Vísir - 07.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 07.11.1928, Blaðsíða 2
VtSIR )MflTHnN*OLSÐ<C Höfum til: Gúmmíteygjup* Pappírspoka, ýmsar stærðtr. We C. peppíp, Símskeyti Khöfn, Forsetakosningari nóv.-F. B. •. Kollhríð- m. Frá New York er símað: Albert Smith og Herbert Hoover héldu síðustu kosninga- ræður sínar í gærkvdldi. Var þeim útvarpað. Smith beindi aðallega orðum sínum til bænd- anna í vesurrikjUnum, en Hoover hélt ópólitíska ræðu og skoraði á kjósendur að fjöl-t( menna til kosninganna. Veður- horfur eru góðar viðast hvar i Bandaríkjunum. Urslit forseta- kosningarinnar eru væntan- leg einhvern tíma' í nótt í nokk- urura rikjum, en fullnaðarúr- slit í fyrsta lagi á morgun síð- degis. Búist er við, að 7 milj. fleiri atkvæði verði greidd en við forsetakosninguna 1924. Er talið erfiðara að spá nokkru um urslit þessarar kosningar en nokkurrar annarar f orsetakosn- ingar, sem haldin hefir verið i Bandaríkjunum. — Samfara forsetakosningunni fara fram kosningar UI fulltrúadeildar jþjóðþingsins og þriðjungs öld- ungadeildar þjóðþingsins. Auk þess fara fram ríkisstjóra- kosningar í 34 ríkjum. Deilur í Frakklandi. Poincare á í vök að verjast. Radikali flokkurinn hélt landsfund í bænum Angers. Vinstri hluti flokksin* undir forystu Cailleux réðst á stefnu Poincarest j órnarinnar, einkan- lega viðvikjandi kirkjumálum, hermálum og skattamálum. Herriot tók svari stjórnarinnar viðvikjandi tillögunum um trú- boðafélögin og reyndi að af stýra því, að krafa um að radikölu ráðherrarnír segði af sér, næði fram að ganga. Fundurinn feldi tillögu um, að radikölu ráðherrarnir gengi þegar úr Poincarestjórninni, en sam- jþykti kröfu um, að Poincare kallaði aftur tillöguna viðvíkj- andi trúboðafélögunum. Enn- fremur krafðistfundurinnlækk- unar herkostnaðar, að skatta- löggjöfin yrði gerð réttlátari og að stjórnin viðurkenni öll stéttafélög, einnig félög em- bættismanna ríkisins. Fundur- inn ákvað, að 'radikalir megi ekki sitja i stjórn sem fram- kvæmi ekki þessar kröfur. Po- incare getur vafalaust ekki fallist á kröfurnar. Etnu-gosið magnast. Frá Mílanó er símað: Etnu- gosið ágerist. Hraunstraumar hafa eyðilagt skóga og vín- garða og 72 hús. Nálgast hraun- flóðio nú Mascali(?) Ibúarnir í bæjunum i nánd við eldfjall- ið flýja frá heimilum sínum. Fögnuður út af heimkomu Zeppelins greifa. Frá Berlin er símað: Graf Zeppelin kom hingað i gær og var tekið með miklum fögn- uði. Rikisstjórnin gekst fyrir opinberum hátíðahöldum. Dr. Eckener og skipshöfnin gengu fyrir Hindenburg. Stjórn Ungverja og Bernard Shaw. Fávíslegt tiltæki. Frá Budapest er símað: Stjórnin í Ungverjalandi hefir bannað að sýna leikrit Bernards Shaw i Ungverjalandi. Orsök bannfæringarinnar á leikritum hans er sú, að hann sagði í bréfi til rithöfundar nokkurs i Tékkó-slovakíu, að hann vildi heldur vera Ungverji búsettur í Tékkó-slóvakíu, en Tékkó- slovaki búsettur í Ungverja- landi. Poincaré beiðist lausnar. Khöfn, 6. nóv., kl. 17,25. F. B. Frá París er símað: Poincare- stjórnin hefir beðist lausnar. Nánara ókomið. Utan af landi. Seyðisfirði, 6. nóv. F. B. Eldur í togara. I gærmorgun kl. 8 kom hing- að botnvörpungurinn Syrina frá Hull nr. 122 með allalvarleg- an eld í kolarúminu, er kviknað hafði við gasmyndun. Skips- höfnin hafði orðið eldsins vör á sunnudagsmorgun. Slökkvi- liðinu tókst á 5 klukkustundum að slökkva eldinn og hjálpaði þar til tiltölulega hagstæð að- etaða. Öll kolin verða losuð úr botnvörpungnum, en hann tek- ur Önnur kol. Samskonar tilfelli kom fyrir 25. sept. s. 1. pá kom hingað togarinn Nylghau frá Grimsby með allmagnaðan eld í kola- rúminu, er kviknað hafði á sama hátt. pau kol voru einnig losuð hér, og skipið fekk sér önnur kol til heimferðarinnar. — Er þetta athugunarvert ís- lenskum botnvörpungum. Afli á suðurfjörðunum 4—7 skpd. á bát. Os»dasafg& Andrésar G. pormar. I Morgunblaðinu á sunnudag- inn