Vísir - 16.11.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 16.11.1928, Blaðsíða 4
V T s 1 K 1450 krónur kosta nú hiá okkur eikar borðstofuhúsgögn, sem samanstanda af: i „Buffet“ með spegli, 6 stólar með niðurfallssetum, i „Anretter“-borð, skápbygt, 2 armstólar —„— 1 Matborð með patent plötum, 1 skápur með spegli og skúffu. Alt eik, bónað. — Stærst úrval af „moderne“ borðstofuhúsgögnum. Svefnherbergishúsgögn fást hvergi fallegri né betri. Stærsta úrval á landinu. Lítið í gluggana og þér munuð dást að úrvalinu. Húsgagnaverslanin við dómkirkjnna. Lægsía verð landsins: Bollapör frá 0.35 — Vatnsglös frá 0.25 — Diskar, gler, frá 0.25 — Spil, stórj frá 0.40 — Skálar, gler, frá 0.35 — Myndarammar 0.50 — Hnífapör, góð, frá 3.00 — Munnhörp- ur frá 0.25 — Teskeiðar, alpacca 0.35 — o. fl. o. fl. ódýrast hja , ■> ɧ|§ ML. IDísi&pssoxi m SVEA-eidspítnr fást í heildsölu hjá Tóbaksversinn íslanðs h. f. HABIÖ 7 lampa LUMOFON, iækifærisverð. SportvöruMs Reykjavíkur. Enskar húfur, manchettskyrt- ur, drengjahúfur, matrósahúf- ur, vetrarhúfur og drengjafata- efni. Góð vara en (klýr. Guðm. B. Vikar. Laugaveg 21. JEpli 8 Jonathans extra fancy q á 70 au. Va kg, 0 Vinbep 8 1.20 Va kg. jjj Appelsími? 0 frá 20 au. stk. B Hvítkál, | Raudkál, 8 Rauðrófup, | Gulrætur, 8 Seilepi, | Purrur. 8 Hrífflnir. I Síml 2400. Alt sesst heim. | TILKYNNmGH| SPEGILSSALAN byrjar kl. 9 í fyrramálið. (438 HÓTEL HEKLÁ. Hljómleikar í veitingasalnum á hverju kveldi. I óskilum, brúnt trippi vet- urgamalt. Mark: óglögt fjöður eða hragð fr. li. Uppl. á lög- regluvarðstofunni. (439 Evenveski með nokkru af peningum týndist í gær. Finn- andi er vinsamlega beðinn að skila því á Hverfisgötu 30, gegn fundarlaunum. (433 Gylt hrjóstnál týndist frá Framnesvegi niður í bæ. Skil- ist á Njálsgötu 20, niðri. (420 Stúdent tékur að sér að lcenna ensku, dönsku, íslensku eða þýsku. Uppl. í síma 484. (430 Unglingsstúlku, ékki yngri en 16 ára, vantar Laugarvatns- skólann, til aðstoðar við eld- hússtörf. Uppl. Ingólfsstræti 5. (422 Stúlka óskar eftir ráðskonu- stöðu eða húsverkum gegn herbergi. Sími 1341, eftir kl. 6. (420 Stúlka óskast, helst að hún, gæli taíað dönsku. Gott kaup. Uppl. Hverfisgötu 69. (418 Stúlka óskast í' vetur á fá- ment sveitaheimili. Má hafa með sér barn. Uppl. á Ilall- veigarstíg 4, eftir kl. 6 síðd. (417 Maður óskar eftir einhvers konar atvinnu fram að jólum. Helgi Andrésson, Kárastíg 8, uppi. (441 Þrifin og geðgóð stúlka ósk- ast í vist. Uppl. á Hverfisgötu 32. Á sama stað fást herbergi fyrir ferðafólk. (440 Hraust og harngóð stúlka óskast í vist strax. Hátt kaup. Uppl. Bankastræti 14 B, niðri, 7—9. (434 Stúlka óskast. Hverfisgötu 60 A, kjallara. (432 Áhyggileg stúlka óskast. A. v. á. (431 Stúlka óskast á gott heimili i Borgarfirði. Má hafa stálpað barn. Uppl. Kárastíg 2. (427 ELLA BJARNASON, Tjarnargötu 162. Sími 1253. Saumar lampaskerma og púða. — Málar pergainentskerma. —- Selur lampaskermagrindur og annað efni