Vísir - 25.11.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 25.11.1928, Blaðsíða 3
yisiE Hlutaveltnbaimið. —X— „Ekki er öll vitleysan eins“, csegir ganiall málsháttur. — Eins og allir vita, fundu yfirvöldin upp á því snjallræÖi hér um árið, að banna liluta- veltu-hald hér í bænum. Var láíið i veðri vaka,.að þetta væri gert í sparnaðarskyni, til þess að vernda borgarana fyrir ó- þarfri eyðslu'. Menn vila af gamalli reýnslu, að öil þau bönn, sem fólkið tel- ur ranglát, eru brotin. Væri hægðarleikur að greina mörg dæmi því til sönnunar, en þess gerist ekki þörf. Dæmin. eru deginum Ijósari. — En einkan- lega rís þó eðli manna öndvert gegn allri afskiftasemi liins op- jnbera um það, livernig hver og einn eigi að fara með eignir sin- ar. par vilja flestir vera einráðir í lengstu lög. pað var þvi fullkomið ráð- leysi og barnaskapur af yfir- völdunum-, að láta sér detta i hug, að almenningur sælti sig við þær ráðstafanir, að hér mætli ekki halda hlutaveltur. Menn voru ekki lengi að átta sig á því, að ekki væri nú vand- ínn annar en sá, að fara með hlutavellurnar út af bæjarlóð- inni. En yfirvöldin hafa fráleitt komið auga á þá sjálfsögðu lausn málsins. Mörg eru þau félög hér i bæ, og sum harla nytsöm, sem afl- að hafa sér fjár með hlutavelt- um á undanförnum árum. Sum þessara félaga liafa mikla og virðingarverða lílcnarstarfsemi xneð liöndum, og bæjarfélagið á þeim þakkarskuld að gjalda. pau verja öllu því fé, er þeim áskotnast, til líknar bágstödd- um meðbræðrum sinum. önnur nota féð til eflingar félágssam- tökum og öðru þess háttar. Og loks er því ekki að leyna, að sumir þeir einstaklingar, sem stofnað liafa til hlutaveltu- halds á liðinni tið, muni því miður liafa varið fénu til eigin hagsbóta. Er þvi engin bót mælandi, er slíkl kemur fyrir, og þess konar mönnum og fé- lögum, ef til eru, er sjálfsagl að banna fjársöfnun með þessum hætti. Hitt, að banna hlutaveltu- hald nytsamra félaga, er ein- hver níesta fásinnan, sem upp hefir verið fundin af yfirvald- anna liálfu i háa lierrans tirð.— Reynslan hefir nú sýnt svo greinilega, að ekki verður um deilt, að ofannefnt hlutaveltu- hann kemur að engu haldi. „Hringurinn“, Jiið nytsamasta líknai’félag, liefjr orðið að hröklast suður i Kópavog með sína hlutaveltu. Fólk hefir flykst þangað suður eftir og eytt þar fé sínu, engu siður en þó að hlutaveltan liefði verið lialdin hér í bænum. En kostnaðar- samara hefir almenningi orðið, að styrkja starfsemi „Hrings- ins“ með hlutaveltu-sókn þar syðra. Munar þar bifreiðarfar- ínu báðar leiðir. Og vitanlega hefir „Hringurinn“ orðið að leggja allmikið fé og fyrirhöfn i það, að flytja hlutaveltumun- ina suður eftir o. s. frv. Hagnað- ur félagsins hefir því orðið TBOFANl — er oröið — J,25 á borðið. — ENGUM 25 AURUM er jafn vel varið og þeim, sem þér bætið við krónuna til þess að geta fengið TEOFANI. Stór íslensk landslagsmynd í hverjum pakka. minni, en orðið liefði hér í bæn- um, þó að jafnmörg „númer“ hafi verið dregin. Niðurstaðan liefir þvi orðið þessi: Bifreiða- stöðvarnar hafa grætt á bann- inu, almenningur eytt fé að ó- þörfu og liið nytsama félag bor- ið minna úr býtum, en maklegt er og orðið liefði, ef það hefði fengið að halda hlutaveltu hér í bænum. Annað félag hér i bæ hefir orðið að lialda lilutaveltu sína frammi á Seltjarnarnesi, og verður ekki séð, að það hafi orðið neinum til hagsbóta, öðr- um en bifreiðastöðvunum, sem flutt liafa fólkið fram og aftur. Loks er þess að minnast, að síðastliðilm sunnudag voru tvær stórar hlutaveltur tveggja iþróttafélaga hér i bænum lialdnar uían takmarka bæjar- landsins, önnur að Álafossi, en liin að pormóðsstöðum við Skerjafjörð, örfáa faðma frá landamerkjum bæjarins. Er mælt, að dregnir hafi verið 2000 drættir á Álafossi, lang- mest af Reykvikingum, og lík- lega annað eins eða meira að pormóðsstöðum. Munu þeir bæjarmenn hafa skift þúsund- um, er sóttu þessar hlutavellur, og er þá auðsætt, að þeir hafi eylt allmiklu fé i bifreiða-akst- ur til þessara staða. Er þvi fé öllu að þarflausu eytt. Mundi nú ekki kominn tinu' til, að yfirvöldin hyrfi frá villu síns vegar og feldi úr gildi liið alræmda og heimskulega liluta- veltu-bann ? Er tæplega ráð fyrir öðru ger- andi, en að þau sjái það, sem allir aðrir sjá, að bannið nær , hvergi nærri tilgangi sínum, og hefir ekki orðið til þess sparn- aðar, scm ætlað var í upphafi. 