Vísir - 14.12.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 14.12.1928, Blaðsíða 5
VÍSIK Föstudaginii 14. 'des. 1928 48 HrR St Parti svært, ubleget, realiseres mmdst 20 m. ~%J 1/1 «• Samme Kvalitet 125 cm. bred 96 Öre pr. m. Ubl. Skjorter 200 öre i lille og Middelstörrelse, stor 225 öre, svære uldne Herre-Sok- ker 100 öre, svært ubl. Flonel 70 cm. bredt 65 öre p. m. Viske- stykker 36 öre, Vaffelhaandklæder 48 öre, kulörte Lommetörklse- der 325 öre pr. Dusin. Fuld Tilfredshed eller Pengene tilbage. — Forlang illustreret Katalog. Sækkelageret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenhavn K. Nýtt málfræðirit Kenslubók í sænsku eftir Pét- ur G. GuSmundsson og Gunnar Lejström. Reykja- vík 1928. ÞaS er stór nýjung og eflaust í fyrsta sinni, aS kenslubók í sænskri tungu handa íslendingum birtist á máli voru. Allir, sem eitt- hvaS kunna bókmentir NorSur- ianda munu þó kannast viS, aS þar sé mestur og bestur bókakost- ur norSrænna mála, enda eru Sví- ar bæSi fólksflestir af norSrænu þjóSunum og aS mörgu leyti fremsta þjótSin. ÞaS má þvi teljast beinn skaSi, hve litil kynni íslend- ingar hafa til þessa haft af sænsk- um ritverkum. Nu bætist þaS og viS, aS sænsk tunga er aS verSa skylclunámsgrein í íslenskum skól- um, svo aS brýna nauSsyn ber til þess, aS fá kenslubækur í henni, sniSnar vi'S hæfi íslenskra skóla. Nú vantar í tilbót viS kenslubók þessa, aS fá sem fyrst sæmilega stóra skólaorSabók sænska meS is- lenskum þýSingum. Bókin, sem hér ræSir um, er samin af tveim vel færum mönn- um. Annar er íslendingur, sem er vel aS sér í íslensku máli og hefir lagt sig mikiS eftir aS nema sænsku. Hinn er Svíi, sem het'ir lært íslensku svo vel, ati hann, tal- ar hana viSstöSulaust og er þaul- kunnugur sænskum bókmentum. Þetta alt gefur tryggingu fyrir því, aS verk þetta sé vel af hendi leyst. Kenslubók þessi er allstórt verk á 278 bls. , 8vo. Þar af nær mál- fræSin (= hljóSfræSi og beyg- ingafræSi) yfir 70 siSur. SíSan kemur lestrarbók meS ljótSum og lesi á 142 síSum (= til 212) og loks er í 3. kafla orSasafn á 66 blaSsíSum. Því miSur er eg eigi svo vel aS mér í sænsku máli, aS eg geti vel dæmt um málfræSina í bókinni, einkum þó aS því, er tek- ur til framburSarins. Mér virSist þó hljóSfræSi þessi vera fremur nákvæm og hæfilega löng. Þá at- hugasemd vil eg gera hér, aS eg get eigi fallist á, aS í íslensku orS- unum hringur og hringla komi hljóSmunurinn á ng í oSunum nokkurn hlut g'hljóSimi viS, því aS n (=n) í hringur er nefmælt eins og t. d. í dunkur, og heldur alveg sama hljóSi í hringla, en þar hverfur g oft í latmæltum fram- burSÍ, en ,er haldiS í skírmæltum. Nefmælta n-iS stendur í báSum til- fellum óumbreytt. ÞaS er sams- konar munur áhringlaoghrin(g)la eins og á sundla og sun(d)la (af sund) í báSum tilfellum; fyrra dæmitS er skírmælt, en iS síSara latmælt. Reglan um sj-hljóSiS finst mér of flókin. Einfaldast er aö segja aS þetta sé gómmælt s (sbr. Sch í þýsku og sh í ensku) og öSruvísi en íslenskt s, sem ávalt er tannrnælt. Loks er reglan um Oú.mmístimplav *r« báair tii i FékgspnntsmiSjoiiaL VftméaSix og édýxix. Mæðuv I Alið upp hrausta þjóð. Gefið" börmim ykkar þorskalýsi. — Ný egg koma daglega ofan frá Gunnarshólma. VON OG BREKKOSTÍG1. tj-hljóSiS: