Vísir - 29.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 29.11.1928, Blaðsíða 2
V I S I F Nýkomið: Rúgmjöl, Málfsigtimjöl, Flópsykup, Laukur í pokum. Símskeyti Khö'fn, 28. nóv., F.B. Veikindi Bretakonungs. Frá London er simaS : Georg’e V. Bretlandskonung-ur er litið eitt betri, en, blöðin segja, að veikindi hans séu samt stöðugt alvarleg. Prinsinn af Wales og hertoginn af Gloucester, sem verið hafa á ferða- lagi i Afríku, hafa snúið heim á leið, vegna veikinda konungs. Ráðagerð um norðurför Zeppelins greifa. Frá Berlín er simað: Gerard samgöngumálaráðherra, Fridthjof Nanseú cg dr. Eckener tóku þátt i fundahaldi hér í gær til þess að ræða og taka fullnaðarákvarðanir um Norðurpólsíerð i loftskipinu „Graf Zeppelin“ næsta vor. A fundinum var ákveðið að fresta pólferðinni til vorsins árið 1930, þar eð fullkomnum undirbúningi yrði ekki lokið fyrri en þá. Tjón af ofviðri í Hollandi og • Frakklandi. Stormar og flóð hafa valdið rniklu tjóni í Hollandi. Flóðgarðar hafa viða eyðilagst. Tuttugu og átta manneskjur hafa farist. hlætt hefir yfir flestar göturnar í Rot- terdami. Stór landsvæði nálægt Amsterdam og Borendrecht yfir- flædd. Fjölda margar skepnur druknað. íbúarnir hafa neyðst til þess að flytja sig. Frá París er sínrað: Stormur skall aftur á hgær á vesturströnd Frakklands. Mörg skip hafa far- isr og urn 50 manneskjur druknað. Nýtt! Rakvélablað Florex er fram- leitt úr prima sænsku diamant stáli og er slíp- að livelft, er því þunt og beyj- anlegt, — bítur þess vegna vel. Florex verksmiðjan framleið- ir þetta blað með það fyrir áug- urn að selja það ódýrt og ná mikilli úlbreiðslu. Kaupið þvi Florex rakvéla- blað (elcki af því að það er ó- dýrt) heldur af því að þáð er gott og ódýrt. Fæst hjá flestum kaupmönn- um á aðeins 15 aura. lif [\m Reniðiur. K.F.U.K. Fundur annað kveld kl 87*. ’ Dr. Jón Belgason blskup talar. Rússneskir bændnr. —x— Helsta vandamál og viðfangs- efni ráðstjórnarinnar í Moskva er rígur sá, sem óðum er að magnast milli bænda og borg- arbúa í Rússlandi. Liggur stjórninni það miklu þyngra á hjarta en „heimsbyltingin“. Bændur verða að greiða þunga skatta. þeir verða og að greiða hóflaust verð fyrir iðn- aðarvörur, sem þó eru næsta lé- legar. peir, sem þó eru megin- hluti rússnesku þjóðarinnar, eru kúgaðir til þess að bera uppi iðnað borganna, sem þó er liarla ómerkilegur, og þeir verða að vinna fyrir öreigalýðn- um, sem forráðamenn ráð- stjórnarinnar eiga uppliefð sína að launa. 1 rússneskum blöðum hafa nú birst greinilegar frá- sagnir um uppþot og ofbeldis- verk bænda, og má af þeim marka, að fjandskapurinn milli bænda og borgarbúa er orðinn eins og' falinn eldur, sem getur blossað upp, þegar minst varir. Hvervetna um ráðstjórnar- ríkið í Rússlandi hafa árásir verið gerðar á embættismenn og „fréttaritara bæjanna“, en það eru blaðamenn kommún- ista, sem senda fréttir úr sveita- þorpum, en bændur telja þá njósnara stjórnarinnar. Meðal þeirra, sem drepnir liafa verið, eru fjórir formenn héraðs- stjórna. Sum ofbeldisverkin hafa verið framin á opinberum fundum, og stundum hafa yfir- völd sveitanna neitað að vernda þá„ sem orðið liafa fyrir árás- um. Blöð ráðstjórnarinnar kenna liinum ríkari bændum um úpp- þot þessi og heita þeim afar- lcostum. En livort sem það er rétt eða rangt, þá er auðsætt, að fylgi hinna efnaðri bænda er mjög mikið, og þó að þeir verði liörðu beittir, þá er elíki senni- legt, að bót verði ráðin á þess- um