Vísir - 10.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1928, Blaðsíða 2
VJSl K Nýkomið: Tlie í pökkum. Tómatsósa, Otoby's. Gerduft, Dp. Oetkers. Laukup. Magnús Kristjánsson íiármálaráöherra andaðist í Kaupmannahöfn í fyrramorgun. — Eftirfarandi simskeyti barst forsætisráð- herra íslands frá sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, um andlát hans. Skeytið er dagsett 8. des. kl. 12,19: Eins og áður er símað, tókst sjálfur skurðurinn á fjármála- ráðherra ágætlega. Eftir skurð- inn kvartaði hann þó ávalt undan þrautum, en prófessor Lendorf sagði, að það væri ekki óeðlilegt. Aðfaranótt föstudags fór hitinn að aukast, jókst áfram á föstudag. Hjart- að ekki nógu sterkt til þess að þola hitann og var það dauða- orsökin. Sjálft andlátið var mjög hægt og þjáningar litlar eða engar síðustu stundirnar. Hann vildi ekki að neinn, nema hjúkrunarfólk, kæmi inn til sin eftir skurðinn. Var fyrir skurðinn mjög ákveðinn að ganga vmdir uppskurð, sem einu úrlausn vaxandi þján- inga. Hann ákvað, ef svona fæfi, að láta brenna lík sitt, og verður það gert hér i næstu viku. Síma daginn síðar. Samhryggist innilega yður og öðrum hlutaðeigendum út af tjóni þjóðarinnar við missi þessa óvenjulega ágæta manns. Samúðarskeyti hafa í'orsæt- isráðherra borist frá konungi Islands og forsætisráðherra Danmerkur. Æviatriða þessa merka manns verður siðar getið. Símskeyíi —o— Khöfn 8. des. FB. Fjárglæfrar frú Hanau. Frá Paris er símað: Poin- caré hefir svarað Castenat og átelur þá framkomu hans, að ráðast á ýmsa stjórnmálamenn út af Hanau-málinu, án þess að hafa fullnægjandi sahnan- ir fyrir ásökununum. Poincaré hefir lofað að láta rannsaka Hanau-málið til f ullnustu án þess að hríf a nokkurum, sem glæpsamlega er við það riðinn. Blöðin álíta óliklegt, að frakkneskir stjórn- málamenn, sem setið hafa i stjórn Hanau-félaganna, hafi vitað um fjárglæfrana. Borgarastyrjöld í Afghanistan. Frá London er simað: Bar- dagar afghanska stjórnarhers- ins við uppreisnarmenn ná- lægt Jalalabad halda áfram. Skotið hefir verið á uppreisn- armenn úr flugvélum stjórn- arinnar. Fimtán féllu. Mat- vælaskortur i Kabul, vegna þess að samgöngur hafa tepst til Indlands, vegna bardag- anna. Samgöngur til Persiu hafa og tepst. Foringi upp- reisnarmanna hefir lagt stórfé til höfuðs konunginum i Af- ghanistan. — Blaðið Manchest- er Guardian spáir langvarandi borgarastyrjöld i Afghanistan á milli fylgismanna Evrópu- siða og Asíusiða. Skærur í Paraguay og Bolivíu. Frá Asuncion i Paraguay er símað: Her Boliviu byrjaði að byggja virki á svæði þvi, sem Paraguay og Bolivia hafa lengi þráttað um og er á landa- mærum Paraguay og Boliviu. Paraguaymenn heimtuðu, að b^'gging virkisins væri stöðv- uð. Boliviumenn neituðu þvi og hófu skothríð á Paraguay- menn. Gripu þeir þá og til vopna og báru sigur úr býtum eftir ákafan bardaga. Tuttugu og tveir Boliviumenn féllu. (Asuncion er höfuðborg lýð- veldisins Paraguay i Suður- Ameríku. Ibúatalan