t i kj (kjortel) og tj (tjur). Þar hygg eg réttast aS segja, aö t sé gómmælt, (en þó t- hljóS), sem greina beri vel frá is- lensku t, sem jafnan er tannmælt, og íslensku k, sem er aS vísu góm- mælt á undan j og hvellu sérhljóS- unum, t. d. í keld,a, en þó stöðugt greinilegt k-hljóS. Annars getur roenn lengi greint á um þannig lagaS efni. Þaö er fjarri sanni, aS sérkenni íorn-norrænunnar hafi haldist bet- ur í sænsku en dönsku, svo sem' gefiS er í skyn í innganginum (á bls. 7), og sænskt málfar þá líkara islensku en danskt. AS vísu hald- ast a og 0 i endingum, þar sem danska hefir e, og sömuleiSis hald- ast þar hörSu lokhljóSin p, t, k, sem orSiS er b, d, g í dönsku, en eigi aS síSur er sænskan hljóS- træðilega stórum fjær fornmáli og íslensku en danska. Lint d-hljóS (=8) cg lint g-hljóS (=g) etu alveg horfin úr sænsku, en haldast enn í dönsku. Þá eru d, og einnig 1, hljóSlaus á undan j, sem danskau gerir aldrei hljóSlaus. Líka verS- ur gómmælt k (t. d. í kár, kjol) aö gómmæltu t hjá Svíum, en eigi Dönum, og skj og stj verður hvorttveggja sj i sænsku, en hekl- ur réttum hljóSum í dönsku. Sama er um sk á undan hvellum sér- hljóSum. Hér er því allmikill mun- uv i áttina frá fornmáli og íslensku. BeygingafræSin er yfirleitt glögg og greinileg. NafnorSunum er skift í 5 flokka, ern svo kemur þó á eftir hópur orSa, sem taka i- hijóSvarpi i fleirtölu og kölluS ó- regluleg, svo aS eiginlega verSa flokkarnir þá 6. SagnorS mynda vitanlega 2 deildir, veika og sterka, ö'dungis sem í íslensku. ÞaS er ágætt aS þarna er ská yfir flestar sterkar sagnir, sem notaSar eru í málinu. Gott tel eg þaS, aS athygli nemanda er vakin á mun þeim, sem er á ritmáli og talmáli. Hann er talsverSur i sænsku og þar aS auki hefir tungan tekiS upp f jölda úllendra orSa. Leskaflarnir virSast valdir meS smekkvísi og yfirleitt vera skemti- legir, enda er úr nógu mörgu góSu aS velja í bókmentum Svía. ÞaS gerir fólki námiS leitt, ef leskafl- arnir, sem á er byrjaS, eru and- Iaust og efnissnautt léttmeti. ÞaS borgar sig miklu betur til aS vekja áhuga viS námiS, aS efniS sé hugS- næmt, þótt viS þaS verSi lesmáliö þyngra en ella. Þarna eru líka ein- mitt teknir kaflar eftir ágætis skáld og fræga rithöfunda. OrSasafniS aftast í bókinni sýn- ist vera fiíllnægjandi fyrir leskafl- ana. En þótt þetta sé vitanlega engin fullkomin orðabók, má bö hafa mikil not af því, viS lestur sænsku yfirleitt. Menn reka sig furöu fljótt á þaS, aS oiiS, sem eru eins eSa þvi nær eins í sænsku sem i dönsku, þá geta þau þó allof t haf t frábrugSna merkingu. Enda eg svo þessar linur meS þakklátum buga til höfundanna fyrir þessa tilraun þeirra til þess aS koma oss íslend- iugum i nánari kynni, en veriS hefir, viS bókmentir Svía. Jóhannes L. L. Jóhannsson. VeedoL isito n wéÉ. í hagfræðilégri grein í blað- inu Chicago Post eru tölur, sem sýna, að múrarasveinar í Paris þurfa að vinna í 10 daga til að fá sama kaupmagnsfé eins og ameriskir múrarasveinar vinna sér inn á einum degi, í BerKn á 5 dögum og í London á 3% degi. Nú væri það rangt að segja, að þessir bagfræðislegu yfir- burðir í Ameriku væri eingöngu áfengisbanninu að þakka. En eins væri alrangt að neita því, að áfengisneysla einstaklinga eða heilla þjóða di-egur úr