ágreiningi, sem á sér djúp- ar rætur, og varðar f járbag allra stétta. (Lausl. þýtt). Þessar vörur reynast öest- ar, og eru þessutan lang^ ódýrastar. — Einkasali: B, H. Bjarnason. Veðrið í morgun. Hiti um land allt. I Reykjavík tí st., ísafirði 6, Akureyri 10, Seyðisfirði 12, Vestmannaeyj- um 7, Slykkishólmi ö, Blöndu- ósi 5, Raufarhöfn 5, Hólum í Hornafirði 3, Grindavik 7, Fær- eyjum 9, Julianehaab -4-1, Ang- magsalik -f- 3, Jan Mayen -f- 4, Hjalllandi 10, Tynemouth 7, Kaupmannahöfn 3 st. Mestur liiti liér í gær 8 st. úrkoma 8,2 mm. — Lægð fyrir norðaustan land, en hæð fyrir sunnan. Vest- norðvestan gola á Halamiðum, en úfinn sjór. Lægð suðvestur í hafi á austurleið. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: í dag og nótt suðvest- an og sunnan kaldi. Skúrir. Vestfirðir: í dag og nótt suð- vestan og vestan kaldi. Skúrir eða snjóél. Norðurland, norð- austurland: í dag og nótt suð- vestan og veslan átt. Allhvass liti fyrir. Víðast úrkomulaust. Austfirðir, suðausturland: I dag og nótt vestan gola, þurt og bjart veður. Starfsmannafélag Reykjavíkur fer fram á a‘ð fá að halda sömu dýrtíðaruppbót næsta ár eins og á þcssu ári. Laun þeirra eru lág og má telja líklegt, að bæjarstjórn taki sanngjarnlega í þessa beiðni. Búðum lokað. Athygli skal vakin á því, að kaupmenn í Félagi matvörukaup- manna loka búðum ,sinum á laug- ardaginn frá kl. 1. Sjá augl. Vegabréf til Noregs. - Lögreglustjóri hr. Jón Hermanns- son hefir beðið Vísi að vekja at- hygli á því, að allir útlendingar, sem til Noregs koma, jiur'fi að ha'fa vegabréf, og þess vegna sé ráðlegast fyrir þá, sem, héðan fara til Noregs, aö fá sér vegabréf, til jiess að losna við timatöf og óþæg- indi, þegar þangað kemur. Vitamálastjóri | tilkynnir, að radíóvitinn á Dyr- hólaey sé kominn í samt lag. Karlsefni kom a'f veiðum í morgun. Jóíablað Herópsins er nýkomið út, litpreníað með mörgum m.yndum og fjölbreyttu lesmáli. Það er 12 síöur að stærð. St. Víkingur nr. 104. Afmælisfagnaður laugard. 1. des. Fjölbreytt skemtun. Munið að vitja aðgöngumiða í kveld kl. 6—9. Gúm místimpi&F cru bánir tíl 1 FéUgsprentcmiðjuiml. VtndaBir og ódýrir. Leikhúsið. „Föðursystir Charle’s“ var leikin við góða aðsókn í gær- kveldi. Hávarður ísfirðingur kom hingað í gær til þess að leita sér lítilsháttar aðgerðar. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á venjulegum stað og tíma í dag. Kristileg samkoma verður haldin á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld. Jóhannes Sigurðsson tal- ar. Allir velkomnir. Skipafregnir. Gullfoss kom frá Vestfjörðum í nótt. Goðafoss fór frá Aberdeen í gær, áleiðis til Hull og Hamborg- ar. Lagarfoss er á Blönduósi. Selfoss fór frá Vestmannaeyj- um, um hádegi, áleiðis hingað. Esja var á Patreksfirði í morg- uii. fsfiskssala. • Belgaum seldi afla sinn í Eng- landi í fyrradag fyrir 1809 ster- lingspund. Þorgeir skorargeir (áð- ur Eldey) seldi afla sinn í Eng- landi í gær Ifyrir 863 stpd. Verslunarmannafélag Reyfejavíkur heldur fynd og fullveldisfagnað annaö kveld kl 8)4 í Kauþþings- salnum. Sig. Eggerz bankastjóri heldur ræðu fyrir minni íslands. Friðfinnur Guðjónsson prentari les upp. Einnig söngur og fleira á skemtiskránni. Tímaritið, Dansk-Islandsk Kirkesag (nóv- cmljerblað) er nýkomið hingað og flytur, að vanda, margar greinir um íslensk kirkjumál. Myndir eru þar af prófessor síra Sigurði P. Sívertsen, prestssetrinu á Þing- völlum og prófessor Pilcher, Dr. theol., sem hingað