8. nóvember 1928. Sneglu-Halli. Ath. Siðan þetta var ritað, hafa tvær lilutaveltur verið haldnar á pormóðsstöðum, og hin þriðja verður þar i dag. Ritst j. Henry Ford um áfengisbann. „Eg liygg', að samkepni þjóð- anna í iðnaðarframleiðslu muni gera þeim óhjákvæmilegt að lögleiða lijá sér áfengisbann, og þannig verður það um allan heim.“ pannig segir í Temperance Advocate, Toronto, Ont., hinn heimskunni Henry Ford, einn af inestu iðnaðarfrömuðum veraldarinanr, og má skoða þessi uinmæli hans ekki aðeins sem von, er hann lætur í Ijós, heldur sem niðurstöðu athug- ana lians og eigin reynslu. ]?að er eins víst eins og dag- ur fýlgir nóttu, að alheims áfengisbann kemst á, og það fyr en margur liyggur nú, og eru augu allra málsmetandi manna öðurn að opnast fyrir því, að allur sá lofsöngur, sem áfengum drykkjum hefir verið kyrjáðu r er lijáróma, falskur «*Á 7. og ósannur. Menn eru farnir að veita athygli þeim staðreynd- um, sem ótrauðir, samvisku- samir vísindamenn liafa sann- prófað, að alcoliol er eitur, sem hefir skaðleg' áhrif á likama og sál mannsins; augu manna eru að opnast fyrir því, að það er sama sem að berja liöfðinu við steininn að neita þessum stað- reyndum. En liitt er sldljanlegt, að sumir eigi erfitt með að átta sig á þessu í fljótu bragði og eigi jafnvel enn erfiðara með að kyngja sinni fyrri skoðun. Sum- ir eru nú einu sinni svona gerð- ir, að þeim finst það einhver rýrð á sér að skifta skoðun, jafnvel þó þeir hverfi frá rangri skoðun að réttri. H. Reiðlijólin hættulegu. —o— Tii viðbótar við það, sem ,',Vegfarandi“ ritaði nýlega í Vísi viðvíkjandi umferðinni i bænum mætti benda á, hvað götulínan Laugavegur—Banka- stræti—Austurstræti er orðin óeðlilega fjölfarin. Hér ægir öllu saman, gang- andi fólki, fólksbílum, flutu- ingabílum og reiðhjólum. Af þessum fartækjum sýnast reið- lijólin vera hættulegust. Á- rekstrar verða oft margir á dag, og þótt blöðin hafi eklci haft ástæðu til að geta um nema ör- fáa af þeim, þá má minna á, að frá þvi í fyrra liaust liafa 3 nafnkendir menn hlotið lirettu- Nýtt! Nýtt! íslenskar rímur og þjóð- lög, kveðin af Ríkarði Jónssyni. Grænlandsvísur. Lágnætti (ísl. rímnalag). a) porri bjó oss þrönga skó, b) llt er mér í augunum. a) Sofðu unga ástin min, b) Austan kaldinn á oss blés. Ungur var eg og ungir. í Hlíðarendaköti. Litla skáld á grænni grein.Fyrsti maí. Rammi slagur. a) Of- an gefur snjó á snjó, b) Rangá fanst mér þykkju- þung kemur á morgun. Munið að þessa daga fást 10 PLÖTUR íslenskar eða aðrar eftir vali kaupanda á aðeins 2,50 stykkið. þegar keyptur er fónn. — 15 tegundir af borð- og ferðafónum nýkomnar, frá kr. 75,00. Biðjið um nýju skrána (fyrir 1929). Hið nýja safn, Bjarna porsteinssonar inniheldur meðal annars: Iíirkjuhvoll — pess bera menn sár. — Gissur ríður góðurn fáki. — I djúpið mig langar. — Taldu sorg mína. — Systlcinin. — Sól- setursljóð (nú vagga sér bárur). íslands fáni. pessi lög fást öll á plöt- um nema 2 síðastnefndu. j HljóBfærahúsið. leg slys af völdum reiðhjóla — þeir Sighvatur Bjarnason fyrv. bankastjóri, Magnús Kristjáns- son ráðlierra og nú síðast Ólaf- ur Lárusson prófessor. — Hvað þarf nú að bíða eftir mörgum fleiri slysum til þess að menn skilji að þörfin heimtar að gripið sé í taumana og eittlivað gert til að dreifa umferðinni. pað liggur í augum uppi að úr því að þessi áðurnefnda götulína er sú langfjölmennasta af gangandi fólki, þá þarf að friða hana og bægja það-- n sem flestum fartækjum, nema kan- ske helst fólksbílum, sem þó þarf að skylda til að fara þar hægara en á fáfarnari götum. Að láta nota „Bakarabrekk- una“ fyrir rennibraut handa reiðhjólum eins og gert er, það nær auðvitað engri átt. pað blöskrar vist flestum að sjá inenn renna sér á fleygiferð niður þessa braut og beint á fólksfjöldann í Austurstræti eins og altaf er gert. Hér má bókstaflega ekkert út af bera til þess að slys verði. Ef hemill bil. ar á hjóli, ef maður víkur sér til á götunni öðruvísi en hjól- arinn liafði reiknað út, þá er auðséð hvernig fer, enda sýnir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.