af- kastamagni einstakhnganna og þjóðanna. ÖU athugun, reynsla og visindi eru á einu máh um skaðleg áhrif áfengra drykkja. Enginn vinnukaupandi mundi reka frá sér verkamann fyrir það, að hann drykki ekki áf engi. En aftur á móti eru mörg hundruð vinnukaupendur, og þar á meðal þeir stærstu í heimi, sem ekki vilja láta viðgangast einu sinni svo nefnda hófsemd- ar-drykkju, hvað þá heldur meiri drykkjuskap,meðalverka- manna sinna. Allir hagsýnir framleiðendur sjá, að aukin kaupgeta almennings er allra hagur. Thomas Nixon Carver, pró- fessor í þjóðhagsfræði við Har- vardháskóla, segir í ritgerð, sém hann skrif ar f yrir Encyclopædia Britannica, að meðán þær þjóð- ir, sem keppa hver við aðra, eyði fé og fólki i drykkjuskap, þá geti verið að engin ein fái yfirburði yfir aðra, vegna só- unar hverrar einstakrar. En þegar ein þjóðin taki sig út úr og stigi ákveðið framfaraspor, eins og Bandaríkin í Norður- Ameríkn hafi gert með áfengis- banninu, þá sé óskynsamlegt að efast um að þessi þjóð hafi þax-na yfirburði yfir aðrar þjóð- ir og haldi sifelt áfram að vinna á ár eftir ár uns þeir hafa ger- sigrað keppinauta sína. pær þjóðir, sem hafna þvi að stíga shkt framfaraspor, hvort sem þær skilja það eða ekki, eru með því að skapa sér greini- lega lægri sess meðal mentaðra þjóða. H Það er alt of mikil áhætta að nota lélegar smurningsolíuT á bifreiðar. Viðgerðaverkstæðin sjá daglega stórskemdar vélar vegna slæmrar ol- íu, sem bifréiðaeigendur kaupa vegna þess, að þær eru fáum aurum ódýrari líterinn. Notið að- eins allra bestu olíutegundir svo þið komist hjá dýrum viðgerðum. Kaupið Veedol olíur. „Graf Zeppelin" notaði þær á fluginu milli Ameríku og Evrópu fyrir skömmu, og „Commander Byrd" hefir valið æ Veedol til Suðurpólsflugsins. Athugið," hversu ^ ^ mikið traust Veedol olíunum er sýnt með þessu. œ §g Notið þær til að spara yður peninga. gg I Júíl Ólafsson & Co. I § Reykjavík. ^ §8 Aðalumboð fyrir gg æ Tide Water Oil Company, New York. 88 æ æ æææææææææææææææææææsæsæææææ n di n. Þú sérð hvergi' eins dýrðlega mdlaða mynd, þó mannvit alt leggi sitt til, sem Ijóma' er á haustkvöldi laugar hvern tind með litskrúði' um sólarlagsbil. Ef hjarla þitt er ekki hart eins og steinn, þú hlýtur að meta þá sjón, á haustkvöldi slíku nær stendur þú einn, og starir á gullroðið Frón. Þá sjáum við langbest hve foldin er fríð, með fjölskrúðug Ijósroðabönd. En vatnslindir breiðast um bleikrauða hlið, sem blikandi, silfurhvít rönd. . Þá vel get eg skilið hvað valdið því fékk, er vakti hjá Gunnari þrá, og heillaði forðum þann hugdjarfa rekk, er hólmanum staðnæmdist á. Og áform hans truflaði' hin máttuga mynd, sem markaði örlaga-stund, er blikaði sólin á bláf jalla-tind um bliknaðar hliðar og grund. Já, nndrast þú maður, hið volduga verk, eg vona þin trú sé ei blind. Þú hlýtur að skilja, að hönd sú er sterk, sem heldur á þvílikri mynd. Þó margt sýnisl fagurt frá mannanna hönd og mörg sé til listgcfin sál, hún býr ei til lifandi blómskreyttan vönd. Hið best gerða málverk er — tdl. Með einlægri lotning við litum hveri kvöld, hið Ijósbjarta kvikmyndatjald, er sjálft hefir dregið upp öld eftir öld, hið eilífa, himneska vald., Ágúst Jónsson, Rauðarárstig 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.