bírtist orðasafn mikið eftir Andrés G. pormar, sem á að vera svar við grein minni í Vísi 23. og 24. f. m. um Leikfélagið og öfundarmenn þess. pessi grein pormars á fullkomlega sammerkt við bina fyrri rit- smíð hans, að þvi leyti, að hún er botnlaus elgur, ívafinn órök- studdum sleggjudómum og sár- yrðum um Leikfélagið. pað er í raun og veru óvinn- andi verk, að svara slíkum rit- smíö'um orði til orðs, og veit eg ekki, hvort eg hefði nokkuð átt við það, ef höfundurinn hefði ekki boríð mér á brýn að eg hafi í grein minni bygt aðallega á tveim ósannindum. Önnur þess- ara „ósanninda" munu eiga að vera þau, að hann (A. G. p.) hafi gert itrekaðar tilraunir til þess að fá Leikfélagið til að leika leikrit hans „Dóma". Hann segir sjálfur frá þvi, að hann hafi sent frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikritið áður en það var prentað. Mér skilst - að bann muni hafa gert það i því skyni, að fá Leikfélagið til að leika það. Ennfremur segir hann frá því, að frú Guðrún Ind- riðadóttir hafi sagt sér, að Leik- félaginu væri ekki kleift að sýna „Dóma" af f járhagsástæð- um. Mér skilst, að frá G. I. muni hafa sagt honum þetta i tilefni af því, að hann hafi spurt hana, hvort hún ætlaði að láta Leikfélagið leika leikritið. Er hér því alveg ótvírætt um að ræða „ítrekaðar tilraunir" til þess, að fá leikritið leikið. priðju tilraunina játar A. p. ekki berum orðum, en getur þess, að hann hafi séð þess get- ið i blaði, að „Dómar" væru meðal þeirra Ieikrita, er í ráði hafi verið að leika, þegar Krist- ján Albertson var leiðbeinandi Leikfélagsins. Hann getur þess ekki, að hann hafi átt tal um þetta við K. A., svo handgeng- inn sem hann þó var honum! En hvað sem því líður, þá er augljóst, að hann hefir gert itrekaðar tilraunir til að fá ..Dóma" leikna, bg er þá sýnt, að ásökun hans í minn garð út af þessu er fram sett gegn betri vitund. — pað er alveg þýðing- arlaust sem A. p. segir nú um það, að hann vilji ekki láta Leik- félagið leika „Dóma". pað kannast enginn við, að hann hafi látið þau orð falla „vetur- inn 1926", en allir kannasi við söguna um vínberin, sem voru orðin Súr. pá segir A. p., að það s'é ó- fyrirgefanlegt, hvernig eg 'aafi „umhverft sannleikanum" í frá- sögninni um tilboð Guðm. Kamban til Leikfélagsins. Eg hefi áður gert grein fyrir þessu atriði og er reiðubúinn að ræða það ítarlegar við G. K., ef hann vill. Öðru finn eg ekki ástæðu til að svara A. p. um það. En eg skal nú, úr því að eg er byrj- aður á því aðsvara A. G. ]>., víkja nokkurum orðum að vörn hans að öðru leyti. Hann viðurkennir, að hann hafi haldið því fram, að Leik- félagið hafi sýnt hæfileikaskort í vali leikrita hin síðari ár. En síðan segir hann, að eg birti „langan og glæsilegan lista yfir leikrit", sem sýnd hafi verið. par með skilst mér, að hann hafi óviljandi kingt þessari fyrstu ásökun sinni, þvi að með þvi er viðurkent, að Leikfélag- ið hafi þessi ár sýnt mörg glæsileg skáldverk. Á móti þessum langa lista yfir elæsileg skáldverk „teflir" hann svo 5—6 leikritum frá næstu árum á undan. Sum þeirra kann hann ekki að nefna („Hermennirnir" á Hálogalandi), en önnur munu flestir telja vafasöm að listgildi. Auðvitað hefði mátt telja miklu fleiri góð skáldverk, sem Leik- félagið hefir sýnt á fyrri árum, en dæmi A. G. p. sýna aðeins algerða uppgjöf hans við það, að finna að leikritavalinu síð- ustu árin. Léttvægir gamanleik- ir hafa einaít verið sýndir hér innanum og munu vera sýndir jafnvel í bestu leikhúsum um heim allan. pá eru leikkraftarnir. por- mar segir, að þeim hafi hrakað svo, að félagið sé ekki fært um. að sýna þessi ágætu skáldverk, sem eg hafi lalið upp. Með því vill hann lika réttlæta dóm sinn um leikritavalið. En þar er um tvær alveg sjálfstæðar ásakanir að ræða. Leikritaval getur verið gott, þö að leikendur séu léleg- ir. Lélegir leikendur geta yfir- leitt ekki leikið neitt vel. — En