ca. 120 þús.). Khöfn, 9. des. FB. Stjórnin í Belgrad og Króatar. Frá Berlín er símað: Stjórn- in í Belgrad hefir sett af æðstu borgaraleg yfirvöld í Zagreb í Króatíu og falið Max Imoriasch ofursta að fara þar með æðstu völd vegna óeirðanna, sem þar urðu þann 1. des. Króatisku blöðin mótmæla þessum ráð- stöfunum, sem þau telja vera byrjunarskref til þess að koma hervalds og einræðisstjórn á í Króatiu, í þeim tilgangi, að bæla niður sjálfstæðiskröfur Króala. Mussolíni heldur ræðu. Frá Bómaborg er símað: Mussoliní hélt ræðu á lokaf uhdi fulltrúadeildarinnar í gær. Kvað hann alla tala stöðugt meira um friðarmálin og ríkið jafn- vel undirskrifað friðarsamning, nefnilega ófriðarbannssamning Kellogg's, sem sumir álíti „himneskan". Ef fleiri slikir friðarsamningar verði gerðir, þá ætli Italía að skrifa undir þá alla. Hann kvað þá skoðun rikj- andi meðal sumra þjóða, að ít- alskur imperialismi væri þránd- ur i götu fyrir framgangi frið- Síml r-41 Sí MSOÍ5Wöi5«<«SSííXXSÍSÍX50ÍSÍSOOOC>CSÍ armalanna, en vildi benda á það, að á meðan allar þjóðir tali um frið, þá auki þær herbúnað sinn sem mest. Verði framhald á þessu, kveðst Mussolini nauð- beygður til þess að leggja fyrir nýjar hernaðarkröfur. Bankastjórafundur í Stokk- hólmi. Frá Stokkhómi er símað: Á ráðstefnu, sem sótt var af for- stjórum seðlabanka Danmerk- ur, Noregs og Sviþjóðar, var samþykt, að æskilegt væri að endurnýja norræna myntsam- bandið sem fyrst, samt aðeins viðvikjandi gullmynt, hinsvegar nauðsynlegt að taka fyrst á- kvörðun um gullinnlausn seðl- anna, þar éð innlausnarákvæði Norðurlanda væri mjög mis- munandi. Úrlausn innlausnar- máls ekki væntanleg í bráð, þess vegna of snemt að leggja nú til endurskoðun myntsamn- ingsins. Forstjórarnir ákváðu, að íhuga strax endurskoðun samningsins frá árinu 1903 um reikningsskil milli bankanna, í þeim tilgangi, að gera viðskift- in á milli landanna aúðveldari. Utan af landi. Borgarnesi 8. des. FB. Heilsufar og mannalát. '¦— Ný- látinn er piltur á Kvígsstöðum í Andakilshreppi, AuÖun a'S nafni, sonur Vigfúsar bónda þar. Inflúensa gengur, bæ'ði í Borg- arnesi og eins upp um sveitirnar. í Stafholtsey hefir komifi upp taugaveiki. Lágu 3 menn í henni. Eru á batavegi. Tíðarfar óstö'Öugt. Slæmt á hög- um. Bráðapestar hefir orÖið vart á stöku stað, en menn hafa ekki mist néma eina og eina kind úr henni, nema á Hamraendum, Sigur'Öur bóndi'þar mun hafa mist um 20 kindur úr bráðapest. Seyðisfirði 9. des. FB. Bæjarstjórnarfundur sam- þykti í gær tillögu borgara- fundarins i Fjarðarheiðarveg- armálinu, þannig, að bærinn skuldbindi sig ¦ til þess að greiða 40 þúsund krónur gegn þvi, að byrjað verði á veginum ekki seinna en 1930 og honum haldið viðstöðulaust áfram og fullgerður á 5 árum. Á því árabili greiði bærinn með jöfnum greiðslum tillag sitt. Samþykt með 5: 4, þeirra íhaldsmanna Eyjólfs Jónsson- ar, Sigurðar Arngrímssonar, Sveins Árnasonar og verka- mannafulltrúans Brynjólfs