í slcerma. (249 Guðm. Sigurðsson, klæðskeri, Hafnarstræti 16. Sími 377. Saumar ódýrast. Fljót af- greiðsía. — Fataefni: Blá, svörf og mislit. — Lægsta verð i borginni. (177 Sólrík stofa með sérinngangi til leigu. Freyjugötu 27 A. (424 Einhleyp stúlka getur feng- ið leigt ódýrt húspláss með annari. Uppl. á Haðarstíg 8. (421 Einhleypur maður óskar eft- ir litlu herhergi með húsgögn- um. A. v. á. (419 1 herhergi og aðgangur að eldunarplássi óskast. Tvent fullorðið í heimili. Uppl. Rán- argötu 28, kjallaranum, (435 Góð íbúð, 3 herbergi og eld- hús óskast 1. febr. n.k. Tilboð merkt: „1. febr.“ sendist Vísi. (1501 Góð stofa til leigu fyrir ein- hleypa. Uppl. í síma 1932. (343 f...KAUPSKAPU]^™1 ÍSLENSK FRÍMERKI keypt * Urbarstig 12. (34 Prjóna silki undirföt: Skyrt- ur, buxur, samfestingar, und- irkjólar, náttkjólar. Fjölbreytt, fallegt og ódýrt úrval. Komið meðan nógu er úr að velja.— Versluríin „Snót“, Vesturgötu 16. (425 Sokkar, úr silki, ull, ísgarni og bómull, ótal góðar og fall- egar tegundir. Versl. „Snót“, Vesturgötu 16. (423 Ágætur lúðuriklingur, rullu- pylsur, hangikjöt, saltkjöt í heilum tunnum og lausri vigt. Best i Ármarinshúð, Njálsgötu 23. Sími 664. (416 Karlmamistreflar og kven- slæður í miklu úrvali, nýkom- ið. Laugaveg 5. (437 Vetrarfrakka-efni. Fallegt úr- vai á Laugaveg 5. (436 ENN VERÐLÆKIvUN ú nýj- um fiski: 16 aura V-a kg, 14 aura V% kg. ef teldn eru 25-—-50 kg. í einu. Einnig þurkaður saltfiskur og upp úr stafla. — Tekið á móti pöntunum allan daginn í síma 1456. — Ilafliði Baldvinsson, Hverfisgötu 123. (429 Jýgr* Ef þér viljiö fá verulega skemtilegar sögur, þá kaupið „Bogmanninn“ og „Sægamm- inn“, Fást á afgreiðslu Vísis. ■___________' (616 „Norma“, Bankastræti 3 (vitt hliðina á bókabútSinni). Stórt úrval ai konfektskössum, ódýrast í bæn- um. (109P jjjgpg*- Margar tegundir af legu. békkjum, með mismunandl verði. Stoppuð húsgögn tekin íil aðgerðar. Grettisgötu 21. —’ (1136 Hefi fyrirliggjandi fallegar hárfléttur, við íslenskan og út-- lendan húning. Vinn einnig úr rothári. Kr. Kragh.Bankastræti 4, sími 330. (1337 Svefnherbergishúsgögn eru til sölu af sérstökum ástæðum, Greiðsluskilmálar mjög góðir. Uppl. í síma 1527 eða Lauga- veg 28. (428' FélagsprentsmiB j an. FRELSISVINIR. amsaugu þín eru vafalaust hvöss og’ langsým, flóniS þitt! En þú ei't staurblindur þverhaus, Harry! Þú ert haltur á sinninu og andlega blindur -—“ „Er nokkur þörf á aö ræSa þaö mál ?“ spuröi Harry kuldalega. „Ef eg heföi vitaö —“ „Þá heföirSu alls ekki korniö hingaö. Eg' vissi þaö. Og þess vegna lét eg ekkert uppi í bréfinu. En i kveld muntu falla fram á ásjónu þína og þakka guöi fyrir, aö þú fórst hingað.