Vísir - 18.11.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 18.11.1928, Blaðsíða 5
V f S IR Sunnudaginn 18. nóv. 1928. Brand! Brauð! Brauð! Stór verðlækknn. Frá og með deginum í dag eel ég fyrst um siun meb þessu verði: Rúgbrauð óseydd 50 aura. Normalbrauð 50 — Franskb rauð 50 — Súrbrauð 35 — Auk þess gef óg 10°/0 af öllu hörðu brau&i. Sent heim, et óskað er. Sími 67. Yirðingarfyllst Jóh. Reyndal Bergstaðastræti 14. Enskar húfur, manchettskyrt- ur, drengjaliúfur, matrósahúf- ur, vetrarhúfur og drengjafata- efni. Góð vara en ódýr. Gnðm. B. Vikar. Laugaveg 21. Sýning Höskuldar Bjömssonar frá Dilks- nesi í Hornafirði hefir nú verið op- in í vikutima. Hann hefir þegar selt fimm myndir, og er þaÖ eigi lítiö, þegar tillit er tekiö til þess, að um gersamlega ókunnan mann er aö ræða. Einnig er sýningin á þeim staö, sem ekki hefir veriö sýnt í áður, nefnil. í hinu nýja húsi Guðm. kaupm. Ásbjörnssonar, á bak við verslunina „Vísir“. Er íólk oft all-lengi aö átta sig á, hvert halda skuli, þegar um nýja staöi er aö ræða. Sýning þessi mun vekja tals- verða athygli sem byrjanda-sýning og mætti ætla, að hér væri um málaraefni að ræða, sem á sínum tima myndi teljast til hinna fram- sæknari málara vorra. Á það bend- ir ýmislegt, svo sem tilbreytni í efnisvali og styrkur í litum og framsetningu, og einnig þaö, hve lítið gætir viðvaningsháttar. Sum- ar teikningarnar benda einna helst á, að enn skorti kunnáttu, sem von er til, en samt eru margar þeirra skemtilegar. Hér má nefna nokkr- ar myndir, sem öðrum fremur hugnast þeim, er þetta skrifar, t. d.: „Sunnanpósturinn", „Höfn í Homafirði", „Stapi um kveld“, „Fjörulalli", „Vor í Hornafiröi”, „Kofi við sjó“ og „Kerling sækir e!d“. Ennfremur tvær samstæðar myndir: „Karl á skinnleistum" og „Kerling með ask“. Tilbreytni vekur það einnig í myndum Höskuldar, að hann setur allvíða búfénað á landslagsmyndir sinar. Það virðist mega telja vafa- laust, aö rnargs góðs megi vænta frá hendi þessa unga málara, þeg- ar honum vex sjóndeildarhringur stærri og fiskur um hrygg, hvað kunnáttu snertir. Snæúlfur. Tdlfmenninsarnir. —X— „Veggfóðrarafélag Reykjavik- ur“ birti i dagblaðinu „Vísir“ 12. þ. m. svohljóöandi yfirlýsingu: „í tilefni af auglýsingu í Vísi i gær, um námskeiö í veggfóðrun og dúkalagningu, skal það hérmeð tekið fram, að námskeið þetta er ekki á vegum né ábyrgð félagsins; ennfremur skal það hérmeð tilkynt, að húsasmiður sá, er námskeið þetta auglýsir, hefir ekki þá kunn- áttu né skilyrði í iðngrein okkar, sem félagsmeðlimir þurfa að hafa, til að geta haldið lærlinga. Stjórnin.“ Eg bjóst við því, þegar eg aug- lýsti umrætt námskeið, að menn þessir mundu láta eitthvað til sín heyra, enda hefir sú orðið raunin á, að þeir senda mér tóninn í ofan- nefndri yfirlýsingu, sem sjáanlega er birt í þeim tilgangi, að telja mönnum trú um, að eg kunni ekki verk þau, sem eg hefi auglýst að cg kendi og reyna með því að draga úr því, að menn sæktu nám- skeiðiö. Um kunnáttu mína í þessu efni ætla eg ekki að fjölyrða, en aðeins að birta nokkur vottorð, sem eg hefi fengið hjá þeim mönnum, sem eg hefi unnið með: 1. „Eg undirritaður votta