Vísir - 25.11.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 25.11.1928, Blaðsíða 6
Sunnudaginn 25. nóv. 1928. VISIR FABRIEK6MERK Enskar húfur, manchettskyrt- ur, drengjahúfur, matrósahúf- ur, vetrarhúfur og drengjafata- efni. Góð vara en ódýr. Guðm. B. Vikar. Laugaveg 21. í bæjarkeyrsln hefir B. S. R. 5 manna og 7 manna drossíur. Studebakei eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla en hjá B. S. R. — Ferðir til Vifilsstaða og Hafn- arfjarðar alla daga. Austur i Fljótshlíð 4 daga i viku. — Af- greiðslusimar 715 og 716. ^ 'álkJáuiitJ'JUitiii 'i. Teggiódnr. Fjölbreytt úrval mjög ódýrt, nýkomiö. Guðmundur Ásbjðrnsson S1MI: 17 0 0. LAUGAVEG 1. lesið ó hverjum degi auglýsingar um lágt verð og mikið úrval, en lítið inn í VÖRUHÚSIÐ og þér munuð sjá, að þar er verð- ið allra lægst og úrvalið lang- mest. Lausasmiðjur steðjar, smíðahamrar og smíðatengur. Klappavstíg 29. VALD. POULSEN. Sími 24. æ æ æ æ æ æ æ æ æ 05 H.f. F. H. Kjartansson & Co. Ný egg, Ný epli, 3 teg. Molasykur, Strausykur. VerSiS hvergi lægra. VÍSIS-KAFFIÐ gerir alia glaða. Spllapenlngar, Bridge-kass^ ar, Bridge-tðflnr, Skáktöfl, Ludo, Halma og Domino spll o. fl. Simar: 1053 og 553. 50 anra. 50 aura. Elephant cigarettur. Hestahafrar. Ljúffengai* og kaldar. Fást alstaðap Dansktr hestahafrar í 50 kílða pokum eru nö flegar komnir og verða framvegis tll sölu í vetur. — Lægst verð á íslandl. Von. Sími 448. ^2 linur). í heildsölu hjá Tóbaksversl, Islands h f. A. V. I MT Nýkomnap gulltallegap ■ * Ijósmyndip af dýpum í hvern pakka. FRELSISVLNIR. Allir fóru að skellihlæja. Þeim fanst ákaflega skringi- legt, að sjá Mandeville svona ergilegan á svipinn. Hann skifti annars sjaldan eða aldrei skapi. „Lafði William kom til sögunnar, og hún gat talið um fyrir honum!“ sagði landstjórinn afar hreykinn og benti á konu sina. „En hún fæst ekki með neinu móti til að skýra mér frá því, hvaða töfrum hún hafi beitt til þess, að fá hann á sitt mál. — Og eg get ekki ráðið fram úr því sjálfur!“ „Töfrar lafði William hafa sjaldnast þau áhrif á menn, að þeir leggi á flótta,“ sagði Mandeville. „Nei, skoðum til —“ sagði lafði William, „þér eruð gamansamir í dag, og sléttorðir að vanda!“ „Tigna frú!“ Mandeville varð blátt áfram stúrinn yfir því, að vera misskilinn svona herfilega. „Þetta eru ekki gullhamrar. Eg vildi að eins benda á dulargáfur þær, sem þér hafið hlotið í vöggugjöf.“ „Jæja — við skulum þá telja þetta til dularfullra fyrir- brigða!“ Því næst bætti hún við gamanorðum, sem hún ein skildi: „Eg vil nefnilega ekld eiga það á hættu, að höfuðsmaðurinn fari að gnísta tönnum, fyr en hann hefir fulla ástæða til að gera það!“ En honum lá við að fara að gnísta tönnum, þá þegar út af röggsemi þeirri, er hann hafði sýnt af sér, alveg að ástæðulausu. Nú varð hann að fara að basla við, að gera þær ráðagerðir að engu. Hann fann að hann yrði því að eins ánægður, að Latimer færi á brott úr Charlestown. Hvert hann færi eða hvernig, það mátti einu gilda. Að vísu hefði það verið lang-öruggast, að láta hann hverfa á þann hátt, er umtalað var milli þeirra Sykes. En Mande- ville sá þó í hendi sér, aö hann kæmist hjá löngum og þreytandi skýringum, ef Latimer hyríi af sjálfsdáðum. 15. kapituli. Hjónavigslan. Svo fór sem landstjórafrúin liafði ráðgert, og gifting Myrtle fór fram á ákveðnum stað og stundu. Landstjóra- frúin var vön að fylgja áformum sínum eftir, og fram- kvæma það sem hún ætlaði sér. Frúin Iýsti nú áformum sínum nánara fyrir Myrtle og því, hvað hún ætlaði að gera, til þess að brúðhjónin gæti komist á brott í kyrþey. Brewton ætlaði að halda dansleik um kveldið og var þannig til hagað, að dansleikurinn mátti kallast opinbert samkvæmi — móttökuhátíð — í því skyni gerð, að fagna landstjóra og frú hans. Varð landstjóra- frúin því að hafa meira við en ella, og hafði hún ásett sér. að hafa sér við hlið tvær konur, sem áttu að vera i fylgd með henni. Hafði hún þegar valið tvær konur, og var önn- ur frændkona hennar. En nú breytti hún þessari fyrirætl- an og ákvað, að Myrtle skyldi vera sér við hönd í stað frændkonu sinnar. Myrtle varð og auðvitað að rækja þær skyldur, sem fylgdu slíkri vegsemd. Frúin ætlaði því að biðja Sir Andrew, að leyfa Myrtle að gista hjá sér um nóttina, til þess að henni veitti léttara að framkvæma þær skyldur, sem samkvæmið legði henni á herðar. Á þann hátt gætu brúðhjónin hæglega komist á hrott tálmanalaust. Borgarbúar væru í fasta svefni og engan grunaði neitt. Lafði William og Harry urðu ásátt um, að hann skyldi hafa ferðavagninn tilbúinn nógu snemma. En Myrtle ætl- aði að hverfa burtu af dansleiknum, jáfnskjótt og hún gæti gert það svo, að lítið bæri á. Þau ætluðu þegar að leggja leið sína heim á landsetriö, Santee Broads, er hann átti tólf til þrettán mílur inni í landi. Þar ætluðu þau að taka sér hvíld. Síðan ætluðu þau að halda áfram upp í fjöllin í nánd við Salisbury. Þar átti Latimer aðra jarð- eign, og ætluðu þau að setjast þar að um tíma. Þar uppfrá, í nánd við hinar víðlendu hrísgrjónaekrur Norður-Caro- linu, þurftu þau engan að óttast, og þar ætluðu þau aö njóta hveitibrauðsdaganna. Þau bjuggust ekki við, að neinn mundi trufla þau þar, nema ef vera skyldi Sir Andrew Carey. Og honum yrði þá algerlega um megn, að skilja þau, er bresk lög hefðu tengt þau saman um borð í „Tamar“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.