Vísir - 24.12.1928, Qupperneq 2

Vísir - 24.12.1928, Qupperneq 2
V 1 S T P. f nafn liins komanda lausnara, sem merkir: Guð með oss. Jesú Kristur er hinn máttugi boð- beri þessa sanuleika. Alt sem jólin flytja oss af ástargæðum og fagnaðarefnum, sameinast loks í þessari sæluríku vissu: Guð er með oss öllum. Hve mörgum hefir ekki sú vissa verið sól í skammdegi! IV. Og svo að endingu þetta: Vér eigum sjálf að flytja sól- skin Jesú Krisls til allra þeirra er „ljósið þrá ep lifa í skugga.“ Jólin eru máttug í því að vekja mildar og hlýjar tilfinningar og löngun og vilja til að gleðja lirygga og lijálpa bágstöddum. Gleymum því elcki, að til þess að ljós Krists megi breiðast um alla jörð og ná inn í hvern aflcima og hvert myrkurbyrgi mannlífsins, þurfum vér öll, hvert um sig, að láta mildi, hlýju og birtu hjartans verða meira en hverfula tilfinningu, hrifning fáeinna augnablika. Eftirmynd Jesú Krists sjálfs verður að fæðast og vaxa að visku og mætti í hugsun vorri, viljalífi og athöfnum. Þá fyrst er frelsarinn orðinn í lífi voru sú sól sem aldrei lækkar á lofli, né gengur til viðar. Þá framkvæmast boð hans og fyr- irskipanir í mannfélagi og mannlifi. Þá er hann orðinn oss eins og i jólasálmi vorum ;segir „____lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims konungur lífs vors og ljóss.“ Það eru gleðileg jól. Amen. | GLEÐILEG JÓL! |:j Amatörverslunin (Þorl. Þorleifsson). SOOOOOOOOÍXÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍJOOÍSOOOOOÍ GLEÐILEG JÓL! o Versl. Fell. “xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx ::: GLEÐILEG JÓL! ± Skóverslun Stefáns Gunnarssonar. SOOOOOOOOÍSÍSÍKIÍÍÍSÍSÍSOOOOOOOÍSÍ X » a ö «5 ÍJ « GLEÐILEG JÓLl Halldór R. Gunnarsson. SOOOOOOOOíXSÍStSíSíiíSÍSOOOOOOOÓÍ Kínverskt sefintýri. í hverjum einasta bæ í Kína eru fleiri e'Öa færri menn, sem gert hafa að iðju sinni, að segja fólki æfintýri og sögur. Þeim er ávalt vel tekið. En einkum hópast menn þó að „shoa shú dí“ — sögumönn- um — um hátíðar og á tyllidögum, og þykir góð skemtun. Sögurnar, sem þannig hafa myndast og svo gengið í erfðir frá ómunatíð til vorra daga, skifta tug- um þúsunda. Fæstar liafa þær ver- ið skráðar og hafa yfirleitt lítið hókmentalegt gildi. Af þeim er þó ýmsan fróðleik að fá um Kínverja að fornu og nýju. Þær lýsa oft all- vel skapgerð þeirra og hugmyndum um trú og siðgæði. — Þær fjalla þá um æðri völd, er mennirnir lúta, um óumflýjanlegt endurgjaldslög- mál, um „Tjen-lí“ — guðdómlegt réttlæti —, sem hlýtur að hafa framgang sinn. Bá-örh. Einu sinni fyrir langa löngu, þeg- ar yfirvöld voru handgengin al- múganum og guðir og andar leit- uðu samneytis við mennina, var uþpi maður sá, er Djó Lá-örh hét. Einu sinni sem oftar var hann við vinnu á akri sínum. Veður var .heitt svo að hann langaði til að halla sér út af í skóginum, sem þar var skamt frá. Þegar hann nú gekk stíginn inn í skóginn, kemur hann að lækjarsprænu, gengur niður með henni og finnur þar hellisskúta og fer þar inn. En brátt varð hann þess var, að hellirinn víkkaði mjög eftir því sem innar kom. Alt i einu sér hann fram undan sér hús, er stendur i yndisfögrum garði. Alt var þar hreyfingarlaust og undra- verð kyrð og friður yfir öllu, svo að hann hugði að húsið væri mann- laust. Djó Lá-örh litaðist nú um, en loks rak