dómur pormars um leikendur og leikstarfsemi frlagsins vfir- leitt er á engu betri rökum reistur en aðrir sleggiudómar hans. Hann viðurkennir, að dómur Einars Kvaran, um „Glugga", sem eg sagði frá, hafi verið verðskuldaður, að aldrei hafi sést vankantalausari leikur hér á landi, að það sé mest að þakka leiðbeinaranum og að hann eigi mikla sæmd skilið fyrir starf sitt. A. G. p. bætir meira að segja við annari leik- sýningu („Á útleið"), sem hann telur að tekist hafi engu síður, og mér er nær að halda, að þær gæti orðið fleiri, ef þær aðeins eru ekki yngri en frá árinu 1925—26. — En leikdómar frá þvi ári gilda ekki nú, segir A. G. p. Og það er að vissu leyti r^tt. En hyggur þá pormar, að leiðbeinarinn og aðrir þeir leik- endur, sem eru þeir sömu nú eins og þá, og þá áttu skilið þessa dóma, geti nú verið orðn- ir svo gersneyddir leiðbeinara- og leikhæfileikum, að dómur hans um þá nú geti verið á f iill. ur rökum reistíir, Eg geri ráð fyrir þvi, að pormar sjái það hvorkí né skilji, að sá dómur Guðmundar Kambans, sem hann birtir í grein sinni, getur með engu móti samrýmst dóm-- um þeirra Einafs H. Kvaran frá árinu á undan. En annaðhvort er dómur G. K. rangur eða þá að dómarnir um „Glugga" ög „A útleið" eru rangir, þvi að G. K. heldur þvi fram, að leik- endur Leikfél. bresti þau grund- vallarskilyrðí, sem þurfi til þess að geta leikið sómasamlega, og þau skilyrði gátu þeir ekki haf t árið 1925, og verið búnir að Ðansskóli Sig. QuÍÉiiimdssonar. Dansæfing, sem átti að vera i kveld, verður annað kveld (fimtudagskveld) á sama tíma, á Skólavörðustig 3. missa þau 1926. — En A. G. p. veit það ofur vel, að dómur G. K. var innblásinn af f jandskap til Leikf'laffsins og leiðbeinara þess og þess vegna hrein mark- leysa. A. G. p. hafði haldið því fram, að bestu og vinsælustu leikend- ur Leikfélagsins hefðu „tínst frá því" og „dregið sig í hlé" síðustu árin. pessu reynir hann nú að finna stað með því að gefa í skyn, að Friðfinnur Guð- jónsson, Óskar Borg og ungfrú Svanhildur porsteinsdóttir hafi þannig horfið úr leikendahópn- um — þessi árin. Friðfinnur, sem ávalt hefir verið hinn vin- sælasti leikari, hefir sem betur fer ekki dregið sig i hlé eða tinst fra félaginu enn þá. Hann er enn í stjórn félagsins, eins og hann hefir verið i mörg ár; hann lék í síðasta leiknum, sem leik- inn var s.l. ár og eg hygg að hann muni einnig leika fram- vegis. Svanhildur porsteinsdótt- ir hefir aldrei verið fastur leik- andi, að eins Ieikið nokkur hlut- verk, við og við, en mun aldrei hafa viljað gefa sig við leiklist a'ð staðaldri. Óskar Borg er vafalaust réttmætt af pormari að telja meðal vinsælla leikenda félagsins, enda ber hann sem leikari mikinn svip af föður sínum. Hann hefir engan þátt tekið i leikstarfsemi félagsins síðustu þrjú árin, en að sjálfs hans sögn er það af þvi, að hann er að búa sig undir að ljúka prófi í lögfræði við Háskólann, enda innritaðist hann til prófs á s. 1. vori, þó að ekki yrði úr því þá, að hann gengi undir prófið. pað stendur þannig enn óhrakið, að enginn af leikend- um félagsins hafi dregið sig í hlé eða tínst frá því síðustu þrjú árin, af þeim sökum, sem A. G. pormar vildi vera láta. Og enn hefir félagið öllum hinum sömu leikkröftum á að skipa, sem A. G. pormar telur að hafi verðskuldaðhinalofsam- legu dóma E. H. K. og annara leikdómenda, um „Glugga", „Á útleið" pg jafn vel fleiri leik- sýninga frá árinu 1925—^26, nema Ágústi Kvaran. En það skal fúslega játað, að félagið misti mikið,erhannfluttihéðan. En jafnvel þó'að það skarð hafi ekki verið fylt enn, þá réttlætir það engan veginn hina fjand- samlegu dóma sem Leikfélagið verður nú fyrir af hálfu A. G. p. og annara, sem af sérstökum ástæðum hafá orðið ósáttir við það síðustu tvö árin. — En ein- stök órökstudd ummæli slíkra manna er ógerningur að eltast við. • Jakob Möller.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.