Vísir - 18.11.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 18.11.1928, Blaðsíða 3
V í SIR Kaupið eltki vetrarfrakka án þess að hafa litlð á þá, sem fást í Það geíur borgað sig vel. fór utan; þótti hann snennna mjög vænlegur listamaður og liafa vonir nianna rætst full- komlega, enda er Sveinn bæði listfengur að eðlisfari og þol- inn og kappsamur að stunda eftir sem mestum þroska i list sinni. Myndasýniiuj Lofts Guðmundssonar í búð- argluggum verslunar Egils Jae- obsen hefir dregið að sér mikla athygli, enda eru myndirnar mjög fallegar. Jónas Hallgrímsson. Á síðasta afmælisdegi Jónas- ar Hallgrimssonar, 16. þ. m. (þegar liðin voru frá fæðingu hans 121 ár), var afhjúpuð minningartafla hans í Ivaup- mannahöfxx, utan á liúsinu nr. 22 í Skt. Pederstr., þar sem .Tónas dó 'í maímánuði 1845. Sama dag birtist fagurt minn- ingarkvæði um skáldið i Ber- lingske Tidende, eftir Tryggva Sveinbjörnsson. — Þeir, sem mestan þátt liafa átt í því að koma upp þessari minningar- töflu, eru prófessor Vilhelm Andersen, Sv. Poulsen ritstjóri, dr. Sigfús Blöndal og frk. Inge- borg Steman, cand. mag. (Úr tilk'. frá sendiherra Dana). Siglfirðingur“ er nú farinn að koma út aft- ur á Siglufirði. Kom 1. tbl. (II. árg.) út 3. þ. m. Segir svo í 'blaðinu, að það sé „endurvak- íð fyrir atbeina margra borg- ara“ á Siglufirði, „af þeim á- stæðum, að þeir telja varla vansalaust, að bær sem telur nú nær 2 þús. íbúa, geti ekki neinstaðar látið í ljós þóknun sína eða vanþóknun á meðferð þeirra mála, sem hag hans varða“. Ritstjóri blaðsins er Jón Jóhannesson. Æfintýri handa bömum. Frú Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá hefir fært í letur og gefið út gamalt æfintýri handa börnum og verður það tií sölu í bókabúÖum næstu daga. — Heitir það „Smj'ör- bítill og Gidltanni“. — Eins og ílest önnur æíintýri, sem börnum hafa veriÖ sög'Ö öld eftir öld, styðst jxetta við lífsreynslu kynslóðanna og sýnir, hvernig skapbrestir nianna færast i aukana og magnast, ef þeim er gefinn laus taumurinn, en missa máttinn og hjaöna niður, ef móti þeim er staðið. — Frú Ingunn er gædd lipurri frásagnargáfu og tekst ávalt að gera barnasögur sín- ar þannig úr garði, að þeim, er á hlýða, þyki betra aÖ hafa en missa. — Nokkurar myndir prýða æfin- týrið og eru þær eftir Tr. Magnús- son, málara. Sýning Sigríðar Erlends verður op- in i allan dag. Þar hafa selst 4 myndir alR. Kristileg samkoma verður kl. 8 í kveld, á Njáls- götu 1. Allir velkomnir. Jón Lárusson og börn lians þrjú skemta með kveðskaj) í Nýja Bió kl. 3 í dag. Aðsókn að kvæða- skemtunum Jóns hefir verið mjög mikil. P. Petersen, bíóstjóri, bauð strandmönn- unum af Es. „Solon“ á kvik- myndasýningu í Gamla Bió í gærkveldi. Þótti þeim vænt um þá hugulsemi. Skáutasvell er nú komið á tjörnina, og voru margir þar á skautum í gær, bæði börn og fullorðnir. Undanfarna vetur liafa börn gert sér það til gamans, að fleygja grjóti og möl út á tjarnarisinn, og er það óþarfur leikur. Væri rétt að liafa gát á því, að börn legði slíkt ekki i vana sinn framvegis. Gjöf til Iijallakirkju i Ölfusi: 2 kr. frá N. N. DOLLAR, Látið ÐOLLAR vinrra fyrir ydur besta þvottaefnið, sem til landsins flytst. Þetta ágæta, margefiir-purða þvottaefni er nú komið aftur. DOLLAR-þvottaefni ep í raun og sannleika sjálfvlnn- andi, enda uppáhald þeirra sem reynt hafa. DOLLAR er svo fjarri þvl að vera .'