Vísir - 16.12.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 16.12.1928, Blaðsíða 4
Ví SIR Gerid svo vel a,d líta á vörusýn- isigar í búdum okkar i - - Komíð og skoðið hina miklu gluggasýningn H1 jóðfærahússins. ENDURA nrfTTniiiiífliii h'Uí—OmmmAKU hafa 15 ára ágæta reynslu hér á landi, enda eiga ekki sinn Hka. — Mikið úrval nýkomið. Verslunin Björn iCristjánsson. OOÍJCOOOOCöOOÍXÍíStSOOOÍiOÍSOOOCaOOOÍÍOOÖOOÍKÍOÍÍíSOttOOOOOÍÍttKOÍÍOOÍSOOÖOOOOOÖOCSÍOCttOOíiOOOíKlOÍ Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Steingrims Jónssonar, fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 17. þ. m., og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. ó heimili hins látna, Grett- isgötu 39. Guðný Jónsdóttir og böm. pökkum inniíega auðsýnda samúð við fráfall Magnúsar Kristjánssonar fjármálaráðherra. Reykjavík, 15. des. 1928. Friðrik Magnússon. Kristján Karlsson. ririiniiMiiiiiiiniiiiiiiii 11iminimiiiíiihiiiii i— iiii—■ln■l■llll iiwihii—wwí Hér með .tilkynnist að konan mín, Guðrún Jónasdóttir, and- aðist að Vífilsstöðum 13. þ. m. pórður Eiriksson. Ritfpegm —o— Þorsteinn Erlingsson, Mál- leysingjar. Æfintýri um dýr- in. — Reykjavík, 1928. Fjórtán árum eftir lát Þor- steins Erlingssonar kemur liér fyrir almennings sjónir ný bók eftir hann. Nýja má kalla bók- ina, þó að allar þessar sögur sé áður prentaðar, því að þetta er ekki einungis í fyrsta sinn, sem þær koma út i bókar- formi, heldur liafa þær fram að þessu „dulizt“ öllum fjökla manna, eins og Ásgeir Ásgeirs- son kveður að orði í formálan- um. Þær komu smám saman út í Dýravininum á löngu ára- bili. Nákunnugir menn einir vissu, að Þorsteinn hafði ritað fyrstu sögurnar. Og lijá flest- um liafa heftin af Dýravinin- um tvístrazt og týnzt, svo að fáir náðu nú orðið til þessara sagna, og sízt allra. Enginn vafi leikur á þvi, að umhyggja Þorsteins fyrir dýr- um og öllum þeim, sem hágt eiga, liefur átt meginþátt í því, að þessar sögur urðu til. Því kaus hann þeim líka sæti í Dýravininum. Um alla bókina andar lieilbrigð og hispurslaus mannúð, sem sér jafnt sólar- hlið og skuggahlið, nefnir livern lilut rétlu nafni, en treystir fastlega á sigur réttlæt- is og manngæzku. Að því leyti eru sögur þessar liollar til lestrar og vænlegar til þess að bæta breytni og hugarfar, ef nokkur bók yfirieitt er slíks um komin. En fyrir þessum tilgangi mega lesendur ekki gleyma, að þessar sögur eru framar öllu skáldskapur. Það verður varla fundið annað skýrara dæmi þess, liver listamaður Þorsteinn Erlingsson var, en að skáldið skuli hvergi lúta i lægra haldi fyrir dýravininum í þessum sögum, eins og þær eru þó til komnar. Þær sýna þeim, sem einungis þekkja lcvæði hans, meira að segja nýjar hliðar á listfengi lians. Þær sýna, að sundurlausL mál lék ekki síður í höndum hans en bundið mál. Hér er rýmra um hann en í ljóðunum og brugðið upp margvíslegri myndum. Það er ekki furða þó að fallegt sé umhorfs í þeim heimi, sem skáldið skap- ar úr endurminningum um Fljótshlíðina og draumum um hlíðar IJimalayafjalla. Og í einni mannlýsingu þessarar bókar, lýsingu Sigurðar mál- lausa, kemst Þorsteinn feti framar í því efni en nokkurs- staðar í kvæðum sínum. Ef nefna ætli heztu sögurnar í hókinni, þyrfti vist að telja þær allar sex. Sumum mun þykja ekkert jafnast á við hinn háleita kærleiksboðskap í Gamla Lótan, hinn sára feg- urðarblæ á sögunni