Vísir - 18.12.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 18.12.1928, Blaðsíða 4
Þriðjudaginn 18. desember 1928. YlSIR H Veedol. penhsylvaniá basé - - Tíil ÍH8?,CÁNT THAT RESISTS HEAT *f|j§ : §» TIDIIVAXE R pii- , pó_ Nrw ME3IUM Það er alt of raikil áhætta að nota lélegar smurningsolíur á bifreiðar. Viðgerðaverkstæðin sjá daglega stórskemdar vélar vegna slæmrar ol- íu, sem bifreiðaeigendur kaupa vegna þess, að þær eru fáum aurum ódýrari líterinn. Notið að- eins allra bestu olíutegundir svo þið komist hjá dýrum viðgerðum. Kaupið Veedol olíur. „Graf Zeppeiin" notaði þær á fluginu milli Ameríku og Evrópu fyrir skömmu, og „Commander Byrd“ hefir valið Veedol til Suðurpólsflugsins. Athugið, hversu mikið traust Veedol olíunum er sýnt með þessu. Notið þær til að spara yður peninga. Jóh. Ólafsson & Co. Reyikjavik. Aðalumboð fyrir Tide Water Oil Company, New York. F. H Kjartansson & Co Appel sí 11111», Ný egg. VoFÖið hvergi lœgva. TORPEDO. til jólanna, margar tegund- ir. Fallegar tækifærisgjafir. Verð frá 3 kr. kassinn. Von, speglar7 eru mjög lientugir til jólagjafa. Mikið úrval nýkomið. Ludvig Storr, Laugaveg 11. Töskup, Veski margar nýjar gerðir komu með síðustu skipum. Törnhúsid. í bæjarkeyrslo hefir B. S. R. 5 manna og 7 manna drossiur. Studebakei eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla en lxjá B. S. R. — Ferðir til Vífilsstaða og Hafn- arfjarðar alla daga. Austur i Fljótshlíð 4 daga í viku. — Af- greiðslusímar 715 og 716. „Góöa frd ^Slgríöar, hvernig ferö þá hö búa til svoua g-óöar k8kuri“ „Eg skai kennH þér galdurinn, Ó18f mín. Notaðu aðeins tJerpúlver, Eggjapúlver og alla dropa frú Efna- gerð iteykjavikur, þá verða kökuruar svona lyrhtaks géöar ÞaÖ fæst hjá öllum kaupmönnnm, og eg bið altaf um Gerpúlver frá Efnageröinni eð» Liilu Ger- púlver. JOLAÖL með jólamiðum fæst bæði á heilum og hálfum flöskum. Ennfremur: Pilsner, Maltextrakt 00 Bajer á hverju matborði á jólunum. Fæst í öllum verslunum. Ölgerðin Egill Skallagrimsson. Frakkastíg 14. Símar: 390 og 1390. KSÖíSíSöíKÍCSÖ»aíStStKií5ttÖÖíSttíÍttíSíKSaWÍÍÍStttÍÖÍ5ö0tttta«tttSGíÍ55ÖötSttaíSQÍ BÚSÁHÖLD alls íkonar VERKFÆRI alls konar VÉLAREIMAR LÁTÚNSPLÖTUR og S T A N G I R Fæst á Klapparstíg 29, hjá PÖULSEN. stttitttttitttttttttttttttitttitttitiíitttttitttttitttttititstttstititttititttttstitttitititititttttititit VÍSIS-KAFFI0 gerir aila glaða. FRELSISVINÍR. vera?“ spurði hann og beindi ljósinu að þeim. Það skiftir engu hvað bann sá við skímu ljóskersins. En þeir sem á bryggjunni stóðu sáu gullbryddan einkenn- isbúning — bláan að lit með rauðuin ermastúkum og axla- skúfum. Var það einkennisbúningur ofursta í frelsisliðinu. Maðurinn var allur hinn glæsilegasti, augun snör og íög- ur, en þeir þektu hann ekki. „Andskotinn í sjóðandi viti!“ sagði Tim. Hann var vit- grannur, skinnið að tarna, en þó skildist honum, að þeir höfðu farið villir vegar i myrkrinu. Hann snerist á hæli í vetfangi, og lagði á flótta sem fætur toguðu. Á eftir honum hlupu hinir fjórir. Þeir höfðu rnist lík hersisins í ofboðinu og fátinu, sem á þá kom. Hræ hans lá cftir á bryggjunni. „Hvað er nú?