kom fyrir nolck- urum árum, og jiýtt hefir Passíu- sálmana á íslensku.? Nýja Bíó sýnir nú í síðasta sinn hina ágætu mynd, „Kofa Tómasar irænda“. — Myndin er tekin eftir hinni ágætu sögu eftir Mrs. Beec- her Stowe, er hún nefndi „Uncle Tom’s Cabin". Lýsir .mynd jiessi fyrverandi jirælahaldi í Bandaríkj- unum. — Universal félagið hefir varið feikna fé til að kvikmypda sögu jiessa. Gamla Bíó j sýnir nú þessi kveldin „Nætrlíf Parisarbcrgar“. Er það gaman- mynd í 8 þáttulii. Fríkirkjan í Reykjavík. ■Áheit og gjafir: Frá J. M. kr. 43.00) frá S. Þ. kr. 4.00, samtals kr. 47.00. Með þökkum meötekið. Ásm. Gestsson. Jólin nálgast. Þe’ir, sem senda vinum og ætt- ingjum bréf, ættu að muna eftir jólamerkjum barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins. Adv. til hr. Bertels Sigurgeirssonar veggfóðraranámskeiðskennara. —x— / í Vísi 18. þ. m. hleypið þér af stokkunum allstóryrtri, um- hyggjusamri grein i yðar garS, vel brynjaða með vottorðum nokkurra lieiðursborgara, sem kunnáttumann í veggfóðrun og dúldagningu. Hr. liúsasmiður, þrátt fyrir þessi meðmæli, mun- ið þér ekki fá inntöku í Vegg- fóðrarafélagiö að svo stöddu, svo það verður að láta vera að telja yður meðlim þar, og get- um við því ekki talist nema 11 félagsmeðlimir, en þér um það, þótt þér viljið telja yður strax, við bara viðurkennum yður ekki. pér bjTjið grein yðar með rangri fyrirsögn, og eftir þvi er öll greinin. ]?ér þykist bera fýr- ir brjósti velferð og þarfir al- mennings, og hlaðið niður á menn, er þér suma liverja elck- ert þekkið, svívirðingum. Eg get nú fyrir félagsins liönd fullvissað yður um, að ummælí yðar um okkur geta örlitlu illu komið til leiðar, en aftur á móti hyggjum við að liafa mjog gott af öllu yðar öfugskrifi. Við fá- um þó altaf tækifæri til að skýra fyrir alnienningi, hvers vegna það var, að þér byrjuðuð á námskeiðshugmynd yðar, og livers vegna þér hellið yður yfir Veggfóðrarafélagið. Ástæðan er nú ekki alveg sögð í grein yðar, þótt pkki megi efa alla yðar um- hyggjusemi ifyrir almennings- heill. Yður hefir láðst að til- greina að húseignin við Berg- staðastræti 54, er þér eruð yfir- smiður við, var sett í verlcbann lijá félaginu, út af óborguðum vinnulaunum eins félagsmeð- lims. Og þar seni félagslög okk- ar mæla svo fyrir, að félagið, ef þörf krefðist, hjálpi félags- inönnum til að ná inn vinnu- launum sínum, þá fóru 2 menn úr stjórninni á fund lir. Jóns Arinbjörnssonar, sem er fjár- haldsmaður eignarinnar; þar fengu þeir miður góðar né kurteisar viðtökur, og orða- skifti yðar við þá þar, liera ljósan votl um þörf yðar á námskeiðinu, (húsið Bergstaða- stræti 54 er vel tilfallið að lialda í því námskeið), þar sem þér hótuðuð að „sprengja félagið á einni viku“, það voru yðar orð. Eg liygg að lesendur Vísis og þeir, sem liafa fylgst með þessu máli, fái öðruvísi; hugmyndir um aðstöðu yðar við Veggfóðr- arafélagið, og læt eg því slaðar numið um ástæðurnar fyrir byrjun þessa námskeiðs yðar, að öðru ley ti en þvi, hvað skiln- ingur yðar virðist snauður á iðnaði, þar seni þér vogið yður að lialda opinbert námskeið, og fullyrðið það, að hægt sé að læra liandverk (þótt veggfóðr- araiðn sé) á 3—4 mánuðum. Námskeið í iðnaði eru tíð i öðr- um löndum, og er mér talsvert Icunnugt um fyrirkoníTilag þeirra, þar scm eg liefi stundað eitt slíkt námskeið á Teknolog- isk Institut í Kaupmannahöfn. Á Teknologisk Institut eru hald-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.