•kað egt að fötin endast bðtur séu þau þvegin að stað- aldri úr þessu þvottaefni. Sparið yður útgiöld og erfiði og nolið DOLLAR. en notið það sam- kvæmt fyrirsögninni, því á þann hátt faið þér bestan árangur. í heildsölu hjá: á meðan þjer 3ofið. MalldóFÍ Eiríkssyni. Hafnarstræti 22. Sími 175. <SN^)(!We)(W!>5i=£)5fe£>qfeS?fc£><R=£> QXÍJ Qfc5> <i>^> CjtHS ö^i) CrHÖ ér\i) fervy er-O «r<i) tró úrÁDúr-Vyty-\yi5' -oty-vjcr-vyc/ Natlian & Olsen bafa nú flutt skrifstofur sín- ar og heildsölu í liús það (,,Bryggjuliúsið“), er þeir hafa keypt af H.' P. Duus. ’ I. O. G. T. Stigstúkufundur í kvöld ld. 8J4. Jón Bergsveinsson flvt- ur erindi. Áheit d Strandarkirkju, aflient Vísi: 5 kr. frá S. G., 1 kr. frá G., 2 kr. frá Jöklara, 3 kr. frá Olgu, 5 kr. frá Mömnni, 10 kr. frá S. M. Nýkomið fyrsta flokks átsúkkulaði og konfekt. Fjölbreytt úrval. Utan af landi. FB. í nóv. Úr Su ður-Þingeyj arsýslu. A. öbfinha.unt. Tíðarfar. Um það er íljótlegn hægt að segja: Einmunatíð má kalla að hafi verið síðan í júlíbyrj- un í sumar. I júnímánuði var mjög köld tíð en úrkomulítið hér nyrðra. Voru þá frost svo að segja á hverri nóttu um tíma og oft svo mikil, að jörð var gaddfrosin á morgnana. í júlíbyrjun hlýnaði aftur og þurk- arnir héldust svo að segja sumarið út, því þó að kæmi dagur og dag- ur með úrkomu, þá stóð það varla nokkurntíma nema dægrið í einu. — Haustið hefir líka verið mjög gott og úrkomulítið og þíð jörð alt fram um veturnætur. Iieyskapur o. fl. Vegna þurk-. anna og kuldanna í sumar spratt öll jörð seint og illa. Best spratt þó áveitu-engi, þar sem þatS var, og var stór munur á því og öðru engi. Tún spruttu öll mikið ver en vant er, og fengu bændur )4—lÁ uiinna af þeim en árin á undan. — En þó að sþrettá væri svo rýr, þá varð heyskapur manna þó tiltölulega meiri en við mátti búast. Gerði tíð- arfarið það að verkum, því að alt hey nýttist miklu betur vegna þurk- anna. Einnig mátti heyja víða í fló- um og mýrum, þar sem lítið hafði verið hægt að heyja áður vegna bleytu, en nú var þaö alt þurt. Uppskera úr kartöflugörðum varð með minna móti, en þ.ó noklc- uð misjöfn eftir staðháttum. Við hverina i Reykjahvérfi brást upp- skeran að miklu leyti, en þar er einna mest kartöflurækt í sýslunni. Þar var líka snemma sáð og kar- töflugrasið lcomið upp i frostunum í júm og féll þá að mestu. Svo kornu frostnætur seinni partinn í sumar og fóru þær alveg með gras- ið. Gulrófur. spruttu sæmilega vel sumstaðar. Vcrklegar framkvœmdir. Þær hafa verið meö meira móti i sýsl- unni í ár. Við Alþýðuskólann á Laugum hefir verið mikið um bygg- ingar í sumar. Fyrst og