hérmeð, aö e£ hefi unnið með Bertel Sigur- geirssyni viö dúkalagningu og alls- kyns veggfóðrun. Mér er og kunn- ugt umi, að hann vann lengi með bróðursyni mínurn, Halli Pálssyni, við sömu vinnu, og ennfremur er mér kunnugt um, að hann lengi síðan hefir unnið þetta verk einn, og er mér ljúft að votta það, að hann er mjög vel fær í þeirri iðn. Eg skal geta þess, að eg hefi stundað iðn þessa milli io—20 ár, og mun vera með elstu veggfóðr- jurum hér í bæ. Rvík, 9. nóv. 1928. (Sign.) Sigurður Hallsson, Grettisgötu 45 A.“ 2. „Það vottast hérmeð, að hr. Ber- tcl Sigurgeirsson, trésmiður, hefir unnið að striga-, pappa- og dúka- lagningu jöfnum höndum við tré- smíði síðan árið 1913 og álítum við :ann einn af allra iærustu mönn- um, sem við höfum haft í því handverki. Rvík, 9. nóv. 1928. (Sign.) Geir Pálsson. (Sign.) Þorsteinn Ásbjörnsson.“ 3- „Hérmeð lýsi eg undirritaður því yfir að eg hefi séð hr. Bertel Sigurgeirsson fóðra innan mörg hús með striga og veggfóðri (Be- ttekki) og tel eg hann hafa gert það svo vel, að eg þekki ekki aðra betur gert hafa. Rvík, 12. nóv. 1928. (Sign.) Tómas Tómasson, trésmiður." Þess skal ennfremur getið, að sumir þeirra manna, sem telja sig „meistara" i þessu verki, hafa unn- ið fýrstu handtökin undir minni umsjón og notið minnar tilsagnar og hafa ekki, svo eg viti, notið annarar kenslu, og er mér ekki kunnugt, hvaða „sérþekkingu" þeir hafa fram yfir mig, nema ef vera skyldi það, aö einn af þeirra allra færustu mönnum hefir, svo eg veit til, látið narra sig til þess, aö bianda sementi saman við hveiti- lim, sem hann var að laga, svo það var oröið að steini, þegar hann atlaði að fara að líma upp með því veggfóðrið. Slík hygg eg að hún sé „sérþekkingin“ þessara manna, sem leyfa sér að lýsa því yfir, að eg hafi ekki nægilega kunnáttu í þessu efni. Eg skora á þá, að sanna þau ummæli sín eða heita opinberir ósannindamenn og ó- drengir ella. Menn munu nú spyrja: „Hvað er þetta Veggfóðrarafélag Reykja- víkur?“ Því skal eg svara með órfáum orðum. Veggfóðrarafélag Reykjavíkur er 12 menn, sem af ýmsum ástæð- um hafa farið að fást við vegg- fóðrun og dúkalagningar. Enginn þeirra hefir kostað neinu til þess að læra þetta verk, og fæstir þeirra hafa lært nokkra iðn. Þeir hafa frá byrjun unnið fyrir fullu kaupi og eftir því, sem þeir hafa fengið æfingu i starfinu, hafa þeir orðið óbilgjarnari í kröfum og nú er svo komið, að tímakaup það, sem þeir heimta, er talsvert hærra en fær- ustu iðnaðarmanna, t. d. trésmiða cg múrara, sem kostað hafa miklu fé og eitt mörgum árum til þess, að læra iðn sína. Timakaupið er þó smáræði samanborið við það, sem þessir menn taka, þegar þeir vinna ákvæðisvinnu, sem venju- legast er við að líma upp veggfóð- ur; fyrir það taka þeir venjulega kr. 1.50 fyrir rúllu, en hver meðal- maður getur límt upp að minsta kosti 25—30 rúllur á 10 klst. og sjá menn þá hvað tímakaupið verð- ur. Þegar svo þessir rnenn, sem ekki geta fullnægt helming af þeirri vinnu, sem þarf að láta vinna við veggfóðrun hér i bæ, eru svo ó- svífnir að æt'la sér að útiloka alla aðra frá því, að vinna þessi verk, sem þeir hafa gert margar tilraun- ir