forvitnin hann inn i húsið, og reikaði hann þar um ótal sali. Hann var maður ráðvandur og hugði þvi ekki að taka neitt af öll- um þeim fögru dýrgripum, sem hann sá og þreifaði á. En er hann kom þar að, er sjaldséð tófuskinn hékk, stóðst hann ekki freistinguna, en tók það með sér. Fór hann sið- an beina leið heim til sín, læsti skinnið niður, og gekk svo til vinnu sinnar úti á akrinum, eins og ekk- ert hefði i skorist. Þegar hann tók að pæla moldina, heyrir hann átak- anlegan grát, og að það er kona sem grætur. Honum heyrðist sem gráturinn komi úr fjarlægð — en þó svo nærri. Hann lítur þangað, sem honum heyristgráthljóðiðkoma frá, og sér þá unga stúlku standa þar í sólskininu, baðaða í tárum. Flann þóttist þegar vita, að hér var komin vera úr öðrum heimi. „Hví grætur þú svo sáran ?“ spyr hann. „Eg er að leita að tófuskinninu minu,“ svaraði stúlkan. „Mér þótti svcr afar vænt um það og lít aldrei glaðan dag, íyr en eg finn það aftur.“ Djó Lá-öhr var hygginn maður, en fátækari en svo, að hann gæti keypt sér konu. Honum fanst nú bera" vel í veiði. „Viljir þú giftast mér, skal eg útvega þér skinnið aft- ur; að öðrum kosti skalt þú láta mig i friði við vinnuna, því að degi hallar og bráðum dettur myrkrið á.“ Eftir allmiklar bollaleggingar tók- ust samningar með þeirn, og um kvöldið, kom hann með konu heim í litla og fátæklega hreysið sitt. Um nóttina, meðan konan svaf, læddist Djó Lá-örh fram og brendi tófuskinnið. Öskuna og leifarnar, sem ekki brunnu, lét hann í ofur- lítið skrín, lagði skrínið inn í holu í veggnum og byrgði fyrir með kalkskán. Þau bjuggu nú í litla hreysinu í mörg ár, og farnaðist vel. Þau urðu að leggja hart á sig; en kon- an tók sinn þátt í erfiðinu, og eftir nokkur ár datt engum annað i hug, en að þau væru venjuleg kinversk bændahjón, sem börðust i bökkum á lítilli jörð, eins og miljónir manna höfðu gert á undan þeím. Þau eignuðust son og dóttur. Drengurinn hét Bá-örh, og 'var 8 ára gamall, þegar hér var komið sögunni, en stúlkan 5 ára. Einu sinni, þegar konan sat og spann hör og börnin léku sér í kringum hana, fanst Djó Lá-örh sem hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Og þá fór hann að hugsa um loforð sitt, að afhenda henni skinnið. Hann hafði óttast, að ef hún'fengi skinn- ið, mundi hún yfirgefa sig; en nú gæti varla verið hætta á því að hún færi frá honum og börnunum. Hann tók hamar, opnaði holuna í veggn- um, tók skrínið og gaf konu sinni. „Þetta er mér mikilsvert einmitt nú,“ sagði hún og brosti. Hún helti öskunni úr skrininu, lagði skinn- tætlurnar til hliðar og hélt svo á- fram að spinna. Þetta þótti manninum góðs viti og gekk með börunum til svefnher- bergis og lagðist til svefns. Hús- freyja setti nú rokkinn frá sér. Hún tók eina skinntætluna og togaði liana og teygði á milli handanna, uns hún var orðin eins stór og skinníð upphaflega hafði verið. Þá hélt hún því upp við birtuna og brosti ánægjulega. Því næst varp- aði hún því yfir herðar sér og hvarf — og sást aldrei framar. Djó Lá-örh dó af harmi, og litla dóttirin hans af vanhirðú. — Bá- örh var nú einn eítir, fátækt og munaðarlaust barn, sem enginn hirti um að liðsinna. Og svo varð hann að fara út í heiminn og biðja sér beininga. Fyrsti maðurinn, sem Bá-örh hitti, var flökkumaður, sem hafði sér til