Vísir - 10.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.11.1928, Blaðsíða 2
VISIK Hðfum til: Bætingsduft, pisar teg, Gepduftið „Backin", Kökndropa, Cerebos bovðsalt í dósum. Símskeyti Khöfn, 9. rióy. FB. Frá forsetakosningunum. Fra New York borg er símað: Endanlegar atkvæðatölur- kosn- inganna eru enn ókomnar. Hoover hefir sennilega fengið 22 miljónir atkvæða, en Smith 18 miljónir. Kjörmannaatkvæð- in falla sennilega eins og frá var skýrt í skeytinu i gær. Hin mörgu kjörmannaatkvæði, sem Hoover fær grundvallast á því, að það forsetaefnið, sem hefir meiri hluta atkvæða í einstöku ríki, fær öll kjörmannaatkvæði þess ríkis. pannig hefir Hoover t. d. fengið 45 kjörmannaat- kvæði New York ríkis, þótt Smith hefði þar 2 milj. atkvæða. (Hoover fekk þar 2 milj. og 100 þús. atkv.). Hoover fær fleiri kjörmannaatkvæði en nokkurt fo'rsetaefni hefir fengið hingað til, en þótt Smith hafi færri kjörmannaafkvæði en nokkurt forsetaefni áður, þá hefir hann fengið fleiri kjósendaatkvæði en nokkurt forsetaefni demokrata hefir * nokkurn tíma fengið. Kjósendaatkvæðatala demo- krata hefir aukist meira en kjós- endaatkvæðatala republikana. Meiri hluta hafði Smith í átta ríkjum, nefnilega: Alabama, Arkansas, Georgia, Luisiana, Missisippi, South Carolina, Mas- sachusetts og Rhode Island. Hoover (republikanir) hefir fengið að minsta kosti 255 af 435 þingsætum í fulltrúadeild þjóðþingsins og 54 af 9(5 í öld- ungadeild þjóðþingsins. Úrslit kosninganna hafa valdið all- mikilli verðhækkun í kauphöll- inni. Enn þá er erfitt að spá um afleiðingarnar af úrslitum kosninganna. Sennilegt er talið, að Hoover bjóði Borah, öld- ungadeildarþingmanni, utanrík- ismálaráðherrastöðurfa, en vafa- samt hvort Borah þiggur boðið. Morrow, sendiherra Bandarikj- anna í Mexico, er annars talinn líklegaslur utanríkismálarað- herra. Búist er við, að Mellon verði áfram fjármálaráðherra og Thedore Roosevelt (elsti son- ur Roosevelt heitins forseta) flotamálaráðherra, og loks að ein kona, Mrs. Willebrandt, fái sæti í stjórninni. Frá London er símað: Bresk .blöð óska Hoover til hamingju, en minnast samtímis ágætra hæfileika Alberts Smith. Minn- ast blöðin með þakklæti hjáíp- arstarfsemi Hoovers í Evrópu á heimsstyrjaldarárunum og ár- unum þar á eftir. Benda blöðin á það, að það sé mikils um vert, hve kunnugur Hoover sé högum þjóðanna í Evrópu, hafi langt um meiri þekkingu til brunns að bera á þvi sviði, held- ur en fyrirrennarar hans og vænta þess vegna, að hann verði liðlegri í samningum um ófriðarskuldirnar, en samt er alment búist við þvi, að Hoover muni fylgja utanríkismála- stefnu Calvins Coolidge ó- breyttri, en afleiðing hennar sé: háir verndartollar, hörð versl- unarsamkepni við England og unnið að því, að herskipafloti Bandaríkjanna verði jafnoki breska flotans og loks, að eng- ar ófriðarskuldir verði gefnar ef tir. Khöfn, 10. nóv. FB. Hermál Frakka og Breta. Frá London er símað: Á fundi í efri málstofunni hefir Thom- són lávarður áskað eftir upp- lýsingum viðvíkjandi tilslökun- um Breta til Frakka viðvíkjandi leyfum til ótakmarkaðra kaf- bátabygginga og áformi því, að takmörkun landhers snerti ekki varaliðið. Cushendún lávarður svaraði pví, að frakknesk-breska