Eiríkssonar. í janúar fer fram kosning 3 manna i bæjarstjórn til eins árs. Versl. Ben. 8. Þórarinssonar selr eftirfarandi vörur með 50% afslætti:Kven- kjóla, telpukjóla (úr ull) og eina tegund af telpukápum. Notið.tækifærið. Sömuleiðis selr verzlunin með 10% afslætti vetrarkápur handa smámeyjum (skinnbúnar og með nýtísku litum),golftreyjur(úrull) náttkjólar (úr lérefti og vel búnir), lífstykki (hin ágæt- ustu í bænum) og jakkaföt handa drengjum. Þessi verð- breyting byr jar í dag. Verslnn Ben. S. Þörarinssonar hefr miklar birgðir af nær- og milli-fatnaði (úr ull, silki og baðmull) handa konum og börnum, og þar á meðal óviðjafnanlegar vetrarbuxur í beztu litum. Gæði og verð makalaust. Þá má heldr ekki gleyma því, að hvergi er að hitta annað eins-úrval í kvensokkum (úr ull — silki og baðmull) og í öllum nýtízkulitum. — Gæði og verð frábært. Mnnií eftir, aS verslun Ben. S. Þárarinssonar hefr mikið og f jölbreytt úrval í margskonar smábarmi- fötum, að ógleymdum húfum og hosum o. fl. Verðið ljómandi. Karlmanna- og drengjanærfatnaír, sokkar, matrosaföt, hálsbönd, axlabönd, húfur, arm- bönd og sokkabönd, vasaklúta og fl. er allrabezt að kaupa í verslun Ben. S. Þórarinssonar. Haiidklædi f^. erubest, ea þó ódýrust í vepslun Ben. S. Þópapinssonap. BE8T er að versla við - Aísc. iJir»". ^Í ¦,..... Jb> Bciit II. íónleikur Bljómsveitarinnar. Það var að tvennu leyti skemlilegt að koma á leik Hljómsveitarinnar i gær. — 1 fyrsta lagi fult hús, sem sýndi eftirvæntingu manna um það, hvernig sveitinni farnaðist undir stjórn hins nýja kenn- ara. — Þá var og hitt ennþá ánægjulegra, að sjá allar von- irnar rætast og vel það, þvi að það má með sanni segja, að Hljómsveitin sé beinlínis að endurfæðast undir handleiðslu prófessors Johannes Vel- den. Hljómarnir eru orðnir hreinni og ákveðnari vegna fullkomnari samtaka i boga- dráttunum óg hljóínfallið alt skýrara og liðugra — áheyr- andinn finnur sál hinna gömlu íónverka vaknaða og leysta frá þeim skorðum sem byrj- endabragurinn óhjákvæmilega setur þeim í meðferðinni. — Strokhljóðfærin eru kjarni hverrar hljónisveitar, og hér höfum við fengið hinn rétta mann til þess að laga þau og samræma. Johs. Velden er af- bragðs fiðluleikari, það fékk hann líka tækifæri til að sýna með einleik sínum í fiðlu-konsert Bachs i E-dúr. Og kennari er hann þaulæfður og harðduglegur, þess sáust strax merki í Hándels-konsert- inum fyrst á skránni og ekki síður í B-dúr orkester-tríónni eftir Joh. Stamitz, sem var þriðji og siðasti liður skrár- innar. — Aðstoð veittu þau frú Valborg Einarsson og Páll Is- ólfsson, er léku undir á lág- hörpu, litið klaver eða nokk- urs konar „symbal", sem heyr- ir til að nota við þessi tón- verk. (Þetta litla hljómfagra hljóðfæri er hér áður óþekt, en á sjálfsagt mikið erindi hingað til lands). — Páll stjórnaði líka Bach-konsertin- um og fórst prýðilega. — Um viðtökur allar þarf ekki að >•;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.