viðurværis að flétta körfur úr viðartágum. Hann var gamall og mjög ískyggilegur útlits. En Bá- örh bað þó um að fá að vera með honum, og gamli maðurinn lét það eftir honum. Þeir íerðuðust nú um öll héruð landsins. Þeir sváfu í kof- um og skuggalegum afkymumánæt- urnar, bæði sumar og vetur. Einu sinni fenti þá inni í hofi i Norður- Kina. Mat höfðu þeir engan né eldi- við. Þeir reyndu að ryðja sér veg út, en þess var enginn kostur, og uröu því að hýrast áfram i hofinu Þeim þótti nú ekki vel á horfast. En þegar minst varði, tóku þeir eft- ir stórri hersveit, er fór þar um. Gamli maðurinn hrópaði nú á hjálp, en hermenriirnir virtust hafa öðru að gegna. Faðir héraðsstjórans var nýlátinn, og hafði hermönnunum verið gefin skipun um að ryðja veg til grafreitsins. Gamla manninum fanst.að þeir að minsta kosti mundu geta útvegað honuni matarbita. Þeir sögðust engu vilja sinna honum, nema ef svo væri, að hann gæti útvegað þeim unglingspilt til jarð- arfararinnar. Lengi höfðu þeir le.it- að eftir pilti og stúlku, til að kvik- sétja með líkinu; stúlku höfðu þeir fundið, en engan pilt. „Eg hefi einmitt piltinn, sem ykk- ur vantar,“ svaraði gamli maður- inn. — Gekk honum þá alt að ósk- um, er hann hafði selt litla Bá-örh þeirn í hendur. Hermennirnir fluttu Bá-örh með sér til bústaðar héraðsstjóra; var hann lokaður inni í litlu herbergi, ásamt stúlkunni, sem einnig átti að kviksetja. Bá-örh tók þá eftir því, að reknir voru járnfleinar hér og þar í veggina, og kom nú strax til hugar, hvað gera skyldi. Hann los- aði stærsta fleininn og stakk hon- um á sig. Jarðarfarardaginn voru þau færð í fín föt og látin ganga á undan líkfylgdinni, til grafarinnar. Gröfin var stór og veggirnir múraðir. Fyrst var kístunni komið fyrir; þá var Bá-örh og stúlkan látin inn í gröf- ina, ásamt venjulegum fjölda af hestum og hundum; því næst komu allslconar búsáhöld, eldhúsgögn, matvæli og vín og annað það, sem þeim framlíðna mætti að gagni verða í öðrum heimí. Var svo múr- að fyrir grafarmunnann. Strax og hættí að heyrast til Iík- fylgdarinnar, tók Bá-örh fram járn- fleininn og fór að bora holu á milli steinanna. Nokkru eftir sólarlag skriðu þau ofboð _ varlega út úr gröfinni og hlupu alt hvað af tók í áttina til fjallá. Inn á milli fjall- anna réðist leópard á stúlkuna og reif hana á hol. „Þú hefir tekið frá mér förunaut minn,“ hrópaði Bá-örh örvingláður, „taktu mig nú einnig óarga villidýr!“ Honum til mikillar undrunar svaraði lcopard- inn: „Eg hefi satt hungur rrritt. Og svo ert þú heldúr ekki af mensk- um uppruna; ákvörðun þín er svo háleit ,að æfi þinni getur ekki- lokið með ])essutn- liætti. Far þú Teiðar þinnar!“ Bá-örh rakst á annan förumann, er Wang-y hét, og slóst í fylgd með honum. Férðaðist hann með hon- um í mörg ár, og var núi orðinn stór maðúr og óvenjulega gervi- legur. Einu' sinni voru þeir úti i skógi að rífa upp viðartágar. Sér þá Bá- örh hvirfilvind mikinn koma á móti sér; en inn í hvirfilvindinum miðj- um var galdranom, er hélt á fag- urri mey, sem sífelt hrópaði á hjátp. Bá-örh hjó eftir galdranorninni með sigðinni, en hún hélt áíram, helsærð. Ilann flýti sér á eftir, og kom þá á troðning, sem lá að djúp- um brunni. Sneri hann þá aftur til Wang-y og sagði frá öllu, sem fyr- ir hann hafði borið. En Wang-y lét