flota- samþyktin væri úr sögunni. Bretland væri þess vegna hvorki bundið við tilslakanir viðvíkj- andi flotunum né varaliðinu, en hinsVegar sé ólíklegt, að Bret- land afturkalli lilslakanir við- víkjandi varaliðinu, þar eð öll ríkin á meginlandi Evrópu séu sammála Frakklandi þeim mál- um viðvíkjandi, og væri því mótspyrna Breta þýðingarlaus Loks kvað Cushendun stjórnina í Bretlandi vera að athuga hvort líkur séu fyrir því, að bresk- amerísk samningatilraun xxia að takmarka heildarstærð flot- anna geti hepnast. Stjórnarskiftin í Frakklandi. Frá París er símað: Poincaré lýsti þvi yfir í gær, að hann vilji að eins.mynda samsteypustjórn með þátttöku sömu flokka og áður, en er hins vegar óf áanleg- ur til þess að fallast á kröfur radikala landsfundarins. pess vegna er ósennilegt að radikali flokkurinn vilji styðja þess kon- ar stjórnarmyndun, þótt sumir radikalir séu hlyntir þeirii úr- lausn. Líkur eru því ekki fyrir því, að Poincaré taki að sér að mynda stjórn. Frá Pólverjum. Frá, Königsberg er símað: Nýrri ráðstefnu á rhilli Pólverja I caíí 99 fer héðan á miðvikudagskveld, 14. nóvember, kl. 8, austur og norður um land. Vörur afhendist á mánudag eða fyrir hádegi á þriðjudag, og farseðlar óskast sóttir á þriðju- dag. og Lithauenbúa út af deilumál- um þessara ríkja er lokið, án þess hún bæri nokkurn árangur. Látinn söngmaður. Frá Rómaborg er siraað: Söngmaðurinn Battistini er lát- inn. Nýr kirkjugarðor. Eins og menn vita, er kirkju- garðurinn í Reykjavík að verða of lítill. Hann var stækkaður til mikilla muna fyrir rúmum 10 árum og var þá víst búist við, að sú stækkun mundi duga all- lengi, en reyndin hefir orðið sú, að garðurinn, eða hinn nýí bluti hans, er nú meira en að íiálfu leyti tekinn í fulla notkun. Er þvi bersýnilegt, að hann muni ekki endast önnur 10 árin. Sumum mun hafa dottið í hug, að láta nú úr þessu fara að nota eldri hluta garðsins af nýju. En væntanlega fær sú skoðun lítinn byr. Margir hlynna enn að legstöðum löngu dáinna vina sinna og vanda- manna og mundu kunna þvi illa, ef farið væri að hrófla við gröfum þeirra. Og til og frá um allan gamla garðinn eru ný- leg leiði, þar sem jarðsett hefir verið í fornum ættargrafreitum. pað virðist því ekki tiltækilegt, að taka ncinn hluta gamla kirkjugarðsins til endurnotkun- ar fyrst um sinn, og best fynd- ist mér og æskilegást, að aldrei yrði við honum hróflað. En eitthvað verður að gera. Bærinn verður að koma sér upp nýjum garði hið allra fyrsta. — Sóknarnefndin eða sóknar nefndirnar munu hafa hugsað um þetta mál á undanförnum árum, en el:ki fundið neinn til- tækilegan stað her í bænum eða í næsta námunda við bæinn. Einhverju sinni mun hafa kom- ið fram tillaga um það, að fá nýtt garðstæði einhvers staðar á Seltjarnarriesinu, en líklega hafa þótt vera á því einhverjir annmarkar, og vist er um það, að Iítt hefir þeirri tillögu verið í'Iíkað nú upp á síðkastið. s Mér er nú ekki kunnugt um, hvort kirkjumálastjórnin og sóknarnefndirnar muni vera komnar að nokkurri niðurstöðu um land lianda hinum nýja Lucana Nf. 1 Virginia. 