundurliða veð- skuldir sínar, meira en gert er. Tekjii- og eignarskattiir í Reykjavík. Athugasemdir ?ið greinar Héðins Valdimarssenar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.