sem hann heyrði það ekki. Nokkru seinna rákust þeir á op- inbera tilkynningu frá keisaranum sjálfum. Lofar hann þar miklum launum þeim, er kynni að hafa fundið dóttur hans, seni horfið hafði í síðasta stormviðri, og ekki sést aftur. Sneru þeir nú hið bráð- asta aftur til skógarins. Wang-y lét Bá-örh síga niður í brunninn. Kom hann þá auga á mjóan gang, sem hann svo fór inn i. Alt í einu var hann staddur i stórum helli, og var vatn á gólfinu. í hliðarhelli sá hann meyna sú:- ÍOOOOÍSOOCÍXXXXXXXXÍÍXXSOÍXXX X g x GLEÐILEG JÓLI p Ú Verslunin Baldur. jj Í $ soootsooooíxsíxxxxxsooœooooí aðframkomna af söknuði og ótta. — „Vertu hughraust,“ hrópaðí hann, „eg er kominn til að sækja ])ig, og mun fara með þig til föður þíns“. — Skamt baðan sá hann sraldranorn- ina að danða komna af sárum. Þau ,fóru nú eftir aöneunum fram í brunninn. Wann-v dró mevna unn úr. oa fór undir e>ns með bana til hallarinnar: en Bá- örh skíMí hann eftir niðri í brunn- inum. Hvað átti hann nú til bragðs að taka. f helh'num rakst Rá-örh á afar- stóran fisk. hálfdauðan. Tók bann ])á hníf oa ætlaíii að skera stvkki af honum. F.n bá fór fiskurinn a1t í einu að tala við hann : ,.Þú þarft ekki að drena mic þér til matar.“ Er Bá-örh leit við. sér hann rétt hjá sér borð, hlnðið ljnffenuustu krásum. Settist hann að þvt og saddi hungur sitt. „Sértu nógu þolinmóður.“ bélt fiskurinn áfram, „mun eg hjálm þér að komast héðan; annars verð- urðu hér um aldur og æfi. Eg er dreki hins syðra himinhliðs; en vegna yfirsjónar minnar sendi öld- ungur himinsíns mig hingað í þetta varðhald. En eftir 7 sinnum 7 daga, annau dag annars mánaðar, er eg aftur frjáls, og mun þá flytja þig aftur tíl jarðar.“ Meðan á þessu stóð fór Wang-y á fund keisarans og krafðíst laun- anna. „Er þetta maðurínn, sem bjargaði þér?“ spurðl harm prins- essuna dóttur sína. „Það hlýtur víst að vera,“ svaraði hún. „En eg man þó ckki neítt af því sem fyrir mig bar frá því er galdrarrornin tók nrig og þangað til eg sá dagsbirt- una aftur; og þá var þessi gamli maður hjá mcr. Eg hefl þó eitt- hvert hugboð um, að eg hafl gef- íð einhverjúm hálfa hárnál mína fyrir einhvern greiða.“ „FIra,“ sagði keisarínn, „líklegt þykir mér vera, að einhver meiri og betri maður hafi frelsað þig en Wang-y þessi, og mtm eg fyrst um sinn ganga frá loforði mínu.“ Á öðrum degi annars mánaðar var drekinn látinn laus. Skifti hann þá tim ham og fékk sitt upphaflega útlit. Hann fór niður að vatninu og bað Bá-örh að fara sér á bak. leggja aftur augun og halda sér vel. Drekinn fór svo með hann á fleygi- ferð niður í vatnið. ÁSur en Bá-örh gæti gert sér grein fyrir hvað var að gerast, var honum fleygt á þurt land. Flann fór beina leið til ballarinn- ar og sagði nú keisaranum frá öllu eins og það hafði fyrir hann feorið. Var svo farið með hann á fund prinsessunnar. Rankaði hún þá skyndilega við sér og mundi eftir öllu, sem fyrir þau hafði borið. Og er Bá-örh sýndi þeim nálarhelming- inn og helmingarnir voru bornir saman, tók það af öll tvímæli. Bá-örh fékk prinsessunnar og varð frægur hershöfðingi. Dó hann í hárri elli mikils metinn af allri þjóðinni. En það er af Wang-y að segja, að honum voru fengnir tötr- ar hans og hann rekinn út ,úr höll- inni. Ó. Ó. þýddi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.