fremst var ]>ygð ný álma við skólahúsið sjálft, oían á sundlaugina. Er með þvi mikið bætt úr þeirn þrengslum, sem orðin voru i skólanum og gerir skólahúsið svipmeira að ytra útliti. Þá er verið að byggja þar sérstakt hús fyrir húsmæðradeild við skól- ann. Var það komið undir þak í haust, en eftir að innrétta það að mestu leyti. Einnig hefir verið lag- færður vegurinn heim að húsinu og prýtt í kringum það á einn og annan hátt. Ppndahús liefir verið fullfrert í Hlýjar, stepkar, ódýrar nýkomnap í stópu úpvali* Veiðarfæraversl. Oeysir. Aðaldal (kjallari steyptur i fyrra). Er það að stær.ð 20 X 12 álnir. U. M. F. „Geisli“ hefir átt mestan þátt í að koma húsinu upp, en hreppurinn hefir lagt mikið fé til þess. Það stendur rétt við Laxá, neðan við bæinn Hólmavað. Einnig hefir verið bygt stórt samkomuhús i Húsavík (30 X 15 álnir að stærð). Hefir ungmennafélagið í þorpinu aðallega gengist fyrir þeirri byggingu. Að jarðabótum hefir mikið ver- ið unnið í héraðinu í vor og haust og er víst óhætt að segja, að svo mikið hefir ekki verið unnið aö þeim á einu ári, síðan byrjað var að vinna að þeim hér. — Skriður sá, sem komst á þær framkvæmd- ir, mun aðallega að þakka dráttar- vcl, sem keypt var hingað síðastl. vor. Keyptu þeir hana bræður frá Hellulandi, Karl og Bjarni, og Sig- urður i Fagranesi, og hafa stjórn- að henni til skiftis. Aðallega hafa þeir unnið að því, að herfa plægt land, því að plógar þeir, sem íylgja áttu vélinni komu ekki fyr en i haust, en síðan hafa þeir plægt líka, þar sem ekki hefir verið mjög’ stórþýft. Hefir verið unnið með henni alt fram að þessum tíma. Heilsufar. Inflúensa gekk seinni partinn í sumar og í haust i Húsa- vik; barst hún þaðan upp í sveit- irnar og hafa flestir fengið hana. Var hún allþung á sumum; mikill hiti. Dó ein gömul kona i Skriðu- hreppi úr veikinni. — Mislingar komu upp í skólanum á Laugum; bárust þangað með pilti austan aí landi. Lítið hafa þeir breiðst út þaðan enn sem komið er. Landburður af fiski og síld hef- ir verið í Húsavík í sumar og haust. Hafa síldartorfurnar gengið svo að segja upp í landsteina. Á smábáta hefir aflast i haust um 1200 pund og þar yfir af fiski í róðri. Rykfrakkar ágætt lag, nýkomnir. VersluR Torfa Þórðarson. líXXÍÖÖtÍGtÍtÍtKiíÍtÍtKÍD it Sfmt t>42 Mitt og þetta. Gullforði helstu ríkja. Gullforði flestra landa hefir aukist síðustu fjögur árin, nema í Bandaríkjum Norður-Ame- rílcu og í Hollandi. par hefir hanu minkað nokkuð. Af töflu þeirri, sem hér fer á eftir, má sjá gullforða nokkurra landa, eins og hann var i júnímánuðí árin 1924 og 1928, talinn í milj- ónum dollara: Lönd Ár 1924 1928 Bandaríki . ... .. 1095 3732 Frakkland . . . . . . 710 1136 Stóra Bretland . . 624 838 Argentína . . . . .. 458 616 Japan . . 499 542 Spánn 189 503 pýskaland . . . . 110 496 Ítalía 218 257 Holland 214 175 Gullforði annara landa var talinn (árið 1924) 1146 miljón- ir dollara, en 1437 miljónir ár- ið 1928.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.