20 sík. 1. krúna kirkjugarði, en kvisast hefir, að komið hafi til orða, að ætla honum stað suður í Fossvogi vestan megin vegarins, við vog- inn norðanverðan. Tel eg vafa- laust, að Jbar sé afbi-agðs garð- stæði í sj'álfu sór, en gallinn er sá, að það er óf langt frá bæn- um, svo langt, að tæplega get- ur komið til mála, að velja garð- inum stað þar syðra, nema því að eins, að ómögulegt reynist að útvega honum stað nær bæn- um. íslendingar hafa haldið þeim fagra sið öldum saman, að fylgja vinum sínum og ættirigj- um til moldar. Einstakar radd- ir háfa að vísu heyst um það, '-essum síðustu og verstu tím- um ræktarleysis og snápsháttar, að sá siður væri óþarfur og ætti að leggjast niður. Eg vona nú samt, að íslendingar hlýði ekki á þær raddir og haldi fast við gamlar og góðar venjur í þessum efnum. En langt mundi það reynast gömlu fólki og elli- beygðu, að fylgja ástvinum sín- um til moldar alla leið suður i Fossvog.Yrði mörgum vafalaust ofraun að ganga þá löngu leið, en dýrt að kaupa bifreiðir til" slikra ferða, ekki síst þeim, sem lítið eiga eða ekkert af þessa heims gæðum, en þann veg er ástatt um margt gamalt fólk, svo sem kunnugt er. pá er og þess að gæta, að flestir eru svo skapi farnir, að þeir vilja hlynna að legstöðum ástvina sinna, sjálfum sér til hugarhægðar og af ræktarsemi við þá, sem í gröfunum hvíla. Væri gárðurinn suður í Foss- vogi, mundi æðimörgum reyn- ast ókleift með öllu, að sinna. legstöðum ástvina sinna, svo sem hugur^þeirra stæði til. — Má nærri geta, að mörgum mundi þykja sárt, að geta ekki litið eftir leiðunum timunum saman. Fer langur tími til þess að ganga suður í Fossvog og heim aftur, enda mega víst fæst- ir af þeim tíma sjá frá dagleg- Um störfum. Hitt mundi mörg- um um megn, að kaupa sér bif- reiðarfar þangað daglega, eða svo oft, sem þá langaði til að Iíta á hinsta hvílurúm ástvina sinna. Að öllu þessu athuguðu virð- ist riíér þvi sem vart geti komið til mála, að garðinum verði fengið land suður í Fossvogi eða á öðrum álíka fjarlægum stað. Og eg vænti þess fastlega, að ekki verði horfið að því ráði, fyrr én þrautreynt hefir verið, hvort ekki sé fáanlegt sæmilegt land nær bænum. Nú hefir mér dottið í hug, hvort ekki mætti fá sæmilegt kirkjugarðsstæði hér á melun- um fyrir sunnan bæinn. Mér skilst, að um tvo sfaði gæti ver- ið að velja. Annar er túnin vest- ur undir Haga, og á eg þar við tún þau, sem eru á hægri hönd, þegar vestur eftir er gengið. Eg veit ekki hverir eiga þau, ea annað túnið er girt með öflug- um grjótgörðum, og er allstórt, en hitt er nokkuru minna. Feng- ist þarna gríðarstórt garðstæði, en ef til vill eru þar klappir í jörðu, svo að nokkurum örðug- leikum væri bundið, að nota landið til þessara hluta. Gera má ráð fyrir, að tún þessi yrðí nokkuð dýr, en ekki væri í það horfandi, ef staðurinn reyndist nothæfur. Hinn staðurinn, sem eg mintist á, er austan íþrótta- vallarins, þ. e. hallinn niður að Vatrismýrinni. pað svæði er stórt og eru matjurtagarðar í einhverjum litlum hluta þess nú sem stendur og tún, er neð- ar dregur. Sennilega er þar ekki grjót í jörðu, svo að neinu nemi. pessi staður liggur mjög vel við sólu, í halla móti austrí, og þarna mundi .verða milcil prýði að fögrum og vel hirtura kirlíjugarði. En líklega gæti garður þarna ekki orðið rétt- hyrndur ferhyrningur, nema

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.