“ Maðurinn i hátnum hóf þegar máls og gaf fyrirskipanir: „Eltið þá — hafið hendur á þeim, þeg- ar í stað!“ Sex blökkumenn — fylgdarmenn hans — ruddust þeg- ar upp úr bátnum. En húsbóndi þeirra hrópaði til þeirra og námu þeir þá staðar. Birtan frá ljóskerinu hafði fallið á andlit nianninum, sem lá við fætur hans. Hann heygði sig niður og losaði í sriatri klæðið frá vitum hans. „Latimer!“ sagði hann undrandi. Og Latimer hrosti við honum. — Hanu var nær dauða en lífi á að sjá, þar sem hann lá þarna í hátnum. — Ósjálf- bjarga — bundinn á höndum og fótum. „Það var heppilegt, að þú skyldir þurfa að senda bréf til Bretlands i nótt, Gadsden ofursti,“ sagði Latimer. 18. kapítuli. Skammbyssuskotið. „Með þéssum hætti efnir fulltrúi Georgs konungs heit sin,“ sagði Latimer, og kendi hæði þykkju og gletni i rödd hans. „Það er vissulega samboðið hinum volduga konungi." Þeir Gadsden voru komnir upp á bryggjuna. Höfðu þeir kropið á kné við lík hersisins, er lá á milli þeirra. Bift- una frá ljóskerinu lagði á líkið. ,,Ef Hannibal hefði ekki fengið mér sverðið mitt á siðasta augnabliki, þá væri eg vafalaust á leið til Bret- lands núna.“ Hann stóð upp. „Eg er hræddur um, að ]>að sé úti um þenna vesaling.“ „Látum hann eiga sig,“ sagði Gadsden. „Menn mínir skulu sjá um hræið. En hvað er um þig. Þú verður að komast á brott héðan — sem allra fyrst! Er það ekki þín skoðun?“ „J.ú. En fyrst verð eg að tala við landstjórann. Eg verð að gefa honum skýrslu, — þvi að eg hefi orðiS breskum herforingja að bana. Hann gæti þá i staðinn skýrt það fyrir mér, hvernig á því muni standa, að breskur herfor- ingi ræðst á mig, enda þótt hinn tigni landstjóri hafi heitið því, aö ekki yrði hafist handa gegn mér, fyr en snemma i fyrramálið.“ „Já,“ sagði Gadsden. „Eg felst á þetta. Þú hefir rétt að mæla. Það er engin ástæða til, að þú veröir eltur sem morðingi, eftir þessa brýnu.“ Þeir lögðu af stað fótgangandi, en fóru ekki lengra en að húsi l.awrens ofursta. Þar beið Hannibal með íerða- vagn Latimers. Þeir settust i vagninn. Kirkjuklukkan í kirkju hins heilaga Filippusar sló ellefu i þeirri svipan, er vagninn ók af stað. Þeir létu aka honum að stjórnarbygg- ingunni. Latirne hefði gengið rakleitt í danssalinn og talað viö landstjórann, ef hann hefði mátt ráða. Eu Gadsden hað hann nema staðar í forsalnum. Þar voru ekki aðrir staddir í hili, en fimm eða sex blökkumenn. Þeir störðu á Latimer eins og naut á nývirki og undruð.ust klæðaburð hans. „Heyrðu nú, Latimer! Líttu á fötin þín, maður! Held- urðu að kvenfólkið þyldi að sjá þig svona til reika?“ Þá fyrst veitti Latimer því athygli, hversu föt hans voru spilt orðin. Hann var allur útataður frá hvirfli til ilja. Hárið var úfið og stóð í allar áttir. Annar sokkurinn var gauðrifinn. Hann var búinn svörtum silkijakka með rauð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.