til, með því að leggja „viðskifta- bann“ á þá rnenn (veggfóðrara og aðra), sem fengið hafa aðra menn til þess að vinna fyrir sig þau verk, sem félagsmenn ekki gátu afkast- að, og þegar þessir menn ennfrem- ur ætla sér þá dul, að binda menn í 4 ár við það að læra þessa „iðn“, - þessi fáu einföldu handtök, sem hver sæmilega laghentur maður á Margar endurbætur. Lægra verð. Chevrolet vörubifreiðar eru enn á ný mikið endur- bættar. Sérstaklega má nefna: Hömlur (bremsur) á öllum hjólum. Fimm gír, 4 áfram og 1 aftur á bak. Sterkari girkassi með öxlum er renna i legum í stað „busninga“. Sterkari framöxull. Sterkari stýrisumbúnáður. Stýrisboltar í kúlulegum. Sterkari hjöruliður. Framfjaðrir með blöðum sem vinna á móti hristingi og höggum, á vondum vegum. Hlíf framan á grindinni til að verja vatnskassa og bretti skemdum við árekstur. Burðarmagn 1500 kíló (1866 kíló á grind). General Motors smíðar nú um helming allra bifreiða sem framleiddar eru í veröldinni, og þess vegna lieGr tekist að endurbæta bifreiðarnar og lækka verðið. Chevrolet vörubifreiðar kosta kr. 2970,00 hér á staðn- um. Verð á varahlutum lækkað mjög mikið. Chevrolet fæst nú með GMAC hagkvæmu borgunar- skilmálum eins og aðrar General Motors bifreiðar. JóhL. Ólafsson & Co. Reykjavík. Umboðsmenn General Motors bifreiða á Islandi. Lausasmiðjar steðjar, smíðahamrar og smíðateogur. iílapparstig 29. VALD. POULSEN. Síinl 21. að geta lært til hlítar á 3—4 mán- uðum, - þá verður sannarlega ekki annað séð, en ástæða sé fyrir alla þá, sem þessa vinnu þurfa að kaupa, að segja: Hingað cg ekki lengra. Það er full ástæða til þess, að koma i veg fyrir það, að þessir fáu menn geti haldið uppi óheyri- lega háu verði á þessari vinnu. Það er brýn nauðsyn allra þeirra mörgu, sem vinnuna þurfa að kaupa. Það er siðferðisleg skylda, að koma í veg fyrir það að þess- um mönnum takist að binda unga nienn á klafa í 4 ár, undir því yfir- skyni, að þeir eigi að vera að læra verk, sem ekki er vandameira en það, að það má læra til fulls á 3 —4 mánuðum. Láta mennina þann- ig eyða til ónýtis bestu árum æf- innar og geta svo ekkert útvegað þeim í staðinn, því námsbréf getur enginn fengið í þessu, þvi það telst ekki iðnaöur aö lögum. Það er af þessum framangreindu ástæðum, að eg og ýmsir aðrir, sem um þetta hafa hugsað, hafa séð hve nauðsynlegt er að hamla upp á móti ofbeldi þessara manna. Það er þess vegna, sem eg nú hefi ákveðið að halda umrætt nám- skeið, eg geri það vegna þess, að cg tel nauðsynlegt að fjölga að miklum mun þeim mönnum, sem við þessi störf fást, svo eftirspurn- inni verði fullnægt. Eg ætla að gefa þeim mönnum, sem vilja stunda þetta, tækifæri til þess að læra þetta án þess að eyða til þess óhæfilega löngum tíma og miklu fé. Síðan gefst svo Veggfóðrara- félagi Reykjavíkur tækifæri til þess, að sýna hvaða yfirburði fé- lagsmenn þess hafa fram yfir þá n:enn, sem eg kenni. Að endingu vil eg geta þess, að fyrir atvinnuróg þann, sem felst í áðumefndri yfirlýsingu, mun eg láta stjóm Veggfóðrarafélagsins svara til saka að lögum. Rvík, 14. nóv. 1928. Bertel Sigurgeirsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.