“ Laföi Williams tók nú á allri lægni sinni og talaði máli Myrtle af innileik og sannfæringu. Að lokum tókst henni að svifta af honum yfirlætis- og kæruleysisgerfi því, sem hann haföii kastað á sig, er hann reyndi að dylja það, sem bjó hið innra með honum. „Og merkir það þá — að —“ sagði hann svo lágt, aö varla heyrðist. — Hann gat ekki sagt meira. „Já — þú heimtar afdráttarlaust óræka sönnun fyrir því, að Myrtle elski þig. Og hún er fús á að færa þér þá sönnun, sem ein er ínánninum verulegt: tákn þess, að konan elski han-n. Þrátt fyrir það, að föður hennar muni falla það illa — hún er við því búin, aö hann útskúfi sér —. Þrátt fyrir það, segi eg, er Myrtle fús á að gift- ast þér svo fljótt sem auðið er. Vesalings barnið! Hún er fús til þess að færa þér þá fórn, til þess að fullvissa þig um ást sína, einlægni og trygð — og til þess að frelsa líf þitt.“ ' " ....... „Myrtle!“ Hann flýtti sér til hennar. Ástin ljómaði i augum hans, og röddí hans var mjuk og unaðsleg. — „Myrtle — elsku Myrtle — er þetta satt?“ „Já, reyndu nú að auðmýkja skap þitt svolítið,“ sagði hin tigna landstjórafrú. „Það er heilsusamlegt fyrir þrá- kálf eins og þig.“ Myrtle reis á fætur cg gekk á móti honum. Hún tók báðar hendur hans, er hann rétti henni þær. Og ung og fögur ástin skein úr augutn hennar. „Já, Harry — það er satt. Eg skyldii giftast þér á þessu augnabliki, ef þess væri nokkur kostur.“ „Hvað —?• Við hvað áttu?“ sagði hann hástim og stamandi rómi. Honum hraus hugur við þessu öllu sant- ani — hann hugsaði til þess, að þetta kynni ef til vill að vera ný gildra. „Já,“ sagði Tom, „það er bölvunin. Þetta er ófram- kvæmanlegt. En Myrtle litla hélt að það væri hægt. Það gerði hún áreiðanlega, Harry! okkur komu engar tálm- anir til hugar, fyr en búið var að senda þér bréfið.“ „Mundi eg mega vera svo djarfur að spyrja, við hvaða tálmianir þið eigið,“ sagði Latimer. Tom útskýröi málið. „Lögin, vinur minn! Myrtle er ekki myndug. Þið þurf- ið samþykki föður hennar. En það er víst ekki sérlega gott milli þín og gamla mannsins nú sem stendur," Hann komst ekki lengra. Lafði Williams greip franí í fyrir honum, Henni hafði komið i-áð í hug. Þau lög, sem hér gilda, gilda ekki á Iínglandi. — Er ekki svo?“ Harry gat ekki á sér setið, að gei-a gys að þessu. „Þér ætlið líklega að stinga upp á því, að viö bregð- um okkur til Englands, og látum gefa okkur saman þar?" „Vitanlega!“ sagði hún æstri röddu. „Æ, Sally mín: — vertu nú ekki að þessu bulli!, sagði Tom. „Þau þurfa ekki að fara nema dálítinn spöl hérna út í flóann," mælti frúin til sikýringar. „Enska herskipið liggur þar við festar. Og úti i herskipinu „Tamar“ er prestur, og þar eruð þið í veldi Bretakonungs og undir' breskumi lögum.“ „Já — það veit heilög hamingjan! Þú liefir rétt að mæla!“ sagði Tom og lýsti þannig undrun sinni og allra viðstaddra. Harry starði augnablik á landstjórafrúna. Þetta var þá alvara og engin blekking. Hann sá, að hann hafði haft Myrtle fyrir rangri sök og leit til hennar. Augu hennar voru full af tárum. „Myrtle — er þetta satt — ertu fús til þess, að giftast mér?“ spurði hann titrandi röddtx og dró hana að séL Ofsafengin afbrýði hans og örvílnan varð loks að þoka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.