af Sjatar og Sónaide, og eg get varla hugsað mér, að nein kona hiki við að taka söguna af Sassan- elu fram yfir allar liinar. En skemtilegasta sagan í bókinni er vafalaust Rondóla kasa. Það er ósvikið æfintýri, sem hvert barn mun skilja og læra. Lýsingin á Nardodd húsfreyju, þessum „stálskörungi“, sem talaði allt sem tala þurfti á heimilinu og liikaði ekki við að lesa sjálfum Bondóla kasa pistilinn, er meistaraverk, þótt fáir sé drættirnir. Og eg hygg, að kisa hafi aldrei fengið slíka málsvörn í bókmentunum sem í þessari sögu og Sigurði mál- lausa. Þá er þó ónefnd sagan af Músa-Darjan, sem ef til vill er áhrifamesta hugvekjan um góða meðferð dýra af öllum sögunum. íslendingar liafa liér eignazt bók, sem seint mun fyrnast og verða Iesin jafnt af ungum og gömlum. Það er jafnvel ekki vonlaust um, að hún eigi eftir að bera nafn Þorsteins víðar en kvæði hans hafa gert. Þvi að þessi bók hlýtur að verða þýdd á aðrar tungur, og þar verður liægt að bjarga meir af snilld höfundar en í þýðingum kvæðanna. Bókin er prýðilega gefin út, eins og aðrar bækur Þorsteins, sem frú Guðrún hefur látið prenta að honum látnum. Tryggvi Magnússon hefur prýtt liana með upphafsstöfum og smámyndum. Það er ánægju- legt, að þessi ágætisbók skuli birtast í húningi, sem henni er samboðinn. ,9. N. Bæjaríréttír I. 0. 0. F. = 11012178 = 9 III I. O. G. T. Stigstukufundur í kvöld kl. Stór-Templar flytur erindi um bannlögin í Bandaríkjunum. Veðurhorfur. í gær kl. 5 var djúp læg'ð skarnt suður af Reykjanesi. Var þá suð- austan átt um land alt. Stormur sunnan lands, en gola eða kaldi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Horf ur voru á, að veðrinu mundi slota hér sunnan lands i nótt, en horfur á sunnan og suðvestan átt í dag. Skúrir öðru hverju. Kristileg samkoma verður haldin á Njálsgötu i, kl. 8 i kveld. Allir velkomnir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Guðmundur Halldórsson frá Eyrarbakka, andaðist að Vífilsstöðum 14. þ. m. Markúsína Markúsdóttir, Ingólfsstræti 7 B. Ný lyfjabúð. Lyfjahúðin Iðunn verður opnúð kl. 5 síðdegis í dag. Eigandi henn- ar er cand. pharm. Jóhanna Magn- úsdóttir (sýslumanns Torfasonar). í gærkveldi var nokkurum gestum hoðið að skoða lyfjabúðina, sem er i hinu nýja húsi héraðslæknis Jóns Hj. Sigurðssonar, Laugaveg 40 .— Lyfjahúðin er ekki mjög stór, en frágangur allur mjög vandaður og fagur og alt með nýtísku sniði. í kjallara hússins er geymslupláss og vinnustofa (lahoratorium). Þegar gestunum hafði verið sýnd lyfja- húðin, voru veitingar fram hornar og mælti þá landlæknir G. Björn- son nokkur orð. Þótti honum vel frá öllu gengið, og mintist þess sér- staklega, að þetta væri fyrsta lyfja- húð hér á landi, sem kona veitti for- stöðu. Árnaði hann forstöðukon- unni allra heilla, en hún þakkaði með nokkrum orðum fyrir hinar hlýju árnaðaróskir landlæknis Skrautlegar jólasýningar verða í flestum verslunum bæjar- ins í dag. í öllum hinum stærrí verslunum var unnið. langt fram á nótt, að skreyting húðarglugganna og verður vafalaust fjölment á göt- unum í kveld, því að margir eiga enn eftir að kaupa sér jólagjafir. Kvikmyndahúsin. Athygli skal vakin á því, að aug- lýsingar kvikmyndahúsanna eru á fimtu síðu í blaðinu að þessu sinni. Vísir er tólf síður í dag. Framhald hæjarfrétta, sagan o. fl., er í auka- Iilaðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.